Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 22
ÚR VESTURHEIMI 22 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR Elísabet Breta- drottning og George VI heimsóttu Kanada 1939 framleiddi Seagram fyrirtækið Crown Royal þeim til heiðurs og skömmu síðar var þessi viskítegund sett á al- mennan markað í Kanada. Sagan segir að Samuel Bronfman hafi reynt um 600 blöndur áður en hann var ánægður. Þessari merkilegu og sögufrægu framleiðslu er stjórnað af Roy S. Eyjolfson, sem er af ís- lenskum ættum en langafar og langömmur hans fluttu frá Íslandi til Kanada á 19. öld. Hann fæddist sjálfur í Árborg, skammt frá Gimli, en bjó sem barn með foreldrum sínum, Stefan og Unu Sigurrós Eyjolfsson, og bræðrum í Ontario- fylki áður en hann flutti til Gimli. Roy á ættir að rekja til Norður- lands og Austfjarða. Þorsteinn Eyj- ólfsson, langafi hans í móðurætt, var frá Unaósi í Múlasýslu, en Lilja Hallsdóttir, kona hans, frá Hjalta- dal í Skagafirði. Hinn langafi hans í móðurætt, Sigurður Jónsson, var frá Njarðvík við Borgarfjörð eystra, en Hansína Jóhannsdóttir, kona hans, frá Raufarhöfn. Langafi hans í föðurætt, Stefán Páll Guð- mundsson var úr Húnavatnssýslu og kvæntist konu þaðan, Guðrúnu Benjamínsdóttur, en þau áttu Steinunni Stefánsdóttur, móður Stefans Eyjolfsson. Hinn langafi hans í föðurætt, Eyjólfur Ein- arsson, var frá Kolableikseyri í Mjóafirði, en Þórunn Björnsdóttir, kona hans, frá Borgarfirði eystra. Meira en 30 milljónir lítra á ári Seagram opnaði verksmiðju í út- jaðri Gimli í ágúst 1969 og hóf þar framleiðslu á ýmsum áfengisteg- undum, en í þessari verksmiðju eru auk flaggskipsins Crown Royal framleiddar þekktar viskítegundir eins og til dæmis Seagram’s VO, Seagram’s 83 og Seagram’s 5 Star. „Við framleiðum meira en 30 millj- ónir lítra af viskíi á ári,“ segir Roy Eyjolfson, sem hefur starfað í fyr- irtækinu síðan 1974 og verið fram- kvæmdastjóri undanfarin fjögur ár eftir að hafa haft umsjón með framleiðslunni um árabil. „Við för- um með um 250 tonn af korni á dag og notum óhemju mikið af vatni, en hér er unnið allan sólar- hringinn.“ Verksmiðjan er á 120 hektara svæði og þar eru m.a. 46 vöruhús þar sem geyma má meira en 1.375.000 200 lítra tunnur af viskíi, en starfsmennirnir eru 72. Eitt stærsta fyrirtæki Manitoba Þessi verksmiðja er mjög mik- ilvæg fyrir efnahag Manitoba og færir fylkinu með einum eða öðrum hætti mikla fjármuni. Meira en 80% af korninu og stór hluti maís- ins, sem verksmiðjan notar, sam- tals yfir 80.000 tonn á ári, er fram- leitt í Manitoba. Fyrirtækið borgar að sjálfsögðu skatta til fylkisins, greiðir fyrir rafmagn, hita, vatn og svo framvegis fyrir utan launa- greiðslur og fleira. Samtals nema þessar greiðslur meira en 20 millj- ónum dollara á ári. Þurrkað korn er hliðarfram- leiðsla og selur fyrirtækið um 20.000 tonn af því á ári til nautabúa og annarra kjötframleiðenda í Kan- ada og Bandaríkjunum. Kornið er mjög próteinríkt og sérstaklega eftirsótt hjá nautgriparæktendum, að sögn Roys. „Það hefur aldrei verið gerð könnun á því hvaða fyr- irtæki eru mikilvægust fyrir efna- hag fylkisins en við erum örugg- lega á lista yfir 50 mikilvægustu fyrirtækin og í hópi 10 helstu fram- leiðslufyrirtækja Manitoba.“ Þegar búið er að blanda viskíið eins og það á að vera og geyma það í ákveðinn tíma er það flutt í lest til átöppunarstöðva annars staðar í Kanada. Crown Royal er sett í út- skornar flöskur og þær í flauels- poka í Amherstburg í Ontario, en hinum megin við ána er bandaríska borgin Detroit. Hinar tegundirnar eru átappaðar í Ville Lasalle í Quebec en átöppunin verður flutt til Valleyfield í Quebec innan tíðar. Roy segir að ferlið sem slíkt hafi ekki tekið neinum breytingum á þessum nær 34 árum sem verk- smiðjan hefur verið í gangi í Gimli. „Við gerum ennþá það sem við gerðum í byrjun en aðferðirnar hafa breyst með aukinni tækni. Áð- ur var eftirlitið handvirkt en nú er allt tölvuvætt. Þegar verksmiðjan var byggð var hún sú tæknilegasta sinnar tegundar í heiminum og við reynum að halda í við tæknina.