Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞESSU ári verður meiri fjármun- um varið til kynningar og markaðs- mála í ferðaþjónustu af hálfu ís- lenskra stjórnvalda en nokkru sinni áður. Alls verður 325 milljónum var- ið í að kynna Ísland sem ferða- mannastað á árinu. Þar af verða 202 milljónir króna settar í pott sem ætlaður er til landkynningar á fjór- um markaðssvæðum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sveitarfélög, einstak- lingar og aðrir hagsmunaaðilar geta sótt um fjármagn úr þessum sjóði til kynningarstarfs með því að koma með a.m.k. sama framlag á móti, krónu á móti krónu. Þannig er stefnt að því að alls verði hátt í hálf- um milljarði króna varið til að kynna Ísland á næstu tólf mánuðum. Ætlað að styrkja ferðaþjónustu um allt land Markaðssvæðin sem um ræðir eru fjögur, Norður-Ameríka, Bret- landseyjar, Norðurlönd og megin- land Evrópu. 40 milljónir króna eru til ráðstöfunar fyrir hvert svæði, sem á að skipta í tvö verkefni. Er þess krafist að lágmarksframlag samstarfsaðila verði 20 milljónir króna í hvoru fyrir sig. Þá eru lægri upphæðir einnig í boði, þar sem samstarfsaðilar þurfa að reiða af hendi eina milljón króna. Sérstak- lega er stefnt að því að kynning- arverkefnin styrki ferðaþjónustu um allt land og á heilsársgrunni. Við val samstarfsaðila verður einnig litið til þess hvaða útbreiðslu kynningin muni fá. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hélt blaðamannafund í gær þar sem kynnt var hvernig staðið yrði að landkynningu á þessu ári. Hann sagði að í framhaldi af atburð- unum 11. september hafi það verið mat stjórnvalda að nauðsynlegt væri að efla til sérstaks kynningará- taks til að verja íslenska ferðaþjón- ustu. Því hafi 150 milljónum verið varið til kynningarmála í fyrra, til viðbótar við önnur kynningarverk- efni sem þegar hafi verið í gangi. Til að fylgja þeim góða árangri sem þá náðist hafi þetta sérstaka framlag verið tvöfaldað á fjárlögum fyrir þetta ár. Aldrei jafnmiklir fjármunir settir í landkynningu Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði að aldrei áður hefðu jafnmiklir fjármunir verið settir til landkynn- ingar Íslands erlendis. Þessi aðferð „króna fyrir krónu“ hafi reynst vel á innlenda markaðnum síðasta ár. „Hugmyndin er auðvitað sú að þess- ar 202 milljónir verði a.m.k. 404 þar sem það er skilyrði að þeir sem hafa áhuga á samstarfinu leggi a.m.k. krónu á móti krónu. Þannig að raun- verulega er þarna verið að efna til víðtækasta samstarfs sem ég man eftir við markaðssetningu Íslands erlendis í samvinnu stjórnvalda, greinarinnar sjálfrar og þeirra hagsmunaaðila sem áhuga hafa,“ sagði Magnús. Hann sagði að auki færu 140 milljónir til almennra kynningarverkefna Ferðamálaráðs og til samstarfsverkefnisins Iceland Naturally í Bandaríkjunum. Þá færu 46 milljónir í að hvetja Íslend- inga til ferðalaga um eigið land og það verði síðar kynnt hvernig þeim fjármunum verði ráðstafað. Sturla sagði samgönguráðuneytið sífellt vera að bjóða út hin ýmsu verkefni og að í raun væri kynning- arátakið „útboð á peningum til markaðsaðgerða“. Hagsmunaaðilar séu þannig hvattir til samstarfs við ferðamálayfirvöld. Sturla sagði Ís- land þurfa fleiri ferðamenn og þeir þurfi að dreifast betur yfir árið svo fjárfesting í ferðaþjónustu nýtist sem best. Magnús sagði að ekki hafi verið sett markmið um ákveðinn fjölda ferðamanna í tengslum við þetta átak. „Stærsti árangurinn er sá að fá aðila til samstarfs, sjá hverjir eru til í að leggja til markaðsmála á móti stjórnvöldum og fá aðila til að sam- einast um mikilvæg og stór kynn- ingarverkefni. Það er kannski stærsti árangurinn.