Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F ATLANTSSKIP LYF FLUGFISKUR Atlantsskip eru fimm ára um þessar mundir og eru eigendur bjart- sýnir um framtíðina. Niðurstöður nýrrar rann- sóknar á blóðþrýstings- lyfjum þykja mikið reið- arslag fyrir lyfjarisana. Icelandair Cargo hóf í gær fragtflug með fersk- an fisk til Humberside- flugvallarins í Englandi. FIMM ÁR/4 ÖLLUM RÁÐUM/6 FERSKFISKUR/9 ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur staðfest A3 / Prime 2 / C lánshæfimat á Landsbanka Íslands með „jákvæðum horfum“. Staðfestingin var birt á þriðjudaginn, í kjölfar tilkynningar frá Fjármálaeft- irlitinu um að það hefði samþykkt sölu á 45,8% hluta íslenska ríkisins í Lands- bankanum til Samson Holding, að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá Lands- bankanum. „Í tilkynning- unni frá Moody’s kom fram að staðfestingin á lánshæfismati Landsbankans tæki mið af sterkri markaðsstöðu og góðri fjárhags- stöðu bankans, sem hefur reynst traust í því erfiða efnahagsumhverfi sem ríkt hefur á undanförnum misserum. Moody’s er þeirrar skoðunar að bankinn sé vel í stakk búinn til þess að byggja á traustri ímynd og styrkja þannig enn frekar stöðu sína í þeirri samkeppni sem ríkir á íslenskum banka- markaði. Lánshæfismatið endurspeglar einnig vaxandi mikilvægi Heritable Bank í tekjuöflun bankans sem bætir þannig áhættudreifingu tekjustofna. Hins vegar tekur Moody’s fram að láns- hæfismatseinkunn muni velta á áframhald- andi þróun bankans í samræmi við núver- andi stefnu, sem byggir á varfærni að því er varðar áhættu. Framtíðarþróun varðandi lánshæfismat bankans mun markast að verulegu leyti af áframhaldandi hæfni bankans til þess að dafna þrátt fyrir sveifl- ur í efnahagslífi landsins og getu til að auka hagræðingu í rekstri. Þessi afstaða Moody’s staðfestir jákvætt viðhorf til þeirra breytinga sem orðið hafa á eignarhaldi Landsbankans og það traust sem bankinn nýtur,“ segir í tilkynningunni frá Landsbankanum. L Á N S H Æ F I Moody’s stað- festir mat á Landsbanka Jákvætt viðhorf til breytingar á eignarhaldi bankans FERÐAMENN frá megin- landi Evrópu sækja Ísland í auknum mæli heim á sama tíma og þeir hafa dregið úr ferða- lögum til flestra annarra staða í heiminum, að sögn Hauks Birgissonar, sem veitir skrifstofu Ferðamála- ráðs í Frank- furt í Þýska- landi forstöðu. Hann segir að áhugi Þjóð- verja, Frakka og annarra íbúa meginlandsins fyrir því að ferðast á norðlægar slóðir fari vaxandi. Þetta megi að hluta rekja til óvissunnar í alþjóða- málunum. Það sé hins vegar ríkt í íbúum þessa svæðis að ferðast, og því hafi óvissan skapað tækifæri fyrir Íslend- inga. Töluvert hefur verið fjallað um Ísland í þýskum fjölmiðlum að undanförnu, í sjónvarpi, dag- blöðum og tímaritum. Í janúar var til að mynda viðtal við Hauk í þýska ferðatímaritinu Fvw International. Í greininni var vakin athygli á þeim árangri sem Íslendingar hefðu náð í ferðaþjónustunni. Þess var sér- staklega getið að ferðamenn líti í auknum mæli til norðursins og sagt að Ísland sé „heitur“ stað- ur í þessu samhengi. Umfjöllun er góð en hún selur ekki Haukur segir að umfjöllun um Ísland í fjölmiðlum í Þýskalandi og annars staðar á meginlandi Evrópu sé almennt góð. Landið sé vel kynnt og áhuginn fyrir því sé mikill. Það sé hins vegar ekki nóg til að selja ferðir til Ís- lands. Í framhaldi af góðri kynningu þurfi að vera hægt að nálgast upplýsingar um landið og ferðamöguleikana því einugis sé hægt að selja ferðir til lands- ins með þessa hluti í lagi. Þar komi skrifstofa Ferðamálaráðs í Frankfurt til og reyni eftir fremsta megni að sjá til þess að fólk geti nálgast nauðsynlegar upplýsingar, til að geta í fram- haldinu pantað sér ferð til Ís- lands. Nú sé til að mynda hægt að panta landkynningarefni á Netinu sem taki skamman tíma að koma til skila á þessu svæði. Þetta hafi reynst vel. „Margföldunaráhrif ferða- þjónustunnar eru mikil,“ segir Haukur. „Ferðaþjónustan er mannfrek atvinnugrein og sú grein sem vaxið hefur einna mest á Íslandi á undanförnum árum. Aukin fjárframlög ríkis- ins til ferðamála eiga sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Á tímum aukins atvinnuleysis, og með hliðsjón af þeirri góðu stöðu sem Ísland hefur í ferða- málunum, er mikilvægt að verja þá markaðshlutdeild sem landið hefur í þessum efnum og auka hana. Reyndar verður að geta þess að gengi krónunnar er ferðaþjónustunni ekki í vil um þessar mundir,“ segir Haukur. Meðal fyrirtækja í ferðaþjón- ustu virðist bókunarstaða fyrir árið 2003 nokkuð góð um þessar mundir og ríkir því víða bjart- sýni vegna ársins en blikur eru óneitanlega á lofti vegna hugs- anlegrar styrjaldar í Írak og ljóst að mikil styrking gengisins frá því verðlagning var ákveðin sl. haust hefur áhrif á afkomu fyrirtækjanna, að því er fram kemur í fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan í heimsmálun- um skapar tækifæri Forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt, Haukur Birgisson, segir að aukinn áhugi sé fyrir ferðum til Íslands. Þjóðverjar og Frakkar sækja á norðlægar slóðir Haukur Birgisson Morgunblaðið/RAX Áhugi Þjóðverja, Frakka og annarra íbúa meginlands Evrópu fyrir því að ferðast á norðlægar slóðir fer vaxandi.  Miðopna: Öllum ráðum beitt á lyfjamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.