Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í ORÐSENDINGU til Ellerts B. Schram í Morgunblaðinu nýverið segist Sverrir Hermannsson vilja upplýsa Ellert um stöðu sjávarút- vegsmála hjá Samfylkingunni eins og hann viti hana réttasta. Það sem á eftir fer bendir til að Sverrir viti of lítið um stefnu Samfylkingarinnar til að upplýsa aðra um hana. Auk þess fer hann rangt með mikilvæga þætti. Margar eru nefndirnar Sverrir segir orðrétt í skrifi sínu til Ellerts: „Það hefur einnig komið fram álit okkar á því hvernig svika- leiðin var þrædd með skipan hinnar svonefndu Auðlindanefndar. Ég leyfi mér að vitna í grein þína (Ellerts) í Morgunblaðinu 30 sept. 2001: „Nefndin góða sem ríkisstjórnin skipaði til að finna sættir um fisk- veiðistjórnina hefur lokið störfum. Ekki náðist samkomulag í nefndinni og meirihluti hennar leggur til að tekið verði upp auðlindagjald, mála- myndagjald upp á einn milljarð enda verði felld niður gjöld á móti nokk- urn veginn sem því nemur.““ Um þetta fjallar Sverrir í lengra máli en segir svo: „Undir nefndarálitið sem þú (Ellert) ert þarna að vitna til skrifuðu allir þrír þingmenn Sam- fylkingar sem sæti áttu í Auðlinda- nefnd – fyrirvaralaust.“ Þetta er ekki rétt. Formaður Frjálslynda flokksins hlýtur að vita að þeir sem áttu sæti í Auðlindanefnd skiluðu sínu áliti um tvær mögulegar leiðir en skrifuðu aldrei upp á álit þeirrar nefndar sem kölluð var „sáttanefnd“ og Ellert vitnaði til í grein sinni. Frá Samfylkingunni átti ég einn sæti í þeirri nefnd og lagðist eindregið gegn niðurstöðu meirihlutans. Það er alvarlegt mál að skrökva því upp að fulltrúar Samfylkingarinnar hafi samþykkt hana en varla er þessi sögufölsun tilviljun því að Margrét Sverrisdóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, fullyrti sömu vitleysuna í þætti á Skjá einum fyrir viku. Stefnumörkun Samfylkingarinnar Sverrir lætur að því liggja að Sam- fylkingin sé „rótklofin“ í afstöðunni til sjávarútvegsmála. Á einum stað í „tilskrifi“ Sverris stendur: „Fyrir einarða baráttu þremenninganna (og á hér við undirritaðan ásamt Gísla S. Einarssyni og Karli V. Matthíassyni) var ofin værðarvoð að breiða yfir tví- skinnunginn. Fyrningarleiðin skyldi valin og hún nái fram að ganga á 20 – tuttugu árum!“ Þetta er alrangt en þessa sömu vitleysu fór Margrét Sverrisdóttir með á Skjá einum fyrir viku. Það nægir að benda á að strax á fyrsta vetri þessa kjörtímabils lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem byggist á innköllun (fyrningu) veiðiheimilda. Í upphafi greinargerðar með málinu stendur: „Úthlutun aflahlutdeilda án endur- gjalds verður afnumin í jöfnum áföngum á tíu árum en útgerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á aflahlutdeildarsamningi til fimm ára í senn á markaði þar sem öllum út- gerðum sambærilegra fiskiskipa er fenginn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslum fyrir veiðiheimildir verður dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Allar aflahlut- deildir verða komnar á markað eftir tíu ár.