Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Á ÝMSU hefur gengið í stuttri sögu þessa unga skipafélags. Guðmund- ur Kjærnested, bróðir Stefáns, stofnaði það ásamt Bandaríkjamanninum Brand- on Rose, skólafélaga sínum úr Bab- son College í Boston, árið 1998. Þeir stofnuðu um leið Transatlantic Lines í Bandaríkjunum. Þessi tvö fyrirtæki gerðu, eftir útboð, fimm ára samning við flutningadeild Bandaríkjahers um að sinna vöruflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækin komu upp tveggja skipa flutningskerfi milli Íslands og Bandaríkjanna og sinna nú um helm- ingi allra flutninga milli Íslands og Bandaríkjanna, en siglt er á tólf daga fresti. Auk þess að flytja vörur fyrir varnarliðið flytja þau almennar vörur. „Á þessu fimm ára tímabili höfum við náð þeirri ætlun okkar að byggja fyrirtækið þannig upp, að það geti staðið á eigin fótum, án samningsins við Bandaríkjaher,“ segir Stefán. Stærsta skrefið í þeim tilgangi var stigið í apríl á síðasta ári, þegar Atl- antsskip hófu siglingar til Evrópu. Fyrirtækið hefur yfir einu skipi að ráða, sem fer á milli Esbjerg í Dan- mörku, Rotterdam í Hollandi og höf- uðstöðva Atlantsskipa í Kópavogi, á tíu daga fresti. Með þessu skrefi voru Atlantsskip farin að bjóða upp á sambærilega þjónustu við keppi- nautana hér heima, Eimskip og Samskip. „Við erum með tíðustu siglingarnar til Bandaríkjanna og stysta siglingartímann frá Rotter- dam, sem er lykilhöfn fyrir okkur Ís- lendinga; tengihöfn við Asíu og Suð- ur-Evrópu. Við erum fjóra daga að sigla frá Rotterdam en keppinaut- arnir eru 6–7 daga,“ segir Kristinn. Samningurinn við herinn rennur út í nóvember. Stefán segir að Atl- antsskip og Transatlantic Lines muni taka þátt í nýju útboði. „Við höfum fengið fleiri samninga við her- inn, m.a. um flutninga milli Jackson- ville í Flórída og Guantanamo-flóa á Kúbu. Sá samningur er álíka stór og Íslandssamningurinn,“ segir Stefán. 5% hlutdeild til Evrópu Spurðir um hlutfall flutninga fyrir Bandaríkjaher af heildarflutningum segir Stefán að herinn sé langstærsti viðskiptavinurinn á Ameríkuleiðinni, en Evrópuflutningarnir byggist ein- göngu á almennum vörum. „Við vor- um reyndar að gera samning við Bandaríkjaher um að sinna einnig flutningum fyrir varnarliðið milli Evrópu og Íslands,“ segir hann. Hann segir að Atlantsskip séu á góðri leið með að ná því markmiði sínu að ná á fyrsta starfsárinu 5% markaðshlutdeild í flutningum til og frá Evrópu, en sem fyrr segir er fyr- irtækið með um helming flutninga til og frá Bandaríkjunum. Vöruflutn- ingar frá Íslandi til Bandaríkjanna eru þó langtum minni en til Evrópu. Stefán segir aðspurður að rekstur fyrirtækisins hafi gengið mjög vel. „Ef við lítum yfir þessi fimm ár er ljóst að við erum í hagnaði. Við höf- um verið að byggja fyrirtækið upp af miklum krafti. T.a.m. erum við kom- in með afar góða aðstöðu hér í höf- uðstöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, með góðum tækjakosti. Fyrst og fremst er starfsfólkið fyrsta flokks. Í Bandaríkjunum, hjá Transatlantic Lines, er þessu svipað farið. Þar vinnur mjög gott starfsfólk,“ segir Stefán og bætir við að óhætt sé að segja að staða Atlantsskipa hafi aldr- ei verið jafn góð og nú. Að sögn Stefáns er ársvelta fyr- irtækjanna tveggja, Atlantsskipa og Transatlantic Lines, um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á núverandi gengi nemur hún rúmlega 1,5 milljörðum króna, en hefur minnkað í íslenskum krónum talið að undanförnu, með hækkandi gengi krónunnar. Þegar Atlantsskip hófu rekstur voru sem kunnugt er aðeins tvö ís- lensk skipaflutningafyrirtæki fyrir, Eimskip og Samskip. Kristinn segir að baráttan hafi verið mjög skemmtileg. „Við gerðum okkur allt- af grein fyrir því, þegar við hófum Evrópuflutninga, að við yrðum að standa okkur. En ég held að óhætt sé að segja að við höfum náð að velgja keppinautunum vel undir uggum. Þeir hafa gefið í skyn að við veitum ekki sambærilega þjónustu, en við mótmælum því auðvitað harðlega.