Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 29
því afar mikilvægt að sá grunnur ur hefur verið að starfsemi HR ystur og skólinn fái að vaxa og ókomna áratugi. Að sá sam- og traust sem stjórnvöld sýndu í upphafi og hefur verið stað- atvinnulífinu og nemendum verði ur skólans til frekari árangurs á nnar og bættrar menntunar á Ís- kki síður mikilvægt, frá sjónar- nulífsins, að með tilkomu HR var i á háskólastiginu hér á landi muna. Flestir eru sammála um að i leiði að jafnaði til betri árang- alla. Í samkeppnisumhverfi þarf harðar að sér en ella. Sú vara eða sem í boði er þarf að vera sam- æf, bæði að því er snertir gæði og arráð er þeirrar skoðunar að mál samkeppninnar eigi við á svið- em hið opinbera hefur verið eini t eini veitandi þjónustunnar, svo sem í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þannig hefur ráðið ítrekað bent á, að unnt sé að skapa samkeppni og efla einkafram- tak í rekstri á þessum sviðum, jafnvel þótt hið opinbera haldi áfram að greiða fyrir þjónustuna að hluta eða öllu leyti. Starf- semi HR er einmitt dæmi um þetta. Sjálfs- eignarstofnun ber ábyrgð á rekstri skólans en fær fjárveitingu frá hinu opinbera vegna hluta kostnaðarins, í þessu tilviki miðað við ákveðna fjárveitingu vegna hvers nemanda sem stundar þar nám. Hóf- leg skólagjöld eru síðan innheimt af nem- endum til þess að unnt sé að standa undir kostnaði við uppbyggingu skólans og ýmsa þá þjónustu og aðstöðu sem boðið er upp á. Þegar stofnanir með mismunandi rekstrarform eru bornar saman, eins og á við um Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, greinir á milli rekstrarforsendna í mikilvægum atriðum. HR innheimtir skólagjöld sem HÍ er ekki heimilt að gera, en á móti kemur að HÍ hefur tekjur af rekstri Happdrættis Háskóla Íslands auk þess sem HÍ greiðir engan húsnæðiskostn- að. Þeir nemendur sem stunda nám í HR velja að taka þátt í fjármögnun eigin náms. Nyti HR ekki við má gera ráð fyrir að flestir þessir einstaklingar sæktu nám sitt til HÍ með þeim afleiðingum að kostnaður HÍ og þörf hans fyrir fjármagn frá ríkinu ykist verulega. Það er að mati Verslunarráðs hagkvæmt fyrir stjórnvöld að styðja starfsemi HR. Atvinnulífið telur nauðsynlegt fyrir lang- tímagæði námsins og þar með talið árang- ur nemenda skólans að halda uppi öflugu rannsóknastarfi HR með staðfestingu menntamálaráðherra á viljayfirlýsingu fv. ráðherra um samning um framlag til rann- sókna við skólann. Stjórnvöld hafa sýnt uppbyggingu Há- skólans í Reykjavík mikilvægan skilning á undanförnum árum og vonir atvinnulífsins standa til að svo verði áfram. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins fið telur mikilvægt að með tilkomu HR hefur samkeppni á háskólastiginu verið aukin til muna, segir greinarhöfundur. Höfundur er formaður Verslunarráðs Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 29 S ÍÐASTLIÐINN mið- vikudag kvað sænskur áfrýjunardómstóll, „Marknadsdomstolen“, upp dóm í máli sænska ríkisins (umboðsmanns neytenda) gegn fyrirtækinu „Gourmet Int- ernational Products“ (hér eftir GIP). Forsaga málsins var sú að Gourmet, tímarit GIP, innihélt haustið 1997 þrjár heilsíðuáfeng- isauglýsingar – eina fyrir rauðvín og tvær fyrir vískí. Sænsk lög banna hins vegar áfengisauglýs- ingar í tímaritum og sambærilegum ritum, sem og öðrum prentmiðlum – að undanskildum ritum sem ein- ungis eru fáanleg á sölustöðum áfengis. Ríkisvaldið stefndi því GIP fyrir dómstóla vegna hins meinta brots. Ríkið tapaði