“ Allir 17 þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa flutt þetta mál á hverju þingi síðan. Samfylkingin staðfesti þá stefnumörkun sem felst í frumvarpi þingflokksins á stofnfundi flokksins árið 2000. Ekki málstaðnum til framdráttar Baráttan fyrir því að endurheimta sameiginlega auðlind þjóðarinnar úr tröllahöndum er eitthvert stærsta átakamál íslenskra stjórnmála á síð- ari árum. Um grundvallarafstöðu í því máli er ekki ágreiningur milli Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins. Það er heldur dapurlegt að sjá samherja í þessari baráttu rang- túlka stefnu Samfylkingarinnar. Slíkt er ekki málstaðnum til fram- dráttar og ljóst að forystumenn Frjálslynda flokksins eru meira haldnir ótta um framtíð eigin flokks en þess málefnis sem hann á þó að standa fyrir öllu fremst. Ég skora á þá að berjast um fylgi kjósenda með öðrum ráðum. Það er satt sem sjálfum kemur Eftir Jóhann Ársælsson „Um grund- vallaraf- stöðu er ekki ágrein- ingur milli Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins.“ Höfundur er alþingismaður. ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar (ÍTR) hefur ákveðið að hefjast handa á næst- unni við umfangsmikla stefnumót- unarvinnu á sviði frítímaþjónustu í borginni. Fyrirhugað er að þessi vinna nái ekki einungis til þeirrar starfsemi sem Reykjavíkurborg ber ábyrgð á heldur er að því stefnt að fá til liðs sem flesta þeirra sem hlutverki hafa að gegna á vettvangi frítímans. Opin um- ræða um nýja framtíðarsýn er ekki síst nauðsynleg vegna mikilla breytinga í samfélaginu öllu. Meiri tími er nú en áður fyrir einstak- linginn til þess að sinna áhuga- málum sínum og ekki er lengur lit- ið á frítímann sem tíma afþreyingar og hvíldar heldur einn- ig sem vettvang uppeldis og menntunar. Stefnumótun til langs tíma er einnig mikilvæg vegna þróunar byggðarinnar í borginni, en ígrunda þarf vel ákvarðanir um dýr mannvirki sem eiga að standa og þjóna borgarbúum um langa fram- tíð. Mikilvægt er í þessu samhengi öllu að áhugamál og frístundir geti þróast samhliða öðrum þeim breyt- ingum sem verða í samfélaginu. Starfsumhverfi fólks er að breytast og áherslur fjölskyldunnar og frí- tímaþjónustan er miklu fjölbreyti- legri í borginni en áður. Nýjar og breyttar áherslur þurfa þannig að koma til bæði í hefðbundnu íþrótta- starfi og í almennu æskulýðs- og tómstundastarfi. Miklar breytingar hafa átt sér stað á liðnum árum í starfi íþrótta- félaga. Áður fyrr byggðist starfið fyrst og fremst á áhuga og elju þeirra sem íþróttirnar stunduðu. Frumkvöðlar og stofnendur íþróttafélaganna unnu baki brotnu í sjálfboðavinnu við að koma upp aðstöðu fyrir íþróttina og fjölga iðkendum. Þetta einkenni á starfi félaganna í upphafi hefur á und- anförnum árum breyst nokkuð. Þetta á reyndar einnig við um marga aðra félagsstarfsemi en æ fleiri launaðir starfsmenn hafa tek- ið við störfum sem áður voru borin uppi af sjálfboðaliðum. Nú eru aðr- ir tímar og auknar kröfur gerðar til íþróttafélaganna um aðbúnað og þjálfun, ekki síst af hálfu foreldra þeirra barna og unglinga sem íþróttirnar stunda. Einnig hafa komið fram nýjar kröfur af hálfu íþróttafélaganna um stuðning vegna innra starfs þeirra. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í borginni undanfarin ár hafa komið fram enn frekari óskir um nýjar byggingar og að- stöðu, bæði í nýjum hverfum og eldri. Uppi eru óskir um sérhæfð- ari aðstöðu fyrir t.d. fimleika, skot- æfingar og vélhjólaíþróttir svo eitt- hvað sé nefnt. Jaðaríþróttir gera auk þess kröfur um aukna aðstöðu. Þessari uppbyggingu íþróttamann- virkja í borginni er því langt frá því lokið. Á undanförnum árum hafa um- fangsmiklar rannsóknir verið gerð- ar á högum barna og unglinga í borginni. Í könnun sem ÍTR gekkst fyrir vorið 2001 kemur í ljós að iðkun íþrótta hefur farið vax- andi allt frá árinu 1992. Einnig kemur fram að þátttaka í félags- og tómstundastarfi hefur ekki auk- ist að sama skapi. Á móti kemur að unglingar taka mjög virkan þátt í félagsstarfi í sínum skóla og stærstur hluti hópsins ver tóm- stundum sínum við holla og góða iðju. Við mótun framtíðarstefnu á sviði frítímans þarf að huga að mörgum þáttum. Skoða þarf þróun og uppbyggingu borgarinnar og einstakra hverfa út frá þróun í ald- ursamsetningu íbúa og út frá skipulagi nýrra hverfa. Sameiningu og samstarf eða flutningur eldri íþróttafélaga verður að skoða svo og samnýtingu mannvirkja íþrótta- félaganna. Jafnframt þarf að huga að fjármálum og rekstri íþótta- félaga. Huga þarf að áherslu á al- menningsíþróttir innan íþrótta- félaganna og hvort stuðla eigi að myndun sérstakra afreksmanna- félaga. Samstarf skóla og fé- lagsmiðstöðva og aðkoma íþrótta- félaga að æskulýðsstarfi verður að skoða, auk þess sem framboð ann- arrar starfsemi fyrir börn og ung- linga í borginni verður skoðuð. Þetta þarf að vinna í náinni sam- vinnu og samstarfi með íþrótta- félögum borgarinnar, Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur og öðrum þeim aðilum sem tengjast þróun og uppbyggingu íþróttastarfs í borg- inni. Jafnframt þarf að hafa gott samstarf við alla þá aðila sem tengjast æskulýðs- og tómstunda- starfi í borginni. Stefnumótun snýst að stórum hluta um miðlun þekkingar og reynslu. Þekkingu á þörfum sam- félagsins er ekki síst að finna hjá þeim sem lifa og hrærast og starfa við íþrótta-, æskulýðs- og fé- lagsstörf en sá hópur hefur á síð- ustu árum vaxið mjög. Til hefur orðið ákveðin fagþekking og gild- ismat sem skylt er að taka tillit til við stefnumótunarvinnu opinberra aðila í málaflokknum. ÍTR vill beita sér fyrir víðtæku samráði og sam- vinnu þar sem þekking og reynsla er nýtt. Með góðri samvinnu allrar hlut- aðeigandi aðila, upplýstri umræðu og miðlun þekkingar á að vera hægt að ná fram umbótum sem stuðlað geta að framþróun íþrótta- og æskulýðsstarfs borginni. Öll er- um við að vissu leyti í ákveðinni keppni. Keppnin er t.d. einn grunn- þáttur íþróttastarfsins en langt frá því það eina sem skiptir máli. Íþróttir og æskulýðsstarf leggja ekki síður áherslu á samvinnu og samhjálp. ÍTR hvetur þess vegna til samstarfs um stefnumótun á sviði frítímaþjónustu í borginni. Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum Eftir Önnu Kristinsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi. „Með góðri samvinnu allra hlut- aðeigandi aðila, upp- lýstri umræðu og miðlun þekkingar á að vera hægt að ná fram umbótum…“ ÞAÐ dregur að kosningum, þess má víða sjá merki. Í spjallþáttum má heyra nýjan tón, þar er aum- ingjagæskan í fyrirrúmi. Þar eru á oddinum málefni ungra, gamalla og miðaldra, allir hafa orðið fyrir barðinu á illu stjórnarfari. Þegar hlýtt hefur verið á mærðina er ef til vill mesta undrunarefnið að nokkur sála skuli búa á þessu volaða landi. Það eiga allir svo óskaplega bágt. Það er yfirþyrmandi fátækt í hverju horni og enginn, ekki einn einasti, á sjálfur sök á hvernig komið er. Ef einhver biður um skilgrein- ingu á því hvað falli undir það að vera fátækur, þá