Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SINNASKIPTI hjá George W. Bush Bandaríkjaforseta í fyrra- kvöld, en þá lýsti hann sig fylgj- andi því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi nýja ályktun um Íraksmál, valda því að menn bíða nú spenntir eftir því að heyra hvað Hans Blix, yfirmaður Vopna- eftirlitsnefndar SÞ, hefur að segja um framgang vopnaeftirlitsins í Írak. Blix flytur öryggisráðinu áfangaskýrslu nr. 2 um eftirlitið næstkomandi föstudag og er talið fullvíst að hafist verði handa við að semja nýja ályktun, sem heimili hernaðaríhlutun í Írak, ef ekki kemur skýrt fram að Írakar séu byrjaðir að afvopnast, líkt og kraf- ist var í ályktun öryggisráðsins nr. 1441. Bush sagði á fréttamannafundi á fimmtudagskvöld að Bandaríkja- stjórn væri hlynnt því að örygg- isráðið samþykkti nýja ályktun, en aðeins að því tilskildu að Írakar afvopnuðust sannanlega. „Örygg- isráðið má hvergi hvika frá þess- um kröfum þegar einræðisherra gengur gegn þeim og hefur þær að háði,“ sagði Bush. Til að ný ályktun, sem heimilar hernaðaríhlutun í Írak, fáist sam- þykkt í öryggisráðinu þurfa a.m.k. níu ríki af þeim fimmtán, sem eiga sæti í ráðinu, að leggja blessun sína yfir hana. Einnig þyrfti að vera búið að tryggja að enginn þeirra fimm þjóða, sem eiga fasta- fulltrúa í ráðinu, beitti neit- unarvaldi sínu gegn ályktuninni. Þar sem ljóst er að tvær þjóð- anna, sem eiga fastafulltrúa í ör- yggisráðinu, eru hlynntar sam- þykkt slíkrar ályktunar – þ.e.a.s. Bretar og Bandaríkjamenn – telja menn víst að hart verði lagt að Rússum, Frökkum og Kínverjum (sem einnig eiga fastafulltrúa) að gefa grænt ljóst; eða í það minnsta sitja hjá við afgreiðslu ályktunarinnar, þannig að hún nái fram að ganga. Til að það megi verða telja menn hins vegar að skýrsla Blix nk. föstudag þurfi að hafa að geyma annan áfellisdóm yfir fram- ferði Íraka; en fram kom í fyrri áfangaskýrslu hans að stjórnvöld í Bagdad hefðu engan veginn sýnt þann samstarfsvilja, sem af þeim væri krafist. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að Írakar heimiluðu í fyrra- dag að einn íraskur vopnasérfræð- ingur ætti samræður við vopnaeftirlitsmenn, en það hefur verið ein meginkrafa eftirlits- manna að slík viðtöl færu fram, og það án nærveru fulltrúa Íraks- stjórnar. Urðu þessi tíðindi til þess að Blix, sem ræðir við íraska ráðamenn í dag í Bagdad, lýsti því yfir í gær að Írakar virtust nú vera að sýna lit. „Svo virðist sem þeir reyni nú að bæta ráð sitt,“ sagði hann. Bandaríkjamenn eru hins vegar líklegir til að sjá þetta útspil sem lið í viðleitni Íraka til að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum, þ.e. tefja mál enn frekar og búa þannig um hnútana að engin sátt verði um aðgerðir gegn þeim. Skipta Frakkar um skoðun? Dagblaðið The Washington Post segir að Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafi fært rök fyr- ir því á fundi sem hann átti með Bush sl. föstudag að ekki væri óhugsandi að tryggja meirihluta- stuðning í öryggisráðinu við nýja ályktun – jafnvel að tryggja mætti stuðning Frakka – ef vopnaeftirlit- inu yrði haldið áfram í nokkrar vikur til viðbótar. Er fullyrt að Blair og Bush muni verða í stöð- ugu sambandi við ráðamenn í ríkj- um, sem sæti eiga í öryggisráðinu, næstu daga, í því skyni að sann- færa þá um nauðsyn þess að af- vopna Íraka; með vopnavaldi ef til þarf. Eru Bandaríkjamenn nú sagðir tilbúnari til að beita sér fyrir nýrri ályktun vegna þess að þeim sýnist Frakkar og Þjóðverjar – háværustu andstæðingar hern- aðarárásar – vera að einangrast í þessari afstöðu sinni í Evrópu, og fulltrúar í öryggisráðinu séu nú ólíklegri til að fylgja fordæmi þeirra: þetta ráða menn m.a. af yf- irlýsingu tíu Mið- og Austur- Evrópuþjóða í fyrradag, og opnu bréfi leiðtoga átta Vestur- Evrópuþjóða í síðustu viku, þar sem lýst var stuðningi við Banda- ríkin í þessu máli. „Ég held að það sé meiri stuðn- ingur við aðra ályktun en menn telja,“ sagði Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, er hann kom fyrir þingnefnd Bandaríkja- þings um utanríkismál í fyrradag. Eru embættismenn sagðir sam- mála um að mun æskilegra sé að hafa fengið umboð til hernaðarí- hlutunar frá öryggisráðinu, jafnvel þó að ályktun yrði aðeins sam- þykkt með þeim hætti að Rússar, Frakkar og Kínverjar sætu hjá við afgreiðsluna. Margar þjóðir – einkum arabaríkin – hafi nefnilega gefið sterklega til kynna að þær séu reiðubúnar til að styðja áform Heimilar örygg- isráðið aðgerð- ir gegn Írak? Reuters Foringi einnar af sveitum breska