Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 19 AKUREYRI ENDURVINNSLA á timbri er nú í fullum gangi á sorphaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar en þar hefur safnast upp myndarlegt timb- urfjall. Timbrið er tætt niður og að sögn Jörundar Þorgeirssonar hjá fyrirtækinu Tætingi er hugmyndin að nýta kurlið sem yfirlag á rusla- haugana þegar þeir eru komnir í endanlega hæð. Jörundur sagði að hér væri um að ræða mjög hagkvæma endur- vinnslu, þar sem fengist mjög gott hráefni fyrir nánast ekki neitt. Hann sagði að kurlið væri mjög gott sem yfirlag, það grær í því og vargfuglinn kemst ekki í gegnum það. Aftur á móti hefur vargfuglinn getað grafið sig í gegnum möl og sand. Jörundur sagði að á ruslahaug- unum á Glerárdal væri mjög stórt timburfjall. „Það var talið að hér væru um 800 tonn af timbri. Í jan- úar sl. tætti ég um 400 tonn en það kom ekki stórt skarð í hauginn, þannig að hér er um mun meira magn að ræða, sem mun telja vel í endurvinnslukílóum.“ Jörundur sagðist hafa fengið fyr- irspurnir frá fleiri aðilum, sem þyrftu á endurvinnsluþjónustu að halda. „Það hafa margir mikinn áhuga á þessu máli enda er tæting á timbri ódýrasta leiðin til endur- vinnslu, þar sem hvert kíló nýtist. Ekkert efni nýtist betur til að hefta t.d. sandfok og það má setja í dreif- ara og dreifa á mela,“ sagði Jör- undur. Morgunblaðið/Kristján Jörundur Þorgeirsson mokar timbri í tætarann. Timbur tætt í kurl á sorphaugum Akureyrar Ódýrasta leiðin til endurvinnslu Ingunn Helga Bjarnadóttir, sér- fræðingur á þróunarsviði Byggða- stofnunar, er gestur á laugardags- fundi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á Akureyri í dag, 8. febrúar. Ingunn segir m.a. frá Norð- urslóða-áætlun ESB sem Ísland tekur nú þátt í. Henni er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miðast að því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum norðurhéraða hvað byggða- og atvinnuþróun varðar. Laugardagsfundir VG hefjast klukkan 11. Í DAGKeramik fyrir alla Námskeið norðan heiða KERAMIK fyrir alla, sem starfað hefur í Reykjavík í rúm tvö ár, býður Norðlendingum að kynna sér starf- semina á námskeiði sem haldið verð- ur á Punktinum á mánudagskvöld, 10. febrúar. Það hefst kl. 19 og kost- ar 4.500 krónur. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem áhuga hafa á að stofna ker- amikklúbb í heimabyggð í samstarfi við Keramik fyrir alla. Farið verður yfir og kenndar margar vinsælar að- ferðir við keramikmálningu, hlutir málaðir og er markmiðið að gera þátttakendur sjálfbjarga um að halda áfram að þróa sig í þessari vin- sælu tómstundaiðju. Sjálfstæðir keramikklúbbar þurfa í raun ekkert nema aðgang að brennsluofni, en Keramik fyrir alla veitir aðra þjónustu frá upphafi til enda, hægt er að panta nytja- eða skrautmuni úr sýnishornalista á Netinu, litir, penslar og glerungur fylgja, þá er persónuleg ráðgjöf veitt í síma. Eftir námskeiðin ættu allir að geta stofnað slíka klúbba segir í frétt frá fyrirtækinu. w w w .t e xt il. is STÖK ferð með strætó fyrir full- orðna mun kosta 220 krónur frá og með 10. febrúar nk. og græna kortið mun hækka um 700 krónur eða 42%. Hækkun á allri gjaldskrá Strætó bs., sem þjónustar allt höfuðborgarsvæð- ið, var samþykkt á fundi fyrirtækis- ins á dögunum. Síðast hækkaði gjald- skrá Strætó bs. í júlí árið 2001. Gagnger breyting á leiðakerfi stræt- isvagna á höfuðborgarsvæðinu er í vinnslu. Rekstrarumfang Strætó bs. á ný- liðnu ári losaði 2 milljarða króna, en fargjaldatekjur voru um 40% af rekstrargjöldunum. Það sem upp á vantar greiða aðildarsveitarfélögin, samtals um 1,2 milljarð króna. Með gjaldskrárhækkuninni nú má gera ráð fyrir að fargjaldatekjur hækki um 85 milljónir á árinu. Heildarendurskoðun leiðakerfis „Við þurfum að auka tekjurnar,“ segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., um ástæð- ur gjaldskrárhækkunarinnar. „Það er mikill halli á rekstrinum og við er- um með þessu að reyna að lagfæra það. Gjaldskrá Strætó hefur ekki hækkað í ríflega hálft annað ár þann- ig að okkar mati var einnig tímabært að endurskoða gjaldskrána með tilliti til verðlagsþróunar.“ Ásgeir segir að verið sé að vinna að heildarendurskoðun leiðakerfisins. Þar er sérstök áhersla lögð á nauð- syn þess að strætisvagnar fái frekari forgang í umferðinni. „Árið 2001 sameinuðust tvö eldri fyrirtæki og þar með tvö sjálfstæð leiðakerfi,“ segir Ásgeir. „Okkur var sett fyrir það verkefni að ráðast í endurskoðun á leiðakerfinu þar sem litið væri á höfuðborgarsvæðið sem eina heild.