málinu í undir- rétti en áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Er skemmst frá því að segja að „Marknadsdomstolen“ komst að sömu niðurstöðu og undirréttur, þ.e. að auglýsingabannið sem mála- tilbúnaður ríkisins byggðist á bryti gegn reglum Evrópuréttarins og yrði ekki lagt til grundvallar dóms- niðurstöðu. Var GIP þannig sýknað og getur haldið áfram að birta áfengisauglýsingar í sínum tímarit- um. Aðrir sænskir útgefendur geta löglega tekið upp sömu iðju. „Marknadsdomstolen“ er æðsta dómsstig í umræddu máli og verður niðurstaða hans því ekki endur- skoðuð. Nú er það svo að úrlausnir sænskra dómstóla hafa, sem slíkar, ekki réttaráhrif hérlendis. Auk- inheldur er Svíþjóð aðili að Evrópu- sambandinu en Ísland ekki. Því er von að spurt sé hvort þessi dóms- niðurstaða hafi einhverja þýðingu hérlendis! Svarið við þeirri spurningu getur vart verið annað en játandi. Kemur þar tvennt til: Þau ákvæði Evrópu- réttarins sem auglýsingabannið var talið brjóta gegn voru tekin upp í meginmáli EES-samningsins, sem Ísland er þjóðréttarlega bundið af og sem lögfest er hérlendis; það ís- lenska laga- og markaðsumhverfi er máli skiptir fyrir niðurstöðuna er á margan hátt sambærilegt við það sænska. Hins vegar er engan veg- inn hægt að slá fastri sömu afstöðu íslenskra dómstóla og þeirra sænsku til þeirra matskenndu at- riða er úrslitum réðu í málinu. Því til viðbótar myndu réttaráhrif sam- hljóða niðurstöðu á Íslandi vera nokkuð frábrugðin áhrifunum í Sví- þjóð og öðrum löndum Evrópusam- bandsins þar sem umræddar rétt- arreglur Evrópusambandsins hafa þar bein réttaráhrif og njóta for- gangs gagnvart reglum landsrétt- arins. Þær reglur Evrópuréttarins er „Marknadsdomstolen“ taldi brotn- ar með auglýsingabanninu voru grundvallarreglur samningsins um Evrópubandalagið um frjálst flæði vöru og þjónustu. Dómstóllinn taldi ekki vera fyrir hendi þau skilyrði frávika frá þessum reglum er varða vernd lífs og heilsu. Raunar hafði undirréttur kallað eftir bindandi forúrskurði Evrópudómstólsins um málið og var niðurstaða hans á þá lund að umræddar grundvall- arreglur væru skýrlega brotnar en að mat á því hvort við ætti að beita nefndum undantekningarákvæðum félli undir valdsvið sænskra dóm- stóla. Þannig voru það í raun aðeins þessar undantekningarreglur er varða vernd lífs og heilsu er sænsk- ir dómstólar tóku sjálfstæða af- stöðu til. Og það sem meira er, regl- urnar um aðferðafræðina við slíkt mat eru Evrópuréttarreglur, ekki reglur sænsks landsréttar. Hið sjálfstæða innlegg „Markn- adstomstolen“, eftir forskrift Evr- ópuréttarins, var að meta meðalhóf auglýsingabannsins, samanborið við hið lögmæta markmið um vernd lífs og heilsu. Í þessu mati fólst könnun á því hvort orsakatengsl væru á milli auglýsingabannsins og markmiðsins, auk mats á því hvort bannið væri nauðsynlegt til að ná markmiðinu. Loks stóð upp á dóm- stólinn að meta hvort hægt væri að ná markmiðum bannsins með að- ferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu í Evr- ópusambandinu. Komst „Markn- adsdomstolen“ vandræðalaust að þeirri niðurstöðu að áfengisauglýs- ingar eins og þær sem málið snerist um gætu haft áhrif til aukningar áfengisneyslu og að orsakasam- hengi væri þannig fyrir hendi. Eftir að hafa skoðað bæði staðreyndir og lagaumhverfi á sænskum áfengis- markaði, þau markmið sænska rík- isins að halda niðri áfengisneyslu og þær aðferðir sem það beitti og stæði til boða hafnaði dómstóllinn því að sýnt væri fram á