Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Monica Bellucci 2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar DV MBL SV MBL DV MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Enskur texti Misstu ekki af vinsælustu mynd síðasta árs í bíó Tilboð 2 fyrir 1 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B. i. 14. Íslenska fjölskyldumyndin Didda og dauði kötturinn frumsýnd um næstu helgi KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 10. / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK / / / ÓHT Rás 2 FRIDA Kahlo er ekki aðeins einn merkasti málari Mexíkóbúa, heldur hefur tilvist hennar öll fengið á sig goðsagnarlegan blæ í augum landa hennar, sem og kvenna og karla víða um heim. Frida átti í raun ótrúlega ævi, stutta, heimssögulega, ákafa og þyrnum stráða og allt varð þetta henni efniviður í hinum áhrifaríku málverkum, sem einkenndust af sterkri sjálfstjáningu. Þegar gera á ævi svo margbrotinn- ar manneskju skil t.d. í kvikmynd vakna þó alltaf ákveðnar spurningar. Hvernig er hægt að fanga æviskeið, hugarfar og list manneskju í tveggja tíma verki? Í kvikmyndinni Frida er í raun far- in nokkuð hefðbundin leið. Stiklað er á stærstu viðburðunum í lífi hennar, frá unglingsárum til dauðadags. Vik- ið er að fyrstu ástinni, dvöl í föður- húsum, hinu skelfilega slysi sem Frida lenti í 18 ára gömul og dró hana að lokum til dauða. Rakin eru kynnin við hinn fræga málara Diego Rivera, átök í hjónabandi Fridu, erfiðleikar við barneignir, pólitísk og hugmynda- fræðileg virkni hjónanna, ferðin til Ameríku, fráfall foreldris, helstu sýn- ingar, kynnin við Trotsky og aðra listamenn og hugmyndafræðinga. Ekki er kafað sérstaklega ofan í list Fridu, heldur verða málverkin að nokkurs konar stiklum er tjá og skrá hina ólíku viðburði í lífi listamanns- ins. Þessi aðferð er umdeilanleg því hún hlýtur alltaf að fela í sér einföld- un og kalla á hagræðingu í þágu heildstæðrar frásagnar. Í kvikmynd- inni Frida hefur einmitt þetta gerst, því framvindan er í eðli sínu grunn og yfirborðskennd, flakkað er frá einum viðburði til annars, en ekki staldrað nægilega lengi við til þess að gera einhverjum þessara þátta nægilega vel skil, hvort sem þar er um að ræða viðburði eða samskipti persóna. Hið stormasama samband Fridu við eig- inmanninn Diego er reyndar nokkurs konar leiðarminni, og spyrja má hvort ekki hefði verið áhugaverðara að nálgast ævi þessarar „sterku“ konu frekar út frá listrænum þroska og þróun málverks hennar. Nálgunin við Fridu Kahlo í þessari kvikmynd er reyndar skiljanleg, þar sem ævi hennar var gríðarlega við- burðarík og mótuðu ævisögulegir þættir málverk hennar mjög sterk- lega. Myndmál er notað ríkulega til þess að túlka sjónrænan og fantast- ískan innri heim listakonunnar, og er hin sjónræna útfærsla reyndar helsti kostur myndarinnar. Hið vandlega mótaða útlit vinnur vel saman með tregafullri tónlistinni og skapar um- gjörð sem hrífur áhorfandann með sér. Ég hef á tilfinningunni að mikill metnaður og ástríða fyrir viðfangs- efninu hafi legið gerð kvikmyndar- innar að baki, en gerð hennar tók langan tíma og hafa margir aðilar komið að verkefninu – sem veit sjaldnast á gott – sérstaklega ekki í tilfelli handritsins, sem fjórir eru skrifaðir fyrir. En þrátt fyrir allt skil- ar ákveðinn metnaður og ástríða sér í gegnum kvikmyndina. Salma Hayek túlkar Fridu af miklum krafti og nær að hrífa áhorfandann með sér inn í ímyndaða persónu Fridu Kahlo. Það má líklegast halda því fram að hér hafi Salma Hayek í fyrsta sinn fengið hlutverk í stórri mynd sem reynir sterklega á leikhæfileika hennar, en ekki aðeins útlit og kynþokka. Utan Alfred Molina, sem er frábær í hlut- verki Diego, njóta aðrir stórleikarar sín ekkert sérstaklega í myndinni, Geoffrey Rush á til dæmis mjög máttlausa innkomu í hlutverki Trotskys. Á heildina litið er Frida kraftmikil og litrík kvikmynd sem veitir ævin- týrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo, en áhuginn á að kafa nægilega djúpt í list eða hugmyndaheim lista- konunnar víkur fyrir áherslu á dramatík og holdlegar ástríður og þaðan er stuttur vegur yfir í söluvæn- lega melódramatík. Að fanga ævi Reuters Salma Hayek túlkar Fridu Kahlo í kraftmikilli en fullmelódramatískri mynd um þessa mikilvægu mexíkósku listakonu. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: Julie Taymor. Handrit: Clancy Sigal, Diane Lake, Gregory Nava and Anna Thomas. Byggt á ævisögu Hayden Herrera. Aðalhlutverk: Salma Hayek, Alfred Molina, Geoffrey Rush, Ashley Judd, Antonio Banderas, Edward Norton, Valeria Golino. Lengd: 127 mín. Banda- ríkin. Miramax, 2002. FRIDA  Heiða Jóhannsdóttir ÓPERUUNNENDUR fjölmenntu í Íslensku óperuna þegar Macbeth eftir Verdi var frumsýnd á laugardagskvöld. Fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna og þátttakendur í sýningunni léku á als oddi að henni lokinni. Alls taka um fimmtíu söngv- arar þátt í uppfærslunni.  Þær voru vígalegar nornirnar úr kór Íslensku óperunnar að sýningu lok- inni. Búningahönnun er í höndum hinnar lettnesku Kristine Pasternaka. Morgunblaðið/Jim Smart  Ólafur Kjartan Sigurðarson að- stoðar félaga sinn, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, við að gretta sig framan í ljósmyndara í gríni. Söngvurunum Guðjóni Óskarssyni, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og Elínu Ósk Óskarsdóttur var vel fagnað. Syngjandi sæl á Macbeth SÝNING á verkum sex lista- manna var opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag undir heitinu Nýleg kynni. Þessi tiltekna sýning er hluti af alþjóðlegri samsýn- ingu sem ber heitið Then… hluti 5. Margir mættu á opnunina en listamennirnir sex eiga það sameiginlegt að vera sérstakir áhugamenn um það andartak er listaverkið hittir áhorfand- ann fyrir. Tveir Íslendingar eiga verk á sýningunni. Hægt verður að berja verk listamannanna augum til 16. febrúar milli klukkan 13 og 17 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Jim Smart Þetta brosmilda unga fólk mætti á opnun sýningarinnar Then…hluti 5 í Listasafni ASÍ á laugardag. Það er engu lík- ara en herramaðurinn hafi haft samráð í litavali við lista- manninn sem gerði verkið sem sést í bakgrunni. Nýleg kynni í Lista- safni ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.