Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  LITLI NEYTANDINN/2  SJÖ HÖNNUNARVERÐLAUN FÍT/4  SANNLEIKURINN SAGNA BESTUR? – AÐ SEGJA EÐA EKKI SEGJA/6  LÍKAMSRÆKT OG MANNGERÐIRNAR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÞRÓUNIN í fjarskiptum tekur á sigmargvíslegar myndir. Eitt nýjasta af-brigðið, a.m.k. hérlendis, er bók- staflegt spjall á PoppTíví, sem líður áfram á um fjórðungi skjásins frá klukkan ellefu á kvöldin til sjö á morgnana. Á sama tíma og með sama hætti er líka lagakosning í beinni, en þannig geta áhorfendur haft áhrif á hvaða tónlist er leikin á sjónvarpsrásinni. Þátttakendur verða að eiga eða hafa að- gang að gsm-síma. Í fyrsta skipti senda þeir inn sms-forskeytið POPP NAFN í þjónustu- númer 1848 hjá Símanum eða í 1415 hjá Tali. Síðan nafnið, sem þeir kjósa að nota í spjallinu, þá sms- forskeytið POPP SPJALL og loks skilaboðin, sem birtast eiga á skjánum. Ef þeir ætla að kjósa lag, senda þeir inn forskeytið POPP LAG og síðan númer lags- ins, sem þeir finna á sjónvarpsskjánum. Sé síminn frá Íslandssíma þarf að fara inn í gluggann NÝTT og viðhafa að öðru leyti sams konar aðferðir. Að sögn Steins Kára Ragnarssonar, dag- skrárstjóra PoppTíví, er svona útfærsla vel þekkt erlendis og allmargar sjónvarps- stöðvar reknar eingöngu með þessu sniði, en líka margar sem, eins og PoppTíví, bjóða upp á sms á skjánum utan hefðbundinnar dag- skrár. Hann segir hugmyndina runna undan rifjum forvera síns í starfi, Björns Þóris Sig- urðssonar, sem nú er dagskrárstjóri á Stöð 2. „Upphaflega snerist hugmyndin um að gefa fólki kost á að spjalla á skjánum í gegn- um irkið, en síðan duttum við niður á þessa lausn, sem er í margan stað mun betri vegna þess að miklu fleiri af okkar markhópi hafa beinan aðgang/afnot af gsm-síma en irkinu,“ segir Steinn Kári og upplýsir jafnframt að hvert skeyti kosti 59 krónur. Ennfremur að yfir tíu þúsund manns hafi náð sér í notanda- nafn frá því útsendingar skilaboðanna hófust í desember síðastliðnum, en flestir þeirra, eða um 85%, taki þátt í lagavalinu. „Mismunandi er hversu margir virkir þátt- takendur eru hverju sinni, en flestir eru um helgar. Oft má ráða í aldur notenda af orða- lagi og inntaki skilaboðanna. Framan af nóttu eru unglingar, en þegar á líður kemur oft inn eldra fólk í stefnumótahugleiðingum. Þar sem ekki er hægt að senda lengra skeyti, en sem nemur 160 slögum, samanstendur málfar unglinganna af skammstöfunum og er mörgum með öllu óskilj- anlegt. Geðveikt verður gegt, maður verður mar, gerðu það (please) verður plz, þetta verður teta og þar fram eftir götunum,“ nefnir Steinn Kári sem dæmi. Hann viðurkennir að brögð séu að því að fólk reyni að læða inn alls konar dónaskap. Verði menn uppvísir að slíku eða að birta símanúmer á skjánum, séu þeir umsvifalaust settir í bann og eigi ekki kost á að gerast þátttakendur á nýjan leik. „Við viljum losna við allt svona rugl. Til þess að sporna við ljótu orðbragði, birtingu símanúmera og þvíumlíku hefur verið sett upp orðsía, sem nú inniheldur 300 orð og verður æ umfangsmeiri,“ segir Steinn Kári. Hann neitar því ekki að að nokkur alvarleg tilvik hafi komið upp. Til dæmis hafi eitt sinn verið skilaboð um sölu á „grasi“ og komið hafi fyrir að annað hafi verið boðið falt, sem hvorki má selja né kaupa með lög- legum hætti. Í slíkum tilfellum segir hann að brugðist sé hart við og ekki hikað við að tilkynna lögreglunni símanúmer viðkomandi. „Við leggjum áherslu á að byggja upp öflugt varnarkerfi gegn ósæmi- legum skilaboðum og förum á hverjum morgni yfir skilaboð næturinnar til að fyrirbyggja að viss orð og orðtök nái aftur í gegn,“ segir Steinn Kári og heldur áfram: „Vand- inn er sá að unga fólkið er snjallt að finna leiðir til að sneiða hjá orðsíunni. Þegar hún stoppaði síma- númerin af, brugðu sumir á það ráð að setja punkt á milli tölustafanna. Ég get tekið sem dæmi að ef orðið rass færi í orðsíuna er allt eins líklegt að fólk færi að skrifa rasss, þ.e. með þremur ess- um, ef því fyndist alveg bráðnauðsynlegt að nota þetta orð. Við verðum því stöðugt að vera á varð- bergi og bregðast við lymskubrögðum af þessu tagi,“ segir Steinn Kári. Yfir tíu þúsund manns hafa náð sér í notendanafn til þess að geta „essemmessast“ eða tekið þátt í lagakosningu á PoppTíví. Bókstaflegtspjall Essemmessast „gegt“ á skjánum Morgunblaðið/Árni Sæberg í sjónvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.