Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HöskuldurBjarnason fædd- ist á Klúku í Bjarn- arfirði á Ströndum 11. maí 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjarni Guðmunds- son, bóndi, f. 29. september 1857, d. 29. janúar 1920, og Jóhanna Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 23. ágúst 1868, d. 21. maí 1951. Systkini Höskuldar voru sex og eru öll látin. Þau voru Elísabet Ragnhildur, húsmóðir á Akureyri; Helga Soffía, húsmóðir á Drangsnesi; Elías, sjó- maður á Mýrum á Drangsnesi; Zóphanías, sjómaður í Reykjavík; Skúli, sjómaður og refaskytta á Drangsnesi, og Sigurður, smiður á Drangsnesi, síðar á Hvammstanga. Hinn 25. október 1942 kvæntist Höskuldur Önnu Guðrúnu Hall- dórsdóttur, f. 11. október 1922, frá Bæ á Selströnd. Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundsson, bóndi í Bæ, f. 1. október 1897, d. 13. febr- úar 1975, og Guðrún Petrína Árna- dóttir, húsfreyja, f. 27. janúar 1976, faðir hans er Hjörtur Aðal- steinsson, f. 6. maí 1953. 6) Auður, f. 14. september 1952, maki Jón Anton Magnússon, f. 19. maí 1939. Börn þeirra eru: Anna Heiða, f. 25. júní 1972, Höskuldur Búi, f. 29. september 1973, Elísabet Snædís, f. 3. janúar 1979, og Unnur Sædís, f. 30. ágúst 1982. 7) Halldór, f. 30. október 1958, maki Sunna Jakob- ína Einarsdóttir, f. 2. mars 1962. Börn þeirra eru: Jón Eðvald, f. 4. júní 1980, og Anna Guðrún, f. 5. júní 1986. Langafabörnin eru níu. Höskuldur starfaði við sjávarút- veg allt frá 18 ára aldri til 78 ára. Hann stundaði einnig ýmsa tilfall- andi vinnu í styttri tíma, svo sem vega- og byggingarvinnu. Hösk- uldur beitti sér fyrir fjölmörgum framfaramálum í heimabyggð sinni Drangsnesi í Kaldrananes- hreppi. Hann var einn af stofnend- um Verkalýðsfélags Kaldrananes- hrepps og var gjaldkeri þess um langt árabil. Hann starfaði einnig fyrir Ungmennafélagið Neista og Lestrarfélagið sem átti mjög gott safn prentaðra og handskrifaðra bóka. Höskuldur og Anna hófu bú- skap sinn árið 1941 á Drangsnesi. Fyrst bjuggu þau í húsinu Litla- Burstafelli. Síðar byggðu þau hús- ið Burstafell og þar bjuggu þau þangað til þau fluttu á Dvalarheim- ilið Hrafnistu í Reykjavík árið 1994. Útför Höskuldar fer fram frá Drangsneskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1894, d. 29. júní 1974. Börn Höskuldar og Önnu Guðrúnar eru: 1) Gunnhildur, f. 24. júní 1942, maki Erling Birkir Ottósson, f. 16. mars 1946. Synir þeirra eru Höskuldur, f. 16. júlí 1965, og Ottó, f. 31. mars 1970. 2) Jóhanna Björk, f. 21. febrúar 1943, maki Hans John Larsen, f. 30. september 1943. Börn þeirra eru: Laila Björk, f. 2. janúar 1970, og Martin Hall- dór, f. 6. júlí 1973. 3) Bjarnveig, f. 5. ágúst 1946, maki Ragnar Sig- björnsson, f. 7. maí 1944. Dætur þeirra eru: Anna Birna, f. 21. febr- úar 1966, Sólveig, f. 28. október 1977, og Bryndís, f. 3. júlí 1979. 4) Friðgeir, f. 31. júlí 1947, maki Sig- urbjörg Halldóra Halldórsdóttir, f. 9. desember 1947. Börn þeirra eru: Svava Halldóra, f. 27. nóvember 1972, og Halldór Logi, f. 4. maí 1975. 5) Anna Guðrún, f. 4. október 1949, maki Guðmundur Ingvars- son, f. 24. febrúar 1951. Sonur þeirra er Víðir Freyr, f. 24. desem- ber 1980. Fyrir átti Anna Guðrún soninn Hlyn Geir, f. 31. október Í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn, Höskuldur Bjarnason frá Drangsnesi, að lokinni langri og far- sælli ævi. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þessum hægláta öðlingsmanni um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og tókst þá strax með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á í þau hartnær fjörutíu ár sem leiðir okkar lágu saman. Ég minnist með gleði allra þeirra fjölmörgu ánægjustunda sem við höf- um átt saman, fyrst á heimili hans og síðar á heimili mínu, og rætt um byggðasögu, þjóðfélagsmál, tækni, í stuttu máli um heima og geima. Á þessum samverustundum kynntist ég ekki bara manninum, Höskuldi Bjarnasyni, heldur einnig því um- hverfi þar sem hann var runninn upp og þeim þjóðfélagsaðstæðum sem höfðu mótað hann og lífssýn hans. Honum var það raunar nokkurt áhugaefni að auka skilning minn á þeim lífsskilyrðum sem alþýða bjó við á fyrri hluta síðustu aldar, erfiðri lífs- baráttu, kröppum kjörum, og síðast en ekki síst þeirri þrautseigju og þeim dugnaði sem að lokum færði okkur þá velmegun sem við búum við í hinu tæknivædda samfélagi nú- tímans. Höskuldur var áhugasamur um hvers konar framfarir sem tengdust tækni og hagnýtingu hennar. Í því sambandi má einkum nefna hinar stórstígu framfarir í sjávarútvegi, en einnig bættar samgöngur og nýtingu heits vatns á svonefndum köldum svæðum. Skólamál voru honum einn- ig hugleikin og í því sambandi ekki laust við að hann tregaði hversu lítil sú skólaganga var sem honum hafði auðnast. Þrátt fyrir litla skólagöngu var Höskuldur Bjarnason vel mennt- aður, með ótrúlega góða yfirsýn og skarpan skilning, jákvætt hugarfar og lagði jafnan gott til flestra mála. Það eru forréttindi að kynnast slíkum manni og ómetanlegt að njóta sam- vista hans og leiðsagnar. og þegar duftið fellur hægt að faðmi þíns frjálsa lands með nafn þitt greypt í stein og þröstur syngur eins og enginn hafi hér áður sungið kveðjuljóð við grein þá hvíslar jörðin hljótt við lyng og rætur og heimtir aftur vor sem liðið er og minning þín er íslenzkt ævintýri og eilíft vitni þess sem fylgdi þér (Matthías Johannessen.) Ragnar Sigbjörnsson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns, Höskuldar á Burstafelli, sem lést 1. febr sl. Ég kynntist Höska fyrst þegar ég flutti á Drangsnes fyrir rúmum tutt- ugu árum. Það var viss upplifun hjá mér ungri stúlkunni, alinni upp af foreldrum af allt annarri kynslóð, að kynnast hans hugsunarhætti. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var hvað hann var stundvís, mættur í vinnuna ekki seinna en korteri fyrr en vinnan hófst. Enda lærðist mér fljótt ef hann bað mig að keyra sig eitthvað, og tal- aði um svona um eittleytið, þá meinti hann rétt fyrir eitt en ekki rétt eftir eitt. Hann hafði gaman af því að segja frá hvernig lífið var þegar hann var ungur drengur á Klúku. Til dæmis þegar hann sat hjá frammi í Halladal og mamma hans breiddi hvítt lak á þekjuna þegar hann átti að koma heim. Það voru margar svona sögur sem hann sagði, sem mér fannst al- veg ótrúlegar, en svona var lífið þeg- ar hann var ungur. Annað sem ég tók líka fljótt eftir var hvað hann var vel liðinn af öllum, jafnt börnum sem fullorðnum, enda kölluðu miklu fleiri börn hann afa en hans barnabörn. Hann hafði gaman af því að hafa barnabörnin með þegar hann var að gera