Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 B 5 NFRÉTTIR TÖLVUORMURINN „SQL Slammer“ eða „Sapphire“ sem nýlega gerði usla í netkerfum heimsins er sagður hafa breiðst hraðar út en allir fyrirrennarar hans. Slammerinn ku hafa breiðst um heiminn þveran og endilangan á einungis 10 mínútum. Mestum vandræðum olli hann í Suður-Kóreu þar sem internetið hrein- lega lá niðri um tíma, en óvíða er meira um net- tengingar en einmitt þar. Ormurinn nýtti sér veikleika í tölvum sem keyra vefþjóna með SQL 2000 gagnagrunni Microsoft. Orminum var komið af stað um kl. 5.30 að morgni laugardagsins 25. janúar. Í upphafi er talið að hann hafi tvöfaldast að umfangi á hverjum 8,5 sekúndum. Á rétt innan við 10 mínútum hafði hann náð að sýkja um 90% óvarðra netþjóna um allan heim. Frá þessu greinir BBC. Talið er að ormurinn Slammer hafi náð til a.m.k. 75.000 netþjóna og líklega 250.000 tölva. Ormurinn olli töfum og hefur eflaust kostað fjárútlát hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnun- um; flugfélög þurftu að fresta flugi, mörg fyr- irtæki urðu að kalla út mannskap í að koma netþjónum í samt horf auk þess sem tölvu- tengdir búðarkassar urðu víða ónothæfir um tíma. Hinn ógurlegi hraði ormsins er talinn hafa valdið því hversu áhrif hans urðu mikil á svo stuttum tíma, þótt hann hafi ekki borið með sér veiru sem eyðileggur skjöl eða veldur var- anlegum skaða í tölvum og netþjónum. Microsoft hugi að öryggi Í frétt Reuters um orminn Slammer er haft eft- ir sérfræðingi að hin hraða og óhefta útbreiðsla ormsins sé merki um að Microsoft standi sig ekki sem skyldi í öryggismálum. Veikleikinn í SQL grunninum sem ormurinn nýtti sér sé vel þekktur í tölvuheiminum og því hefði Microsoft getað komið í veg fyrir vandann sem ormurinn skapaði. Fyrir rúmu ári tilkynnti Bill Gates að öryggismál yrðu sett á oddinn hjá fyrirtækinu og þykir því ýmsum skjóta skökku við að svo skæður ormur fái að leika lausum hala vegna mistaka í kerfi Microsoft. Umhverfis jörðina á 10 mínútum Ormurinn „SQL Slammer“ var sá hraðskreiðasti í netsögunni Reuters Suður-Kóreumenn fóru verst út úr baráttunni við orminn Slammer. Þar í landi er nú mikið lagt undir til að ormur sem þessi nái ekki að gera netnot- endum grikk á ný. FORMÆLENDUR svokallaðrar Gann-kenningar eru sannfærðir um að ef breska FTSE-100 hlutabréfa- vísitalan muni lækka niður fyrir helming þess gildis sem hún náði þeg- ar hún fór hæst, muni hún aftur lækka um helming. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um breska hluta- bréfamarkaðinn og Gann-kenn- inguna. Gangi þetta eftir mun vísital- an fara niður í um 1.733 stig, því hún fór hæst í 6.930 stig í desember 1999. Vísitalan stendur nú í tæplega 3.600 stigum, en helmingurinn af 6.930 stig- um er 3.465 stig. Haft er eftir einum af fylgismönn- um kenningarinnar, Fred Stafford hjá Gann Management, að ekki sé nóg að vísitalan fari um stundarsakir niður fyrir 3.465 stig eins og hún gerði innan dags fyrir skömmu. Lokagildi yrði að vera undir þessu marki og svo aftur yfir því, til að hún lækkaði