Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 23 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, ANNA ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Fannarfelli 12, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 25. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorleifur Grímsson, Bára Rósa Jónasdóttir, Hilmar Gíslason, Heimir Jónasson, Kristrún Arinbjarnardóttir, Helga Áslaug Þorleifsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson, Valdís Jónsdóttir, og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON fisksali frá Bræðramynni, Bíldudal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 6. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hrafnistu. Jóna Karítas Eggertsdóttir, Ívar Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Svanberg Guðmundsson, Eygló Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. GEIR SÆMUNDSSON Gullsmára 7, Kópavogi áður Helgamagrastræti 27, Akureyri. lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 30. janúar. Elín Sveinsdóttir. Gréta Geirsdóttir Þórir H. Jóhannsson Harpa, Elfa Björt og Gylfi Gylfabörn. Rúnar Sigurpálsson, Jóngeir, Grétar, Þórir Elías og Elín Anna Þórisbörn og barnabarnabörn. Við Björn Þórleifs- son hittumst ekki oft sem fullorðið fólk en í júní 1994 áttum við mjög eftirminnilegan fund. Þá vann ég að gerð útvarpsþáttar um bróður hans Friðrik Guðna, ljóðskáld, tónlistarmann og kennara, sem lést um aldur fram sumarið 1992. Þar skissaði Björn upp myndir af eldri bróður sínum af víðkunnri snilld enda ekki síður orð- hagur en Friðrik. Þeir voru ákaflega nánir, bræðurnir, miklir vinir og ær- ingjar og orðabelgir svo út úr flaut. En undir kátínunni duldust djúpt þenkjandi og tilfinningaríkir alvöru- menn. Í þættinum fór Björn með þetta ljóð eftir Friðrik: Þverr oss afl bróðir? Sölnar knérunnur sljóvgast blóðaxar bit brestur sprek gnestur glóð ef til vill köstum við steini um megn en valda axlir vorar hurðarásum bróðir? Axlir Björns Þórleifssonar voru grannar drengsaxlir þegar ég sá hann fyrst en þær hafa valdið um- talsverðum þunga um ævina enda gegndi hann ábyrgðarstöðum á sviði félags- og skólamála um áratuga- skeið. Ævistarf hans var að fræða og létta undir með öðrum og aukastarf hans að koma fólki í gott skap með rennandi hagmælskunni. Enginn kann þó að vega þunga þeirra sorga og áfalla sem orðið hafa í fjölskyldu hans nema sá sjálfur sem ber. Kannski var fyrsta „áfallið“ fyrir hann að þurfa að flytja úr vetrar- paradísinni og menningarplássinu Ísafirði á hið úrsvala Akranes þegar hann var lítill strákur. En það var mitt lán. Foreldrar hans byggðu nefnilega húsið sitt á næstu lóð við hús pabba og mömmu, Þórleifur Bjarnason, námstjóri og rithöfund- ur, og Sigríður Hjartar, hannyrða- kona og húsmæðrakennari. Þórleif- ur og Sigga og börnin þeirra fjögur, Þóra, Hörður, Friðrik Guðni og Björn, er sú fjölskylda sem mest áhrif hefur haft á mig af öllum óvandabundnum og heimilisbragur- inn var sá skemmtilegasti sem ég hef kynnst um dagana. Heimilisfólkið gekk á þykkum teppum sem ultu fram úr vefstól Sigríðar, eldhúsið var í senn samkomustaður, miðstöð vestfirskrar matarhefðar og nútíma- legt tilraunaeldhús, skrifstofa Þór- leifs var full af bókum með svart- málað loft og kölluð Undir Svörtuloftum og við píanóið í stof- unni sat Friðrik og lék undir söng fjölskyldu og vina. Þórleifur og Sigga voru fljótt orðin frumkvöðlar í menningarlífi Akraness, unnu að stofnun bókmenntaklúbbs sem enn lifir og Þórleifur hleypti nýju lífi í Leikfélagið enda stórleikari. Við Björn fylgdumst með bókmennta- umræðunni eins og flugur á vegg en ævintýralegra var að horfa á pabba hans og mömmu mína takast á við hlutverk Jóns bónda og Maríu meyj- ar í Gullna hliðinu, þar sem Bjössi fékk að ærslast um sviðið sem púki, eða Snæfríðar og Jóns Hreggviðs- sonar í Íslandsklukkunni, þar sem hann hreppti talhlutverk og lék hestasvein. Ég var í hlutverki aðdá- andans. En leiklistaráhuginn, sem við fengum í arf, leiddi okkur loks bæði upp á svið Samkomuhússins á Akureyri, stúdentsveturinn okkar í MA 1966–67 þegar við lékum í Bied- ermann og brennuvörgunum eftir Max Frisch. Þá og síðar fundum við glöggt hversu þétt ofin bönd þeirrar vináttu voru sem foreldrar okkar stofnuðu til yfir lóðamörkin á Akra- nesi. Þegar Sigríður lést á besta BJÖRN ÞÓRLEIFSSON ✝ Björn Þórleifs-son fæddist á Ísa- firði 2. desember 1947. Hann lést 17. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrar- kirkju 27. janúar. aldri og börnin voru farin seldi Þórleifur húsið og flutti burt en vináttan lifði. Friðrik Guðni orti ljóðið Aðset- ur um þá skömmu við- dvöl sem lífið er og ég syng það oft þegar mér er harmur í hjarta. Það gerir mig aftur glaða. Megi það veita huggun öllum þeim sem unnu Birni Þórleifssyni og syrgja hann. Reisi ég tjöld mín rauð eru tjöldin mín, upp við þinn græna algræna fald. Ljós eru kvöld þín, löng eru kvöldin þín, himinninn skyggnir mitt heiðbláa tjald. Eikur og hlynir umhverfis ganga, bjarkir og granir brosa og anga. Lauf mín og rætur ég legg þér í vald. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Steinunn Jóhannesdóttir. Hann Björn var góður maður. Það var gott að tala við hann og mér leið vel í návist hans. Vinalegur, með góðlátlegt bros á vör. Þó kynni okkar hafi ekki verið ýkja mikil, fannst mér ég samt hafa þekkt hann alla tíð. Ég á góðar minningar um hann Björn og tel mig vera ríkari fyrir vikið. Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen.) Ég bið góðan Guð að styrkja ást- vini Björns og vaka yfir þeim í þeirra miklu sorg. Guð geymi Björn Þórleifsson. Sveinn Arnar Sæmundsson. Kveðja frá Félögum í Leir Örsnöggt heiði hylja ský. Harmur býr hjarta nær. „Vísnatrúður, rímverktaki og fé- lagi í „Hinu svarfdælska söltunar- félagi“, fv. kennari og félagsráðgjafi hér og þar, fv. starfsmaður Rauða kross Íslands og innflytjandi víet- namskra flóttamanna, fv. skólastjóri Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og oddviti þar í sveit, fv. deildarstjóri Búsetu- og öldrunardeildar Akur- eyrarbæjar, í daglegu tali nefnd „Bús... & öl...“, nú skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri.“ Þannig lýsti Björn Þórleifsson lífs- hlaupi sínu við inngöngu í Leir, lítinn hóp fólks sem hefur gaman af stuðl- um og rími og skiptist á kviðlingum á Internetinu. Hér var Björn á heima- velli, slíkur listasmiður sem hann var á vísur og bragi. Næmt var líka auga hans fyrir hinu spaugilega í hverju máli. Sá eiginleiki endurspeglaðist í kveðskap hans. Hann átti einkar auðvelt með að yrkja, svo auðvelt að hann felldi jafnvel hversdagslega mál sitt, kannski ósjálfrátt, í stuðla og rím. Þvílíkar náðargáfur eru beitt vopn í höndum hins ófyrirleitna. Hnyttin vísa getur veitt sár sem aldrei gróa. Slík skeyti fékk enginn úr smiðju Björns Þórleifssonar. Lausavísur hans og bragir vöktu ætíð kátínu og kveiktu bros. Við botnum ekki í heimsins huldu rökum og hljótum misjöfn skipti í gleði og þraut. Nú mun taka að fækka fyndnum stökum fyrst að nafni genginn er á braut. Við Leirlingar tökum með sárum söknuði undir þessa stöku Björns Ingólfssonar, sem fylgdi fréttinni á Leir um andlát nafna hans. Um leið og við þökkum Birni Þórleifssyni samfylgdina sendum við ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Þórir Jónsson. Það er miðvikudagskvöld árið 1983. Á ganginum á heimavistinni á Húsabakka liggja 20 börn, á aldr- inum sjö til tíu ára, undir sængunum sínum og hlusta á sögu kvöldsins. Upplesarinn er skólastjórinn Björn Þórleifsson. Börnin hlusta með at- hygli, enda er lesið með leikrænum tilburðum og persónur sögunnar spretta ljóslifandi fram. Að lestri loknum gengur hann á öll herbergi, gerir stuttan stans og spjallar, og býður góða nótt. Enn einn góður dagur að kvöldi kominn á Húsa- bakka. Eftir því sem árin líða verður okk- ur æ ljósara hversu árin í heimavist- arskólanum Húsabakka í Svarfaðar- dal hafa gefið okkur mikið. Allan grunnskólann var Húsabakki okkur bæði heimili og skóli. Á þeim árum stýrði Björn Þórleifsson skólanum farsællega, sem kennari, uppalandi og fyrirmynd. Björn var mörgum gáfum gædd- ur. Tungumálið lék honum í munni, hvort sem hann setti saman vísu eða fór með heilu dægurlögin frá upphafi til enda, á íslensku, norsku eða ensku. Hæfileikum sínum var Birni í mun að miðla