Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 17
Bandaríkjastjórnar; en að rík- isstjórnir þessara þjóða þurfi nauðsynlega á því að halda, að ör- yggisráðið hafi lagt blessun sína yfir hernaðaríhlutun, til að geta svarað gagnrýni heima fyrir. 48 klst. fyrirvari gefinn? Til að gera efasemdarmönnum í öryggisráðinu, s.s. Frökkum, auð- veldara að leggja blessun sína yfir ályktunina eru Bandaríkin í The New York Times sögð reiðubúin til að orða hana þannig, að heimild til hernaðarárásar væri ekki gefin beinum orðum. Textinn yrði frem- ur á þá leið að Írakar hafi framið „skýlaus brot“ gegn ályktun nr. 1441, og síðan yrði rifjað upp, með einum eða öðrum hætti, að í þeirri ályktun hafi verið varað við því að það myndi hafa „alvarlegar afleið- ingar“ fyrir Íraka ef þeir yrðu ekki við kröfum um afvopnun og samvinnu við vopnaeftirlitsmenn. Þetta yrði í samræmi við þá skoðun Bandaríkjamanna og Breta að í reynd felist í ályktun nr. 1441 heimild til hernaðar- aðgerða. Orðalag nýrrar ályktunar yrði því ekki með þeim hætti, að kallað yrði eftir því að „öllum möguleiðum aðferðum“ verði beitt til að fá Íraka til að afvopnast – en slíkt orðalag er með því sterk- asta sem öryggisráðið getur hugs- anlega notað, í því skyni að heim- ila hernaðaríhlutun. Þá hefur komið upp sú hug- mynd meðal breskra og banda- rískra embættismanna að álykt- unin hafi að geyma úrslitakosti; er rætt um í þessu sambandi að Írökum yrðu gefnir tveir sólar- hringar til að verða við fyrri kröf- um öryggisráðsins um tafarlausa afvopnun. Tilgangurinn með þessum fyr- irvara væri sá, að gefa arabaríkj- unum lokatækifæri til að telja Saddam Hussein á að afsala sér völdum. Yrði reynt að ganga þannig frá málum að búið væri að samþykkja ályktunina, og þannig heimila hernaðaríhlutun, fyrir miðjan mars; en fram hefur komið að upp úr miðjum febrúar verði Banda- ríkjaher ekkert að vanbúnaði að gera árás á Írak. david@mbl.is ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 17 Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 01 63 02 /2 00 3 útsölulok um helgina Rósatilboð, 10 stk. 990kr. RÚSSNESKA þingið hefur ákveðið að banna stjórnmála- mönnum að blóta, jafnvel þótt margir Rússar telji það vera list að kunna með kröftug skammaryrði að fara; list sem hafi komið ýmsum ráðamann- inum í hann krappan í gegnum tíðina. Samkvæmt banninu er munnsöfnuður óheimill „í opin- berri stjórnsýslu, iðnaði, sam- göngum og í orku- og sam- skiptageirunum“. Þá er ennfremur bannað að taka sér erlendar slettur í munn í stað hliðstæðra rússneskra orða. Þeim sem brjóta þessi nýju lög verður refsað – þeir eiga yf- ir höfði sér sektir á bilinu 10 til 50 rúblur, andvirði 25 til 120 króna. Þyngstu viðurlögin sem lögin gera ráð fyrir er allt að 15 daga fangelsi eða tveggja mán- aða samfélagsþjónusta. Samkvæmt frásögn rúss- neska dagblaðsins Gazeta er í lögunum, sem hlutu lokaaf- greiðslu þingsins á miðvikudag, ekki gerður greinarmunur á því hvað menn segja í opinberum ræðum eða í einkasamtölum. Bannað að blóta Moskvu. AFP. FIMMTA lota í friðarviðræðum stríðandi fylkinga á Sri Lanka hófst í Berlín í Þýskalandi í gær, aðeins ör- fáum klukkustundum eftir að þrír skæruliðar Tamíla sprengdu sjálfa sig í loft upp í kjölfar þess að þeir voru staðnir að vopnaflutningum undan ströndum Jaffna. Sögðu fulltrúar stjórnvalda og Tamíla að atburðinum yrði ekki leyft að stefna friðarumleitunum í voða. Skæruliðarnir þrír sprengdu bát sinn í loft upp eftir að norrænir eft- irlitsmenn, sem fylgjast með því að skilmálum vopnahlés í landinu sé fylgt, fundu þar skotvopn, hand- sprengjur og skotfæri við leit í gær- morgun. Eftirlitsmennirnir stukku frá borði í tæka tíð og sakaði ekki, en þessir vopnaflutningar voru skýlaust brot á vopnahlésskilmálunum. Gerist á vondum tíma Í sameiginlegri yfirlýsingu stjórn- arinnar á Sri Lanka og leiðtoga Tamíla kom fram að um misskilning hefði verið að ræða. Tamílsku skæruliðunum þremur hefði ekki verið greint frá því að vopnaflutn- ingar þeirra brytu í bága við skil- mála vopnahlés, sem náðist á Sri Lanka fyrir réttu ári. Segir á fréttavef BBC að þessi at- burður hefði ekki getað gerst á verri tíma, einmitt þegar friðarviðræður væru að fara af stað á ný. Þetta verði ekki til að bæta trúnaðartraust milli leiðtoga stríðandi fylkinga, sem und- anfarið ár hafa fyrir milligöngu Norðmanna leitað leiða til að binda enda á tveggja áratuga borgara- styrjöld. Tímamótasamkomulag náðist í friðarumleitunum Norðmanna í september þegar leiðtogar tamílskra skæruliða féllu frá kröfu um að Tam- ílar fengju að stofna sjálfstætt ríki á Jaffna-skaga. 60.000 manns liggja í valnum Aðalsamningamaður stjórnarinn- ar á Sri Lanka, Gamini Peiris, sagði við fréttamenn þegar hlé var gert á friðarviðræðunum í gær að báðir að- ilar hefðu gert ráðstafanir til þess að tryggja að vopnahlésskilmálarnir yrðu ekki brotnir aftur. Yfir 60.000 manns hafa látið lífið í styrjöldinni og um milljón manna hefur flúið heimkynni sín. Fyrirfóru sér með sprengju Berlín, Colombo. AFP. Friðarviðræður hefjast að nýju milli stríðandi fylkinga á Sri Lanka fyrirtaeki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.