Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustuskrá stúdenta Á að endast í nokkur ár UM ÞESSARmundir er aðkoma út réttinda- skrá stúdenta við Há- skóla Íslands. Hér er um verkefni að ræða sem lengi hefur staðið fyrir dyrum, en ekki verið lok- ið við fyrr en nú. Til þessa hafa upplýsingar verið hér og þar og sumar hvergi og mikil brögð að því að stúdentar hafi lítið vitað um réttindi sín eða hvert mætti snúa sér í vandræðum eða uppá- komum. Brynjólfur Stef- ánsson, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, er í forsvari fyrir þessa útgáfu og hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Þið eruð að gefa út réttinda- skrá stúdenta … ber að skilja það sem svo að slík skrá hafi ekki áður komið út? „Já, það er rétt, þ.e.a.s. ekki í þessu formi. Eitthvað af þessum upplýsingum hefur verið birt á vefnum, á ýmsum síðum, en ég veit ekki til þess að skrá yfir réttindi stúdenta hafi verið gefin út áður á prenti.“ – Hvers vegna ekki? „Það hefur staðið til að gefa út réttindaskrá stúdenta í nokkurn tíma, en því hefur líklega ekki verið komið í verk. Töluverð vinna liggur að baki svona út- gáfu og það er ekki síst fyrir stuðning Búnaðarbankans og lögfræðiskrifstofunnar Logos sem hægt var að ljúka við verkið núna.“ – Hvers vegna er þörf fyrir slíka skrá? „Stúdentaráð rekur réttinda- skrifstofu sem tekur að sér að flytja mál stúdenta sem telja á sér brotið af stjórnvöldum eða Háskólayfirvöldum. Við vildum auðvelda fólki að leita réttar síns með því að taka saman þetta yf- irlit. Einnig er nauðsynlegt að kynna starfsemi réttindaskrif- stofunnar og benda fólki á hvaða leiðir eru færar ef því finnst brotið á rétti sínum. Þörfin er svo sannarlega fyrir hendi því að við fáum margar fyrirspurnir um réttindi og skyldur stúdenta.“ – Hvaða svið spannar þessi réttindaskrá? „Í réttindaskránni eru upplýs- ingar um flest þau réttindi sem snúa að stúdentum. Í henni er kafli um LÍN, rétt foreldra í námi, rétt stúdenta í húsnæðis- málum, reglur um próf í Háskóla Íslands, upplýsingar um almenn réttindi í HÍ, skyldur nemenda- félaganna og hvert stúdentar geta leitað ef brotið er á rétti þeirra. Einnig eru upplýsingar um hvaða þjónusta stendur stúd- entum til boða, upplýsingar um þverfagleg hagsmunafélög stúd- enta, eins og Félag sam- og tví- kynhneigðra stúdenta, og hag- nýt atriði fyrir hagsmunafulltrúa stúdenta í nefndum og ráðum Háskóla Ís- lands.“ – Eru mikil brögð að því að stúdentar viti ekki um öll sín réttindi, jafnvel eftir marga vetur í skóla? „Já, það er nokkuð algengt. Yfirleitt kynnir fólk sér þau ekki fyrr en í óefni er komið. Ég held reyndar að flestir námsmenn séu sér meðvitandi um réttindi sín, en hafi þau kannski ekki á hrað- bergi.“ – Hvernig hafa stúdentar bor- ið sig að við þessa upplýsingaöfl- un fram til þessa? „Hægt er að nálgast mikið af þessum upplýsingum á vefnum, m.a. hjá okkur og á heimasíðu Háskóla Íslands. Það er líka nokkuð algengt að fólk hringi á skrifstofu Stúdentaráðs og leiti ráða. Markmið okkar með útgáf- unni er að kynna stúdentum sín réttindi og safna þeim saman á einn stað. Einnig viljum við kynna þennan mikilvæga hluta af starfsemi Stúdentaráðs.