Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 B 39HeimiliFasteignir Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, lögg. fasteigna- og skipasali Blómvellir Hf. - Glæsileg raðhús! Sérlega vel staðsett og skemmtileg 186 fm raðhús, þar af 33 fm innbyggður bílskúr, á besta stað við Blómvelli á glæsilegu nýju byggingarsvæði við Vellina í Hafnarfirði. Hér er engin íbúðabyggð aftan við húsin og að auki eru þau staðsett innst í botnlanga! Innra skipulag húsanna er mjög gott. Verð 13,5 millj. á endahúsin og 13,1 millj. á miðhúsin. Gauksás Hf. - raðhús. Glæsilegt raðhús á 2 hæðum á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Húsin eru 234 fm, þar af 26 fm skúr. Teikningar á skrifstofu. Þrastarás Hf. Glæsilegt 194,8 fm parhús ásamt innbyggðum 31 fermetra bílskúr samtals um 225,8 fm á góð- um útsýnisstað. Tilbúið til afhendingar ópússað að utan, lóð grófjöfnuð, allir gluggar komnir í (álgluggar). Að innan rúmlega tilbúið til innrétt- inga. Áhv. 11,5 millj. húsbr. og gott bankalán. V. 19,9 millj. (2911) Svöluás Hf. - Glæsilegt fjölbýli! 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjölbýlishúsi á frábærum útsýnisstað fremst í vesturhlíð Áslandshverfisins í Hafnarfirði. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að öllu leiti án gólfefna. Sérlega vandaðar og glæsi- legar innréttingar. Skilalýsing og teikningar á skrifstofun Höfða. Þrastarás Hf. - Tilvalið fyrir eldri borgara! Stórglæsilegar 4ra herbergja íbúðir á besta stað efst í Þrastarásnum. Frábær hönnun fyrir eldra fólk þar sem góður bílakjallari er undir húsinu og góð lyfta upp í íbúðirnar. Hér þarf ekki að skafa snjó af bílnum eða halda á innkaupapokum upp stigana! V. 16,1-16,5 millj. Upplýsingar á skrif- stofu Höfða. Svöluás Hf. - Parhús tilbúið til innréttinga! Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vest- ur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinn- ar, fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvær stórar stofur, svalir á efri hæð og gengt út á verönd frá borðstofu á jarðhæð. Fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga. V. 17,7 millj. (2054) Þrastarás Hf. - Góðar 2ja-4ra herb. Eigum eftir eina 2ja herb. íbúð og eina 4ra herb. endaíbúð í góðu fjölbýli efst í Þrastarásnum í Hafnarfirði. Topp innréttingar! Sérinngangur! Upplýsingar og teikningar á skrifstofu Höfða. Svöluás Hf. - Parhús Parhús innst í botnlanga við Svöluásinn í Hafnar- firði. ÚTSÝNISSTAÐUR. Útsýni frá efri hæð vestur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgar- innar, fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvær stór- ar stofur, svalir á efri hæð og gengt út á verönd frá borðstofu á jarðhæð. Afhent fullbúin að utan og fokheld að innan. V. 14,2 millj. Þrastarás Hf. - Aðeins eitt eft- ir! - Útsýni! Ekki missa þá af þessu! Um er að ræða rúml. 200 fm raðhús á tveimur hæðum, bílskúr og aðalinng. á efri hæð, stórar svalir, 4 svefnherb., stórt eldhús og baðherb. Afhendist fljótlega full- búið að utan (nánast viðhaldsfrí), fokheld að innan. V. 14,5 millj. (2066) Reykjavíkurvegur