Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 B 9 NÚR VERINU Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. AKUREYRIN EA 110 90224 59* Karfi/Gullkarfi Gámur BARÐI NK 120 59872 22* Karfi/Gullkarfi Gámur JÓN VÍDALÍN ÁR 1 548 93* Djúpkarfi Gámur BYLGJA VE 75 277 1 Djúpkarfi Vestmannaeyjar STURLA GK 12 297 77* Karfi/Gullkarfi Grindavík ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR GK 94 24905 54* Karfi/Gullkarfi Grindavík BERGLÍN GK 300 254 59 Þorskur Keflavík ÁSBJÖRN RE 50 442 147 Ufsi Reykjavík STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON AK 10 431 91 Þorskur Akranes HEGRANES SK 2 498 123 Þorskur Sauðárkrókur KLAKKUR SH 510 488 101 Þorskur Sauðárkrókur BJÖRGÚLFUR EA 312 424 82 Þorskur Dalvík MARGRÉT EA 710 450 92 Þorskur Dalvík SVANUR EA 14 218 41 Þorskur Dalvík HARÐBAKUR EA 3 941 115 Þorskur Akureyri KALDBAKUR EA 1 941 110 Þorskur Akureyri GULLVER NS 12 423 69* Karfi/Gullkarfi Seyðisfjörður HÓLMANES SU 1 451 62 Þorskur Eskifjörður LJÓSAFELL SU 70 549 69 Ýsa Fáskrúðsfjörður T O G A R A R EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur nú í hyggju að taka þátt í að skapa 8.000 ný störf í fiskeldi innan sam- bandsins á næstu fimm árum. Þessi hugmynd var rædd innan ráð- herraráðs ESB nýverið. Ástæðan að baki þessari hug- mynd er hin nýja fiskveiðistefna sambandsins og verulegur nið- urskurður í veiðum aðildarríkja þess. Lögð verður áherzla á fisk- eldi til að skapa vinnu fyrir þá sjó- menn sem missa pláss sín vegna samdráttarins. Þarna kemur til kastanna spurn- ingin um umhverfissjónarmið og nýtingu strandhéraða, þegar leyfi til fiskeldis verða gefin út. Erfitt er talið að finna jafnvægi milli aukinnar þarfar fiskeldis fyrir at- hafnasvæði annars vegar og fisk- veiða og ferðamennsku hins vegar. Evrópusambandið vinnur að upp- byggingu fiskeldis á sjálfbæran hátt og að afurðirnar uppfylli kröf- ur neytanda um öryggi. Fiskeldi er snar þáttur í hinni nýju fiskveiðistefnu ESB. Til að ná því markmiði að skapa 8.000 til 10.000 ný störf þarf ýmislegt að gerast. Gert er ráð fyrir 4% árleg- um vexti fiskeldis innan ESB og mun sá vöxtur skapa ný störf. Aukin framleiðsla mun nást með áherzlu á nýjar tegundir í eldinu og munu yfirvöld leggja fram að- stoð sína til að ná því marki og einnig að gera eldið umhverf- isvænna en áður. Þá verða gild- andi lög um lífrænt ræktuð mat- væli víkkuð út svo þau nái yfir fiskeldi. Loks verður reynt að auka eftirspurn eftir eldisfiski með ýmsum aðgerðum. Fjölga störfum í fiskeldi ELDISFYRIRTÆKIÐ Stolt Sea Farm reyndi nýlega að selja tveggja ára gamlan eldislax í Noregi. Fiskinum hafði verið pakkað fyrir tveimur árum en síð- asti söludagur var fyrir ári. Það var norska sjónvarpsstöðin TV 2 sem kom upp um fyrirtækið. Haft er eftir yfirdýralækni í Larvik í Noregi að lög hafi verið brotin með þessu athæfi og hann vill að lögregla rannsaki málið. Í frétt á Skip.is kemur fram að tíu tonn af laxi voru flutt í frysti- geymslur Stolt Sea Farm eftir að önnur geymsla eyðilagðist í elds- voða fyrir um tveimur árum. Þá stóð til að selja hluta laxins til rússneskra fangelsa en farga hluta farmsins. Í stað þess að farga hluta af laxinum fjarlægði fyrirtækið merkingar um síðasta söludag af umbúðunum. Forráðamenn Stolt Sea Farm segja að ekkert hafi verið að fiskinum en vilja ekki gefa upp hvert átti að selja hann. Heil- brigðiseftirlit staðarins var á öðru máli og hald var lagt á 50 tonn af afurðum í geymslum fyr- irtækisins. Sölubann hefur verið sett á laxinn frá fyrirtækinu meðan á rannsókn stendur að því er fram kemur á vefsíðu IntraFish. Reyndu að selja útrunn- inn fisk Til sölu DANSKI PÉTUR VE 423, stálskip, smíðað á Akranesi 1971 Skipið hefur verið mikið endurnýjað, m.a. sett ný aðalvél í skipið 1991, aflvísir 2190. Skipið selst án veiðiheimilda. Skipið er tilbúið á veiðar og selst með veiðarfærum. