Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 25 MJÓLKURSAMSALAN hefur byrjað sölu á bragðbættri Létt-ab- mjólk, samkvæmt tilkynningu. Um er að ræða Létt-ab-mjólk með ferskjum og Létt-ab- mjólk með suðrænum ávöxtum. „Með þessari nýjung er komið enn frekar til móts við þá fjölmörgu neyt- endur sem kjósa léttu línuna,“ segir Mjólkursamsalan. Ab-mjólkin er framleidd hjá Mjólkurbúi Flóamanna en sala og dreifing er í höndum MS. NÝTT Fleiri teg- undir af léttri ab-mjólk BAKARAMEISTARINN hefur sett á markað nýtt brauð, svokallað „bantam“-boxarabrauð, en „bant- am“ mun komið úr hnefaleikum og þýðir „létt- ur“. Brauðið er gert að danskri fyrir- mynd og er um að ræða fitulítið brauð með miklu næringargildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bak- arameistaranum. Næringargildi í 100 g af boxara- brauði er sem hér segir: Orka 880 kJ, prótein 8,5 g, kol- vetni 40 g, trefjar 3,5 g og fita 1,5 g. Fitulítið boxarabrauð KANADÍSKA fyrirtækið Heinz hefur lofað að nota ekki erfða- breyttar lífverur (GMO) eða afurð- ir erfðabreyttra lífvera í fram- leiðslu sinni á barnamat, samkvæmt biotik.dk. Vitnað er í frétt á kanadísku sjónvarpsstöðinni CTV, þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi látið undan þrýstingi frá Greenpeace. „Greenpeace birti athugun á síð- asta ári þar sem fram kom að flest- ar tegundir barnamatar á kan- adískum markaði innihéldu afurðir erfðabreyttra lífvera. Einnig settu þeir upp heimasíðu þar sem neyt- endur gátu kynnt sér hvaða fyr- irtæki nýttu erfðabreytt hráefni í framleiðslu sinni. Nú hefur Heinz snúið sér til samtakanna til þess að fá „ekkert GMO“-stimpil við nafnið sitt í handbók Greenpeace,“ segir biotik.dk. Reglugerð ESB um nýfæði hefur ekki verið tekin upp hér Ekki þarf að merkja vörur með erfðabreyttu hráefni sérstaklega í Kanada og því hafa neytendur eng- in tök á að átta sig á því hvaða vörur eru framleiddar með þeim hætti og hvaða vörur ekki. „Haft hefur verið eftir Samtökum fram- leiðenda matvæla og neyt- endavarnings í Kanada að upp und- ir 70% af kanadískum matvörum innihaldi erfðabreytt hráefni að meira eða minna leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur reglugerð frá ESB um nýfæði ekki verið tekin upp hér á landi. Matvæli með af- urðum úr erfðabreyttum lífverum myndu falla undir þá reglugerð. Heinz-barnamatur án erfðabreyttra efna Reuters Barnamatur getur innihaldið afurðir erfðabreyttra lífvera. LANDSBANKINN hefur gefið út nýja bók, Sparibókina, en í henni er að finna 154 sparnaðarráð. Bókin er skrifuð bæði í gamni og alvöru og markmiðið með útgáfunni er að benda á góðar sparnaðarleiðir, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Auk sparnaðarráða er að finna hugleiðingar um sparnað eftir þekkta rithöfunda, ódýrar mataruppskriftir, spariráð mæðra þekktra Íslendinga og margt fleira. „Ef við veltum því fyrir okkur kem- ur fljótt í ljós að ávinningur af sparn- aði er töluverður. Meðvitaður og reglulegur sparnaður hjálpar okkur við að ná betri tökum á fjármálunum, ná settum markmiðum og láta draumana rætast, hvort sem þeir eru bíll, sumarbústaður eða notalegt ævi- kvöld. Við spörum ekki bara bein- harða peninga heldur líka óþarfa áhyggjur og því er óhætt að segja að sparnaður geri lífið skemmtilegra.“ Sparibókinni er dreift endurgjalds- laust í útibúum bankans. Ódýrar upp- skriftir og spari- ráð mæðra „Græddur er geymdur eyrir.“ SÆTUEFNIÐ Xylitol er sykur með fimm kolefnisatóm sem unninn er úr maískorni og berki bjarkarinnar. Xylitol finnst líka í margskonar ávöxtum, svo sem plómum og maís, og jafnframt mun mannslíkaminn framleiða örlítið af umræddu efni. Xylitol er 40% sætara en sykur, inniheldur þrisvar sinnum færri hitaeiningar og getur komið í veg fyrir alls kyns smit, segir Þorgrímur Jón Einarsson. Þorgrímur er nýbyrjaður að flytja xylitol til landsins, bæði strásykur og ýmiss konar vörur með xylitoli, svo sem tannkrem, tyggjó og nefúða. „Ég hef unnið fyrir Ævar Jóhann- esson sem þekktur er fyrir að búa til lúpínuseyði. Hann ritaði grein um xylitol og beingisnun sem vakti áhuga minn á þessu efni. Það þykir líka gefa góða raun gegn sýkingum