Hf. - Flott íb.! Mjög góð og vel staðsett 47 fm, 2ja herbergja íbúð við Reykjavíkurveg/Flatahraun í Hafnarfirði. Góð aðkoma og stutt í verslun. V. 7,4 millj. (2896) Reykjavíkurvegur Hf. - Sérhæð! Snyrtileg tæpl. 80 fm 2ja-3ja herbergja efri sér- hæð í tvíbýlishúsi. Bjartar og rúmgóðar stofur og svefnherb., stórt og gott eldhús, nýlega mál- að hús og nýleg verönd, stutt í miðbæ Hafnar- fjarðar. Auðvelt að gera herbergi úr annarri stof- unni. Kíktu á þessa! V. 8,9 millj. (2448) Hrísmóar Gbæ. - Flott íbúð! Erum með í sölu gullfallega 86 fm 3ja herbergja íbúð. Fallegar innréttingar og gólfefni. Hér er gott að búa og öll þjónusta við höndina. V. 12,9 millj. (2924) Hvammabraut Hf. - ÚTSÝNI! Hörkugóð 91 fm þakíbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð. Parket og dúkar á gólfum. Góð sameign. Glæsilegt útsýni vestur yfir Hafnarfjörð. V. 10,7 millj. (2583) Ásmundur Skeggjason, sölumaður. Guðmundur Karlsson, sölumaður. Þórey Thorlacius, skjalavarsla. Hafnarfjörður K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s Bæjarhrauni 22 Fax 565 8013 Sími 565 8000 Fyrir fólk í Firðinum Álfholt - Hf. Erum með í einkasölu hörkugóða 92 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð á þessum mikla útsýnisstað. Hér er frábært fyrir barnafólk að búa! V. 12,6 millj. (2964) Hringbraut Hf. - Einstakt tæki- færi! Einstök 4ra-5 herb. (159 fm) efri sérh. á sérlega skemmtilegum stað í góðu húsi við Hringbraut í Hafnarfirði. Héðan er stórglæsilegt útsýni yfir höfnina og alla leið að Keili. Nútímahönnun og framsýni gerir þetta að eign fyrir vandláta. Sérl. skemmtil. náttúrueignalóð fylgir þessari hæð. Nauðsynl. er að taka eignina í gegn og er það verkefni næsta eigenda að tryggja glæsileika eignarinnar um ókomna tíð! V. 17,9 millj. (2889) Lækjarhvammur Hf. - Frábær staðsetning! Sérlega vandað 259 fm raðhús á tveimur hæð- um m. innbyggðum bílskúr. Rúmgóð og björt stofa, fallegt eldhús með góðri innréttingu, fjög- ur svefnherb. Gott geymslupláss. Þetta er góð eign á frábærum stað! V. 21,9 millj. (2884) Túnhvammur Hf. - Eign í sér- flokki! Glæsil. 209 fm raðhús (þ.a. 28 fm bílskúr) í sér- lega góðu viðh. á frábærum stað í Hvömmunum í Hafnarf. Góð aðkoma, hellul. bílastæði m. hita. Fallegur garður. Frábært útsýni yfir höfnina og vestur á Snæfellsnes. Stutt í góða skóla og leik- svæði. Þessi eign er í algerum sérflokki! (2824) Álfholt Hf. - Gullfallegt raðhús! Nýlegt endaraðhús á fínum stað á holtinu. Glæsilegar innr. 4 svefnherbergi. Stór lóð og mjög barnavænt umhverfi! V. 19,9 millj. (2750) Þúfubarð Hf. - Einbýli á einni hæð - LAUST! Vel staðsett einbýli ásamt bílskúr. Aðalhluti hússins er 134 fm, sólstofa og gróðurhús 40 fm og bílskúr 40 fm. Góð aðkoma. Mjög góður garður og mikil veðursæld. Rúmg. eldhús m. ný- legri innréttingu. 