bólgna viðmæl- endur út af réttlátri vandlætingu. Hinir djúpvitru spyrlar sem með réttu ættu að vera á fullri ferð að kynna sér hið ógnvekjandi ástand, þeir fá störu, og enn sem komið er hef ég engan séð gera tilraun til að sannreyna ástandið. Það ætti þó ekki að vera vandi að sanna það í eitt skipti fyrir öll að á Íslandi sé al- menn fátækt. Á sama hátt hlýtur að vera hægt að staðfesta að fátæktin eigi sér uppsprettu í misskiptingu auðs í stað þess að vera sjálfskap- arvíti fólks sem hefur ekki kunnað sér hóf í stjórnlausu neyslukapp- hlaupi eða bakað sér tjón með óskynsamlegri hegðan eða neyslu- mynstri. Tilefni þessa pistils eru tvö viðtöl sem ég horfði á í sjónvarpi sunnu- daginn 2. febrúar. Í Silfri Egils kom fram formaður ungra jafnaðar- manna, Ágúst Ólafur Ágústsson. Hann taldi að ungt fólk hefði aldrei átt jafnerfitt með að koma þaki yfir höfuðið og í dag. Ég hvet hann til að kynna sér ástandið sem skap- aðist þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hleypti af stað verð- bólguholskeflu sem rústaði efnahag ungs fólks á þeim tíma og leiddi af sér efnahagslega örðugleika heillar kynslóðar. Að mínum dómi vann sú ríkisstjórn efnahagsleg hryðjuverk gagnvart almenningi. Ef ég ber saman möguleika ungs fólks árið 1980 og möguleikana í dag þá er fullyrðing Ágústs Ólafs í besta falli dómur um fákænsku og í versta falli vitnisburður um tilraun til blekkingar, en seint tel ég að við sem þoldum þessi býsn getum talið okkur fátæk af annarra völdum. Þetta var sjálfskaparvíti, við kusum þessi ósköp yfir okkur. Hitt viðtalið var tekið við nýjasta fulltrúa fátæka fólksins, Ellert B. Schram. Öll umgjörð viðtalsins var við hæfi. Það mátti hver maður sjá og heyra að þar fór maður sem lagt hefur sig í líma við að deila kjörum með sínum minnstu bræðrum, og mun væntanlega í anda frelsarans deila öllu með þeim sem minna mega sín. Það er átakanlegt að verða vitni að tvískinnungnum í ræðu þeirra sem harðast deila á aukið misrétti. Ég held ég hafi heyrt einhvern tala um að nú þyrfti samræmt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingar- innar og atvinnulífs. Hvernig skyldi núverandi ástand, t.d. varðandi jað- arskatta, hafa orðið til? Langar ein- hvern til að komast að því? Ég held varla, a.m.k. minnist ég þess ekki að ég hafi séð einhverja sérstaka úttekt á tilurð ófagnaðarins. Enda myndi koma í ljós að megnið af jað- arsköttunum er tilkomið í samn- ingum fyrrgreindra aðila, ríkis- valds, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs. Hugmyndafræðin er sprottin úr kolli þess fólks sem hef- ur það að hugsjón að einstaklingn- um sé ekki treystandi fyrir eigin aflafé. Enn krefst þetta fólk aukinnar skattheimtu. Til þess eru vítin að varast þau. Ég treysti Íslendingum til að nota dómgreindina og hafna lukkuriddurunum sem ætla að bjarga okkur frá fátæktinni. Sú björgun mun verða fyrir okkar pen- inga. Sannið þið til, þegar kemur að skuldadögum mun fátæktin verða skilgreind á ný, þá mun eyrir ekkj- unnar verða jafnverðmætur og sjóð- ur auðkýfingsins. Sporin hræða. Fátækt fólk Eftir Hrafnkel A. Jónsson „Ég treysti Íslendingum til að nota dómgreind- ina og hafna lukkuriddurunum sem ætla að bjarga okkur frá fátæktinni.“ Höfundur er héraðsskjalavörður í Fellabæ. www.nowfoods.com ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.