á ný. Þetta ferli gæti tekið marga daga eða vikur, en samkvæmt kenningunni eigi vísitalan að lækka um helming ef þróunin verði á þessa leið. Þótt Stafford sé sannfærður um hverjar afleiðingarnar verði ef vísital- an fer með þessum hætti undir 3.465 stig, vill hann ekki spá fyrir um hvort hún fari undir þá tölu. Nafn Gann-kenningarinnar er dregið af William D. Gann, sem var að sögn BBC farsæll fjárfestir á þriðja áratug síðustu aldar í Bandaríkjun- um og notaði stærðfræði við verð- bréfaviðskipti. BBC ræðir einnig við David Schwartz, sem hefur sérhæft sig í sagnfræði hlutabréfamarkaðarins. Hann segir að síðastliðna öld hafi markaðurinn 25 sinnum fallið um meira en 15%. Í fjögur skipti hafi hann lækkað um meira en helming, en að í öllum tilvikum hafi sú lækkun tengst stórkostlega skaðlegum at- burði. Hlutabréf hafi til dæmis fallið um 60% á árunum fyrir síðari heims- styrjöldina. Þau hafi einnig fallið mik- ið á áttunda áratug síðustu aldar þeg- ar olíuskortur ríkti og stjórn breska Verkamannaflokksins hafi verið álitin andsnúin viðskiptalífinu. Á árunum 1972 til 1974 hafi hlutabréfaverð fallið um 74%. Schwartz segir að lækkunin nú sé ískyggilega nærri 50% markinu. Sag- an segi okkur að ef um venjulega nið- ursveiflu sé að ræða og hætta vegna stríðs sé skammvinn, þá muni verðið ekki fara neðar. Ef stórkostlega skað- legir atburðir séu hins vegar fram- undan, þá sé frekari lækkunar að vænta. Eigi Gann-kenningin við rök að styðjast var íslenski hlutabréfamark- aðurinn nærri því í ágúst árið 2001 að taka aðra dýfu, því þá fór Úrvalsvísi- talan lægst í 989 stig og hafði lækkað um tæplega 48% frá því hún náði hæsta gildi, 1.889 stigum, í febrúar árið áður. Frá þeim tíma hefur vísital- an hækkað og er nú um 1.350 stig, eða um 28% undir hæsta gildi sínu. Helming- ur á helm- ing ofan Gann-kenningin um hluta- bréfavísitölur Einföld lausn á flóknum rekstri Rekstur viðski ptahugbúnað ar (ASP) Útvistun í hæs ta gæðaflokki Aðgengi að vi nnuumhverfi hvar sem er Fyrsta flokks s érfræðiþjónus ta Minni eða eng in fjárfesting í miðlurum Líftími útstöðv a tvöfaldast a .m.k. Öflugar vírusv arnir Örugg afritun og aðgengi ga gna Vöktun gegn tölvuinnbrotu m Fast verð á má nuði Áreiðanleiki o g vinnsluafl Þjónustuborð allan sólarhrin ginn ADSL, SHDSL og ljósleiðari Lén- og vefhý sing Vírusvarnir og póstsíur Verisign-dulkó ðun pósts Eldveggjaþjón usta Vefumsýsluke rfi Vefmælingar Öryggisafritun iPass-þjónusta Vefaðgangur að tölvupósti Aðgengi að ga gnagrunnum Þjónustuborð a llan sólarhringi nn Fáðu upplýsingar og tilboð í síma 569 5100 eða með því að senda póst til internet@skyrr.is eða kerfisleiga@skyrr.is A B X / S ÍA 90 30 09 6 Þjónustulausnir Skýrr gera fyrirtækjum kleift að spara tíma og fyrirhöfn og ná niður kostnaði á sviði upplýsingatækni. Þjónustulausnir Skýrr bjóða fyrirtækjum heildarþjónustu á sviði kerfisleigu (ASP) og fullkomna Internetþjónustu. Þjónustulausnir Skýrr uppfylla ströngustu kröfur um afköst, stöðugleika, þjónustu og öryggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.