“ – Hverjir hafa tekið sig saman og safnað þessum upplýsingum saman og hvað hefur það tekið langan tíma? „Þetta hefur tekið nokkuð drjúgan tíma. Forverar mínir í Stúdentaráði byrjuðu á því að taka hluta þessara upplýsinga saman og birta á heimasíðu Stúdentaráðs, www.student.is, en það var ekki fyrr en í sumar sem við ákváðum að gefa rétt- indaskrána út með þessum hætti. Þá var farið í að safna saman helstu réttindum, skyld- um og upplýsingum sem kæmu stúdentum til góða, semja efni og samræma. Margir komu að verkinu en ég og félagar mínir í Stúdentaráði, þau Guðjón Ár- mannsson, Ásdís Rósa Þórðar- dóttir, Davíð Guðjónsson og Steinunn Vala Sigfúsdóttir, lögð- um síðan lokahönd á verkið.“ – Er skráin í hendi eða á neti? „Skráin verður gefin út sem bæklingur og henni dreift um allt Háskólasvæðið. Hún verður hins vegar einnig aðgengileg á heimasíðu Stúdentaráðs, www.student.is“ – Verður skráin síðan uppfærð reglulega og höfð aðgengileg fyrir nýstúdenta? „Mikið af upplýsing- um og reglum sem réttindaskráin styðst við úreldist með tím- anum. T.d. eru reglur LÍN uppfærðar á hverju vori. Því gerum við ráð fyrir að gera hana þannig úr garði að hún geti enst í nokkur ár. Ég geri einnig ráð fyrir því að menn vilji bæta einhverju við í framtíðinni og gera endurbætur, en ég er samt ánægður með að fyrstu útgáfu skuli vera lokið. Við stefnum að því að afhenda nýnemum eintak strax í haust.“ Brynjólfur Stefánsson  Brynjólfur Stefánsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk BS-prófi í verkfræði síðasta vor og stefnir að því að ljúka BS-gráðu í tölv- unarfræði við sama skóla á vori komanda. Brynjólfur er ein- hleypur og barnlaus. … yfirleitt kynnir fólk sér þau ekki fyrr en í óefni er komið Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Opi› í dag kl. 10-16 Hverskonar subbuskapur er þetta, kunnið þið ekki að flokka sorp á þessum útkjálkum? UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að svarbréf tollstjórans í Reykjavík til lögmanns einkahlutafélags hafi ekki verið í anda stjórnsýslulaga og meg- inreglna stjórnsýsluréttar. Bréfið hafi heldur ekki samrýmst vönduð- um stjórnsýsluháttum. Er því beint til tollstjórans að taka mál einka- hlutafélagsins fyrir að nýju, komi fram ósk þess efnis. Málavextir eru í stuttu máli þann- ig að lögmaður einkahlutafélagsins kvartaði til umboðsmanns í júní sl. yfir svörum tollstjórans við erindi þar sem óskað var eftir skýringum á því hvernig embættið hefði ráðstafað tilteknum greiðslum ofgreidds virð- isaukaskatts félagsins á árunum 1995–2000. Erindið var sett fram í tilefni af því að lögmaðurinn taldi að fyrirtækið hefði átt inni tilteknar fjárhæðir sem tollstjóri hefði ráð- stafað með millifærslum. Lögmaðurinn fékk í hendur út- prentanir úr innheimtukerfi toll- stjóraembættisins á öllum færslum fyrirtækisins en engar samandregn- ar upplýsingar um það hvernig hverri einstakri fjárhæð var ráðstaf- að, líkt og óskað hafði verið eftir. Tel- ur umboðsmaður að þessi viðbrögð hafi ekki fullnægt kröfum sem gera verði til stjórnvalds í tilvikum sem þessum. Um þetta segir m.a. í álit- inu: „Við þær aðstæður þegar stjórn- völd ráðstafa fjármunum í eigu borg- aranna, sem meðal annars eru til- komnir vegna ofgreiðslu á lögbundnum sköttum eða gjöldum, verður almennt að gera þá kröfu í samræmi við framangreindar reglur að stjórnvöld skýri frá því með nægj- anlega skýrum og glöggum hætti, sé þess óskað, hvert hafi verið tilefni slíkra ráðstafana og í hverju þær hafi verið fólgnar. Aðeins með því móti gefst borgurunum raunhæfur og virkur kostur á því að fylgjast með því hvort og þá hvernig stjórnvöld ákveða að ráðstafa fjármunum í eigu þeirra og þá hvort stjórnvöld hafi þar eftir atvikum farið að lögum.“ Svar toll- stjóra ekki í anda stjórn- sýslulaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.