nauðsyn bannsins fyrir vernd lífs og heilsu. Loks komst „Marknadsdomstolen“ að þeirri niðurstöðu að hægt væri að vernda líf og heilsu sænskra borgara með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en auglýsinga- bannið. Af framangreindu má sjá að hinn sænski dóm- ur er í raun ekki svo sænskur. Miklu nær væri að segja að mikilvægir þættir hans séu ein- ungis framkvæmd á settum réttar- reglum Evrópusambandsins og dómaframkvæmd Evrópudóm- stólsins. Eins og þegar er fram komið hefur Ísland í EES-samn- ingnum undirgengist sömu settu Evrópuréttarreglur og fjallað var um í Svíþjóð. Aukinheldur er Ís- land, eftir atvikum, bundið af túlk- un Evrópudómstólsins á þessum reglum, eða verður að taka til þeirra verulegt tillit. Þegar hinn eiginlegi sænski hluti dómsins er skoðaður liggur fyrir að sá sænski veruleiki og það lagaum- hverfi sem sjö dómarar í áfrýjunar- dómstól – og tvö dómsstig – lögðu til grundvallar því mati sínu er úr- slitum réð er nauðalíkt hinu ís- lenska. Viðeigandi einkenni sænsks áfengismarkaðar voru t.a.m. talin vera einkaleyfi ríkisins til smásölu- verslunar með áfengi, takmarkanir á afgreiðslutíma staða sem selja áfengi, leyfisskilyrði fyrir áfengis- veitingum, aldurstakmörk, hæstu áfengisskattar í Evrópusambandinu og bann við áfengisauglýsingum í sjónvarpi og útvarpi. Allt framan- greint á einnig við um íslenskan áfengismarkað og lagaumhverfi hans og einnig flest það annað sem dómstóllinn leit til, svo sem það að áfengisauglýsingar blasa hvarvetna við í innfluttum blöðum og tímarit- um, sem og í útsendingum erlendra sjónvarpsstöðva sem nást hérlendis. Hvaða ályktanir er þá hægt að draga um afdrif hins íslenska aug- lýsingabanns verði látið á það reyna fyrir hérlendum dómstólum? Um það skal ekki fjölyrt en eftirfarandi má hafa í huga: Þær reglur Evr- ópuréttarins er varða bann við áfengisauglýsingum í prentmiðlum eru efnislega þær sömu í Svíþjóð og á Íslandi. Veruleiki íslensks áfeng- ismarkaðar og lagaumhverfi hans eru í flestu spegilmynd hins sænska. Og á meðan haft er fyrir satt að hjörtunum svipi saman í Súdan og Grímsnesinu svipar vart minna saman lögfræðilegum þankagangi íslenskra dómara og sænskra kollega þeirra. Er bannað að banna áfengis- auglýsingar? Eftir Einar Pál Tamimi ’ Hinn sænski dómur er íraun ekki svo sænskur ‘ Höfundur er forstöðumaður Evrópu- réttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og lektor við lagadeild skólans. stjórn ur að rskoð- f., sbr. 2. ðun, og t trún- ni skýrsl- ni til að skýrslu.“ yrir for- veru það ekki ingis ar 28. jan- ætisráðu- sor við aðgangi kisins. g þetta væri á m ekki ál það ættu að kýrsla san til rs tel ég ns,“ sagði þar með þessari ar mánu- æt- taka ns til skoð- lgjunni nu sama ar á þingi Ásökunum msæri þagnarinnar, í feluleiknum og vilja viðhalda leynimakk- inu“ eins og Guðmundur Árni orðaði það. Lúðvík Berg- vinsson taldi forseta þingsins hafa gengið í lið með þeim, sem væru „greinilega í einhverju sem ekki þolir dags- ljósið“. Halldór Blöndal sagði þingheimi ekki neitt um, hvort hann teldi skynsamlegt eða ekki að birta starfsloka- samning Þórarins V. Þórarinssonar eða skýrslu rík- isendurskoðanda, sem gerð var að ósk stjórnar Símans. Hann tók hins vegar á erindi Guðmundar Árna Stef- ánssonar með málefnalegum hætti. Það var stjórn Símans undir formennsku Rannveigar Rist, sem ákvað, að skýrsla ríkisendurskoðunar hefði að geyma viðskiptaleyndarmál og ætti því ekki að birta hana opinberlega. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þingumræðunum, að þing- menn gætu haft ýmsar skoðanir á ákvörðun stjórnar Símans, en þeir gætu ekki sagt henni, hvaða upplýsingar hún ætti að láta af hendi eða halda hjá sér. Öll umræðan væri meira og minna útúrsnúningur, tilraun til þess að koma höggi á forseta þingsins. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á hina lög- fræðilegu niðurstöðu í málinu og spurði, hvort þingmenn vildu, að forseti alþingis gæfi ríkisendurskoðanda ólög- mæt fyrirmæli. x x x Þegar skýrsla umboðmanns alþingis fyrir árið 2001 var til umræðu á þingi síðastliðið haust urðu nokkur orðaskipti um ábendingar hans um hvort huga bæri að sérstakri, almennri löggjöf um starfsumhverfi fyr- irtækja á vegum ríkis og sveitarfélaga, sem breytt er í hluta- eða sameignarfélög. Í umræðum um skýrsluna sagði Halldór Blöndal, for- seti alþingis, meðal annars: „Það er ljóst að það hefur verið litið svo á á Alþingi, a.m.k. af meirihlutanum, að opinberar stofnanir breyti um eðli um leið og hlutabréf hafa verið sett á markað og einstaklingar eða aðrir aðilar gerst hluthafar og þá sé rétt að um þau fjalli einkaréttarleg ákvæði. Á þetta hef- ur áður reynt hér og ættu það ekki að vera nýmæli fyrir hv. þingmenn. Á hinn bóginn hef ég skilið vangaveltur umboðsmanns Alþingis svo að hann sé sérstaklega að tala um hvernig almennar reglur stjórnsýsluréttar eigi við um hlutafélög og sameignarfélög í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga. Eins og ég skil ummæli umboðsmanns tel- ur hann að löggjöfin um þau efni sé ekki nægilega skýr, sem er auðvitað óviðunandi og óhjákvæmilegt að taka það mál upp þannig að starfsreglur þessara fyrirtækja liggi ljósar fyrir og bæði stjórnendur þeirra, alþing- ismenn og eftir atvikum sveitarstjórnarmenn geti áttað sig á þeim rétti sem þeir hafa til að veita upplýsingar og einnig til að önnur fyrirtæki sem starfa úti á markaðnum geti glöggvað sig á því hvar þau standa í viðskiptum við slík fyrirtæki. Eins og hv. þingmenn muna var ein höfuðröksemdin fyrir því að breyta Landssímanum í hlutafélag á sínum tíma sú að hann átti í vaxandi erfiðleikum með samvinnu og viðskipti við önnur sambærileg fyrirtæki í nálægum löndum sem breytt hafði verið í einkafyrirtæki. Af þeim sökum var óhjákvæmilegt að þessi breyting gæti orðið, einmitt til að tryggja þá viðskiptahagsmuni sem tengdir voru því að eiga viðskipti við slík opinber fyrirtæki, fyr- irtæki í eigu opinberra aðila … Það hlýtur síðan að fara eftir atvikum hvernig framvindan verður, hvernig málið ber að í þinginu, hvort einstakir þingmenn hafa að því frumkvæði eða frv. verður lagt fram af ríkisstjórninni eða hæstv. viðsk.- og iðnrh. Ég hygg að umræðurnar í dag sýni glögglega að óvissan í þessum efnum er óþol- andi.“ Halldóri Blöndal er betur ljóst en þeim þingmönnum, sem stóðu fyrir aðförinni að honum, hvernig lögum um skyldur til að miðla upplýsingum um málefni fyrirtækja á borð við Símann er háttað. Hann hefur jafnframt hvatt til þess, að farið verði að ábendingum umboðsmanns al- þingis um skýrari almenn lagaákvæði um slík fyrirtæki. Samkvæmt landslögum breytir afstaða forseta alþing- is engu um þá staðreynd, að stjórn Símans eða hluthafa- fundur hans á lögum samkvæmt síðasta orðið um að- gang þingmanna og annarra að skýrslu ríkisendurskoðanda um málefni fyrirtækisins, hvort sem hún fjallar um starfslokasamning eða annað. bjorn@centrum.is and byggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.