Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 B 7 Höfum til sölu lítið notaða sýningarbíla frá DETHLEFFS og KNAUS árgerðir 2001, 2002 og 2003 á frábæru verði.  Útvegum einnig allar gerðir af notuðum og nýjum húsbílum.  Hægt er að fá bílinn erlendis og byrja fríið með fjölskyldunni í Evrópu, við flytjum svo bílinn til Íslands, tollafgreiðum og skráum.  Fáið besta verðið án allra milliliða, persónuleg og góð þjónusta Nánari upplýsingar í síma 00352 2136 5895 og tölvupóst island@pt.lu LMC 635 árgerð 2001 Mercedes Benz Sprinter 313 CDi. Sjálfskiptur, ekinn 41 þús. km, 6 manna, stór geymsla. Verð 5.990.000. Dethleffs A5880HG árgerð 2002 Fiat Ducato 2,8 Jdi. Ekinn 600 km, 6 manna, sem nýr. Verð 4.182.000. Dethleffs A5820 árgerð 2001 Fiat Ducato 2,8 Jtd. Ekinn 35 þús. km, 5 manna. Verð 3.992.000. Dethleffs A6880 árgerð 2003 Fiat Ducato 2,8 Jtd. Ekinn 0 km, nýr 6 manna. Verð 5.234.000. Dethleffs A6970 árgerð 2003 Fiat Ducato 2,8 Jtd. Ekinn 11 þús. km, 6 manna. Verð 4.850.000. Knaus (Eifelland) 610 árgerð 2002 Fiat Ducato 2,8 Jtd. Ekinn 11 km, sem nýr, 4 manna. Verð 4.090.000 Dethleffs A5251 árgerð 2003 Fiat Ducato 2,0 Jtd. Ekinn 0 km. Nýr, 4 manna. Verð 3.509.000. Knaus (Eifelland) 520 árgerð 2002 Fiat Ducato 1.9 Td. Ekinn 19 þús. km, 4 manna. Verð 2.852.000 MARGRÉT Ólafsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu og leikmaður Breiðabliks, er með netta bíladellu og sportar sig á einum laglegasta sportbíl seinni ára, Audi TT. Mar- grét, sem er 26 ára gömul og er kerf- isfræðingur hjá SKÝRR, segir að Audi-inn sé fallegasti bíllinn sem hún hafi átt og stelpurnar í boltanum séu grænar af öfund þegar hún mæti á honum á æfingar. Margrét er fædd og uppalin í Kópavogi og hefur spilað fótbolta með Breiðabliki síðan hún var tíu ára að undanskildu einu ári þegar hún lék með Philadelphia Charge í Bandaríkjunum. „Ég hef hálfpartinn verið með bíla- dellu alla ævi og hef alltaf átt bíl al- veg frá því ég fékk bílpróf. Það er auðvitað gaman að eiga góðan og flottan bíl. Fyrsti bíllinn minn var Ford Fiesta sem ég átti í tvö ár og hann reyndist mér vel í að komast á milli staða.“ Svo eignaðist hún nýjan svart- an Nissan Almera, „sem var æðislegur bíll en ég varð að selja hann þegar ég fór út til Bandaríkjanna 2001. Ekki má gleyma því að móðurbróðir minn, Jón Rúnar Ragnars- son [rallkappi og bíla- sali með meiru, innsk. blm.], flutti inn fyrir mig Mitsub- ishi Eclipse sportbíl með 140 hestafla, tveggja lítra vél. Þá komst ég á bragðið og vildi komast aftur á svipaðan eða jafnvel afl- meiri bíl,“ segir Margrét, sem varð að ósk sinni því Audi- inn er jú með 1,8 lítra forþjöppuvél, 180 hestafla. Í Philadelphia bjó Margrét með kínverskri og bandarískri stúlku auk vinkonu sinnar, Rakelar, og spiluðu þær allar með Philadelphia Charge. Þar var Margrét bíllaus og reddaði sér bara fari. Þegar Margrét kom heim frá Bandaríkjunum keypti hún sér lítinn Opel Corsa til bráðabirgða því hún átti von á því að fara aftur til Banda- ríkjanna. Ekkert varð hins vegar úr því vegna þess að reglurnar í banda- ríska fótboltanum höfðu breyst og liðunum átta sem keppa í deildar- keppninni þar er nú eingöngu