“ Mótlæti þjappað fólki saman Stefán segir að eigendur og starfs- fólk standi þétt saman. „Þessi bar- átta hefur, ef eitthvað er, þjappað okkur betur saman. Ég efast um að fyrirtækið væri jafn öflugt og raun ber vitni, hefðum við ekki þurft að berjast á móti straumnum. Sem dæmi má nefna að aðalfjárfestirinn, Brandon Rose, sem ætlaði upphaf- lega að láta lítið að sér kveða í rekstrinum, hefur verið mun at- kvæðameiri en ella hefði orðið,“ seg- ir Stefán, „núna er hann að koma á fót, með 300 milljóna króna fjárfest- ingu, systurfyrirtæki Atlantsskipa, Atlantsolíu, sem hyggst selja olíu á skip og jafnvel opna bensínstöðvar á Íslandi,“ segir hann. Atlantsskipum hefur einnig verið legið á hálsi fyrir að nota erlenda starfsmenn á skipum sínum. Stefán segir að Atlantsskip fari eftir lögum og reglum, og hafi alltaf gert. „Ég held að þeir sem hafa haldið þessu fram átti sig ekki á því hvað um er að ræða. Ekki eru þeir að gæta hags- muna starfsmannanna, því ef þeir gætu fengið hærra kaup annars staðar myndu þeir fara þangað. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að þeir væru að vinna gegn hagsmunum almennings, því fyrir- tæki eins og Atlantsskip bjóða betra verð en ella, sem skilar sér í lægra vöruverði fyrir neytendur. Eða hærri hagnaði fyrirtækja, sem eru í eigu almennings í landinu. Barátta þessara manna hefur ekki skaðað rekstur fyrirtækisins á neinn hátt og mun ekki gera það,“ segir Stefán. Fimm ár í flutningum Morgunblaðið/Þorkell Stefán Kjærnested framkvæmdastjóri og Kristinn Kjærnested sölustjóri eru bjart- sýnir fyrir hönd Atlantsskipa. Atlantsskip eru fimm ára um þessar mundir. Stefán Kjærnested fram- kvæmdastjóri og Kristinn Kjærnested sölustjóri sögðu Ívari Páli Jónssyni að fé- lagið hefði aldrei staðið betur en núna. ivarpall@mbl.is SAMKEPPNISSTOFNUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að krafa VISA Íslands-Greiðslumiðlunar um að félagið Iceland Express ehf. setji sérstaka tryggingu vegna kredit- kortaviðskipta brjóti gegn sam- keppnislögum. Hefur Samkeppnis- stofnun tekið ákvörðun um að ógilda viðaukasamning við almennan sam- starfssamning þar sem kveðið var á um slíkar tryggingar. Halldór Guðbjarnason, forstjóri VISA Íslands-Greiðslumiðlunar, seg- ir að félagið muni ekki una þessari niðurstöðu og segist undrast hana. Ólafur Hauksson, talsmaður Ice- land Express, er sáttur við niðurstöð- una enda sé hún í samræmi við þeirra réttlætiskennd. Hann segir að ann- arlegar hvatir liggi að baki þeirri ákvörðun VISA að krefjast sérstakr- ar tryggingar frá Iceland Express enda séu Flugleiðir stærsti einstaki viðskiptavinur VISA Ísland. Ýmsir selja fyrirfram Iceland Express leitaði til Sam- keppnisstofnunar vegna fyrrgreinds samnings í janúar og óskaði eftir að stofnunin tæki án tafar bráðabirgða- ákvörðun í málinu. Iceland Express hóf sölu farmiða 9. janúar. Taldi Ice- land Express að krafa VISA um sér- staka tryggingu fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu kortafyrir- tækisins hér á landi. Í öðru lagi væri Iceland Express mismunað í sams- konar viðskiptum því ekki væri vitað til þess að Flugleiðum hf. væri gert að lúta sambærilegum skilmálum af hálfu VISA. Samkeppnisstofnun segir ljóst að ýmsir söluaðilar selji þjónustu eða vöru sem greidd er af korthöfum áð- ur en þeir fá viðkomandi þjónustu eða vöru afhenta. Í því sambandi nægi að benda á að keppinautar Iceland Ex- press í flugrekstri selji farmiða sem korthafar greiða áður en flug fer fram. Hið sama gildi um ferðaskrif- stofur sem selja í umboðssölu far- miða í áætlunarflug. Upplýst sé í mál- inu að VISA krefjist ekki samskonar tryggingar af þessum aðilum og fyr- irtækið krefst af Iceland Express. Þó að Samkeppnisstofnun hafi gengið eftir því við VISA hafi fyrirtækið ekki nefnt nokkurt dæmi þess að áður hafi verið gerður áskilnaður um banka- tryggingu eða annars konar trygg- ingu hjá viðsemjendum VISA. Að mati Samkeppnisstofnunar blasi það því við að Iceland Express sé af hálfu VISA mismunað með ólíkum skilmál- um í sams konar viðskiptum VISA við önnur fyrirtæki. Þá segir Samkeppnisstofnun, að í greinargerð VISA segi að þegar aðili óski eftir því að komast í viðskipti fari fram áhættumat á starfsemi hans og ráði það mat m.a. því hversu háa þóknun fyrirtækið tekur fyrir við- skiptin. Þetta þýði að VISA áskilji sér hærri þóknun eftir því hvernig fyr- irtækið metur áhættu tiltekinna