Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: 5,4 lítra 300 hestöfl 32 ventla DOCH V8. Sjálfskipting 18 álfelgur, (varadekk einnig á álfelgu). Vökvastýri með hraða- þyngingu. Sjálfstæð fjöðrun. Tölvustýrður fjöðr- unarbúnaður með hleðslu- jöfnun (Four Vourner Load Leveling System). Leðuráklæði á öllum þremur sætaröðunum. Rafdrifin bæði framsæti með minni. Bílstjórasæti og farþega- sæti fáanleg upphitanleg og einnig með loftkæl- ingu. 4 öryggispúðar og 2 ör- yggisgardínur sem falla niður með hliðum (líka fyrir öftustu sætaröð). Tölvustýrð miðstöð með sérstillingum fyrir miðju- sætaröð og þá öftustu. Viðarklæðning í innrétt- ingu. Kastarar að framan. Leðurklætt stýrishjól með American Walnut Burl viðarklæðningu. Aksturstölva og hraða- stillir. Stokkur í lofti með geymsluhólfum, áttavita ofl. Vökvastýri með hraða- þyngingu. Dökklitaðar rúður að aft- an. Pedalar í gólfi stillanlegir. Opnun á hlera farang- ursrýmis fjarstýranleg. Útvarp og 6 diska geisla- spilari með ,,Premium Sound hljómkerfi“, 7 há- talarar og subwoofer. Bakkskynjari. Stigbretti sem falla inn í bílinn og koma fram þegar hurðin er opnuð. Rafdrifnir og upphit- anlegir útispeglar með minni. Hluti af staðalbúnaði Lincoln Navigator Vél: 4,6 lítra 302 hestöfl 32 ventla DOCH V8. Tog: 407 Nm við 3.250 snúninga á mínútu. 5 gíra sjálfskipting. 17 tommu álfelgur (vara- dekk einnig á álfelgu). Sjálfstæð fjöðrun. ABS bremsukerfi með EBD hemlajöfnun. Sjálfstæð fjöðrun. Leðuráklæði á öllum þremur sætaröðunum. Rafdrifin bæði framsæti með minni. Fáanlegur 6 eða 7 manna, ef 6 manna Captain sæti í miðjuröð. Bílstjórasæti og farþega- sæti fáanleg upphitanleg og einnig með loftkæl- ingu. 4 öryggispúðar og 2 ör- yggisgardínur sem falla niður með hliðum (líka fyrir öftustu sætaröð). Tölvustýrð miðstöð með sérstillingum fyrir miðju- sætaröð og þá öftustu. Viðarklæðning í innrétt- ingu. Kastarar að framan. Leðurklætt stýrishjól með viðarklæðningu. Aksturstölva og hraða- stillir. Stokkur í lofti með geymsluhólfum, áttavita ofl. Vökvastýri með hraða- þyngingu. Dökklitaðar rúður að aft- an. Pedalar í gólfi stillanlegir. Útvarp og geislaspilari. Bakkskynjari. Stigbretti. Rafdrifnir og upphit- anlegir útispeglar með minni. Hluti af staðalbúnaði í Lincoln Aviator BRIMBORG hefur ákveðið að hefja innflutning á Lincoln-bílum til landsins. Lincoln er í eigu Ford og er framleiðandi lúxusfólksbíla og lúxusjeppa. Lincoln hefur allt frá árinu 1921 verið samnefnari fyrir amerísk þægindi og munað. Það er ekki síst vegna styrkrar stöðu krónunnar gagnvart dollara að hagkvæmt er að flytja inn bandaríska bíla um þessar mundir. Þess vegna kemur verðið á Lin- coln, sem eru fullbúnir lúxusbílar, nokkuð á óvart. Að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra hjá Brimborg, mun fyrirtækið byggja upp öfluga þjónustu við Lincoln- merkið með þjálfun tæknimanna og fyrirtækið mun þjóna þeim fjöl- mörgu Lincoln-eigendum hér á landi sem hafa eignast bíla sína t.d. með beinum innflutningi. Öll varahluta- og tækniþjónusta verð- ur við Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Lincoln verður eingöngu seldur gegn sérpöntunum en nánast óendanlegir möguleikar eru á sam- setningu. „Eigendur Lincoln-bif- reiða gera miklar kröfur og vilja hafa þær nákvæmlega eins og þeim hentar. Og við förum að þeirra óskum,“ segir Gísli. Þeir bílar sem Brimborg telur að höfða muni einkum til íslenskra kaupenda er jeppalínan, þ.e. stóri jeppinn Navigator og minni jepp- inn Aviator. Navigator er svipaður að stærð og Ford Expedition, eða 5,23 metrar á lengd og tæpir 2 metrar á breidd. Bíllinn kom fyrst á markað 1997 og ruddi brautina fyrir stóra lúxusjeppa í Bandaríkj- unum. Í fyrra seldust 80 þúsund bílar í þessum flokki í fyrra og var markaðshlutdeild Navigator 40%. „Við höfum fengið töluvert af fyrirspurnum og ákveðum því að hefjast handa. Lúxusbílamarkað- urinn hefur líka verið ágætur á síðasta ári. Bílarnir verða ein- göngu sérpantaðir. Ég býst við að jepparnir, Navigator og Aviator, muni höfða til íslenskra kaupenda. Aviator er svipaður að stærð og Ford Explorer en mun betur bú- inn. Það kom okkur á óvart að verðið væri ekki hærra, en vel bú- inn Aviator verður á um sjö millj- ónir króna. Það er með ólíkindum hver staðalbúnaður þessara bíla er. Navigator, sem er sama stærð og Expedition, kostar síðan um einni milljón meira. Ég á von á því að það verði einnig spurt um fólks- bílana en minna en um jeppana,“ segir Gísli Jón. Wieck Fólksbíllinn Lincoln LS verður einnig í boði. Wieck Lincoln Aviator kostar fullbúinn 5.995.000 kr. Sala á Lincoln hefst Weick Lincoln Navigator kostar fullbúinn 6.995.000 kr. Wieck Allt er leðurklætt í Navigator en stýri og mælaborð skreytt viði. Wieck Framsætin í Aviator eru fáanleg með upphitun eða kælingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.