Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 28
E INKENNI framsækinna fyr- irtækja sem ná árangri er að þau setja mannauðinn í for- sæti, hlúa að honum og efla með ráðningu vel menntaðra einstaklinga og viðhalda honum með sí- menntun. Góð menntun starfsmanna er forsenda árangurs fyrirtækja hér á landi sem og annars staðar. Menntamál hafa um langt skeið verið meðal helstu áherslumála Verslunarráðs Íslands. Ráðið hefur í þeim efnum talið skyldu sína að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnvöld, en það hefur líka sjálft tekið þátt í uppbyggingu á mennta- sviðinu, með það að markmiði að efla þekkingu í þágu atvinnulífsins. Frá árinu 1922 hefur Verzlunarskóli Íslands verið rekinn á vegum ráðsins og á síðustu árum hefur það einnig látið til sín taka með bein- um hætti á háskólastiginu. Fyrsta skrefið var stigið með uppbyggingu Tölvuháskóla Verzlunarskólans og frá árinu 1998 hefur ráðið verið bakhjarl Háskólans í Reykja- vík (HR). Í dag eru bæði Verzlunarskólinn og HR reknir af Sjálfseignarstofnun Verslunarráðs Íslands um viðskipta- menntun, þar sem arðsemiskrafan er auk- in þekking í íslensku samfélagi og atvinnu- lífi. Verslunarráð Íslands er afar stolt af ár- angri Háskólans í Reykjavík. Skólinn býð- ur upp á hagnýtt nám sem nýtist beint í at- vinnulífinu en byggir um leið á traustum fræðilegum grunni fyrir framhaldsnám á þeim sviðum sem hann starfar á. Upp- haflega svaraði skólinn mikilli þörf fyrir fleiri menntaða einstaklinga á sviði kerfis- og tölvunarfræði, síðar bættist viðskipta- fræði við og síðast lögfræði. HR býður upp á vandað MBA-nám í samstarfi við fjölda virtra erlendra háskóla og Stjórnendaskóli HR veitir fjölda einstaklinga úr atvinnulíf- inu tækifæri til að auka við menntun sína með fjölbreyttu úrvali námskeiða og sér- sniðnu námi fyrir einstök fyrirtæki. HR og starfslið hans hefur metnað til að sinna vönduðum rannsóknum á þessum fræða- sviðum, enda er metnaðarfullt rannsókn- arstarf jafnan forsenda þess að háskóla- starf fái þrifist til lengri tíma litið. Til þess að gefa mynd af uppbyggingu HR er vert að nefna, að við stofnun skólans árið 1998 stunduðu rúmlega 300 stúdentar nám við skólann en í dag eru þeir rúmlega 1200. Miðað við áætlun skólans má gera ráð fyrir að næsta vor hafi skólinn braut- skráð 61 nemanda með MBA gráðu, 200 með BS gráðu í viðskiptafræði og 200 með BS gráðu í tölvunarfræði, auk fjölda kerf- isfræðinga. Hér hefur verið um að ræða mikilvæga viðbót við þann fjölda mennt- aðra einstaklinga á vinnumarkaði, sem lok- ið hafa prófum við aðrar stofnanir á há- skólastigi hér á landi og erlendis. Gæði háskóla verður að meta eftir ár- angri þeirra í samfélaginu til margra ára- tuga litið. Það er þó bæði athyglisvert og mikilvægt á að horfa að samhugur ríkir meðal þjóðarinnar um aukið val einstak- linga til menntunar. Alþingi staðfesti ný háskólalög árið 1997 og gerði sú lagasetn- ing starfsemi HR mögulega. Ýmis fyrir- tæki og í raun mörg af stærstu og fram- sæknustu fyrirtækjum landsins hafa sýnt skólanum traust með því að ráða til sín starfsfólk sem útskrifast hefur frá skól- anum, senda starfsmenn sína í símenntun þangað og með beinum fjárframlögum sem styrktaraðilar skólans. Nemendur hafa einnig sýnt skólanum traust með því að innrita sig til náms þar og treysta því að hann skili þeim sem öflugum einstakling- um út í þjóðfélagið. Það er þ sem lagðu verði trey dafna um starfsvilji skólanum