“ Nýr eigandi Í desember 2001 keypti Diageo Seagram Company Ltd. Diageo, eða samstarfsfyrirtæki þess, sér meðal annars um framleiðslu, átöppun og sölu á víntegundum eins og Johnnie Walker og J&B viskí, Smirnoff vodka, Bailey’s og Cuervo líkjör, Tanqueray gini og Guinnes bjór víða um heim, þar á meðal í Kanada, Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Portúgal, Suð- ur-Afríku, Indlandi og Ástralíu og á Írlandi, Ítalíu og Filippseyjum. Að sögn Roys eru ekki fyrirhug- aðar neinar breytingar með nýjum eigendum. „Crown Royal gefur vel af sér og eigendurnir eru ánægðir.“ Roy S. Eyjolfson, framkvæmdastjóri Diageo í Gimli í Manitoba Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Roy S. Eyjolfson, framkvæmdastjóri Diageo í Gimli, á skrifstofu sinni, en hann er af íslenskum ættum og hefur starfað við verksmiðjuna í 29 ár. Stjórnar einni stærstu viskíverksmiðju Ameríku Konunglega viskíið Crown Royal er mest selda viskíið í Kanada og þekkt víða um heim. Framleiðslan fer öll fram á vegum Diageo Canada Inc. á Íslendingaslóðum í Gimli í Manitoba í Kanada og er verksmiðj- an ein af þeim stærstu í þessari framleiðslu í Norður-Ameríku. Steinþór Guðbjartsson skoðaði verksmiðjuna, leit í birgðageymsl- urnar og ræddi við Roy S. Eyjolfson, framkvæmdastjóra Diageo í Gimli. Viskíverksmiðja og vöruhús Diageo Canada Inc. í Gimli við Winnipegvatn.Efst til vinstri er tanginn þar sem Íslendingar komu fyrst 21. október 1875. steg@mbl.is UNDANFARIN ár hefur Þjóð- ræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ) staðið fyrir námskeiði um landnám Íslend- inga í Vesturheimi og hefst næsta námskeið 18. febrúar í Gerðubergi í Reykjavík, en Jónas Þór sagnfræð- ingur sér um kennsluna sem fyrr. Námskeiðið stendur í átta vikur, 18. febrúar til 8. apríl, og snýst að verulegu leyti um tilraunir íslenskra vesturfara til að nema lönd í Amer- íku og stofna nýlendur. „Það var kallað nýlenda Íslendinga þar sem þeir settust að í stórum eða smáum hópum,“ segir Jónas. „Víðast bjuggu þeir innan um innflytjendur af öðr- um uppruna en sums staðar reyndu þeir að mynda alíslenska nýlendu. Ég byggi námskeiðið þannig upp að við „ferðumst“ með fyrstu vesturför- unum til Ameríku og „dveljum“ vestra þar til síðasta nýlendan var mynduð á Point Roberts tanga við Kyrrahaf árið 1908. Við fylgjumst með komu hópanna, heyrum hvaða áform þeir hafa, hvers vegna þeir velja viðkomandi staði og loks hvern- ig til tókst hverju sinni. Ég nota meðal annars gömul og ný kort, sendibréf, ljósmyndir, töflur og greinar úr blöðum og tímaritum til að varpa ljósi á söguna.“ Á annað hundrað manns hefur sótt þessi námskeið og síðan hafa margir þátttakendur tekið þátt í sumarferð ÞFÍ í júní en þá er flogið vestur og ýmsar nýlendur Íslend- inga í Bandaríkunum og Kanada heimsóttar. Námskeiðið er á þriðjudagskvöld- um kl.19:30–21:30. Skráning verður í Gerðubergi fimmtudaginn 13. febr- úar frá 17:00 til 19:00 og sunnudag- inn 16. febrúar kl.13:00 til 16:00. Nánari upplýsingar veita Jónas Þór (jtor@mmedia.is, s. 5541680) og Petrína Bachmann, starfsmaður ÞFÍ í utanríkisráðuneytinu (inl@utn.stjr.is, s. 5459967). Nám- skeið um landnám- ið í Vest- urheimi „VIÐ viljum gera allt sem við getum fyrir gesti okkar og bjóðum því upp á allt á sama stað í stærstu verslunarmið- stöð heims, The West Edmonton Mall,“ segir Walter Sopher, einn helsti skipuleggj- andi 84. ársþings Þjóðrækn- isfélags Íslendinga, sem verð- ur í Edmonton í Kanada 1. til 4. maí í vor. Íslendingafélagið Norður- ljós í Edmonton (www.ice- landicsocietyofedmonton.ab.ca) sér um Þjóðræknisþingið að þessu sinni og segir Walter Sopher að allt kapp sé lagt á að það verði eins glæsilegt og fjölmennt og þingið í Minnea- polis í fyrra, en það sóttu um 350 manns. „Þetta verður mjög mikilvægt þing því hér ræðst framtíðin,“ segir hann. Þinggestir fá gistingu á FantasyLand Hotel, sem er í verslunarmiðstöðinni, eða í næsta nágrenni á West Edmonton Mall Inn á tilboðs- verði, sem gildir til 15. mars, en Walter (sopher@telus- planet.net) veitir allar nánari upplýsingar um þingið og ferð á Íslendingaslóðir í Alberta að því loknu. Þjóðræknisþingið í Edmonton í maí Allt á sama stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.