til okkar og voru brag- fræði, fundarstjórnun, og ræðu- mennska meðal þess sem Björn felldi inn í skólastarfið. Ekki er víst að þess hafi verið krafist af náms- skrá grunnskólanna á þessum tíma en Björn var kennari af guðs náð og hann vildi mennta nemendur í fullum skilningi þessa orðs. Björn lagði ávallt ríka áherslu á menntun og að henni væri ekki lokið þó skyldunám væri að baki. Enda hafa margir af hans gömlu nemendum frá Húsa- bakka lokið ýmiss konar framhalds- námi, s.s. stúdentsprófi, iðnmenntun og háskólaprófi. Skólastjóri í heimavistarskóla hafði fjöldamörgum skyldum að gegna. Þegar venjulegum skóladegi lauk voru kennarar í raun staðgengl- ar foreldra. Þeir sáu um að við lærð- um heima, lékjum okkur úti og lög- uðum til í herbergjunum okkar. Þessum skyldum sinnti Björn, sem og annað starfslið skólans, af natni. Nauðsynlegt var að halda uppi góð- um aga þar sem ýmis strákapör létu á sér kræla þegar kvölda tók. Minn- isstætt er okkur atvik sem átti sér stað fljótlega upp úr áramótum einn veturinn. Þá datt okkur í hug að fylla vask af vatni og sprengja í honum hurðarsprengjur svo að gusurnar stóðu upp úr. Vildum við auka gus- urnar og þótti okkur ljóst að meiri gusur fengjust með fleiri hurðar- sprengjum. Það var ekki að sökum að spyrja, hár og mikill hvellur buldi við og vatn gusaðist út um allt bað- herbergi. Krafturinn slíkur að botn- inn á vaskinum hreinlega gaf sig. Nú voru góð ráð dýr. Við vorum skelf- ingu lostnir og handvissir um að Björn myndi hreinlega reka okkur úr skólanum. Samt sem áður töluð- um við í okkur kjark og ákváðum að banka upp hjá Birni og gefa okkur strax fram. Björn gerði okkur að sjálfsögðu grein fyrir alvarleika málsins en hefur séð að hræðslan að koma til hans var okkur næg refsing. Hann hrósaði okkur einnig fyrir að játa brot okkar og var að lokum far- inn að spyrja okkur nánar út í fram- kvæmdina. Endaði hann með því að útskýra fyrir okkur lögmál vatns- þrýstings og líkti okkur við kafbáta með djúpsprengjur. Þannig er Birni best lýst. Hann var aldrei með óþarfa málalengingar þegar þurfti að hasta á nemendur. Málin voru af- greidd fljótt og vel. Með því ávann hann sér virðingu nemenda sem forðuðust að styggja hann. Elsku Júlla, Þórhildur, Sigga Ásta, Lárus, Tolli og Héðinn, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir um hæfileikaríkan en umfram allt hlýjan og skemmtilegan mann, sem átti svo ríkan þátt í að móta okkur í uppvext- inum. Haf kæra þökk fyrir allt, Björn. Klemenz Bjarki Gunnarsson og Sigursteinn Ingvarsson. Vinur minn Jóhann E. Kristjánsson í Borg- arbúðinni í Kópavogi er látinn eftir erfið veik- indi í fjögur ár. Kynni okkar eru frá fyrstu árum okkar en við bjuggum í Garðahverfi á Álfta- nesi, hann í Miðengi en ég í Görðum, og hafa þessi 13 sveitabýli haldið velli innan um stórbæina allt um kring. Mikill samgangur var á milli krakkanna í hverfinu og gengum við í Bjarnastaðaskóla á Álftanesi og einnig í Görðum og seinna á Garða- holti, þar sem nú er samkomuhús. Einangrun var mikil og var ekki sími nema á einum bæ, í Pálshúsum, og JÓHANN E. KRISTJÁNSSON ✝ Jóhann EyjólfurKristjánsson fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1926. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 5. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 13. jan- úar. ekki rafmagn fyrr en á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Við þessar aðstæður urðu samskipti okkar krakkanna miklu nán- ari og þarna hófst vin- átta okkar Jóhanns, sem hélst til æviloka. Ég kom á heimili þeirra hjóna á aðfangadag um áratugi og ræddum við saman yfir kaffibolla og ég smakkaði á rauðkál- inu hjá Huldu. Nú síð- ast fannst mér mjög dregið af Jóhanni og var greinilegt að komið var að kveðjustund, en rósemd og friður var yfir honum. Jóhann átti góða fjölskyldu með eiginkonu sinni Huldu Klein og sex börnum og var samheldni þeirra sérstök. Ég kveð með þakklæti í huga fyrir veitta að- stoð og vináttu áranna, um leið og ég sendi Huldu og öðrum aðstandend- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Genginn er góður drengur. Halldór Guðmundsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.