“ Ásgeir segir að um verði að ræða „grundvallaruppskurð á öllu leiða- kerfinu eins og það leggur sig“. Við endurskoðun kerfisins er stuðst við viðamikla ferðavenjukönn- un sem gerð var meðal íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Þá er einnig starf- andi hjá Strætó bs. vinnuhópur skipaður reyndum bílstjórum. Einn- ig hafa verið fengnir til starfsins sænskir og danskir sérfræðingar, en þeir síðarnefndu voru einnig ráðgjaf- ar við gerð svæðisskipulags höfuð- borgarsvæðisins. Þeirra vinnu mun ljúka í lok mars og er þá að vænta kynningar á tillögum að breyttu leiðakerfi. „Þetta gæti kallað á miklar fram- kvæmdir,“ segir Ásgeir og segir t.d. hugsanlegt að ný skiptistöð, mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu, verði nauðsynleg. Í þeim efnum er sérstak- lega litið til Kringlu-svæðisins, þar sem útreiknaður þyngdarpunktur höfuðborgarsvæðisins liggur og jafn- vel kemur til greina að skiptistöðin verði neðanjarðar, undir gatnamót- um Kringlumýrar- og Miklubrautar. „Von okkar eru sú að við getum búið til öflugt og skilvirkt leiðakerfi sem kemur fólki hratt og örugglega á milli áfangastaða. Það sem við leggj- um því mikla áherslu á í þessari vinnu er að skilgreina aukinn for- gang strætisvagnanna í umferðinni sem er lykilatriði í almenningssam- göngum svo fólk sjái sér hag í að nota þær.“ Gjaldskrárhækkun hjá Strætó bs.                                            !  "  #  $ % &'  "  #   % &   "  #  (  )         * )* ) )+ ) ( ) $) )$ , , , , *, , *, , (, -, ./    0 1'           Unnið að gagngerri breytingu á leiðakerfinu Höfuðborgarsvæðið MENNINGARLÍFIÐ í Hafnarfirði er fjölskrúðugt en á fimmtudag skrifaði bærinn undir samninga um menningarstarfsemi við þrettán fé- lög og félagasamtök. Samningarnir eru til þriggja ára og eru að upp- hæð 14,5 milljónir króna sam- anlagt. Það er menningar- málanefnd Hafnarfjarðar sem hefur staðið að gerð samninganna við félögin; Lúðrasveit Hafn- arfjarðar, Kammersveit Hafn- arfjarðar, Ljósaklif, Leikfélag Hafnarfjarðar, Sveinssafn, Karla- kórinn Þresti, Kvennakór Hafn- arfjarðar, Söngsveit Hafnarfjarðar, Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór Öldutúnsskóla, Kór Flensborg- arskólans, Kór eldri Þrasta og Gafl- arakórinn. Samningarnir eiga að tryggja að nokkru fjárhagslegt öryggi til handa þessum félögum og fé- lagasamtökum, segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. „Á móti koma ákvæði sem tryggja bæjarbúum þá menningarþjónustu sem um ræðir hjá hverju félagi um sig og þátttöku þeirra í viðburðum á vegum bæj- arfélagsins.“ Morgunblaðið/Kristinn Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hrafnhildur Blomsterberg, stjórnandi Flensborgarkórsins, skrifa undir samning fyrir hönd bæjarins og kórsins að viðstöddum menningarfulltrúa bæjarins, Marín Hrafnsdóttur. Samið um menningu til þriggja ára Hafnarfjörður Vilja loka Leirdals- vegi HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gust- ur í Kópavogi vill láta loka akvegi sem hestamenn þurfa að ríða yfir til að komast út úr hesthúsahverf- inu Glaðheimum. Félagið segir veginn ekki á skipulagi, hann sé illa lýstur en um hann fari mikil umferð og töluvert sé um hrað- akstur. Bæjarverkfræðingur Kópavogs hefur nú fengið málið til skoðunar. Í nóvember á síðasta ári lagði umferðarnefnd Kópavogs til að lýsing á veginum yrði bætt en hafnaði tillögu Gusts um að loka veginum. Þá beindi skipulagsnefnd því til bæjarráðs að kannaðir yrðu möguleikar á að auka öryggi hestamanna á reiðleið yfir veginn sem kallast Leirdalsvegur. Í bréfi frá Gusti til bæjaryfir- valda nú í janúar kemur fram að þegar hafi slys orðið er ekið var þar á barn. Umferð hestamanna aukist nú dag frá degi en til að komast út úr hverfinu verði að fara yfir veginn. Stjórn félagsins leggur því aftur til að veginum verði lokað ellegar undir hann byggð göng sem myndi hafa töluverðan kostn- að fyrir bæinn í för með sér. Stjórnin lýsir þó eftir öðrum kost- um í stöðunni séu þeir fyrir hendi. Kópavogur Bifvélavirki Óska eftir að ráða bifvélavirkja á verkstæði á Akureyri. Þarf að vera lipur í samskiptum, með góða þjónustulund og helst með starfsreynslu. Einnig þarf svolitla ensku- og tölvuþekkingu. Ágæt laun í boði • Uppl. í síma 893 3288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.