Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 7 Grafísk hönnun hefur ýmsa snertifleti við dag- legt líf landsmanna. Sveinn Guðjónsson fjallar um FÍT-verðlaunin og ræðir við verðlaunahafa. HÖNNUNAR- VERÐLAUN FÍT SNÆFRÍÐ Þorsteins hlaut verðlaun í flokkn-um prentað kynningarefni fyrir kynning-armöppu listamannsins Sigtryggs Baldvins- sonar. „Ég lagði áherslu á að hafa bæklinginn tiltölulega einfaldan, en þó á frumlegan hátt,“ sagði Snæfríð. Hún lærði iðnhönnun í Frakklandi og starfaði þar í landi í nokkur ár að námi loknu, að mestu innan tískugeirans. Eftir heimkomuna hefur hún starfað við grafíska hönnun, lengst af hjá auglýs- ingastofunni Góðu fólki. Hún sagði að verðlauna- veitingin hefði komið sér þægilega á óvart en hug- myndin að baki kynningarbæklingsins hafi fyrst og fremst verið að að búa til skemmtilegan prentgrip þar sem verk listamannsins fengju að njóta sín. Einfaldleikinn hefði þar verið í fyrirrúmi og svo virðist sem það hafi fallið í kramið hjá dómnefndinni. Snæfríð sagði að verðlaunaaf- hending FÍT fyrir bestu hönnun hverju sinni hefði vissulega jákvæð áhrif og væri til þess fallin að efla faglegan metnað meðal graf- ískra hönnuða í Íslandi. Snæfríð situr í stjórn Félags íslenskra teiknar hún að á þessu ári fagna ára afmæli og væri nú ve leggja drög að mikilli sýn tilefni. „Ég held að þetta mjög skemmtileg sýning lagsins er svo samtvinnuð ins og þau verk sem þarna hafa svo marga snertifleti þjóðarinnar. Grafísk hönn víða við í okkar daglega líf urspeglar tíðaranda þjóðfé þarfir, þankagang og þá um hæst ber hverju sinni,“ sag Þorsteins. PRENTAÐ KYNNINGAREFNI Einfalt og frumlegt Kynningarmappa listamannsins Sigtryggs Baldvinssonar. Snæfríð Þorsteins. SNÆFRÍÐ ÞORSTEINS SIGRÚN Sigvaldadóttir hreppti verðlaun FÍTfyrir bestu bókarkápu og bókarhönnun, semhún gerði fyrir bókina about fish, en útlit þeirrar bókar hefur vakið athygli víða fyrir framúrskarandi hönnun. Sigrún byrjaði strax í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti að sinna listsköpun, þar sem hún var á listasviði. Hún stundaði síðan nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi í grafískri hönnun árið 1990. Að loknu námi hóf hún störf hjá Íslensku auglýsingastof- unni, en undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt. Hún kvaðst starfa við alla mögulega hönnun, en á seinni árum hefði áhugi hennar á bókahönnun aukist og verkefnum á því sviði fjölgað að sama skapi. „Ég starfa sjálfstætt og hef tekið að mér verk fyrir hin ýmsu bóka- forlög. Það var sérstaklega gaman að vinna að hönnun þessarar bókar, about fish, í samvinnu við höfundana, Áslaugu Snorradóttur og Kristínu Björgvinsdóttur,“ sagði Sigrún, en hún vann einnig til verðlauna og við- urkenningar á fyrstu verðlaunaafhendingu FÍT fyrir tveimur árum. „Það var einnig fyrir bókarkápur, verð- launin fyrir bókarkápu á ljóðabók Sigurbjargar Þrast- ardóttur Hnattflug og viðurkenning fyrir bókarkápu á bók sem gefin var út í tilefni af sjötugsafmæli Vilborgar Dagbjartsdóttur, Þrjá sögur eftir Saki. Sigrún sagði að þótt verðlaun FÍT væru fyrst og fremst viðurkenning frá fagfólki innan grafískrar hönnunar væri viðbúið að verðlaunin hefðu einnig já- kvæð áhrif út á við, til dæmis hjá bókaútgefendum, í hennar tilfelli að minnsta kosti. „Þetta er vissulega rós í hnappagatið og sakar ekki að geta sett þetta með í fer- ilskrána,“ sagði hún. BÓKAKÁPA OG BÓKAHÖNNUN Rós í hnappagatið Bókakápa og bókahönnun á bókinni about fish. SIGRÚN SIGVALDADÓTTIR Sigrún Sigvaldadóttir. HARALDUR AGNAR CIVELE VIÐ vinnum saman áauglýsingastofunniFastland og fengum það verkefni að gera plötuum- slag á plötuna Gerðuþaðsjálf- ur, sem Sesar A, öðru nafni Eyjólfur Eyvindsson, sendi frá sér á síðasta ári. Ég hafði gert plötuumslag fyrir hann í fyrra og fékk þá viðurkenn- ingu hjá FÍT, “ sagði Harald- ur Agnar Civelek, sem fékk verðlaun fyrir plötuumslag, ásamt Bandaríkjamanninum Jeffrey C. Ramsey. „Við ákváðum að vinna út frá nafni plötunnar og vorum að leika okkur með alls konar hugmyndir varðandi útfærls- una. Þá kviknaði sú hugmynd að láta bara hlustandann, eða kaupanda plötunnar, bara „gera það sjálfan“ eins og nafn plöt- unnar segir til um,“ sagði Haraldur Agnar ennfremur. „Diskurinn sjálfur er alveg hvítur og auður og sömuleiðis bæklingur- inn sem fylgir með. Við létum svo fylgja með leiðbeiningar um það hvernig menn geta útfært eigin hugmyndir um útlitið; málað, skrifað, tússað, litað, límt, teiknað eða bara gert það sem þeim dettur í hug.