festur af a stökkpallu sviði aukin landi. Þá er ek hóli atvinn samkeppni aukin til m samkeppni urs fyrir a að leggja h þjónusta s keppnishæ verð. Versluna þessi lögm um þar se eða nánast Aukin samkeppni og fjölbreytni í menntun Atvinnulífi Eftir Boga Pálsson 28 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í UPPHAFI vikunnar urðu oftar en einu sinni hörð orðaskipti um málefni Símans á alþingi. Eins og oft vill verða, þegar þung orð falla í ræðustól þingsins, beinist athyglin frekar að þeim en efni málsins. Samfylkingarmenn vildu kasta rýrð á Halldór Blöndal, forseta alþingis, á þeirri forsendu, að hann væri að hylma yfir með þeim, sem vildu ekki segja frá starfslokasamningi við Þórarin V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóra Símans. Þegar litið er á málatilbúnaðinn sést fljótt, að hann er með þeim hætti, að taka verður undir orð Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í umræðunum á þriðjudag, „að þetta gæti ekki gerst í nokkru öðru þingi veraldarinnar, að menn mundu ráðast með þessum hætti að forseta þings. Það mundi hvergi gerast, að minnsta kosti ekki í hinum vestræna heimi“. Hið furðulega í málinu er, að fyrsti varaforseti alþing- is, samfylkingarþingmaðurinn Guðmundur Árni Stef- ánsson, er aðalhvatamaður þessarar aðfarar að forseta alþingis. Þegar grannt er skoðað fer hann ekki að mál- efnalegum rökum, heldur elur á tortryggni í von um að koma höggi á pólitíska andstæðinga. x x x Hvert er efni málsins? Jú, hinn 5. nóvember síðastlið- inn ritar forsætisnefndarmaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson forsætisnefnd alþingis bréf og fer þess á leit við nefndina, að hún feli ríkisendurskoðun að gefa al- þingi skýrslu um fjárhagslegt uppgjör Símans við Þór- arin Viðar Þórarinsson, en það var gert í tengslum við starfslok hans hjá fyrirtækinu. Segir í bréfinu, að rík- isendurskoðun hafi unnið skýrslu um samskonar efni fyrir stjórn Símans, en stjórnin hafi hafnað að birta skýrsluna opinberlega. Ósk um skýrsluna hafi komið frá stjórn Símans eftir opinberar umræður um málið, þar á meðal á alþingi, og þess vegna sé eðlilegt, að alþingi fái vitneskju um niðurstöður ríkisendurskoðunar. Þegar forseti alþingis fær þetta bréf biður hann Frið- rik Ólafsson, skrifstofustjóra alþingis, að gefa sér álit um lögmæt viðbrögð við því. Álitsgerð hans er dagsett 3. desember 2002. Niðurlagsorð álitsgerðarinnar eru þessi: „Mál þetta snýst um það hvort gert verði opinbert efni skýrslunnar sem Ríkisendurskoðun vann fyrir Landssíma Íslands hf. á sínum tíma. Fyrir liggu skýrslan er trúnaðarskýrsla unnin af ríkisendur anda sem endurskoðanda Landssíma Íslands h mgr. 6. gr. laga nr. 86/1997, um Ríkisendurskoð ljóst er að ríkisendurskoðandi væri að bregðast aðarskyldu sinni ef hann gerði uppskátt um efn unnar. Eins og málið er vaxið þykja því ekki efn ríkisendurskoðanda sé gert að skila umbeðinni Þetta álit skrifstofustjóra alþingis var lagt fy sætisnefnd þingsins 21. janúar sl. en vegna fjarv Guðmundar Árna hafði forseti ákveðið að ræða á fundi nefndarinnar 10. desember. Forseti alþi kynnti forsætisnefnd afstöðu sína á fundi henna úar. Þar bókaði hann, að í mars 1997 hefði forsæ neytið falið Stefáni Má Stefánssyni, lagaprófess Háskóla Íslands, að gera lögfræðilega úttekt á a alþingis að upplýsingum um hlutafélög í eigu rík Hefði forsætisráðherra sent þinginu skýrslu og álit prófessorsins, þar sem fram kæmi, að það