Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 23 GRO Tove Sandsmark, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands, mun kynna norskar nýútkomnar bækur og strauma í norskum bókmenntum í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 16–18. Rithöfundinum og stríðsfréttarit- aranum Åsne Seierstad hefur verið boðið að koma í tengslum við kynn- inguna og mun hún lesa upp og kynna höfundarverk sitt. Åsne Seierstad (f. 1970) er cand. mag. frá háskólanum í Ósló með próf í rússnesku, spænsku og hugmynda- sögu. Hún hefur mikla reynslu af fréttastörfum á átakasvæðum eins og Kosovo og Afganistan og hefur hlotið mörg verðlaun sem stríðsfréttaritari fyrir þau störf. Bokhandleren i Kabul – et familiedrama hefur verið á met- sölulistum allt frá útgáfudegi í haust. Åsne Seierstad, var með fyrstu vest- rænu fréttamönnunum sem komu til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, eftir flótta talibana haustið 2001. Þar kynntist hún bóksala í bænum og vor- ið 2002 fékk hún að búa hjá fjölskyldu hans, konum hans tveimur og skyldu- liði. Þessu fólki er lýst í Bokhandleren i Kabul – et familiedrama. Seierstad sameinar hér starfsaðferðir blaða- mannsins og bókmenntalegan stíl. Hún kynnist fjölskyldunni með því að tala við hana og fylgjast með henni en sögur einstaklinganna eru sagðar eins og skáldsaga með ósýnilegum sögumanni. Åsne hefur einnig gefið út bókina Med ryggen mot verden. Portretter fra Serbia. Dagskráin fer fram með fjárhags- legum stuðningi frá Norrænu ráð- herranefndinni. Stríðsfréttamaður kynnir verk sín SJÓNLEIKHÚSIÐ í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt leikrit með söngvum eftir Val- geir Skagfjörð og Stefán Sturlu Sigurjónsson sem gert er eftir hinu þekkta og sígilda ævintýri um Stíg- vélaða köttinn. Frumsýningin er á Litla sviði Borgarleikhússins í dag kl. 14. Leikarar eru Jakob Þór Einarsson, Hinrik Hoe og Stefán Sturla Sigurjónsson. „Í Stígvélaða kettinum segir frá malarasyninum hugprúða sem eignast forláta kött eftir föður sinn. Kötturinn reynist hinn mesti kosta- gripur og býr svo um hnútana að pilturinn hlýtur óvænta upphefð sem leiðir þá á vit nýrra ævintýra. Ýmsar skondnar uppákomur eiga sér stað áður en yfir lýkur. Þar koma við sögu heimskur kóngur, galdrakarlinn ógurlegi og fleiri,“ segir Stefán Sturla. „Hver veit nema fátæki malarasonurinn eign- ist kóngsdótturina og hálft kóngs- ríkið eins og í öllum góðum æv- intýrum. Að sýningu lokinni er öllum boðið upp á ís,“ segir Stefán, sem rekið hefur Sjónleikhúsið um nokkurra ára skeið. Ævintýrið Bangsaleikur eftir Illuga Jökulsson var fyrsta verk Sjónleikhússins og naut mikilla vinsælda og var m.a. sýndur í morgunsjónvarpinu. „Sjónleikhúsið hefur þá stefnu að setja upp gömlu góðu ævintýrin á einfaldan hátt fyrir yngstu áhorf- endurna. Sérstaklega er lögð áhersla á að segja sögu án þess að notast við flókinn sviðsbúnað.“ Leikstjórn, tónlist og söngtextar eru eftir Valgeir Skagfjörð, en leik- mynd og búninga hefur leikhóp- urinn unnið í sameiningu. Stígvél- aði kötturinn verður sýndur á Litla sviði Borgarleikhússins um helgar og er sýningartíminn 40 mínútur. Leikarar ásamt leikstjóra í Stígvélaða kettinum. Bjóða öllum ís í lok sýningar „EFNISSKRÁ? Ja, nú veit ég ekki,“ segir Sibyl Urbancic um tónleika sönghópsins Voces Spont- anae á Myrkum músík- dögum í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14.00. Það er held- ur ekki ætlast til þess að efnisskráin sé tilkynnt, þar sem Voces Spontanae er spunahópur – spinnur í söng – og þá getur allt gerst. „Ætli það verði ekki til röð af mislöngum spunaverkum, allt frá spaugilegum til drama- tískra? Eða klukkustundar fantasía? Það getur verið undir veðri komið, hvernig listafólkinu líkar umhverfið, eða hvernig áhorfendur eru á svip- inn. Oftast er spurt að tónleikum loknum: Hvað var ákveðið fyrirfram? Ekkert, nema staður og stund. Sem- sagt: Algjör uppspuni, frá upphafi til enda.“ Fleira verður ekki gefið upp, en hver veit nema tónleikagestir verði á endanum þátttakendur í verkinu. Voces spontanae tilheyra söng- flokknum Voces Wien, sem Sibyl stofnaði fyrir 16 árum, og hún skipar í eftir verkefnum. Voc- es spontanae hafa frá upphafi eingöngu feng- ist við raddspuna, en stundum í samvinnu við hljóðfæraleikara, dans- ara eða leikara. Hópinn skipa: Johann Leutgeb, söngvari og kennari við Tónlistarháskólann í Vín, en sérsvið hans eru óperur núlifandi tón- skálda; Karin Schnei- der-Riessner, söngkona og tónlistar- kennari, og Katharina Lugmayr, blokkflautuleikari og kennari við Tónlistarháskólann í Vín. Síðan Katharina bættist í hópinn eru blokkflautur af öllu tagi fastir liðir í samhljóminum, þótt hún syngi líka. Karin hefur verið með frá upphafi, og kom einnig fram með hópnum á Kirkjulistarhátíð í Hallgrímskirkju fyrir nokkrum árum. Eftir að Johann slóst í förina hafa leikur og hreyfing skipað æ meiri sess í spunavinnunni. Sibyl Urbancic Söngspuni á Myrkum músíkdögum Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16 Sunnudaginn 9. febrúar lýkur sýn- ingu á smáverkum, Smákornum 2003, í baksalnum í Galleríi Fold. Alls eiga 36 listamenn verk á sýning- unni. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá kl. 14–17. Sýningu lýkur Örugg lei› til ávöxtunar www.spar.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .IS S PA 2 00 29 0 2/ 20 03 Hvort sem flú hyggst ávaxta sparifé flitt til lengri e›a skemmri tíma b‡›ur Sparisjó›urinn gó›a ávöxtun og fjármálará›gjöf, sni›na a› flínum flörfum. Spariskírteini ríkissjó›s ver›a greidd út 10. febrúar. fiá er gott a› vita af fjölbreyttum sparna›arlei›um Sparisjó›sins. Komdu í Sparisjó›inn og fá›u rá›gjöf hjá fljónustufulltrúa okkar. Sparna›ur hjá Sparisjó›num ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.