og hentar vel fyrir sykursjúka. Ég man alltaf eftir lítilli sykursjúkri frænku minni sem aldrei fékk að gæða sér á sælgæti eða öðru sætmeti með okkur krökkunum. Hún horfði stórum barnsaugum á góðgætið en mátti ekkert fá. Sú mynd hefur geymst lengi í huga mér,“ segir hann. Vakti athygli á stríðstímum vegna sykurskorts Xylitol er ekki nýtt af nálinni, kom fram á sjónarsviðið í kringum 1870 og mun hafa verið í notkun í Japan og Sovétríkjunum fyrrverandi um langt skeið, segir Þorgrímur enn- fremur. „Xylitol var fyrst og fremst notað við rannsóknir lengi vel. Sykurskort- ur í sumum löndum í síðari heims- styrjöldinni varð hins vegar til þess að vísindamenn, til að mynda í Finn- landi, tóku að leita efna til þess að nota í stað sykurs. Xylitol var eitt þeirra og athygli vakti að þeir sem neyttu xylitols voru mun heilsubetri en aðrir. Árið 1975 byrjaði finnska fyrirtækið Finnish Sugar síðan að framleiða xylitol í stórum stíl, áhugi svissneska lyfjafyrirtækisins Hoff- man LaRoche vaknaði um svipað leyti. Ári síðar sameinuðust fyrir- tækin tvö um framleiðsluna og stofn- uðu Xyrofin, sem seinna komst að fullu í eigu Finnish Sugar (nú Cult- or). Á sama tíma framleiddu félög í ríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi, Kína, Japan, Þýskalandi og Ítalíu xylitol, aðallega til innanlandsnota,“ segir Þorgrímur. Xylitol hefur lítil áhrif á blóðsykur og insúlínmagn í blóði og segir Þor- grímur ennfremur að rannsóknir hafi sýnt fram á að xylitol hindri tannátu og holumyndun, hefti eyð- ingu tannglerungs, auki munnvatns- flæði og fækki sýkingum í munni og nefholi. „Xylitol fækkar líka tilfellum af tannholdssjúkdómum, sem eru áhættuþáttur í myndun hjarta- og æðasjúkdóma. Xylitol kemur í veg fyrir að bakteríur geti fest sig við frumur í líkamanum og tilraun á rannsóknastofu sýndi að 5% upp- lausn af xylitoli hindraði sýklana streptococcus pneumoniae og haemophilus influenzae í að festa sig við slímhúð í 68% og 50% tilvika,“ segir hann. Eyrnabólgutilfellum fækkaði um 40% Einnig vitnar hann í rannsókn sem gerð var við háskólann í Oulu í Finnlandi á 306 leikskólabörnum. „Börnin voru fengin til þess að tyggja tyggigúmmí sætt með sykri eða xylitoli. Meðalaldur barnanna var fimm ár og höfðu þau flest verið valin á grundvelli endurtekinnar eyrnabólgu. Eftir tvo mánuði hafði eyrnabólgutilfellum fækkað um 40% hjá þeim sem tuggðu xylitol-tyggjó en ekki hjá samanburðarhópnum.“ Þorgrímur segir að endingu að xylitol strásykur sé matvara sem eigi að fást í heilsubúðum. Það sé hins vegar flokkað sem efnavara í tolli og beri þar af leiðandi 24,5% virðis- aukaskatt, í stað 14%, sem hann sé afar ósáttur við. Plöntuefni gegn eyrna- bólgu og tannskemmdum Sætt og sykur- laust Xylitol Morgunblaðið/Kristinn Xylitol er sagt hafa margvísleg og góð áhrif á heilsufar manna. DÖNSK neytenda- samtök sem nefna sig Danmarks Ak- tive Forbrugere (DAF) hafa kært Kóka kóla fyrirtæk- ið „fyrir að telja neytendum trú um að diet kók með sítrónubragði (diet Coke Lemon) inni- haldi sítrónur, þótt um sé að ræða sítr- ónubragð framkall- að með efnasamböndum. Allar aug- lýsingar sýna hina nýju vöru ásamt ferskum sítrónum, þótt þær séu alls ekki til staðar,“ að því er segir á heimasíðu samtakanna. Vitnað er í Jeppe Juul verkefna- stjóra hjá DAF sem segir að um sé að ræða „vel skipulagt og kaldhæðið svindl“. „[Fyrirtækið] hefur valið að bæta enn einu efnasambandinu í vöru sem þegar er dæmigerð efna- blanda og reynir síðan að láta líta út fyrir að hún sé náttúruleg,“ er haft eftir Juul. Hefur DAF kært Kóka kóla til Matvælaeftirlitsins í Danmörku og krafist þess að fyrirtækið verði sekt- að. „Fyrirtæki á borð við Kóka kóla á ekki að hagnast á því að beita brögð- um. Það græðir ógrynni af peningum á því að kynna nýja efnablöndu á þeirri forsendu að hún innihaldi sí- trónur, þótt svo sé ekki. Því ætti að beita svo háum sektum að slíkt at- hæfi borgi sig ekki,“ er jafnframt haft eftir Juul. Eru samtökin þeirrar skoðunar að fyrirtæki komist of auðveldlega upp með það að villa um fyrir neytendum. Kæra vegna sítrónukóks í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.