Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 12
150.000 vi›skiptavinir Símans GSM njóta fless a› hringja ód‡rara innan sama farsímakerfis. Hugsa›u dæmi› til enda. NONN I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 7 8 3 4 • si a .i s     >/=6=B >CD/E/B>/D%F "/D(,>/D%F$,"/D(,>/D%F G/B)/HI BJ66FD6/K )FE,LEFD L,,=B %/=GAFD6 >/D%F ! ! !!          ! !  ! !! !!   !  !  !  ! !!! ! 0=  0 , : ' 4', *4  ' 4 # >4   34) 5*/5*65*4 44 44 5)+36) MF),%FG ,/)MBNF 341 3*+ MIKLAR breytingar hafa orðið á kanadískum sjávarútvegi á þeim tíu árum sem eru síðan þorskveiðar voru bannaðar við Nýfundaland. Það sem er athyglisvert við þessa þróun er að að landanir á sjávarfangi hafa minkað um tæp 500 þús. tonn en verðmætin aukizt að sama skapi um rúmlega 1 milljarð Kanadadollara, 55 milljarða íslenzkra króna. Samdrátturinn er fyrst og fremst í bolfiski, 520 þús. tonn en aukningin er í skelfiski svo sem humri, rækju, hörpudiski og krabba. Það er einnig athyglisvert að í Kanada er landað töluverðu magni af uppsjávarfiski eða um 300 þús. tonn og er stærsti hlutinn af því síld. Til samanburðar má geta þess að árið 2000 var afli Íslendinga af síld 280 þús tonn. Hvað fiskeldi varðar hefur það fjórfaldazt í magni frá 1990 en verð- mætin hafa þrefaldazt á sama tíma. Þónokkur viðskipti Töluverð áherzla hefur verið lögð á uppbyggingu á fiskeldi í Kanada. Ari Þorsteinsson verkfræðingur stofnaði nýlega fyrirtækið Icemar, sem er ráðgjafarfyrirtæki á Nova Scotia á austurströnd Kanada og eru þessar upplýsingar fengnar frá hon- um. Hann hafur mikla reynslu af störfum innan sjávarútvegsins, bæði á Íslandi og Kanada. Meðal annars byggði hann upp sjávarútvegsfyrir- tækið Snæfell, sem síðan sameinaðist Samherja og vann sem framkvæmda- stjóri SÍF Kanada í nokkur ár. Ari segir að þónokkur viðskipti séu milli Kanada og Íslands og hafi Íslending- ar til dæmis flutt til Kanada sjávaraf- urðir og vörur og þjónustu við sjávar- útveg fyrir um 2 milljarða króna. Íslenzk fyrirtæki hafi verið með nokkra starfsemi á Nýfundnalandi og unnið að uppbyggingu rækjuvinnslu svo dæmi séu tekin. „Kanadískur sjávarútvegur skilar tvöfalt meiri verðmætum en íslensk- ur sjávarútvegur,“ segir Ari. „Hinsvegar er það eftirtektarvert við kanadískan sjávarútveg að tækni- leg þróun svipuð því sem átt hefur sér stað í Noregi, Færeyjum og Ís- landi er skamt á veg komin og oft á tíðum sér maður vinnubrögð og tækni líkt því og var á Íslandi fyrir um það bil 20 árum. Kínverska eða íslenska líkanið Leiðtogar í kanadískum sjávarútvegi hafa áhyggjur af stöðu kanadísks sjávarútvegs og meta að breytinga sé þörf ætli kanadískur sjávarútvegur að lifa af þá samkeppni sem þeir eiga við í dag. Hafa menn bent á að til séu tvær lausnir sem til greina komi, annars vegar er það kínverska líkanið sem byggir á lítilli tækni, en reiðir sig á lágan launakostnað. Hins vegar tala menn um íslenzka líkanið sem reiðir sig á öfluga tækniþróun og mikil af- köst. Menn eru sammála um að ís- lenzka líkanið sé það sem kanadískur sjávarútvegur þurfi á að halda. Í þessu umhverfi met ég að tæki- færi íslenskra fyrirtækja sem þjón- usta sjávarútveg og fiskeldi liggi. Þar kemur margt til, bæði sala bún- aðar og þekkingar. Sem hvatningu fyrir kanadísk fyrirtæki sem hafa áhuga á að bæta samkeppnisaðstöðu sína á sviði tækni og framfara hafa kanadísk stjórnvöld greitt þeim götu í formi skattaívilnana. Það gerist á þá leið að fyrirtæki sem fjárfesta í vélum og tækjabúnaði sem auka framleiðni,virði, gæði eða skapa at- vinnu fá 40% afslátt af fjárfesting- unni í formi niðurfellinga á tekju- skatti. Landnám hið síðara Ég er viss um að íslenzk fyrirtæki eiga fullt erindi inn á þennan mark- að, sem er farinn að gera miklar kröfur um aðbúnað í fiskvinnslu, hreinlæti, rekjanleika og svo famveg- is. Nú þegar eru nokkur íslenzk fyr- irtæki að þjónusta sjávarútveginn í Kanada og hafa séð tækifæri í land- námi hinu síðara, það eru til dæmis Marel, Sæplast, TM, 3X Stál og fleiri. Það er því full ástæða til að hvetja íslenzk fyrirtæki til að kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ég bind einnig vonir við árangur af komu viðskiptanefndar hingað til Kanada undir forystu iðnaðarráð- herra Valgerðar Sverrisdóttur og Útflutningsráðs Íslands, en í för með þeim verða fulltrúar 15 íslenzkra fyr- irtækja. Nefndin kemur hingað nú í febr- úar og heimsækir höfuðborgina Ott- awa og Halifax á Nova Scotia,“ segir Ari Þorsteinsson. Ari Þorsteinsson á bryggjunni í Yarmouth á Nova Scotia. Nokkur íslensk fyr- irtæki þjónusta nú þegar kanadískan sjávarútveg 40% afsláttur í formi niðurfellingar tekjuskatts SALA Coldwater Seafood US, dótturfélags Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. í Bandaríkjun- um, nam á síðasta ári um 170 milljónum dollara eða um 13,6 milljörðum króna sem er svipuð sala og árið 2001. Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater, segir að sala á flökum undir vörumerk- inu „Icelandic“ hafi aukist nokkuð á síðasta ári en hinsvegar hafi orð- ið samdráttur í sölu á verksmiðju- framleiddum vörum félagsins, nema á vörum undir vörumerkinu „Icelandic“ sem stóð nánast í stað. Heildarneysla á beinlausum fiski í Bandaríkjunum árið 2001 var um 1,9 milljónir tonna sem eru um 6-8 milljónir tonna af heilum fiski. Neyslan á sjávarafurðum hefur aukist um 220 þúsund tonn á síð- asta áratug en á sama tíma hefur neysla á helstu tegundum eldis- fisks aukist um 480 þúsund tonn en neysla á villtum tegundum að sama skapi dregist saman um 260 þúsund tonn. Magnús segir að neyslan virðist þannig sífellt sækja meira í eld- istegundir. „Af eldistegundunum ber mest á rækju, laxi og leir- geddu, auk þess sem beitarfiskur komst á síðasta ári í fyrsta sinn á lista yfir tíu mest seldu fiskteg- undirnar í Bandaríkjunum. Þorsk- ur var á síðasta ári í sjötta sæti yf- ir mest seldu tegundirnar en var í þriðja sæti árið 1990. Við höfum hinsvegar selt svipað magn af þorski á þessu tímabili og erum nú með um 16% hlutdeild af þorsk- markaðnum í Bandaríkjunum. Við höfum einnig aukið vöruúrval okk- ar í eldistegundum til að taka þátt í þessari þróun.“ Magnús telur að aukið framboð af eldisfiski hafi góð áhrif á al- menna fiskneyslu í Bandaríkjun- um, því stöðugleiki í framboði skipti verulegu máli. Til lengri tíma megi aftur á móti greina hættumerki. „Reynslan hefur sýnt, til dæmis í kjúklingaræktun þar sem kostnaður við ræktunina minnkar jafnt og þétt, með betri fóðrun og markvissum kynbótum. Sömu þróun má merkja í fiskeld- inu. Eldisfiskurinn verður því væntanlega stöðugt samkeppnis- færari á sama tíma og kostnaður- inn við að sækja villta fiskinn eykst.“ Magnús segir að bregðast þurfi við þessu með skipulagðri mark- aðssetningu, þar sem eiginleikum villta fisksins, til að mynda þorsks- ins, verði haldið á lofti og sér- einkenni hans fest í sessi. „Banda- rískir neytendur halda ekki mikilli tryggð við einstakar fisktegundir, heldur horfa frekar í gæði og verð. Skipulag á veiðum og vinnslu á Ís- landi hefur batnað á síðustu árum og gæði fisksins hafa batnað, þó við höfum alltaf sent frá okkur góða vöru. Ég er því þeirrar skoðunar að halda þurfi markaðssetningu á eld- isþorski og villtum þorski að- skildri, því þá fáum við meira fyrir villta fiskinn.“ Lífleg sala á föstunni Magnús segir að nú sé að fara í hönd fastan og þá sé vanalega líf- leg sala á fiski. „Við verðum vissu- lega varir við það, eins og aðrir, að bandarískir neytendur halda mun fastar um budduna en áður. En þegar líður að föstu eykst sala á fiski, enda halda kaþólikkarnir fast í þessa hefð og stórmarkaðir og veitingastaðir leggja aukna áherslu á fisk á þessum tíma. Við njótum vissulega góðs af því,“ seg- ir Magnús. Svipuð sala hjá Cold- water í Bandaríkjunum Neysla á eldisfiski í Bandaríkjunum eykst jafnt og þétt SMOKKFISKAFLI í Suð- ur-Atlantshafi dróst saman um 51% á fyrstu átta mán- uðum ársins 2002 frá sama tíma árið áður. Smokkfisk- veiðarnar á þessum slóðum geta haft áhrif á línuveiðar hér á landi því íslenskir línu- bátar nota smokkfisk frá Argentínu og Falklandseyjum sem beitu. Frá þessu greinir í frétt Skipa.is. Búast má við verðhækkunum Dragist smokkfiskaflinn sam- an er líklegt að verð á smokk- fiski hækki. Línuveiðar í Norður-Atlantshafi gætu því liðið fyrir þennan samdrátt í afla og orðið óarðbærari fyrir vikið. Afli argentínskra báta dróst saman um 23% og afli báta í lögsögu Falklandseyja dróst saman um 91%. Alls voru 187 skip á smokk- fiskveiðum í Suður-Atlants- hafi á síðasta ári, þar af 53 frá Argentínu, 125 með leyfi breskra stjórnvalda í land- helgi Falklandseyja og 14 þurrleigubátar. Afli skipanna við Falklandseyjar í fyrra var einungis brot af því sem var árið áður, fór úr rúmlega 150.000 tonnum í um 13.000 tonn í fyrra. Argentínsku skipin lönduðu um 121.000 tonnum og þurrleigubátar voru með um 33.000 tonn. Sam- dráttur í smokk- fiski Minni afli getur haft áhrif á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.