Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 27 Í ALLRI umræðu um heilbrigð- ismál á Íslandi hefur mikið borið á talsmönnum einkarekstrar og jafn- vel einkavæðingar. Aðrir valkostir, utan opinbers rekstrar, hafa lítt verið ræddir. Ólafur Jónsson, lækn- ir, hefur haldið þessari umræðu vakandi með góðum efnislegum rökum og þekkingu. Hann er stuðn- ingsmaður einkarekstrar. Í grein í Morgunblaðinu fyrir skemmstu fjallar Ólafur réttilega um þann hugtakarugling að leggja að jöfnu einkarekstur og einkavæð- ingu. Hvort tveggja hefur þó hagn- aðinn að markmiði og ósjaldan leggur ríkið til fjármuni og mann- virki. Í tilefni þessarar umræðu er rétt að vekja athygli á eftirfarandi: 1. Bandaríska heilbrigðiskerfið er að stórum hluta einkarekið. Þó hef- ur þáttur hins opinbera á trygg- ingasviðinu aukist á síðustu árum. Í skýrslu, sem birt var í janúar sl. um kostnað við heilbrigðismál í Bandaríkjunum árið 2001, kemur m.a. fram, að útgjöld til rekstrar sjúkrahúsa höfðu hækkað um 8,3% frá árinu á undan. Þetta er mesta útgjaldaaukning í áratugi. Kostn- aður við heilbrigðiskerfið, sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu, hefur vax- ið úr 13,3% árið 2000 í 14,1% 2001. Þessi útkoma hefur aukið andstöðu þingmanna við að einkavæða op- inbera tryggingakerfið, eins og nú- verandi stjórnvöld hafa stefnt að. Stöðugt fleiri telja, að einkarekst- urinn hafi ekki staðið undir vænt- ingum. 2. Nýlega var birt í Kanada svo- nefnd Romanow-skýrsla. Hún er árangur 18 mánaða starfs sérfræð- inganefndar undir forystu Roys Romanows, fyrrum forsætisráð- herra Saskatchewan. Skýrslan hef- ur vakið mikla athygli. Þar koma fram miklar efasemdir um þátt einkarekstrar og einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Lagt er til að hækka til mikilla muna allar op- inberar fjárveitingar til heilbrigð- ismála og auka þjónustu á flestum sviðum. 3. Í Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi hafa orðið miklar umræður um einkarekstur á heilbrigðissviði og slakan árangur hans. Á Bret- landseyjum hefur einkarekstur, t.d. í samgöngum og heilbrigðisþjón- ustu, mátt þola harða gagnrýni. Í þessum löndum er meira og meira horft til sjálfseignar- og sameignar/ samvinnufélaga við rekstur ýmissa þátta heilbrigðisþjónustunnar. Hag- kvæmni þessara rekstrarforma felst í því, að arðurinn er ekki fjar- lægður. 4. Reynslan af einkarekstri á heilbrigðissviði virðist víða vera sú, að kostnaður vex, öryggi minnkar, þeim fækkar, sem eiga kost á „bestu þjónustu“ og aðgengi verður takmarkaðra. Þeirri skoðun vex mjög fylgi, að hagnaður hvers samfélags af góðri heilbrigðisþjónustu réttlæti vaxandi útgjöld. Þjóðfélagsleg arðsemi al- mennrar og góðrar heilbrigði, hjá ungum sem öldnum, sé mun meiri en álitið hafi verið til þessa. Um- ræðan um heilbrigðismál ætti því að mótast meira af arðsemi góðrar heilsu fyrir heildarafkomu hverrar þjóðar. Um leið verður að huga að því rekstrarformi sem hagkvæmast er. Það er ekkert sem segir, að einkarekstur eða einkavæðing hljóti að vera arftaki opinbers rekstrar. Aðferðirnar eru fleiri og sumar þeirra hafa gefist vel hér á landi. Er einkarekst- ur góður fyrir heilsuna? Eftir Árna Gunnarsson „Umræðan um heil- brigðismál ætti að mót- ast meira af arðsemi góðrar heilsu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. Á SÍÐUM Morgunblaðsins hefur undanfarna daga staðið umræða um laganám og skilyrði þess að lög- fræðingar geti notið lögmannsrétt- inda. Tilefnið er frumvarp sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram þar sem gert er ráð fyrir breytingu á lögum um lögmenn í þá veru að jafnræðis verði gætt milli lögfræð- inga um heimild til að afla sér lög- mannsréttinda án tillits til þess frá hvaða innlenda háskóla þeir hafa lokið prófi. Með þessu er dómsmála- ráðherra að bregðast við þeirri breytingu sem leiðir af því að innan skamms munu fleiri skólar en Há- skóli Íslands útskrifa lögfræðinga. Í lögum um lögmenn eins og þau eru núna er tekið fram að til að öðl- ast réttindi til að verða héraðsdóms- lögmaður þurfi umsækjandi að hafa lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands en að leggja megi að jöfnu sambærilegt próf frá öðr- um háskóla ef sérstök prófnefnd skv. lögunum telur að umsækjandi hafi næga þekkingu á íslenskum lögum. Þetta orðalag laganna miðar við sérréttindi Háskóla Íslands til að geta útskrifað lögfræðinga sem afl- að geta sér lögmannsréttinda án sérstaks hæfnisprófs. Þetta er sér- kennilegt, einkanlega í ljósi þess hversu nýleg lögin eru en þau voru sett árið 1998. Það er enda svo að í öðrum þeim lögum þar sem fjallað er um lögfræðipróf sem skilyrði