Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elísabet Hjörleifsdóttir hefur starfað við heimahlynningu á Akureyri frá upphafi, í rúm tíu ár. Skapti Hallgrímsson ræddi við hana um starfsemina og dvöl hennar á Ítalíu í fyrrasum- ar en þar kynnti Elísabet sér hvernig heima- menn standa að málum á þessu sviði. E LÍSABET var á ferðalagi ásamt fjöl- skyldu sinni á Rimini á Ítalíu fyrir tveimur árum. Rak þá augun í söfnunargímald á flugvellinum, þar sem fólk losaði sig við lírurn- ar við brottför – og styrkti gott málefni í leiðinni. Verið var að safna fyrir líknarsjúkrahúsi sem reisa átti á svæðinu „og ég fór að velta því fyrir mér að áhugavert gæti verið að kynnast því hvernig Ítalir gera þetta,“ segir hún. Hún hafði ekki mikið heyrt talað um Ítalíu fram að þessu „nema um mat, mat og mat, söng, mat, listir og falleg hús, sól og strendur – sem er auðvitað allt dásamlegt, ég er ekki að gera lítið úr því. En þessi hugsun lét mig ekki í friði og þeg- ar ég sá svo auglýsta Leonardo da Vinci-styrki í Morgunblaðinu, fór ég að skoða hvort ég gæti sótt um styrk til að fara til Ítalíu og kynna mér þetta.“ Með einstakri hjálp starfsfólks á skrifstofu Leonardo da Vinci verk- efnisins í Reykjavík, eins og Elísabet orðar það, gekk þetta allt upp. Hún telur hjúkrunarfræðinga ekki nógu duglega að notfæra sér slík tækifæri; vel geti verið að al- mennt sé þeim ekki kunnugt um þau en hún hvetur fólk í þessari starfs- stétt til þess að kynna sér Leonardo da Vinci-kerfið. „Starf hjúkrunar- fræðingsins býður upp á svo gríð- arlega mikla möguleika og á þennan hátt er hægt að kynnast mismunandi áherslum eða aðferðum í hjúkrun, hægt er að velja á milli landa og kynnast ólíkum menn- ingarheimi og fólki við þessar aðstæður. Það er sérstakt; það er allt annað að kynnast Ítölum svona en t.d. einhvers staðar á kaffihúsi. Þarna er maður kominn inn í innstu kviku á þeim og allsstaðar var gestrisnin og elskulegheitin í fyrirrúmi þrátt fyrir erfiðar aðstæður hjá mörgum.“ Samskipti með fjarfundabúnaði „Þetta var nú allt svolítið tilvilj- anakennt,“ segir Elísabet. Valgerð- ur Sigurðardóttir, yfirlæknir á líkn- ardeild Landspítalans, hafði sent Elísabetu úrdrætti úr fyrirlestrum af ráðstefnu sem hún sat erlendis og þar var margt áhugavert að finna. „Meðal annars úrdrátt úr fyrirlestri þar sem Ítalir höfðu verið að kynna samskipti í gegnum fjarfundabúnað við mikið veika sjúklinga, sem voru heima.“ Tilraunir eru í gangi með slíkan samskiptamáta bæði í Róm og Tórínó. Elísabet dvaldi í einn mánuð á Norður-Ítalíu; fyrst tvær vikur í Tórínó og svo aðrar tvær í Rovereto og Trento, við Garda-vatnið. „Ég kynnti mér sérstaklega þetta samskiptaform sem þeir eru að þróa, fjarfundabúnaðinn. Við hér á Akur- eyri erum með heimahlynningu sem er orðin 10 ára gömul, við þjónum ekki bara sjúklingum sem búa á Ak- ureyri, þorp og nærliggjandi sveitir nýta sér þjónustuna, og viljum við gjarnan vera í góðu sambandi við alla, líka þá sem búa annars staðar. Því var spennandi að sjá hvernig þetta gekk fyrir sig.“ Líknarmeðferð á Ítalíu „Á sjúkrahúsinu í Tórínó, sem er eitt það stærsta á Ítalíu, er tiltölu- lega nýr hópur fólks sem sinnir með- ferð fólks með ólæknandi sjúkdóma. Á Ítalíu hefur vitaskuld lengi verið veitt líknandi meðferð, en ekki eru nema u.þ.b. þrjú ár síðan sérhæfð þjónusta af þessu tagi var sett á laggirnar; þar sem heilbrigðisstarfs- fólk með mismunandi menntun vinn- ur saman á skipulegan hátt. Þeir leggja gífurlega mikið upp úr því að gott samstarf og regluleg samskipti séu á milli allra þeirra sem koma að meðferð og umönnun sjúk- linga í líknandi meðferð, hafa t.d. reglulega samráðsfundi með starfs- fólki sem vinnur inni á stofnunum og þeim sem vinna í heimahlynningu.“ Hún segir Ítali greinilega hafa kynnt sér allt mjög vel og byrjað þjónustuna eins og hún á að vera. „Sumsstaðar, til dæmis á Íslandi, er byrjað smátt og smám saman bætt við þjónustuna, en Ítalir buðu ekki upp á þetta fyrr en allt var tilbúið. Þeir bjóða til dæmis ekki þessa líknandi meðferð í heimahúsum, heimahlynninguna, nema líknardeild sé fyr- ir hendi líka. Þeim finnst þetta tvennt verða að fara saman til að geta boðið þjónustuna. Þetta er náttúrlega ekki hægt að bera saman við það þegar við byrjuðum með Heimahlynn- inguna hér á Akureyri fyrir 10 árum. Við byrjuðum smátt og þurftum að eyða miklum tíma í að sannfæra Pét- ur og Pál um þörfina fyrir svona þjónustu hér á svæðinu. Aðstaðan var engin og misjafnar skoðanir manna á málefninu, en allt gekk þetta upp á endanum með sameig- inlegu átaki og áhuga lækna og hjúkrunarfræðinga. Ítölunum hefði ekki einu sinni dottið í hug að byrja svona.