Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 1
BANDARÍKJASTJÓRN gaf í gær út skipun um aukinn viðbún- að vegna hættu á hryðjuverkum. Er hættustigið nú næsthæst, kennt við litinn appelsínugulan, en stigin eru alls fimm, hæsta stig er rautt. Sagði John Ashcroft dóms- málaráðherra að „vaxandi líkur“ væru á því að hryðjuverkasamtök Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda, myndu ráðast á banda- rísk skotmörk, annaðhvort í land- inu sjálfu eða utan þess á meðan haj, pílagrímahátíð múslíma, stendur yfir. Henni lýkur um miðjan mánuðinn. „Nýlega bárust upplýsingar sem benda til þess að leiðtogar al- Qaeda leggi nú áherslu á að skipu- leggja árásir í Bandaríkjunum á íbúðarhús, hótel og önnur auðveld skotmörk þar sem öryggisgæsla er lítil,“ sagði Ashcroft. „Einnig hafa komið fram upplýsingar sem hafa fengið aukið vægi vegna handtöku [meintra hryðjuverka- manna] í London nýverið en í fór- um þeirra fannst rísín. Sýnir þetta áhuga al-Qaeda á að gera árás með efnavopnum, sýklavopnum eða geislavirkum vopnum.“ Ashcroft sagði að hryðjuverka- mennirnir kynnu að ráðast á efna- hagsleg skotmörk, þar á meðal samgöngutæki og orkuver, einnig mannvirki sem væru táknræn fyr- ir veldi Bandaríkjamanna. Hann nefndi ekki sjálfur hugsanlegt stríð við Írak sem ástæðu fyrir auknum viðbúnaði en aðrir emb- ættismenn sögðu að undirbúning- ur fyrir átök hefði átt sinn þátt í ákvörðuninni. Talið er að al-Qaeda og fleiri samtök reyni að búa til vopn sem dreift geti geislavirku efni, svo- nefnda „skítuga sprengju“, og valdið þannig mengun sem myndi gera stórt svæði óbyggilegt um langa hríð. Gripið verður til margvíslegra öryggisráðstafana á öllum sviðum stjórnsýslunnar en flestar verða þær þess eðlis að þær snerta ekki daglegt líf almennings. Sagði Ash- croft að ekki væri mælt með því að opinberum samkomum yrði frest- að. Síðast var lýst yfir næsthæsta hættustigi 10. september í fyrra, daginn áður en rétt ár var liðið frá árásinni á New York og Wash- ington. Var stigið lækkað aftur í gult tveimur vikum síðar. Óttast nýja árás al-Qaeda-manna Íbúðarhús og hótel sögð geta orðið skotmörk Washington. AP, AFP. STOFNAÐ 1913 37. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 mbl.is Komdu í heimsókn til okkar í Gróður málarans Eggert Pétursson málar Ís- lenska plöntuheima Lesbók 4 Færeyska stórstjarnan Brandur Enni á Broadway Fólk 52 Bannað að banna? Hinn sænski dómur ekki svo sænskur? Miðopna VEXTIR á verðtryggðum innlánsreikning- um Íslandsbanka og sparisjóðanna hafa ekki verið reiknaðir á innlögn á reikningana innan mánaðar, heldur hefur útreikningur á vöxt- unum miðast við mánaðamót. Sérstakar verðbætur koma hins vegar á innlagnir innan mánaðar. Hjá Landsbanka og Búnaðar- banka gildir hins vegar að innlagnir á verð- tryggða reikninga bera vexti frá og með deg- inum eftir innlögn og hefur það fyrirkomulag verið við lýði um árabil samkvæmt upplýs- ingum bankanna. Mun bjóða viðskiptavinum það sama Íslandsbanki hefur ákveðið að frá og með næstu mánaðamótum verði vextir á verð- tryggðum reikningum jafnframt reiknaðir innan mánaðar. „Íslandsbanki hefur nú upp- lýsingar um að einhverjar innlánsstofnanir séu farnar að bjóða upp á útreikning verð- tryggðra innlánsvaxta á hreyfingu innan mánaðar. Mun bankinn því að sjálfsögðu bjóða viðskiptavinum sínum slíkt hið sama,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, fram- kvæmdastjóri fjárhagssviðs Íslandsbanka. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Spari- sjóðabankans, segir að það hafi verið almenn regla með verðtryggða reikninga að það séu greiddar sérstakar verðbætur innan mánað- arins en vextir frá næstu mánaðamótum á eftir. „Ef það er raunin að einhverjir bankar eru að bjóða upp á einhverja reikninga þar sem aðrir útreikningar tíðkast þá verður að sjálfsögðu litið á það innan sparisjóðanna og brugðist við því.“ Sigurjón Þ. Árnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans, segir að um verðtryggða reikninga Búnaðarbankans gildi að þeir beri vexti og sérstakar verðbæt- ur innan mánaðar frá því daginn eftir innlögn og þannig hafi það verið í áratug að minnsta kosti. Sigurjón Gunnarsson, sérfræðingur í fjárstýringu hjá Landsbanka Íslands, segir að innlánsreikningar Landsbanka Íslands beri dagvexti frá og með deginum eftir inn- lögn og verðbætur frá næstu mánaðamótum. Verðtryggðir reikningar Íslandsbanka og sparisjóða Innlagnir án vaxta innan mánaðar Vextir reiknaðir frá innlögn hjá Landsbanka og Búnaðarbanka  Misjafnt/10 STJÓRNVÖLD í Tyrklandi bönnuðu í gær læknum í Istanbúl að binda enda á líf ungrar, þýskrar konu, Ninu Typol, sem er meðvitundarlaus en tengd við öndunarvél og annan tæknibúnað sem kemur í veg fyrir að hún deyi. Drukkinn unnusti hennar særði hana lífshættulega á höfði með byssuskoti sl. mið- vikudag eftir rifrildi. Konan, sem er 25 ára, er barns- hafandi. Gert hafði verið ráð fyrir að tækin yrðu tekin úr sambandi í gær en nokkrum klukkustundum áður en til þess kom birtist lögfræðingur stjórnvalda í Ank- ara á staðnum og lagði bann við að það yrði gert. Gera yrði tilraun til að bjarga lífi barnsins ófædda en ef tækin hefðu verið tekin úr sambandi hefði fóstrinu fyrst verið eytt. Læknar, lögfræðingar og foreldrar konunnar deila nú um það hvort halda beri henni á lífi, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Foreldrarnir vilja að samband verði rofið við tæk- in sem halda dótturinni á lífi. Þeir segja að hún hafi ávallt sagt að hún vildi fá að deyja ef svo færi ein- hvern tíma að eingöngu væri hægt að halda henni á lífi með aðstoð tækja. Fóstrinu verði bjargað Reuters Silvio Berlusconi (t.h.), forsætisráðherra Ítalíu, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Chigi-höllinni í Róm í gær. Rumsfeld setur í dag ráðstefnu um öryggismál í München. Reuters Andstæðingar stríðs við Íraka mótmæltu í gær í München. ÍRAKSDEILAN er „ekki leikur“, að því er Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær í framhaldi af ummælum George W. Bush Banda- ríkjaforseta daginn áður um að leiknum væri lokið. „Þetta er ekki leikur og þessu er ekki lokið,“ sagði Raffarin, staddur í opinberri heimsókn á Indlandi. „Það er til annar val- kostur en stríð.“ Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Ítalíu en þaðan fer hann til Þýskalands þar sem hann mun setja ráðstefnu í München um ör- yggismál. Rumsfeld varaði í gær íraska hershöfðingja við því að hlýða fyrirmælum Saddams ef hann gæfi þeim skipun um að beita efna- eða sýklavopnum. Þeir myndu iðrast þess síðar. Ummæli mistúlkuð? Ráðherrann sagði að nýleg um- mæli hans, þar sem hann virtist draga Þjóðverja í dilk með Líb- ýumönnum og Kúbverjum vegna andstöðu þýsku stjórnarinnar við stríð, hefðu verið „rangfærð“ og jafnvel mistúlkuð af ásettu ráði. Íraksdeila er „ekki leikur“ París, Nýju Delhi, Aviano. AFP, AP.  Enn valda/16 Raffarin Fínt að vera poppstjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.