Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 21
Á bæjarstjórnarfundi bæjarstjórnar Árborgar nýlega var gerð sérstök samþykkt um starfsemi Barnaskól- ans á Eyrarbakka og fagnað metn- aðarfullu skólastarfi á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem skólinn starf- ar. Samþykktin var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Árborgar fagnar þeim mikla metnaði og framsýni sem einkennir allt þróunarstarf í Barna- skólanum á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Vakið hefur athygli hvernig starfsfólkið hefur tekið höndum saman um að snúa vörn í sókn og beitt sér að því að gera góðan skóla betri, það ber að þakka. Mat á starfi barnaskólans á Eyr- arbakka og Stokkseyri var gert á síðasta skólaári af Jóni Baldvini Hannessyni og í framhaldi af mats- skýrslunni hefur starfsfólk skólans unnið mikla þróunarvinnu með að- stoð Jóns. Hlutfall menntaðra kenn- ara við skólann er 95% sem er mjög gott. Fimm manna þróunarstjórn hefur leitt uppbyggingarstarf innan skólans undir vinnuheitinu: „Gagn eða gleði að góðu námi.“ Þróunarvinnan hefur skapað „sýn“ skólans sem er virðing- heiðarleiki-jákvæðni-metnaður og var hún birt foreldrum í síðustu viku. Þessi „sýn“ verður leiðarljós skólans í öllu starfi hans og er starfsfólk að vinna henni sess í sinn hóp, nemenda og samfélagsins. Það er mikilvægt að „sýn“ skólans einkenni samskipti allra sem að skólanum koma. Unnið er að framkvæmdaáætl- unum um siðareglur, einelti og aga- mál. Allt innra starf skólans hefur eflst við þessa vinnu. Í þessari vinnu er ekki tjaldað til einnar nætur held- ur er um langtímaverkefni að ræða sem kemur til með að nýtast skól- anum og samfélaginu öllu um ókom- in ár.“ Ljósmynd/Sigurður Jónsson Nemendur barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri geta verið stoltir af skólanum sínum. Bæjarstjórn Árborgar er ánægð með skólastarfið. Góðu starfi fagnað í bæjarstjórn Eyrarbakki/Stokkseyri Hveragerði Ætla að losna við tvö tonn á einu ári Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Gönguhrólfar leggja í hann undir styrkri stjórn Kristjönu Hrafnkelsdóttur. HEILSUEFLING og Staðardag- skrá 21 í samvinnu við Hvera- gerðisbæ, Heilsugæsluna, Heilsu- stofnun og ýmis félagasamtök ýttu úr vör nýju heilsuátaki fyrir alla bæjarbúa. Átakið felst í því að boðið verður upp á göngu alla fimmtudaga klukkan 18.00 frá Sundlauginni í Laugaskarði. Ef þátttaka verður mikil verður göngudögum fjölgað. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri HNLFÍ og stjórnarmaður í Heilsueflingarnefnd, tók á móti göngufólki sl. fimmtudag og sagði frá því sem boðið verður upp á. Til að ná takmarkinu, að létta Hvergerð- inga um tvö tonn á ári, býður Heilsu- gæslan Hvergerðingum að koma í vigtun hálfsmánaðarlega á föstudög- um á milli kl. 8 og 9 og 13 og 14. Ætl- unin er að setja upp súlu á Heilsu- gæslunni þar sem merktur verður, með netahringjum, árangur bæjar- búa í baráttunni við að losa sig við aukakílóin. Kristjana Hrafnkelsdótt- ir íþróttakennari leiddi gönguhrólf- ana í fyrstu gönguna og lagði fólki lífsreglurnar. En hvernig líst íbúum á framtak- ið? Fólk var sammála um að svona átak gæti komið mörgum af stað. „Maður ætlar alltaf alveg að fara að byrja, þetta drífur mann áfram,“ sagði einn göngumanna. „Það er gaman að ganga með hóp,“ sagði annar. „Maður verður að leggja sitt af mörkum fyrir þessi tvö tonn,“ sagði einn keppnismaður. 