“ Ljóst er að menn verða að hafa hraðar hendur hafi þeir áhuga á þessu samstarfi, umsóknarfrestur er til 21. febrúar og er miðað við að kyningin eigi sér stað á tímabilinu 1. mars 2003 til 29. febrúar 2004. Inn- lendir jafnt sem erlendir aðilar geta sótt um að taka þátt í verkefninu. Morgunblaðið/Golli Sturla Böðvarsson kynnti í gær hvernig staðið verður að landkynningu á erlendri grundu þetta árið. Hér er hann ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra og Unni Gunnarsdóttur skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti. Aldrei hefur jafn miklum fjármun- um verið varið til landkynningar Útboð á 202 millj- óna landkynningu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni um þrí- tugt og sextugum þýskum karl- manni, en þeir eru í haldi vegna rannsóknar á smygli á um 900 grömmum af amfetamíni og um kíló af hassi til landsins. Þegar Þjóðverjinn var handtekinn kvaðst hann vera blaðamaður sem væri hingað kominn til að vinna að grein um land og þjóð. Mennirnir hafa nú setið í gæslu- varðhaldi frá því í byrjun nóvem- ber. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir rannsóknina vel á veg komna en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Áfram í haldi vegna fíkniefna- rannsóknar GUÐMUNDUR Þorgeirsson, lyf- læknir og hjartasérfræðingur, segir jákvætt að læknar geti nú valið úr fleiri tegundum blóðþrýstingslyfja því misjafnt sé hvað henti hverjum og einum sjúklingi. Hann segir að nýju lyfin séu verulega mikilvæg viðbót við þau gömlu. Guðmundur segir niðurstöður nýrrar rannsóknar á blóðþrýstings- lyfjum veita haldgóðar upplýsingar um meðferð háþrýstisjúklinga. Rannsóknin er sú stærsta sem gerð hefur verið á blóðþrýstingslyfjum í Bandaríkjunum. Fjallað var ítarlega um rannsóknina í Morgunblaðinu sl. fimmtudag og fram kom að sam- kvæmt samantekt á vegum heilbrigð- isráðuneytisins er áætlað að spara hefði mátt allt að 5 milljarða króna frá árinu 1983 með notkun eldri lyfja. „Þetta er merkileg rannsókn, stór og viðamikil. Lengi höfðu menn reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé ekki mikill munur á lyfjaflokk- unum með tilliti til virkni þeirra varð- andi lækkun blóðþrýstings,“ segir Guðmundur. Hann segir aðalkostinn við fjölda lyfjategunda vera að mis- jafnt sé hvað henti hverjum og einum og því sé gott að hafa margar teg- undir til taks. „Sumir svara einu lyfi, aðrir svara öðru lyfi og svo framvegis og á því eru sennilega einhverjar erfðafræðilegar forsendur. Það er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að menn eru svo spenntir fyrir því að reyna að skilja erfðafræðina á bakvið háþrýsting,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir einnig að margt annað spili inn í lyfjaval lækna. Oft eru sjúklingar með háþrýsting ásamt öðrum sjúkdómum. Segir Guðmund- ur að ódýrari lyf, eins og til dæmis þvagræsilyf, séu ekki góður kostur þegar sjúklingur glímir einnig við sykursýki eða skert sykurþol. Þá sagði hann þau heldur ekki henta fyr- ir sjúklinga með þvagsýrugigt. „Þá eru önnur lyf sem við myndum velja frekar. Ef það eru aðrir sjúkdómar á ferðinni líka eins og til dæmis krans- æðaþrengsl þá eru það betablokkar sem koma efst á blað hjá okkur.“ Guðmundur sagði mikilvægt að taka tillit til margra atriða þegar gefa á sjúklingum lyf. Málin flæktust oft þar sem margir háþrýstingssjúkling- ar þurfa meira en eitt lyf og þá þarf að nota lyf úr hinum ýmsu lyfjaflokk- um. „Þegar svoleiðis stendur á er oft mjög skynsamlegt að hafa þvagræsi- lyf með í spilinu. Þau efla oft verkun annarra lyfja.“ Guðmundur er sammála rann- sókninni á margan hátt. „Það sem þessi rannsókn sýnir er að afdrif sjúklinganna eru síst verri þegar not- uð eru þvagræsilyf heldur en þegar notuð eru nýrri lyf og ég er þess vegna alveg sammála því að ef ekkert mælir á móti því þá eigi maður að prófa þvagræsilyf sem fyrsta valkost. Það er það sem ég tem mér,“ segir Guðmundur. „Nýju lyfin eru verulega mikilvæg viðbót við þau gömlu,“ segir Guð- mundur og bætir við að nú sé kominn annar lyfjaflokkur sem hentar enn betur við flóknari sjúkdóma. Guðmundur segir enn fremur að ein rannsókn sem þessi svari ekki öll- um þeim spurningum sem skipta máli í meðhöndlun háþrýstings. „Ég held samt sem áður að þetta sé mik- ilvæg rannsókn og gefi okkur mik- ilvægar upplýsingar um það hvernig við eigum að velja lyfin.