“ Elísabet kom m.a. á tiltölulega nýtt líknarheimili ytra, sem hafði starfað í tvö ár. „Það var í úthverfi lítillar borgar, í 1500 ára gömlu klaustri sem hafði allt verið gert upp fyrir gjafafé. Framlag bæjarfélags- ins var niðurfelling á útsvari og öðr- um greiðslum til þess, ríkið leggur ekkert til þessa heimilis en sýslan greiðir aftur á móti 80% í rekstrin- um.“ Hún segir um gríðarlega stórt og fallegt hús að ræða og þar hefði allt verið sem eigi að vera á svona heimili; nokkrar mismunandi setu- stofur, bókasafn, viðtalsherbergi, hvíldarherbergi og slökunarher- bergi, og kirkja, svo eitthvað sé nefnt. „Þarna var mjög fallegt og kyrrð- in mikil, fjarri öllu öðru uppi í hæð- unum. Yndislegur garður er við hús- ið með útsýni yfir hæðirnar og niður í bæinn. Þarna vantaði aldrei hjúkr- unarfræðinga; eftirsótt var að kom- ast í vinnu á staðnum, en ég hugsaði um það hvort maður vildi sjálfur lenda í þeirra stöðu að vera á svona stað sem sjúklingur, fjarri öllu sína síðustu daga eða vikur.“ Eitt var hún hins vegar ekki alveg sátt við: „Reglan er sú að fólk fær aðeins að leggjast inn á slík líknarheimili ef læknir metur það svo að einstakling- urinn eigi eftir að lifa í einn mánuð eða minna og þarna inni var flest fólk þess vegna svo veikt að það gat ekki notið dýrðarinnar. Ég hef aldrei ver- ið á leið til himnaríkis en gat ímynd- að mér að það væri eitthvað svipað þessu; að ég væri að minnsta kosti komin hálfa leið!“ Hún segir reyndar skiptar skoð- anir á því hvernig fyrirkomulag líkn- ardeildar skuli vera, það sé með ýmsum hætti, einhverjir telji þetta ákjósanlegt fyrirkomulag, aðrir ekki. Þegar Ítalir óska eftir þjónustu heimahlynningar þá fara læknir og hjúkrunarfræðingur heim til sjúk- lingsins, margir pappírar eru fylltir út og rætt við aðstandendur. „Ef sjúklingur er metinn þannig að hann lifi lengur en þrjá mánuði má heima- hlynning ekki taka við honum, það kom hinsvegar í ljós að starfsfólk sagðist horfa framhjá þessu ef þeim þætti ástæða til. Strax í þessari fyrstu heimsókn þurfa aðstandendur að skrifa undir að þeir vilji að sjúk- lingurinn deyi heima. Einnig að sam- þykkja það að aldrei verði einungis einn heima til að hugsa um sjúkling- inn, alltaf tveir eða þrír.“ Ef seinna atriðið er ekki uppfyllt tekur heimahlynningin ekki við sjúk- lingnum. „Ég varð vitni að þessu á svolítið átakanlegan hátt. Sjúklingurinn var kona sem átti ekki langt eftir, farið var í fyrstu vitjun og rætt við eig- inmann og son og mikið spurt og skrifað niður. Eiginmaðurinn gat ekki hugsað sér að neinn flytti inn á þau hjón og sagðist vilja fá að hugsa um hana einn, hann hefði lofað henni því. Sonurinn var boðinn og búinn ásamt sinni konu að flytja inn eða skiptast á að vera. Eiginmaðurinn grét og bað, sagðist ekki vilja að kon- an sín færi á sjúkrahús. Engu varð haggað, heimahlynning mátti ekki leyfa honum samkvæmt landslögum að hugsa einn um konuna heima og á endanum var um það samið að heim- ilislæknirinn kæmi inn í málið og legði konuna inn.“ Rekstur til fyrirmyndar hér heima Elísabet segir líknardeildir og heimahlynningu á Ítalíu oft reknar fyrir gjafafé, styrktarfé og af sjálf- boðaliðum „og það getur gerst að fólk sem starfar við heimahlynningu getur ekki alveg treyst á launa- greiðslur. Sums staðar tekur ríkið þátt í rekstri og á flestum stöðum tekur bæjarfélagið einhvern þátt.“ Aðeins helmingur krabbameins- sjúklinganna vissi hvað amaði að Sannleikurinn sagna bestur AÐ SEGJA EÐA’ EKKI SEGJA ? Frá Ítalíudvölinni Efst: Elísabet, sem er önnur frá vinstri, á ferð með nokkrum ítölskum hjúkrunarfræðingum í Rovereto. Hópurinn var á leið í gamla klaustrið sem sagt er frá í viðtalinu en lenti í umferðarteppu á hraðbraut. Í miðið: Á fundi heimahlynningar í Tórínó. Þar var mikið talað og hátt, sagði Elísabet, en einhvern veginn náðu allir að fylgjast með því sem sagt var! Neðst: Elísabet, fremst til vinstri, ásamt hjúkrunarfólki sem hún starfaði með á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.