13. febrúar verður haldinn fundur á Heilsustofnun sem ber yfirskrift- ina Næring og offita og er hann liður í að vekja fólk til umhugsunar og hjálpa því að takast á við fitupúkann. JÓHANN Ólafur Sigurðsson, ungur og efnilegur knattspyrnumaður í Umf. Selfossi, var útnefndur íþrótta- maður Árborgar fyrir árið 2002. Út- nefningin var kynnt í hófi sem íþrótta- og tómstundaráð Árborgar hélt fyrir stuttu. Freyja Amble Gísladóttir hesta- kona varð í öðru sæti og Ingólfur Þórarinsson, sem einnig er 17 ára knattspyrnumaður, varð í þriðja sæti. Þeir Jóhann Ólafur og Ingólfur léku báðir með unglingalandsliði Ís- lands, U18, þar sem Jóhann stóð sig með miklum ágætum sem markmað- ur liðsins. Í hófinu afhenti Gylfi Þorkelsson, formaður ÍTÁ, íþróttafélögum og deildum styrki vegna landsliðsferða íþróttamanna þeirra. Í ávarpi sem hann flutti kynnti hann að á þessu ári yrði ein milljón króna lögð í af- reksmannasjóð til úthlutunar í árs- lok. Þá kynnti hann að 2,5 milljóniir króna yrðu veittar í formi kennslu- styrkja til íþróttastarfs barna, 12 ára og yngri. Einnig sagði hann frá helstu íþróttaframkvæmdum sem eru lítill gervigrasvöllur við Sól- vallaskóla, þátttaka í byggingu nýs íþróttahúss Fjölbrautaskólans sem tilbúið verður haustið 2004 og bygg- ing hestaíþróttavallar sem tekinn verður í notkun næsta sumar. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Jóhann Ólafur Sigurðsson, íþróttamaður Árborgar, er fyrir miðju í hópi íþróttafólksins sem einnig var tilnefnt til sæmdarheitisins. Jóhann íþrótta- maður Árborgar Selfoss fram að þegar framlög til vega- mála á Suðurlandi á árunum 1998– 2002 eru skoðuð eru þau hvorki í samræmi við umferðarþunga né lengd vegakerfisins. Stofnvegir á Suðurlandi eru 15% af vegakerfi landsins en hlutfall útgjalda 10% og tengivegir 26% en hlutfall út- gjalda 25%. Þegar heildarframlög til vega- mála á Suðurlandi á árunum 1998– 2002 eru skoðuð er þá einnig tekið tillit til annarra vega- og brúar- framkvæmda, þá nema þau sam- tals kr. 2.838 mkr. sem er um 11% af heildarútgjöldum. Hlutur Suðurlands rýr til 2014 Í áðurnefndri þingsályktunartil- lögu verða framlög til vegamála á Suðurlandi enn minna hlutfall en verið hefur, aðeins 10,8%, en ein- ungis 7,2% af heildarútgjöldum þegar jarðgangakostnaður í öðrum kjördæmum er tekinn með. Í fréttatilkynningu frá stjórn SASS segir: „Samkvæmt þessum tillögum er ljóst að hlutur Suður- lands í framkvæmdum næstu tólf ár er ekki í neinu samræmi við mikilvægi samgangna fyrir lands- hlutann sem birtist í umferðar- magni og vegalengdum. Þegar kostnaður vegna jarðganga er tek- inn með í reikninginn verður hlut- ur Sunnlendinga enn rýrari. Þess- ar tillögur verða enn undarlegri þegar þróun samgangna á síðustu árum er skoðuð, en mjög mikil aukning hefur orðið á umferð um Suðurland, bæði vegna sívaxandi ferðamannastraums og sumar- húsabyggðar og einnig vegna stór- aukinna landflutninga í kjölfar þess að strandflutningar hafa liðið undir lok og fiskmarkaðir hafa stóraukið þörf fyrir flutninga með fisk. Allt bendir til að þessi þróun haldi áfram og sömuleiðis sú fjölg- un íbúa og efling atvinnulífs sem orðið hefur á Suðurlandi á und- anförnum árum. Samgöngunefnd SASS krefst þess að við afgreiðslu samgöngu- áætlunarinnar nú á vorþinginu fyr- ir alþingiskosningar verði þessar tillögur endurskoðaðar frá grunni og þess gætt að hlutur Suðurlands verði ekki fyrir borð borinn.