“ Ný blóðþrýst- ingslyf mikil- væg viðbót KVIKMYNDAÁHUGAMENN hafa boðað til „bíóverkfalls“ dagana 13.-23. febrúar og hvetja fólk til að sniðganga kvikmyndahúsin þessa dagana til að knýja fram verðlækkun. Í tölvubréfi, sem gengur manna á milli þessa dagana, segir að ástæðan sem for- ráðamenn kvikmyndahúsanna hafi gefið þeg- ar miðaverð var hækkað á sínum tíma hafi verið að Bandaríkjadalur hafi verið svo hár „og það var rétt, dollarinn fór upp í 112 krón- ur á tímabili og því var rík ástæða fyrir þessu miðaverði. En nú stendur dollarinn í tæpum 77 krónum, hefur lækkað um 31% síðan hann var hæstur og ekkert bólar á verðlækkunum. Sýnum vilja okkar í verki og sleppum því að fara í bíó dagana 13.-23. febrúar, sýnum að við séum ekki sátt við þetta og krefjumst úr- bóta,“ segir í bréfinu. Bíóin tóku á sig hluta hækkunarinnar Segir í bréfinu að verkfallið verði blásið af lækki kvikmyndahúsin miðaverð á tímabilinu. Ekki kemur fram í bréfinu hverjir standa á bak við það. Þorvaldur Árnason, forstöðumaður kvik- myndadeildar hjá Sambíóunum og formaður Félags kvikmyndahúsa, segir að kvikmynda- húsin hafi hækkað almennt miðaverð um 13% meðan bandaríkjadalur hækkað um 30%. Barnaverð og verð fyrir eldri borgara hafi haldist óbreytt og raunhækkun hafi því verið um 10%. „Bíóin tóku á sig töluvert mikla kostnaðaraukningu, sem má segja að bíóin séu enn að vinna á,“ segir Þorvaldur. Hann segir rétt að Bandaríkjadalur hafi lækkað mjög mikið upp á síðkastið og Sambíóin hafi fylgst með þeirri þróun, en ekki sé hægt að lækka verð fyrr en gengi Bandaríkjadals sé orðið stöðugt. Bendir Þorvaldur einnig á að myndir sem komi til sýninga í dag hafi verið keyptar fyrir um ári og þá hafi verið borgað inn á þær, einmitt þegar gengi Bandaríkja- dals var enn mjög hátt. Þekkja ekki hvernig kaupin gerast á eyrinni Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvik- myndadeildar Norðurljósa, tekur í sama streng og segist halda að sá hópur sem standi að „bíóverkfallinu“ þekki ekki til hvernig kaupin gerist á eyrinni. Þegar miðaverð var síðast hækkað hafði það ekki hækkað í eitt og hálft ár, þrátt fyrir að dollarinn hafi farið upp um 30% á því tímabili. Síðan hafi orðið miklar kostnaðar- og launahækkanir þannig að miðaverð sé ekki óeðlilegt í dag. Hann segir að Norðurljós muni ekki grípa til aðgerða vegna verkfallsins. „Auðvitað höf- um við ákveðnar áhyggjur af því þegar menn sem ekki þekkja stöðuna ráðast svona á okk- ur. Þetta er ekkert nema atvinnurógur í sjálfu sér því menn þekkja ekki söguna á bak við þetta. Ég held að allur almenningur skilji hvernig þetta gengur og rjúki ekki upp til handa og fóta út af einu tölvubréfi,“ segir Björn. Um þessa helgi standa Sambíóin og Há- skólabíó fyrir fjölskyldudögum þar sem miða- verð á valdar myndir sem allar höfða til yngstu kynslóðarinnar verður 250 krónur. Þorvaldur segir þetta ekki viðbrögð við „verkfallinu“. Fjölskyldudagar hafi líka verið haldnir um síðustu helgi og einnig síðasta haust. Hvetja til „bíóverkfalls“ LÝSTAR kröfur í þrotabú Frétta- blaðsins ehf., sem gaf út samnefnt blað þar til sl. vor að annað félag tók við rekstrinum, nema rúmum 300 milljónum króna og kröfur í þrotabú auglýsingastofunnar Note bene ehf. nema um 230 milljónum króna. Eig- endur þessara fyrirtækja voru að mestu hinir sömu og áttu Frjálsa fjölmiðlun hf., sem einnig varð gjald- þrota, og þar fóru lýstar kröfur yfir 2 milljarða króna. Sigurður Gizurarson hrl. er skiptastjóri vegna þrotabúa Frétta- blaðsins og Nota bene. Fyrirtækin voru úrskurðuð gjaldþrota 22. nóv- ember síðastliðinn. Hann sagðist ekki vera búinn að taka saman upp- lýsingar um stærstu kröfuhafa en kröfulýsingarfrestur rann út sl. fimmtudag. Nú tæki við sú vinna að taka afstöðu til krafna en skiptafund- ur í þessum þrotabúum hefur verið ákveðinn 27. febrúar næstkomandi. Gjaldþrot Fréttablaðsins ehf. og Nota bene Lýstar kröfur yfir 500 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.