Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIASportage KIA ÍSLAND H ið O P IN B E R A ! Fögnum vetri á einstökum jeppa! KIA ~ kominn til að vera! KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl. vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið. Fjallabakurinn . . . Sjón er sögu ríkari og reynsluakstur KIA Sportage óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu nýjan jeppa við þig og fjölskylduna. Verð frá 2.150.000 kr. N EMENDUR á aldrinum 14–15 ára hefji strax undirbúning undir frek- ara ökunám með grunn- þjálfun á körtubílum í þar til gerðu ökugerði. Haft verði að leiðarljósi að aukin þjálfun í umgengni við ökutæki geri unga ökumenn ábyrgðarfyllri og þeir fái grunnþjálfun sem þeir búi að æ síðan. Undirbúningur undir frek- ara ökunám hafi því farið fram og hið eiginlega, verklega ökunám verði því ekki streituvaldur. Þetta eru tillögur sem Reis-bílar ehf. hafa lagt fram í skýrslu, unn- inni af Helgu Sigrúnu Harðardótt- ur ökukennara, og kynnt stjórn- völdum og forsvarsmönnum trygg- ingafélaga. Reis-bílar er fyrirtæki sem á og rekur einu körtubrautina á Íslandi. Hún er 600 metra löng og átta metra breið og er í Njarð- vík. Tjónvaldar flestir ungir að árum Tjónvaldar í umferðinni eru í stærstum hluta fólk á aldrinum 17–25 ára. Í skýrslunni er vitnað til tölulegra staðreynda hjá Sjóvá Almennum og sagt að fækkun tjóna þeirra sem sótt hafa nám- skeið hjá tryggingafélaginu um umferðaröryggismál hafi fækkað verulega, eða úr 17% árið 1999 í 6,9% árið 2001. Í samanburðarhópi sem ekki sótti námskeið fór tjónstíðni úr 23,5% í 18,5% á sama tímabili. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá VÍS. Reis-bílar ehf. vilja gera enn betur og leggja til að þjálfun ungra ökunema hefjist fyrr og verði skipt í þrennt. Þjálfuð verði hæfni þeirra í akstri, þeim verði kennd umferðarlög og -reglur og þekking þeirra á umferðarum- hverfinu aukin. Í skýrslunni segir að undir- byggja megi og þjálfa þessa þætti með markvissum hætti með sam- þættingu bóklegs náms og öku- þjálfun á kartbílum á þar til gerðri braut. „Akstri á kartbílum má líkja við akstursherma sem notaðir eru með góðum árangri víða um heim, þar sem þjálfuð er tiltekin æskileg hegðun við akstur.“ Í skýrslunni segir að þjálfun á körtubraut sé hugsuð sem viðbót við almennt ökunám og komi aldr- ei í staðinn fyrir það. Það sem hægt sé að þjálfa á körtubílum á sérstakri braut sé fyrst og fremst umgengni við ökutækið og ýmis tæknileg atriði. Hægt sé að fræða nemendur um samspil ýmissa hluta ökutækisins sem geri það að verkum að það hreyfist úr stað, s.s. vél, olíu, kælikerfi og fleira. Hægt sé að kenna um hemla og virkni þeirra, mikilvægi góðra dekkja og um stýringu ökutækja. Einnig sé hægt að kenna eðlis- fræðilögmál sem ökutækið lýtur, s.s. hreyfiorku, veggrip og mið- flóttaafl auk stöðvunarvegalengd- ar, hröðunar og beygja með tilliti til ofstýringar eða vanstýringar. Hluti af lífsleikninámi Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Reis-bíla, segir að ávinningurinn af þessu verkefni fyrir tryggingafélögin sé augljós. „Við sendum betri ökumenn út í umferðina. Tjón og slys verða færri í náinni framtíð og börnin halda tryggð við viðkomandi tryggingafélag,“ segir Stefán. Um framkvæmdina segir Stefán að hann sjái fyrir sér samstarf milli Reis-bíla, tryggingafélaganna og stjórnvalda. „Hugmyndin er sú að gera samning við grunnskólana á Suðurnesjum til að byrja með og bjóða 10. bekkingum upp á um- ferðarfræðslu, bóklega og verk- lega, sem hluta af lífsleikninámi þeirra. Síðan verði þetta útvíkkað og komið inn í grunnskólana um allt land. Þetta er allt á frumstigi ennþá en þessu má líkja við að okkar kynslóð var látin læra að synda í skólanum. Ég vil að börnin læri bóklegan hluta í skólanum og taki einhvern tíma einnig í verk- legt nám. Hugmyndin til framtíðar er að gera ökugerði um allt land þannig að allir landsmenn eigi kost á námi af þessu tagi. Meginmálið er að byrja á þessu og koma kerf- inu í gang. Í framhaldi þarf að meta það hvort þetta kerfi virkar,“ segir Stefán. Reis-bílar vilja bæta umferðar- og ökumenningu á landinu Morgunblaðið/Júlíus Frá skóladögum á gokart-brautinni í Njarðvík. Grunnþjálfun á körtubílum Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reis-bíla ehf., byggði fyrstur manna sérstaka akstursbraut hér á landi, gokart- brautina í Njarðvík. Nú vill hann nýta gokart-bíla til að þjálfa verðandi ökunema og gera þá betur í stakk búna að taka bílpróf og fara út í umferðina. gugu@mbl.is bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.