eitthvað. Hann hringdi kannski og spurði hvort þau gætu hjálpað sér svolitla stund eftir hádegi. Svo fóru þau og settu niður nokkrar kartöflur eða reyttu arfa, hann þakkaði fyrir hjálpina og bauð þeim inn til ömmu þeirra og þar fengu þau pönnukökur eða eitthvað annað gott. Öll voru þau alsæl því þau höfðu verið að hjálpa honum afa. (Oft skildi ég þetta ekki, krakkarnir kannski fimm til sjö ára, og gerðu ósköp lítið gagn.) Þegar ég lít til baka sé ég hvað þau höfðu gott af þessu, og aldrei datt þeim í hug að segja nei ef hann bað þau að hjálpa sér, þau báru það mikla virðingu fyrir honum. Það var erfitt fyrir okkur, sérstak- lega börnin okkar, þegar þau Anna fluttu suður veturinn 1995. En það var ekkert annað að gera þá, heilsan farin að bila, og engar þjónustuíbúðir eða elliheimili hérna á Ströndum. Það voru mikil viðbrigði fyrir krakkana að geta ekki farið til afa og ömmu þegar þau langaði að spjalla eða bara fá smá athygli og hlýju, það var alltaf til nóg af henni hjá þeim. Þau fluttu fljótlega á Hrafnistu og þar leið þeim vel, þótt hugurinn væri alltaf hérna fyrir norðan. Þegar við töluðumst við í síma eða komum í heimsókn heilsaði hann og svo byrjaði hann að spyrja: Hvað eru þeir að fiska? Hvernig gengur fiskvinnslan? Á ekki að fara að laga veginn eða byggja sundlaug? Er búið að ráða kennara? Svona spurði hann, því hann vildi fylgjast með öllu. Það verður skrýtið hjá strákunum hans núna þegar hann hringir ekki lengur til þeirra á sjóinn til að athuga með fiskirí. Hann vildi sinni heimabyggð allt það besta. Gott dæmi er þegar hann hélt upp á níræðisafmælið sitt í maí 2001. Hann vildi engar gjafir, en þeir sem það vildu áttu að leggja pening í sjóð til styrktar sundlaugarbyggingu á Drangsnesi. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja þau Önnu, alltaf tekið á móti manni með svo mikilli hlýju og gleði. Eitt sem einkenndi þau hjónin var hvað þau sýndu hvort öðru alltaf mikla væntumþykju og virðingu. Elsku Höski, ég kveð þig með söknuð í hjarta og bið góðan guð að vaka yfir henni Önnu þinni og allri fjölskyldunni. Þín tengdadóttir Sunna. Ég minnist orðanna sem móðir mín sagði eftir andlát Höskuldar afa. Hún sagði að ef það væri eitthvað sem við gætum verið viss um í lífinu þá væri það að við myndum öll deyja einhvern tímann. Það er bara svo erf- itt að hugsa til þess að manneskja, sem er búin að vera hornsteinn í lífi svo margra, skuli ekki lengur vera á meðal okkar lifenda. Manneskja sem alltaf var svo örlát og blíð að annað eins þekkist varla. Það var alltaf opið hús hjá afa og ömmu á Burstafelli, en það hét húsið þeirra á Drangsnesi. Allir voru vel- komnir til þeirra og alltaf var heitt á könnunni, enda fannst afa kaffisop- inn góður. Þá var búrið ávallt fullt af nýbökuðum kökum eða einhverju öðru góðgæti. Þær eru notalegar og hlýlegar minningarnar sem ég á um hann afa minn enda eyddi ég mörg- um sumrunum hjá þeim í æsku. Ófá- ar ferðirnar fórum við afi til að vitja um silunganetin, sem við lögðum út frá fjörunni utan við Burstafell, eða gönguferðir til að athuga hvort ein- hverjum rekaviðardrumbinum hefði skolað á land. Ég heimsótti afa oft þegar hann var við vinnu sína í frystihúsinu á Drangsnesi. Ég gat staðið tímunum saman og horft á hann þegar hann var að handleika fiskinn. Ég