flughersins við herþotu af gerðinni Tornado F3 í Skotlandi. Sveitin á að fara á Persaflóasvæðið í dag, en tilkynnt var nýlega að 75 breskar herflugvélar yrðu sendar þangað á næstu dögum. ’ Ég held að það sé meiri stuðningur við aðra ályktun en menn telja. ‘ Grannt verður fylgst með Hans Blix er hann gefur skýrslu í öryggisráði SÞ um vopnaeftirlitið í Írak nk. föstudag. Í grein Davíðs Loga Sigurðssonar kemur fram að líklegt sé að þar ráðist hvort ráðið sam- þykkir nýja ályktun er heimilar árás á Írak. STJÓRNVÖLD í Þýskalandi leit- uðust í gær við að gera lítið úr nýjum ágreiningi sem upp er ris- inn vegna síðustu ummæla Don- alds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Haft var eftir Rumsfeld á fimmtudag að af- staða þýskra stjórnvalda í Íraks- deilunni væri svipuð og ríkis- stjórnar Kúbu og Líbýu en þessi tvö ríki eru í hópi helstu andstæð- inga Bandaríkjanna í pólitískum efnum. Þýsk stjórnvöld lýstu yfir því í gær að ummæli Rumsfelds teld- ust „pólitísk mistök“ en bættu við að þau bæri ekki að taka alvar- lega. Samskipti Bandaríkjanna og Þýskalands hafa sjaldan eða aldr- ei verið jafnstirð og nú vegna þeirrar yfirlýsingar þýskra stjórnvalda að þau muni ekki und- ir nokkrum kringumstæðum styðja herferð gegn stjórn Sadd- ams Husseins Íraksforseta. Sjálfur sagði Rumsfeld í gær að ætlun sín hefði ekki verið sú að móðga Þjóðverja. Hann bætti því hins vegar við að öllum mætti ljóst vera að „geysilega langt [væri] á milli sjónarmiða þessara landa í málinu“. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, kvaðst þeirrar hyggju að ummæli Rumsfelds endurspegluðu ekki af- stöðu bandarískra stjórnvalda. Líkti afstöðu Þjóðverja í Íraksdeilunni við stefnu stjórn- valda á Kúbu og í Líbýu AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heilsar her- mönnum í bandarískri herstöð á Ítalíu sem hann heimsótti í gær. Berlín. AFP. Enn valda ummæli Rumsfelds titringi BRESKA stjórnin viðurkenndi í gær að henni hefðu orðið á þau mistök að geta þess ekki í skýrslu um meint gereyðingarvopn Íraka að stór hluti hennar var tekinn nær orðréttur úr ritgerð háskólanema sem hefur rannsakað útbreiðslu slíkra vopna við háskóla í Kaliforníu. „Eftir á að hyggja hefðum við átt að geta þess hvaða hlutar skýrslunn- ar komu frá heimildum, sem hafa verið birtar áður, og hvaða hlutar komu frá öðrum heimildum,“ sagði talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands. Breskir embættismenn tóku skýrsluna saman fyrir stjórn Blairs og hún var gefin út á mánudag til að reyna að sannfæra almenning um að Írakar hefðu falið gereyðingarvopn. Tólf ára gamlar upplýsingar Glen Rangwala, lektor í stjórn- málafræði við Cambridge-háskóla, skýrði frá því í bresku sjónvarps- stöðinni Channel 4 í fyrrakvöld að megnið af skýrslunni hefði verið tek- ið úr ritgerð háskólanemans Ibrah- ims al-Marashis, sem hefur rannsak- að útbreiðslu gereyðingarvopna við Monterrey-háskóla í Kaliforníu. Rangwala sagði að megnið af ellefu síðum skýrslunnar, sem var alls nítján síður, hefði verið tekið nær orðrétt úr ritgerð háskólanemans, „jafnvel með málfræðivillum og prentvillum“. Margar af upplýsing- unum í ritgerðinni væru um það bil tólf ára gamlar. Breskir embættismenn höfðu sagt að skýrslan væri ný, byggðist meðal annars á „leyniþjónustugögnum“ og veitti „nýjustu upplýsingar“ um ger- eyðingarvopn Íraka. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór lofsamlegum orðum um skýrsl- una í ræðu sinni í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna á miðvikudag, sagði hana „afbragðsgott skjal“ sem lýsti „í smáatriðum blekkingum Íraka“. Ritgerðin var birt í tímaritinu Middle East Review of International Affairs og Marashi sagði að hún byggðist einkum á gögnum sem upp- reisnarmenn úr röðum Kúrda í Norður-Írak komust yfir og skjölum sem íraskar hersveitir skildu eftir í Kúveit þegar þær hörfuðu þaðan í Persaflóastríðinu 1991. „Til eru lög um ritstuld og ætla mætti að stjórn Bretlands virti þau,“ sagði Marashi. Breskir andstæðingar hugsanlegs stríðs í Írak sögðust vera furðu lostnir yfir því að stjórnin skyldi hafa notað ritgerð háskólanema til að reyna að færa sönnur á að Írakar hefðu brotið afvopnunarskilmála ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er enn eitt dæmið um hvernig stjórnin reynir að villa um fyrir þjóðinni og þinginu í deilunni um hugsanlegt stríð við Írak,“ sagði Glenda Jackson, þingkona Verka- mannaflokksins. Íraks-skýrslan byggðist á ritgerð háskólanema London. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.