v valdi stjórna eða hluthafafunda fyrirtækja, sem væru alfarið í eigu ríkisins, að ákveða, hvaða má væru, sem talist gætu viðskiptaleyndarmál og æ fara leynt. Stjórn Símans hefði hafnað því, að sk ríkisendurskoðanda yrði gerð opinber. „Með vís álitsgerðar Stefáns Más Stefánssonar prófessor ekki efni til að verða við beiðni alþingismannsin forseti alþingis í lok bókunar sinnar og hafnaði þ ósk Guðmundar Árna. x x x Halldór Blöndal, forseti alþingis, skýrði frá þ rökstuddu niðurstöðu sinni í upphafi þingfunda daginn 2. febrúar og sagði þá jafnframt, að fors isnefnd alþingis hefði ekki borist beiðni um að t starfslokasamning fyrrverandi forstjóra Síman unar, eins og ranglega hefði verið sagt frá á Byl 29. janúar og í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpin dag. Málflutningur þingmanna Samfylkingarinna byggðist á ávirðingum í garð forseta alþingis. Á um, að hann væri í liði með þeim, „sem eru í sam Eftir Björn Bjarnason Með lögum skal la VETTVANGUR ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐUR Í MORGUNBLAÐINU Eitt mikilvægasta hlutverk Morg-unblaðsins, auk almenns og víð-tæks fréttaflutnings af innlend- um og erlendum atburðum, er að vera vettvangur opinnar umræðu um þjóð- mál. Blaðið hefur metnað til þess að rækja þetta hlutverk eins vel og kostur er, enda er fátt þýðingarmeira í frjálsu lýðræðisþjóðfélagi en tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi. Í samræmi við þetta grundvallar- sjónarmið Morgunblaðsins birtir blaðið dag hvern fjölda greina og bréfa eftir einstaklinga um þau málefni, sem efst eru á baugi eða greinarhöfundum er of- arlega í huga. Á síðari árum hefur orðið æ erfiðara að veita fólki góða þjónustu í þessum efnum vegna þess hversu blaðinu berst mikill fjöldi greina til birtingar dag hvern. Að sumu leyti end- urspeglar þetta aðstreymi greina áhuga hins almenna borgara á að taka þátt í þjóðmálaumræðum en að öðru leyti er um að ræða nánast misnotkun á þessari aðstöðu. Sú misnotkun felst í því, að bæði einstakir stjórnmálaflokkar og fé- lagasamtök fela fagmönnum að „fram- leiða“ greinar, sem síðan er óskað birt- ingar á undir nöfnum annarra einstaklinga. Markmiðið þarf í sjálfu sér ekki að vera athugavert, þ.e. að kynna ákveðinn málstað eða baráttu fyrir ákveðnum málefnum. Hitt er ljóst að það er hægt að ganga of langt í kröf- um á hendur einu dagblaði í þessum efnum. Nú fara kosningar í hönd eða hinn 10. maí nk. Fengin reynsla sýnir að að- streymi greina frá frambjóðendum og aðilum á vegum flokka verður gífurlegt og í raun óviðráðanlegt. Slíkt greina- magn, sem stundum hefur birzt í Morg- unblaðinu fyrir kosningar, þjónar litlum tilgangi nema kannski þeim að frambjóðendur eins flokks verði sýni- legri á síðum blaðsins en frambjóðend- ur annars flokks. Morgunblaðið vill leggja sitt af mörk- um til þess að almennar umræður um þjóðmál á síðum blaðsins verði mark- vissari, uppbyggilegri, málefnalegri og þjóni þeim tilgangi að upplýsa kjósend- ur um málefnin, sem til umræðu eru og viðhorf einstakra flokka og frambjóð- enda til þeirra. En jafnframt að dregið verði úr því greinaflóði, sem berst að blaðinu frá flokkum og frambjóðendum og lýst hefur verið hér að framan. Í því skyni hefur ritstjórn Morgun- blaðsins ákveðið að skipa greinum for- ystusveita stjórnmálaflokkanna, þing- manna og helztu frambjóðenda veglegan sess í blaðinu fram að kosn- ingum á miðopnu blaðsins dag hvern ut- an sunnudaga, þegar