“ Þeir félagar kváðust hafa rennt blint í sjóinn með þessa hugmynd. „Við vissum í rauninni ekkert um það hvernig fólk myndi taka þessu eða hvernig við ættum að út- færa nánar þessa hugmynd. Það var líka dálítið mál að eiga við framleiðslufyrirtæk- ið sem prentaði diskinn erlendis. Þeir áttu erfitt með að skilja að við vildum hafa hann auðan. En sjálfur var Sesar A mjög opinn fyrir þessari hugmynd okkar og hann leyfði okkur að útfæra þetta eins og við vildum,“ sagði Jeffrey. „Við reyndum að halda þessu eins ein- PLÖTUU Gerðu það sjá Haraldur Agnar Civelek. Plötuumslag STEFÁN Einars-son hlaut verð-laun í flokki veggspjalda, fyrir vegg- spjald sem hann hann- aði fyrir Stígamót og ber heitið „Söluvara?“, þar sem vakin er at- hygli á vændi. „Verk- efnið var að búa til veggspjald og auglýs- ingu til að vekja athygli á hvað vændi væri orðið útbreitt vandamál hér á landi, eftir að nektar- staðirnir komu fram á sjónarsviðið,“ sagði Stefán. „Við unnum út frá þeirri grunnhugmynd að það væri eftirspurnin sem ræður framboðinu. Þannig kviknaði sú hugmynd að tengja þetta á einhvern hátt verslun, þjónustu og markaðslögmálum. Á veggspjaldinu eru vændiskonurnar sýndar eins og kjúklingavængir í plastbakka og með því var reynt að ná fram nöturleikanum varðandi vændið. Kaupendurnir líta á kven- líkamann eins og skrokka,“ sagði Stefán ennfremur. Stefán lauk prófi í grafískri hönn- un frá Myndlista- og handíða- skólanum 1997, og hafði jafn- framt stundað nám við Dan- marks Design skole í eitt ár. Ennfremur stundaði hann nám í heimspeki og þýsku við Há- skóla Íslands. Frá útskrift hefur hann starfað hjá Hvíta húsinu, síðustu árin sem hönnunarstjóri. Hann kvaðst starfa þar við allar tegundir auglýsingagerðar. „Maður er í þessu al- veg frá A til Ö, hvort sem um er að ræða „lógó“, bæklingagerð, veggspjöld, umbúðir, blaðaauglýs- ingar eða annað sem til fellur og enn- fremur allt frá hugmyndavinnu að lokaúrvinnslu.“ Stefán hefur áður unnið til ýmiss konar verðlauna í auglýsingasam- keppnum, bæði hér á landi og erlend- is, en þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur til verðlauna í FÍT-keppninni. Þess má geta að veggspjald Stíga- móta fékk tilnefningu í hinni virtu evrópsku Epica auglýsingakeppni á þessu ári og komst í úrslit, en Stefán hefur áður unnið til gullverðlauna í þeirri keppni. Við FÍT-verðlaunaaf- hendinguna í ár hlaut Stefán einnig viðurkenningu fyrir veggspjöld fyrir sjónvarpsstöðina Skjá 1. Stefán sagði að allar verðlaunaafhend- ingar af þessu tagi væru af hinu góða og kæmu sér vel fyrir sjálfar auglýs- ingastofurnar með tilliti til viðskiptahags- muna. Auk þess væru slík verðlaun tví- mælalaust hvatning til aukinna dáða fyrir hönnuði. VEGGSPJALD Eftirspurnin ræður framboðinu Söluvara?, veggspjald Stígamóta. STEFÁN EINARSSON Stefán Einarsson. TILGANGURINN með verðlaununum er fyrst og fremst sá að vekja at-hygli á grafískri hönnun, benda á mikilvægi greinarinnar og efla fag-legan metnað meðal félagsmanna,“ sagði Haukur Már Hauksson, varaformaður Félags íslenskra teiknara, sem er fagfélag grafískra hönnuða og myndskreyta, en félagið efndi nýlega til verðlaunaafhendingar í Ásmund- arsafni fyrir bestu hönnun í faginu. Þetta er í þriðja skipti sem slík verð- launaafhending fer fram og sagði Haukur Már að verðlaunin væru komin til að vera. Veitt voru hönnunarverðlaun í sjö flokkum og viðurkenningar í einum flokki. Í flokknum bókakápur/bókahönnun varð Sigrún Sigvaldadóttir hlut- skörpust. Hildigunnur Gunnarsdóttir og Dagur Hilmarsson fengu verðlaun í flokknum bréfagögn. Haraldur Agnar Civelek fékk, í félagi við Jeffrey C. Ramsey, verðlaun fyrir besta plötuumslagið. Snæfríð Þorsteins fékk verð- laun fyrir prentað kynningarefni. Emil H. Valgeirsson fékk verðlaun fyrir umbúðir. Stefán Einarsson hlaut verðlaunin fyrir veggspjöld og Jón Ari Helgason hlaut verðlaunin í flokknum vöru- og firmamerki. Í myndskreytingaflokknum voru ekki veitt verðlaun, en tvær viðurkenn- ingar og hlutu þær Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Haraldur Agnar Cicelek. Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir ýmis önnur verk í öllum flokkum. Verðlaunagripur FÍT. M or gu nb la ði ð/ G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.