“ SAMTÖK sveitarfélaga á Suður- landi gagnrýna fram komna þings- ályktunartillögu um samgöngu- áætlun fyrir árin 2003–2014 og benda á nauðsyn þess að meira fjármagn verði veitt til vegamála á Suðurlandi. Mikil viðbrögð hafa þegar orðið á Suðurlandi við tillög- unni; bæjarstjórnir Ölfuss, Hvera- gerðis og Árborgar hafa mótmælt því að framkvæmdum við Suður- strandarveg og Hellisheiði er í raun frestað næstu átta ár. Samgöngunefnd SASS hefur á fyrstu fundum sínum einbeitt sér að því að kanna hver hlutur Suður- lands hefur verið í framkvæmdum undanfarin ár og í fyrirhuguðum framkvæmdum næstu tólf ára. Til að meta þetta hlutlægt hefur nefndin haft til hliðsjónar bæði þann umferðarþunga sem er á vegum Suðurlands og lengd vega- kerfisins. Unnið hefur verið úr upplýsingum frá Vegagerðinni og þeim upplýsingum sem liggja fyrir í samgönguáætluninni. Í frétt frá stjórn SASS kemur Bæta þarf hlut Suður- lands í samgöngumálum Selfoss ÁRBORG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 21 BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæj- ar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjarins. Áætlaðar heildartekjur nema alls kr. 654.000.000 fyrir árið 2003. Skatttekjur eru ráðgerðar kr. 501.000.000, sem er hækkun upp á kr. 48.000.000 miðað við áætlunina 2002. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2003 endurspeglar áherslur bæjarstjórn- arinnar á umhverfi fjölskyldunnar í bænum við leik og störf. Fyrirhugað er að hefja byggingu nýs leikskóla við Réttarheiði, þar sem farin verður leið einkaframkvæmdar. Stefnt er að opnun fyrsta áfanga skólans haustið 2003. Einnig verður ráðist í endur- bætur á skólalóð grunnskólans og varið til þess verks 20 milljónum króna á árinu. Þetta er stærsta ein- staka framkvæmdin á vegum bæj- arins ef frá er talin gatnagerð. Sérstök áhersla verður lögð á frá- gang leiksvæða og göngustíga í bæn- um. Lögð verður áhersla á frágang útivistarsvæðis við Hamarinn auk þess sem endurbætur verða unnar á sundlaugarsvæði, einkum verður til- lit tekið til aðgengis fatlaðra. Gert er ráð fyrir því að ráða æsku- lýðs- og tómstundafulltrúa til bæj- arins í fullt starf frá 1. ágúst 2003. Jafnframt verður aukið við starfs- mannafjölda leikskólans Undralands til að nýta þar betur húsakost og eyða biðlistum. Þá er ráðgert að efla tækjakost slökkviliðs t.d. með tank- bíl, reykköfunartækjum, fjarskipta- búnaði og fleiru. Minna svigrúm og aðhald Milliuppgjör fyrir árið 2002 leiddi í ljós þunga fjárhagsstöðu bæjarsjóðs eftir mikla framkvæmdatíð undan- farinna ára. Nauðsynlegt reyndist að taka ný lán til að mæta framkvæmd- um og fjárfestingum bæjarins. Auk minna svigrúms til fram- kvæmda kallar slík fjárhagsstaða á aðhald í rekstri bæjarins. Framlög til menningarmála verða lækkuð á árinu 2003 auk þess sem þátttaka Hveragerðisbæjar í Upplýsingamið- stöð Suðurlands dregst saman. Þá leggur meirihluti bæjarstjórnar fram áskorun til forstöðumanna allra stofnana bæjarins um 3% hag- ræðingu í rekstri innan ársins 2003. Gjaldskrár bæjarins hækka al- mennt um 4,8% til að mæta verð- lagsþróun. Þó eru frávik frá þeirri reglu. T.d. hækkar matarkostnaður á leikskólanum Undralandi úr 102 krónum í 150 krónur, sem er tæplega 50% hækkun. Skýringin á því er að með tilkomu nýs eldhúss er boðið upp á veglegri máltíðir en áður var gert. Þar sem aðstaða til að bjóða slíkar máltíðir er ekki fyrir hendi á leikskólanum Óskalandi hækka mál- tíðir þar einungis sem nemur vísi- tölu. Leikskóli byggður í einkaframkvæmd Hveragerði Heildartekjur Hveragerðisbæjar áætlaðar 654 milljónir á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.