3 svherbergi. Húsið er laust við kaupsamn. Kíktu á þetta! V. 18,9 millj. (2885) Hverfisgata Hf. - Frábært tæki- færi! Vorum að fá í sölu þetta fallega einbýlishús. Húsið er mikið endurnýjað að utan en er upp- runalegt að innan. Húsið er á tveimur hæðum, 176 fm. Húsinu fylgir 52 fm bílskúr að auki. Áhv. 6,3 millj. V. 15,9 millj. (2966) Aratún Gbæ. - Einbýli á einni hæð! Vorum að fá í sölu fallegt og vel staðsett 165 fm einbýli á einni hæð (þ.a. 39 fm bílskúr) á þessum eftirsótta stað við Aratún í Garðabæ. Sérlega góð aðkoma er að húsinu og nánasta umhverfi gróið og skemmtilegt. Stutt í alla þjónustu svo sem skóla, íþróttahús og verslun. Upphituð inn- keyrsla. Áhv. 6,7 millj. V. 19,5 millj. (2947) Læjargata Hf.- Glæsieign á toppstað! Stórglæsilegt einbýli við Lækinn í Hafnarfirði. Sérsmíðaðar innréttingar og einstaklega falleg gólfefni. Stór sólpallur með stórri útigeymslu. Í kjallara er 40 fm séríbúð. V. 24,5 millj. (2449) Trönuhraun Hf. Um er að ræða tvö glæsileg 162 fm (þ.a. er 36 fm milliloft) bil með góðri innkeyrsluhurð og mikilli lofthæð við Trönuhraun í Hafnarfirði. All- ur frágangur er til fyrimyndar, húsið klætt og malbikað plan að framanverðu. Þetta er klassa atvinnuhúsnæði á góðum stað og byggt af traustum verktaka! V. 11,5 millj. á miðbili og 11,8 millj. á endabili. (2907) Eyrartröð Hf. - Skipti! Gott 800 fm iðnaðarhúsnæði sem er 2 stórir sal- ir auk annars minna rýmis. Stórar innkeyrsludyr. Húsið er klætt að utan. Öll skipti skoðuð. Hafðu samband! (2648) Hvaleyrarbraut Hf. Mjög gott atvinnuhúsnæði sem búið er að stækka verulega með því að setja upp ca 55 fm milliloft. Mjög góð starfsmannaaðstaða. Stór innkeyrsluhurð og góð aðkoma. Hentar fyrir ýmsa starfsemi. V. 11,5 millj. (2847) Hvaleyrarbraut Hf. - Sala/ Leiga!! Skemmtilegt og vandað atvinnuhúsnæði á góð- um stað á jarðhæð við Hvaleyrarbrautina. Góð aðkoma, séraðkeyrsluskýli og stór hurð inn í bil- ið að aftanverðu. Einnig kemur til greina að leigja húsnæðið. (2813) Húsavík - Hjá fasteignasölunni Eignaþingi er til sölu fasteignin Laugarbrekka 14 á Húsavík sem er 166 fer- metra hús og 5 herbergja, byggt 1945. Húsið er á tveimur hæðum og er gengið inn í það á báð- um hæðum. Á efri hæðinni er forstofa sem er flísalögð, eitt herbergi með plastparketi, tvær samliggjandi stofur með parketi, baðherbergi með baðkari, hvítri innréttingu og flísum á gólfinu og eldhús sem er nýlega búið að taka í gegn. Innréttingin sem er úr dökkri eik var endurbætt að hluta, skipt um bekkplötu og tæki endurnýjuð, einnig var sett parket á gólfið og skipt um glugga og ofn. Hurðir á efri hæð eru nýjar. Hringstigi er úr stofunni niður á neðri hæð. Þar er sjónvarpshol og er plastparket á því og gang- inum. Tvö svefnherbergi eru niðri og baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi. Ennfremur er á neðri hæðinni þvottahús með innréttingu og geymslu inn af því, forstofa og köld geymsla. Að sögn Berglindar Svavarsdóttur hjá Eignaþingi er um að ræða skemmtilega og mikið endurbætta eign með góðum og vel hirtum garði á góðum stað í bænum. Á þessa eign eru settar 8,9 millj. kr. Laugar- brekka 14, Húsavík Húsið er á tveimur hæðum, 166 ferm. að stærð og með 5 herbergjum. Ásett verð er 8,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignaþingi á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.