Reykjavíkurbréf birtist á þeim stað. En jafnframt að um- ræður stjórnmálamannanna verði tak- markaðar við þetta svæði í blaðinu frá mánudegi til laugardags auk viðbótar- pláss á sunnudögum eins og verið hefur. Það gerir blaðinu jafnframt kleift að tryggja hinum almenna borgara betri aðgang að blaðinu í kosningabaráttunni til þess að tjá hug sinn um þau málefni, sem til umræðu eru. Auk þess stendur öllum opið að koma sjónarmiðum og skoðunum á framfæri í greinum, sem birtar eru á netútgáfu Morgunblaðsins, en alkunna er að yngri kynslóðir nýta sér Netið mjög til skoðanaskipta. Það er ósk ritstjórnar Morgunblaðs- ins að talsmenn og málsvarar stjórn- málaflokkanna, sem nýta sér þessa að- stöðu í blaðinu, geri það með því hugarfari að upplýsa almenning um málefni en ekki til þess að standa í póli- tísku skítkasti hver við annan. Á undanförnum mánuðum hefur blaðið unnið að því að byggja upp eins konar leiðaraopnu á laugardögum og mánudögum, þar sem fjölmargir ein- staklingar, ekki sízt úr röðum yngra fólks úr stjórnmálum, hafa komið við sögu. Þessi viðleitni hefur gefizt vel og hefur stuðlað að málefnalegum um- ræðum um þjóðmál. Sú hugmynd, sem leiðaraopnur Morgunblaðsins á laugardögum og mánudögum byggjast á og byggist á svipaðri útfærslu í dagblöðum austan hafs og vestan, mun nú ná til allra daga utan sunnudaga, allavega fram að kosn- ingum. Það er von Morgunblaðsins að for- ystusveitir stjórnmálaflokkanna taki þessum ákvörðunum vel og líti á þær sem framfaraspor í þjóðmálaumræðum á síðum blaðsins. ÁFENGISAUGLÝSINGAR Úrskurður sænsks dómstóls um aðsænsk lög sem banna áfengisaug- lýsingar í fjölmiðlum brjóti gegn reglum Evrópusambandsins hlýtur að verða íslenskum stjórnvöldum um- hugsunarefni. Niðurstaða dómstólsins var að sænsku lögin væru marklaus þar sem þau brytu í bága við reglur ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu á hin- um innri markaði sambandsins. Þótt dómurinn hafi ekki réttaráhrif á Ís- landi verður ekki hjá því litið að Íslend- ingar eru í mjög svipaðri stöðu og Sví- ar. Ísland á aðild að hinum innri markaði ESB vegna EES-samnings- ins. Hér á landi hefur verið deilt um áfengisauglýsingar með nær sömu rök- um og í Svíþjóð. Árið 1999 kvað Hæstiréttur upp þann úrskurð að bann við áfengisaug- lýsingum væri ekki óheimilt sam- kvæmt stjórnarskrá. Þótt auglýsingar nytu verndar tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar mætti takmarka það í þágu heilsuverndar. Ríkissak- sóknari hafði vísað til íslenskrar heil- brigðisáætlunar í því sambandi. Sömu rökum var beitt fyrir sænska dóm- stólnum og hafnað á grundvelli með- alhófsreglunnar. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar hefur auglýsingaumhverfið verið svipað hér og í Svíþjóð. Áfengisauglýsingar blasa við augum almennings á löglegan hátt í gegnum erlenda fjölmiðla, tímarit og gervihnattasjónvarp. Netið hefur af- máð landamæri á auglýsingamarkaðn- um. Í íslenskum dagblöðum, tímarit- um, útvarpi og sjónvarpi eru birtar lítt duldar áfengisauglýsingar. Jafnvel hið opinbera er þar ekki undanskilið. Slík- ar auglýsingar má sjá í Ríkissjónvarp- inu og jafnvel á innkaupapokum ÁTVR. Bann við áfengisauglýsingum er í raun meira í orði en á borði. Úrskurður sænska dómstólsins ætti að verða íslenskum stjórnvöldum hvatning til að afnema þetta bann, sem ekki er hægt að sjá að þjóni lengur nokkrum tilgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.