við- skipta. Fram hafi komið að Iceland Express borgi hærri þóknun til VISA en flugfélög og ferðaskrifstofur greiða almennt til fyrirtækisins. VISA hafi því nú þegar með umsam- inni þóknun tekið tillit til þeirrar áhættu sem fyrirtækið telji að felist í viðskiptum við Iceland Express. Ekkert hafi komið fram í málinu sem réttlæti að VISA beiti gagnvart Ice- land Express annarri og meira íþyngjandi aðferð til að tryggja hags- muni sína. Ekki sambærileg félög Halldór Guðbjarnason, forstjóri VISA Íslands, segir að fyrirtækið muni ekki una niðurstöðu Samkeppn- isstofnunar en segir að farið verði yf- ir málið á næstu dögum með lögfræð- ingum félagsins. „Ég er undrandi á þessari niðurstöðu. Maður veltir því fyrir sér hvort Samkeppnisstofnun sé með þessu að segja að við séum skuldbundnir til að taka öll fyrirtæki í viðskipti, hversu áhættusöm þau eru,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að Iceland Express sé ekki sambærilegt við Flugleiðir eða ferðaskrifstofur þar sem félagið sé hvorki ferðaskrifstofa né flugfélag og þurfi ekki að leggja tryggingar inn til samgönguráðuneytisins líkt og áætl- unarflugfélög eða ferðaskrifstofur eru skyldug til að gera, en slíkar tryggingar eru að sögn Halldórs ákveðin trygging fyrir VISA einnig. „Iceland Express er ekki með þessar tryggingar. Þeir hafa lýst því fyrir okkur að þeir leigðu vélarnar og að það væri þeirra áhætta hvort þeim tækist að selja í þær eða ekki. Fyrir okkur getur falist gríðarleg áhætta í þessum viðskiptum. Ef illa færi gæt- um við tapað miklum peningum þar sem reglur VISA International kveða á um að fólk geti krafið VISA um endurgreiðslu fái það ekki þá þjón- ustu sem það greiðir fyrir.“ Halldór sagði að þó að þetta væri í fyrsta skipti sem félagið færi fram á tryggingar sem þessar þá væru nýir viðskiptavinir metnir á hverjum degi og viðskiptum hafnað reyndist áhætta of mikil. Aðspurður um það atriði niður- stöðu samkeppnisstofnunar að VISA hafi ekki í viðræðum við Iceland Ex- press sl. sumar greint frá því að fyr- irtækið myndi krefjast tryggingar segir Halldór að fyrirtækið hafi verið lengi í undirbúningi og enginn hafi vitað nákvæmlega hvort af stofnun þess yrði. „Þeir voru í einhverjum viðræðum við fyrirtækjadeildina okk- ar og ræddu við þá þar en ég held að menn hafi ekki verið komnir svo langt að lýsa því yfir að af þessum viðskiptum yrði. En í haust, þegar ljóst varð að af þessu myndi líklega verða, var farið að ræða tryggingar.“ Um þá fullyrðingu í niðurstöðu Samkeppnisstofnunar að VISA hafi ekki unnið sérstakt áhættumat eða hlutlæga greiningu á félaginu til að rökstyðja hinar sérstöku kröfur gagnvart fyrirtækinu segir Halldór að óskað hafi verið eftir aðgangi að rekstraráætlun í gegnum viðskipta- banka félagsins. „Við óskuðum sem eðlilegt er eftir að fá að sækja upplýs- ingarnar þangað, við ætluðum aldrei að vinna þetta áhættumat sjálfir.“ Ólafur Hauksson segir að þeir hjá Iceland Express séu mjög sáttir við þennan bráðabirgðaúrskurð. Hann sé í samræmi við réttlætiskennd þeirra og taki hliðsjón af því sem gengur og gerist í kortaviðskiptum. „Það er búin að vera mikil undrun hjá okkur yfir þessari afstöðu VISA Ís- lands og við höfum ekki séð þetta öðruvísi en sem mjög ómálefnalega og órökstudda ákvörðun tekna af annarlegum hvötum,“ sagði Ólafur. Iceland Express hefur ekki verið í viðskiptum við VISA Ísland- Greiðslumiðlun síðan 21. janúar en þá sneri Iceland Express sér til PBS í Danmörku með færsluhirðingar sín- ar. Ólafur segir að þeir hafi leitað til PBS vegna þess að þar lentu fjár- munir ekki í herkví, eins og hann orðar það. „Við vildum ekki taka áhættuna á því að verða gíslar geð- þóttaákvarðana VISA. Það er líka al- veg ljóst að annarlegar hvatir liggja þarna að baki því stærsti einstaki við- skiptavinur VISA er Flugleiðir og stærsti einstaki eigandi VISA er Landsbankinn, aðalviðskiptabanki Flugleiða. Með hliðsjón af þessum gríðarsterku tengslum á milli er það í hæsta máta óeðlilegt að VISA skuli yfirleitt hafa reynt að taka þessa sölu okkar og ætlað sér að hafa algjör yf- irráð yfir hvernig fjármunum yrði varið og hvenær.“ Brotið gegn samkeppnislögum Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.