Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 21
arfirði milli jóla og nýárs þar sem hann dvaldi vegna veikinda sinna. Ég sá fljótt hvert stefndi, þarna var fársjúkur maður, hann lá í rúminu og hlustaði á músík. Við heilsuðumst og ég þurfti ekki að kynna mig. „Komdu sæll, vinur,“ sagði hann, „lækkaðu fyrir mig í þessu bölvuðu gargi – þær voru að tilkynna mér rétt áðan að nú ætti ég að fara í bað, hér er maður alltaf í baði.“ Stúlka kom inn: „Nú, þú ert búinn að fá gest, Jörundur minn. Þá látum við baðið bíða – talið þið bara saman,“ og hún lokaði á eftir sér. „Hér er gott að vera,“ sagði Jörri og brosti. Og á herberginu hans Jörra á DAS fórum við yfir lífshlaup okkar og minningar allt frá komu minni 14 ára í Súðavík til þessa dags er ég hér sat. Við höfðum margs að minn- ast. „Við urðum snemma miklir mát- ar,“ sagði Jörri og brosti, „enda eft- ir að við náðum í þessar elskulegu konur okkar, Bubbu og Gunnu, var nú ekki að spyrja eins og þær dáðu nú hvor aðra.“ Það var oft gaman í Súðavík – þá var maður svo ungur, þar var maður miklu meira í félagslífi en seinna meir, þá minnist maður söngæfing- anna heima hjá Rósu og Áka og minningar héldu áfram, um sum- arfríin tvö, sem við fórum í með kon- um okkar norður og austur um land þá er við unnum báðir fyrst hjá SÍS, en síðan hjá Íslenskum sjávarafurð- um, í eftirlitsstörfum þvílík dásemd- arferðalög það voru að sönnu. Dyrnar opnast, en er lokað aftur, ég stend á fætur. „Heyrðu, Raggi, manstu þegar hún mamma þín, hún Rannveig, tók á móti strákunum okkar sömu nóttina – Gunna fæddi Jónas og Bubba Atla? Þetta var 23. maí 1955.“ Jörundur minn var aftur kominn á flug æskustöðva og minn- inga. Ég rétti honum höndina og reisti hann í sitjandi stöðu, frammá stokkinn. Ég fór með hægri hönd í vinstri jakkavasann og tók þar fram koníakspela. „Jörundur minn, ég ráðlegg þér hér með að taka eina matskeið af þessu meðali kvölds og morgna.“ Ég komst ekki lengra, nú hló Jörri hátt. Lofðu mér að sjá, hann tók við pelanum, velti honum á milli handa sér og sagði: „Nú á ég pelann og nú gef ég þér hann aftur. Segðu vinum okkar þetta, og þá verða strákarnir hissa. Jörri neitar snafsi!“ Og þar með kvaddi ég vin minn og félaga, með ósk um að baðið biði hans – hlýtt og notalegt. Og mín hinsta kveðja til þín, vinur minn, er að þú verðir guði falinn. Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Ragnar Þorbergsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast míns gamla góða vinar, Jörundar Engilbertssonar, en kynni okkar hófust austur á Vopnafirði sumarið 1974. Undirritaður starfaði þá sem verkstjóri hjá Fiskiðju Vopnafjarðar og Jörundur, sem var fiskeftirlitsmaður hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins, kom í heimsókn til þess að líta eftir framleiðslu og búnaði frystihússins. Við fyrstu kynni kom í ljós að Jörundur var mikill sómamaður. Hann tók faglega á þeim málum, sem honum bar að líta eftir, gerði sér allt far um að leiðbeina og kenna og taldi kjark í ungan verkstjóra með litla reynslu. Við Jörundur urðum síðar sam- starfsmenn hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins og fluttumst báðir til Íslenskra sjávarafurða hf. við stofn- un þess félags. Frá þeim tíma er margs að minnast, en oftast rifjast upp ferð okkar til Ameríku árið 1977 ásamt þeim Ragnari Þorbergs- syni og Halldóri Hringssyni, sem báðir störfuðu með Jörundi í fiskeft- irlitinu. Þessi ferð var í alla staði stórkostleg og mjög eftirminnileg. Þetta var fyrsta ferð okkar allra til Bandaríkjanna, móttökurnar fyrir vestan frábærar og tveir dagar í New York í lok ferðarinnar gleym- ast aldrei, svo mikla ánægju höfðum við af veru okkar í heimsborginni. Í gegnum árin þegar starfsfólk Sjávarafurðadeildar og ÍS kom sam- an til þess að gera sér glaðan dag var