réttindanautnar og sem nýlega hafa verið endurskoðuð hefur verið valið hlutlaust orðalag að þessu leyti. Þetta á t.d. við um dómstólalögin þar sem segir að meðal þeirra skil- yrða sem fullnægja verður til að geta orðið dómari við Hæstarétt sé að umsækjandi hafi lokið embættis- prófi í lögfræði eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður því jafngilt. Orðalag eins og það sem enn er á lögmannalögunum um veitingu lög- mannsréttinda samrýmist ekki nú- tíma hugmyndum um jafnræði. Það að dómsmálaráðherra skuli leggja til að lögunum verði breytt er því sjálfsagt og ætti ekki að þurfa að valda deilum. Samt er það svo að forseti laga- deildar Háskóla Íslands hefur séð ástæðu til að amast við þessari breytingatillögu í opinberri um- ræðu. Þá hefur deildarforsetinn val- ið að blanda öðru máli alls óskyldu inn í umræðuna að því er virðist eingöngu til að drepa málum á dreif en það er umræðan um fjárveit- ingar til HÍ og samanburður við fjárveitingar til annarra háskóla. Í þeirri umræðu leyfir deildarforset- inn sér að vísu að segja aðeins hálf- an sannleikann því hann fullyrðir að fjárveitingar til annarra háskóla séu jafnháar og fjárveitingar til HÍ þeg- ar staðreyndin er sú að að fjárveit- ingar til HÍ eru tvöfaldar á við fjár- veitingar til annarra háskóla. Það versta við þessa röksemdafærslu deildarforsetans er þó ekki hin óf- róma framsetning hans heldur hitt að hún kemur málinu ekkert við. Jafnræði að lögum er grundvall- aratriði sem við verðum að tryggja og þó að deildarforsetinn hefði rétt fyrir sér um það að HÍ nyti á ein- hvern hátt ekki jafnræðis á við aðra háskóla þá yrði aldrei úr því bætt með því að viðhalda ójafnræði á öðru sviði. Réttarástandið sem nú gildir að þessu leyti og sem deild- arforseti lagadeildar og raunar einnig Jakob R. Möller hæstarétt- arlögmaður hafa sagt á síðum Morgunblaðsins að óþarfi sé að breyta jafngildir í raun því að gert væri að skilyrði að til að öðlast lög- mannsréttindi yrðu menn að hafa lokið stúdentsprófi frá MA en að heimilt væri að leggja að jöfnu sam- bærilegt próf frá öðrum mennta- skóla ef sérstök prófnefnd teldi þekkingu umsækjanda fullnægj- andi. Allir sjá að svona getur þetta ekki verið. Lagapróf og jafnræði Eftir Ástráð Haraldsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og kennari við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. „Orðalag eins og það sem enn er á lögmanna- lögunum um veitingu lögmannsrétt- inda samrýmist ekki nú- tímahugmyndum um jafnræði.“ VIÐ Íslendingar erum duglegt fólk og viljum gjarnan skara fram úr öðrum þjóðum, vera mestir og bestir í öllu. Þegar kemur að sykurneyslu þjóðarinnar erum við á topp tíu list- anum. Mestir í sykurneyslu, mestir í gosdrykkju, mestir í sælgætisáti. Við erum hreinlega að springa úr sykuráti. Það er engu líkara en að á öxl okk- ar sitji feitur sykurpúki sem gælir við eyra okkar og hvísli: ,,Nammi, nammi, nammi, meira nammi.“ Þessi sykurpúki hefur hreiðrað um sig víða. Hann má sjá í auglýs- ingatímum fjölmiðlanna þar sem hann keppist við að sannfæra okkur um að gosdrykkja gefi okkur gott líf og einstaka tilfinningu og sælgætisát geri samskipti við hitt kynið jafnvel auðveldari. Hann hefur einnig hreiðrað um sig í stórmörkuðum landsins og lagt þar undir sig ótrúlega mikið af hillu- plássi, tekur fyrstur af öllum á móti viðskiptavinunum og kveður þá síð- astur. Hann hefur látið hanna utan um sig netta og fyrirferðarlitla kassa, svokallaða sjálfsala, sem hafa breiðst út eins og bólusótt um borg og byggð og sjá má á ótrúlegustu stöðum. Hann er alstaðar. Hvað er svo að því? kann einhver að spyrja. Þótt tíðni tannskemmda hafi minnkað á undanförnum árum eru Karius og Baktus ennþá sprelllifandi og verður að berjast á móti þeim aldrei sem fyrr. Ný vá virðist einnig vera fyrir dyrum, en það er gler- ungseyðing tanna. Aukin neysla á gosdrykkjum, ávaxta- og orku- drykkjum er talin eiga stóran þátt í þeirri þróun. Tennurnar okkar eru dýrmætar. Við eigum öll rétt á að halda þeim ævilangt án þess að þær skemmist eða leysist upp í sýrubaði. Snúum vörn í sókn gegn sykur- púkanum. Látum hann ekki eyði- leggja tennur okkar. Gefum honum ekki að borða. Sveltum hann í hel. Förum reglulega til tannlækins til að láta fylgjast með ástandi tanna og tannholds, og fáum fræðslu og leið- beiningar um mataræði og rétta munnhirðu.Tannlæknirinn og tann- fræðingurinn munu fúslega veita þér alla þá þjónustu sem tannheilsa þín þarfnast. Lifið (tann)heil. Íslenska þjóðin og sykurpúkinn Eftir Elísabetu Kjerúlf Höfundur er tannfræðingur. „Snúum vörn í sókn gegn syk- urpúk- anum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.