heimilt að hafa fjóra erlenda leikmenn. Hún losaði sig þó fljótt við Opel-inn og keypti svartan Mercedes-Benz C180. „Hann var eiginlega of stór og sjálfskiptur og ég fílaði hann ekki alveg og datt þá allt í einu í hug að kaupa Audi-inn. Ég veit ekki hvað réð valinu en mér líkar vel við hönn- un bílsins. Hann er æðislegur bæði að utan og innan. Margir tala um að hann sé svo flottur að utan en hann er ekki síðri að innan og allt er svo út- pælt,“ segir Margrét. Hefur hún gaman af því að keyra hratt? „Já, já, en það er bara ósköp erfitt hér á landi. Maður þarf alltaf að passa sig en líklega þarf ég að kaupa mér radarvara. Ég var einu sinni stöðvuð fyrir hraðakstur á Fiestunni, en ég var nú bara á 70 km hraða þar sem hámarkshraði var 50.“ Margrét er einhleyp og segir að hún geti leyft sér að eiga svona bíl meðan svo er. „Ég var svolítið að spá í það þegar ég keypti bílinn hvort ég ætti að láta það eftir mér því bíllinn kostar auðvitað sitt. En svo hugsaði ég með mér að ef ég gerði það ekki núna þá myndi ég aldrei gera það. Ég keypti bílinn í október á síðasta ári og ég er þriðji eigandinn. Bíllinn er keyrður um 32.000 km og ég hef bara keyrt hann um 1.000 km. Guðjón í Oz keypti hann nýjan frá um- boðinu og síðan eignaðist Björn Sveinbjörns- son hann.“ En hvað er það sem Mar- grét sækist eftir í bílum? „Ég veit það ekki fyrir víst. Líklega er það blanda af öllu. Hönnunin og útlitið skemmir ekki fyrir en svo höfða aksturseigin- leikarnir líka til mín. Ég keyri reyndar ekki mikið – mest bara í vinnuna og heim og svo á æfingar.“ Margrét útskrifaðist sem kerfis- fræðingur 1999 og vinnur nú við for- ritun hjá SKÝRR. Hún hefur spilað með landsliðinu í fótbolta síðan hún var sautján ára en hún ætlar að taka sér hlé frá boltanum í sumar. „Ég er ekki það gömul að ég get alltaf byrj- að aftur.“ 180 hestöfl og lagleg form í bíl Margrétar. Morgunblaðið/Kristinn Margrét undir stýri á Audi TT. Audi-inn hennar Margrétar FORD var í hópi 8 mest seldu bíla á Íslandi í fyrra og hefur sala á Ford aukist mikið síðustu misseri. Að sögn Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brimborgar, um- boðsaðila Ford, má þakka þetta að miklu leyti miklum fjölda nýrra gerða bíla sem komið hafa á markaðinn undanfarin ár, hagstæðu verði og bættri þjónustu. Í takt við þetta kynnir Brimborg í lok febrúar Ford Galaxy, vel búinn sjö sæta fjölnotabíl. Þessi bíll hefur verið á markaði í Evrópu í um sjö ár en ekki verið seldur hérlendis áður. Að sögn Egils er Ford Galaxy mest seldi bílinn í sínum flokki í Evrópu. „Með hagstæðum samningum og skilvirkri birgðastýringu mun Brim- borg bjóða Ford Galaxy á sérlega hagstæðu verði eða frá kr. 2.595.000 í 7 sæta útgáfu kominn á götuna. Ford Galaxy verður fáanlegur með 4 vélargerðum, bæði bensín og dísil og bæði beinskiptur og sjálf- skiptur. Hann verður að auki vel búinn með ABS- hemlakerfi, samlæsingu með fjarstýringu, fjórum ör- yggispúðum, upphituðum framsætum og loftkælingu svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Egill. Ford Galaxy kynntur Ford Galaxy kostar frá 2.595.000 kr. í 7 sæta útgáfu. bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.