Jörundur mikill aufúsugestur. Hann var hrókur alls fagnaðar, ágætur söngmaður og naut þess að eyða góðri kvöldstund með vinnu- félögunum, sem allir mátu hann mikils og undu sér vel í návist hans. Að leiðarlokum minnist ég Jör- undar með virðingu og þakklæti. Hann starfaði alla sína ævi við sjáv- arútveg og það var mikill fengur fyrir Sjávarafurðadeild Sambands- ins og ÍS að fá að njóta starfskrafta hans í áratugi. Í minningunni mun ég alltaf sjá Jörund fyrir mér eins og ég man hann fyrst í frystihúsinu á Vopnafirði og svo standandi á toppi Empire State byggingarinnar horfandi yfir stórborgina New York. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til aðstandenda. Megi Guð blessa minninguna um góðan dreng. Benedikt Sveinsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 21 Reykjavíkur við sameiningu veitn- anna. Jón hafði umsjón með byggingu flestra mannvirkja í Heiðmörk sem viðkoma kaldavatnsframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. dælu- stöðvar, vatnsgeymar, brunnar ásamt ýmsum öðrum verkefnum sem bera vott um vönduð vinnu- brögð og góða fagmennsku. Jón var einstaklega hjálpsamur og góðvilj- aður og kunni hreinlega ekki að segja nei þótt til hans væri leitað og hann væri yfirhlaðinn af verkefnum. Hann var mjög vinsæll meðal starfs- manna og mikill húmoristi en ef hann vissi að einhver átti í erfiðleik- um var hann fyrsti maður til að rétta fram hjálparhönd. Hann tók virkan þátt í fé- lagsstarfi samstarfsmanna sinna og var þar hrókur alls fagnaðar enda oft grunnt á prakkaranum og marg- ar skemmtilegar minningar koma í hugann um hin ýmsu uppátæki sem hann fann upp á. Því er okkur samstarfsmönnum Jóns mikil eftirsjá að því góðmenni og mannvini sem hann var en góðar minningar lifa og við sendum Drop- laugu og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, Hólmsteinn Sigurðsson. Mig langar að minnast Jóns Stef- áns Hannessonar í örfáum orðum. Ég kynntist Jóni er ég hóf störf hjá Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir um það bil 25 árum. Jón var lærður húsasmíðameistari og var aðalbygg- ingarverktakinn við allar fram- kvæmdir Vatnsveitunnar en ég ný- útskrifaður verkfræðingur. Við unnum mikið saman og miðlaði hann mér af reynslu og þekkingu sinni á byggingarframkvæmdum. Hefur það nýst mér alla tíð síðan. Jón var óvenjuhjálpsamur maður og vildi allt fyrir alla gera. Hann tók mér og fjölskyldu minni strax opnum örmum. Þegar faðir minn hætti búskap fékk hann vinnu hjá Jóni og stuttu seinna byggði Jón sumarbústað fyrir okkur fjölskyld- una á jörðinni fyrir norðan. Þær eru ógleymanlegar ferðirnar sem ég fór þangað með Jóni og nokkrum vinnu- félögum í silungsveiði. Jóni var mjög annt um Vatnsveit- una og hlúði að henni á allan hátt. Hverja einustu helgi fór Jón á jepp- anum sínum í eftirlitsferð um at- hafnasvæði hennar óbeðinn og án þess að fá fyrir það laun í beinhörð- um peningum. Fyrirtækið stendur því í mikilli þakkarskuld við Jón sem og fjöldi einstaklinga, þar á meðal ýmsir sem áttu á einhvern hátt erf- itt uppdráttar. Jón gladdi marga slíka með heimsóknum og ýmiss konar aðstoð. Þetta gerði hann í kyrrþey og hafði engin orð um, hvorki við sam- starfsmenn sína eða aðra, að ég hygg. Síðustu ár voru Jóni erfið þar sem hinn illvígi alzheimer-sjúkdómur sótti á hann. Að síðustu má segja að hann hafi verið horfinn heiminum og heimur- inn honum. En ég vil að lokum þakka hinum mæta manni Jóni S. Hannessyni langa samfylgd og votta aðstandendum hans innilega samúð. Þorvaldur Stefán Jónsson. ✝ Ólafur BjörgvinÞorbjörnsson var fæddur að Há- túni í Skriðdal 3. júní 1923. Hann lést hinn 28. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Filippía Bjarnadóttir og Þorbjörn Eiríksson. Hálfsystir hans var Þóra Arnheiður, en alsystkini: Katrín, Tryggvi og Bene- dikt, öll látin. For- eldrar Björgvins fluttu að Borgargerði í Reyð- arfirði 1928 og á Reyðarfirði átti hann heima alla tíð síðan, allt til þess að hann flutti á Dvalarheim- ilið Hulduhlíð á Eskifirði á janúar árið 2000. Lengst ævinnar var Björg- vin á sjó, tók fiski- mannapróf 1951 og var lengi stýrimað- ur. Seinustu starfs- árin vann hann í frystihúsi KHB. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Björgvins var gjörð frá Reyðarfjarðar- kirkju 2. nóvember. Ég var minntur á það á dögunum, að ýmsum eystra þætti snautlegt, að engin kveðjuorð skyldu hafa verið skrifuð um þann væna dreng, Björg- vin Þorbjörnsson og hvort ekki mætti þar um bæta. Ljúft er mér að freista þess að færa í letur nokkur minningarorð um þennan sveitunga minn, því okk- ur hafði ævinlega verið vel til vina og gott var Björgvin að hitta allajafna, glaðsinna og gamansamur var hann og ekki duldist neinum, að hann átti góða greind að förunaut og var víða heima, enda stundaði hann löngum lestur góðra bóka. Vel man ég foreldra hans, þau Fil- ippíu og Þorbjörn, mikið og gott sóma- og dugnaðarfólk og Þorbjörn tók mig stráklinginn oft tali, hlýr og skemmtilegur var hann í viðræðu og talaði við dreng svo sem hann væri fullvaxta og það þótti honum þá mik- ils um vert. Ólafur Björgvin hét hann fullu nafni og var yngstur sinna systkina. Hann þótti ungur maður mjög duglegur til allra verka, lagvirkur og útsjónarsamur og eins og með fleiri unga menn þá var það sjórinn sem varð starfsvettvangur hans lengst af. Og þar átti hann góða starfssögu og farsæla mjög. Hann var lengi á sjó með þeim valinkunna sómamanni og skipstjóra, Bóasi Jónssyni frá Eyri og ekki sízt fyrir eindregna hvatn- ingu frá honum tók Björgvin fiski- mannapróf og reyndist glöggur og góður stýrimaður, öruggur og far- sæll, enda heyrði ég eftir Bóasi skip- stjóra haft að Björgvin væri einn sinna beztu manna og segir það margt um manninn, því Bóas hafði jafnan mannval gott í áhöfn. Björg- vin var einnig með þeim ágæta manni, Jónasi skipstjóra Jónssyni frá Eyri og var þar dugandi sem ætíð áður. Við fleira var fengizt á lífsleið- inni sjónum tengt og síðustu starfs- árin vann hann í frystihúsi KHB og skilaði þar ævinlega sínu vel. Dóttir mín sem vann með honum um tíma eftir að sjósókn hans lauk kvað Björgvin hafa verið bráð- skemmtilegan vinnufélaga, lipran og samvizkusaman hið bezta og gjarnan hafi honum flogið spaugsyrði af vörum í dagsins önn. Björgvin var kurteis maður, dag- farsprúður og óáleitinn og kom sér vel hvarvetna svo á sjó sem í vinnu í landi. Björgvin átti gjarnan í baráttu við Bakkus karlinn eins og svo fjöl- margir og stundum hafði sá armi þrjótur betur. En þrátt fyrir þá oft grimmu glímu stóð hann lífsvakt sína með ágætum. Við hittumst oft og hlýtt var hans trausta handtak, síðast þegar fund- um bar saman, kvaðst hann gamlast mjög og þá ræddum við saman um ýmsa þætti mannlífsins, örlög sem áskapaða hluti og glettnin góð þó ekki víðs fjarri. Margir voru þeir heima sem reyndust honum mætavel, en þó verður vart hjá því komizt að nefna hinn góða hlut Guðnýjar minnar í Garði sem hlúði að honum svo sem hún gat, enda hjálpsemin og greið- viknin hennar aðalsmerki. Samleiðin og hlýja viðmótið hans er þakkað í dag við leiðarlok um leið og aðstandendum og vinum eru sam- úðarkveðjur sendar. Nú hefur hann Böddi minn eins og hann var oftast kallaður siglt öruggu fleyi sínu á ókunnar sjóleiðir og von okkar sú að hann fái þar byr svo sem hann bezt á skilið. Blessuð sé góð minning hins gegna drengs. Helgi Seljan. ÓLAFUR BJÖRGVIN ÞORBJÖRNSSON Elsku Adda mín, nú hefur Guðs engill tekið þig frá okkur. Þú varst svo góð, ég man að þegar ég var lítill og ég fór með pabba í heimsókn til þín þá lumaðirðu alltaf á einhverju gotteríi handa mér. Ég man að þú hafðir