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli, Reykjavík, sími 552 3340, fax 562 3373. RAÐAUGLÝSINGAR BÁTAR/SKIP Bátur óskast Bátur óskast. Æskileg stærð 15—20 bt. Bátur- inn er hugsaður sem þjónustubátur fyrir fisk- eldi. Því er æskilegt að mikið dekkpláss sé til staðar og burðargeta nokkur. Upplýsingar í s. 470 6095. ICELANDAIR Cargo hóf í gær fragtflug með ferskan fisk til Humberside-flugvallarins í Eng- landi. Um er að ræða fyrsta reglu- lega fragtflugið til flugvallarins. Gerður hefur verið samningur við flugvöllinn um að fljúga þang- að með fersk fiskflök tvisvar í viku, á miðvikudögum og fimmtu- dögum. Samningurinn er til reynslu í 8 vikur en Robert Tom- asson, markaðs- og sölustjóri Ice- landair Cargo, segist ekki eiga von á öðru en að framhald verði á fluginu, enda hafi það vakið mikla athygli hjá fiskkaupendum á Humber-svæðinu og viðbrögð ver- ið mjög jákvæð. Alls voru rúm 10 tonn af ferskum flökum send með fluginu í gær en að jafnaði verður hægt að flytja 15–16 tonn af flök- um með hverju flugi. Humber-svæðið er miðstöð fisk- iðnaðarins í Englandi og þangað kemur ríflega helmingur þess fisks sem Bretar flytja inn. Íslendingar flytja töluvert af ferskum flökum með flugi til Bretlands og stór hluti þeirra fer til vinnslu á Humb- er-svæðinu, einkum í Grimsby. Fram til þessa hefur einkum verið flogið með flökin til Skotlands og London en þeim síðan ekið til kaupenda á Humber-svæðinu. Humberside-flugvöllur er í hjarta Humber-svæðisins og segja breskir fiskkaupendur að mikið hagræði hljótist af því að fljúga með fiskinn beint til Humber. Þannig sparist umtalsverður flutningskostnaður, auk þess sem fiskurinn komi nú í þeirra hendur nánast sama dag og hann er veiddur. Með því megi bæta 1–2 dögum við endingu fisks- ins í hillum stórmarkaða. Keith Brown, markaðsstjóri hjá Sealord sem er einn helsti kaupandi og framleiðandi ferskra flaka í Bret- landi, segir að fyrirtækið treysti mjög á innflutning á ferskum ís- lenskum fiskflökum og með því að fljúga með þau beint á Humber- svæðið megi tryggja aukin gæði og ferskleika. Robert Goldsmith, flugvall- arstjóri Humberside-flugvallar, segir samninginn við Icelandair Cargo vera stórt skref fyrir flug- völlinn og hann verði vonandi upp- hafið að enn meiri fragtflutn- ingum um völlinn. Flugvöllurinn sé mjög vel staðsettur, hann sé ná- lægt fiskiðnaðinum auk þess sem Humber-svæðið gegni lykilhlut- verki í allri matvæladreifingu um Bretland. Ferskfiskur beint á Humber-svæðið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi samþykkt Félags járniðn- aðarmanna til birtingar: „Félag járniðnaðarmanna hefur mörg undanfarin ár sýnt fram á þjóð- hagslega hagkvæmni þess að skipa- smíði og viðgerðir fari fram hér á landi. Nýsmíðar á minni fiskiskipum fyrir innlendan markað og útflutning hjá Ósey í Hafnarfirði er dæmi um þá getu og þann kraft sem býr í greininni. Til að nýta þá möguleika til framtíðar er óhjákvæmilegt að bæta samkeppn- isskilyrði í skipaiðnaði. Félagið hefur ítrekað kallað eftir stefnu og aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu greinarinnar. Lengst af hafa stjórnvöld stungið hausnum í sandinn og er skemmst að minnast þess þegar varðskipin voru send til viðgerða í Póllandi þrátt fyrir að sýnt var fram á að hagkvæmara var að gera við skipin heima. Að undanförnu hefur félagið krafist þess að viðgerð á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni fari fram innan lands og m.a. vísað í því efni til at- vinnuástands, þjóðhagslegrar hag- kvæmni og nauðsynjar þess að við- halda verkþekkingu í greininni. Félagið fagnar þeirri ákvörðun að láta gera við skipið hér heima og væntir þess að þar með hafi stjórnvöld snúið til frambúðar frá þeirri braut að senda skip í þjóðareigu til viðgerða er- lendis. Á Alþingi er komin fram þingsálykt- unartillaga frá Steingrími J. Sigfússyni og Jóni Bjarnasyni um stjórnskipaða nefnd sem fullmóti og hafi yfirumsjón með aðgerðum til eflingar innlendum skipaiðnaði með sérstakri áherslu á bætt samkeppnisskilyrði, fjármögnun verkefna, menntun fagfólks ásamt rannsóknum og þróunarstarfi í skipa- iðnaði og tengdum greinum. Félag járniðnaðarmanna lýsir fullum stuðn- ingi við tillöguna og skorar á þing og stjórnvöld að samþykkja og koma í framkvæmd endurreisn íslensks skipa- iðnaðar.“ Fagnar við- gerð á Bjarna Sæmundssyni hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.