sparað alla rauðu mackintosh-bitana handa mér af því að þú vissir að mér fannst þeir svo góðir. Mamma sagði mér um daginn að þú værir orðin mjög veik þannig að ég og Robbi bróðir ákváðum að kíkja til þín upp á spítala. Ég man að þegar við komum þá leið okkur illa að sjá þig svona. En ég hugga mig við það að nú ert þú komin á betri stað; komin til ömmu Gunnu og Elvars frænda. Ég er viss um að þú færð frábært líf í nýjum heimi, þar sem þú gast aldrei notið lífsins til fulls hér á jörðinni vegna veik- inda. Elsku Adda mín, ég kveð þig núna, elsku engillinn minn. Guð geymi þig. Þinn frændi Jónþór. Þann 16. jan. fór ég upp í kirkju- garð til foreldra minna og litlu frænku með blóm á leiðið, því átta ár voru liðin síðan þau fórust í snjó- flóði í Súðavík. Meðan ég stóð þar leitaði hugur minn til Öddu vinkonu minnar sem lá veik uppi á spítala. Ég var að hugsa um að fara til hennar daginn eftir og snyrta á henni neglurnar, eins og ég var bú- in að lofa. Ég ætlaði að taka með mér eitthvert flott naglalakk og gera hana fína. Henni fannst svo ARNDÍS RAGNARSDÓTTIR ✝ Arndís Ragnars-dóttir var fædd í Súðavík 16. apríl 1948. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 16. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 24. janúar. gaman að vera fín. Svo var hún líka svo skemmtileg. Ég var nýkomin heim þegar síminn hringdi. Það var hann Eiríkur bróðir hennar. Fékk ég þær fréttir að Adda væri dáin. Mér leið alveg hræðilega, ég var svo sem búin að búast við þessu en innst inni vildi ég halda að hún væri nú ekkert á leiðinni að fara. Mér fannst eins og hún gæti bara ekki dáið, hún var svo lífsglöð og dugleg þrátt fyrir öll veikindin. Fyrir nokkrum mánuðum fórum við á kaffihús saman, ég og Adda. Við vorum að spjalla um daginn og veg- inn. Allt í einu kom smá þögn og Adda leit á mig með sínum stóru augum og minnti mig á litla stúlku og hún sagði: Veistu það, Maja, að þegar ég dey þá er ég viss um að það bíður mín eitthvað gott, ég verð örugglega prinsessa eða drottning af því að ég er búin að hafa það oft svo erfitt hér, og svo hló hún. Já, það er ég viss um að hún er örugg- lega prinsessuengill og komin til mömmu sinnar sem hún saknaði svo mikið og Elvars bróður síns sem dó fyrir rúmu ári. Adda dó ein- mitt á fæðingardegi Elvars, 16. jan. Adda var dugleg að föndra og á ég margt sem hún hefur gefið mér og mun ég varðveita það enda var allt svo persónulegt sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Hennar verður sárt saknað, hún var svo góð við alla. Ég kveð þig nú, elsku Adda mín. Guð geymi þig, elskan, og takk fyrir allt. Ég votta Guðlaugi, Ragnari og systkinum hennar, Jónasi, Rann- veigu, Eiríki og Önnu Lind, vinum og ættingjum samúð mína. Þín vinkona, María. Elsku Adda, ég sakna þín mjög mikið og ég vorkenndi þér voða mikið þegar að ég frétti að þú væri dáin því þú varst svo góð. Þú gafst mér ullarsokka og vettlinga og hús- gögn í dúkkuhúsið mitt. Núna líður þér ekki illa því þú ert komin til Guðs og hann passar þig, góða Adda. Ég elska þig. Þín Hrafnhildur. Hann Bjarni afi er dáinn. Ég trúi því varla, en tíminn hans var liðinn hér á jörðu. Þegar hugsa um Bjarna afa eru það góðar minningar sem koma í huga manns. Afi Bjarni BJARNI MARINÓ STEFÁNSSON ✝ Bjarni MarinóStefánsson fædd- ist í Fjörðum 16. september 1919. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 18. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 24. janúar. var góður og hlýr mað- ur og vildi öllum vel og sá alltaf það besta í öll- um. Elsku afi, takk fyrir stundirnar sem við höfðum og með þessum orðum langar okkur til að kveðja þig og biðjum góðan Guð að geyma þig. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Úr 4. Davíðssálmi.) Sesselja Björk Barðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.