leit mik- ið upp til þessa manns sem hafði unn- ið hörðum höndum alla sína ævi, hvort sem var við fiskverkun, fisk- veiðar, hákarlaveiðar eða við að höggva niður rekavið í staura. Ég held samt að það skemmtilegasta sem við gerðum saman hafi verið að standa úti á tröppunum á Burstafelli og fylgjast með því sem straumurinn bar inn fjörðinn. Þar horfðum við hugfangnir á hvali, báta eða bara fal- legar öldurnar. Stundum kepptumst við um að geta hvaða bát bæri fyrir í kíkinum þegar við vorum að skanna HÖSKULDUR BJARNASON S ú stund virðist nú óð- fluga nálgast að Norð- menn sæki um aðild að Evrópusambandinu enn á ný. Skoð- anakannanir í Noregi gefa til kynna að stuðningur við aðild fari hratt vaxandi og hefur fylgi við að- ild Noregs að ESB stöðugt mælst yfir 50% undanfaið. Þróunin á Ís- landi virðist í öfuga átt einhverra furðulegra hluta vegna. Meirihluti Íslendinga virðist vilja að Ísland verði áfram eyland í öllum skiln- ingi. Norðmenn hafa snúist í afstöðu sinni vegna þess að þeir hafa áhyggjur af áhrifaleysi Noregs í Evrópu og telja að efna- hagslífinu sé betur borgið sé ríkið hluti af ESB. Hinn almenni neytandi væri líka betur settur þar sem verðlag gæti hugsanlega lækkað og orðið á við það sem gerist í grannríkinu Svíþjóð, en þangað fara Norðmenn nú í stríðum straumum í sérstakar versl- unarferðir. Verðlag á matvöru gæti lækkað um þriðjung og fjög- urra manna fjölskylda myndi spara kvartmilljón á ári ef Nor- egur yrði aðili. Langflest mælir því með aðild- arumsókn Norðmanna. Og það sama á við um Ísland. Afleiðingar þess að Íslendingar sæki ekki um aðild samhliða Norðmönnum geta orðið alvarlegar. Líkur á ein- angrun Íslands aukast, EES- samningurinn yrði svipur hjá sjón og EFTA-stoð hans yrði boginn tannstöngull og er ekki beysin fyr- ir. Samflot Íslands og Noregs við aðildarumsókn væri besta leiðin. EFTA yrði afar lítils virði að Norðmönnum gengnum. Tvær skýrslur hafa verið unnar um kostnað sem Ísland mun bera af aðild að Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar eru mismunandi en enginn hefur almennilega reiknað ábatann af aðild og tekið allt með í reikninginn; sparnað í fjármagnskerfinu, lækkun mat- vöruverðs, ávinning fyrir mennta- kerfið o.s.frv. Þær tölur sem skipta miklu máli eru tölurnar sem snúa að neytendum og hafa týnst í allri umræðunni um fjögurra eða tíu milljarða kostnað. Mikið hefur verið rætt um hátt matvöruverð á Íslandi og ástæður þess. Fákeppni, lítill markaður og flutningskostnaður hefur verið nefnt sem ástæður en þetta skýrir bara hluta af háu matvöruverði hér á landi. Hvernig væri að líta til tollakerfisins og stöðu Íslands utan ESB sem ástæðna? Við aðild að ESB myndu tollar á landbún- aðarvörum falla niður og mat- vöruverð því lækka. Fólk í öllum flokkum er sammála um að ís- lenska landbúnaðarkerfið er dýrt og fáir hagnast á því. Með Evrópu- sambandsaðild væri hægt að koma skikk á kerfið til hagsbóta fyrir fleiri. Það er nokkuð ljóst að í samn- ingaviðræðunum um uppfærslu EES-samningsins mætast stálin stinn. Íslendingar álitu alltaf að viðræðurnar ættu að snúast um bætur til EFTA-landanna vegna stækkunar ESB en nú er útgangs- punkturinn orðinn hvað Ísland og Noregur þurfa að greiða fyrir EES-samninginn, aðgang að sam- eiginlegum markaði evrópska efnahagssvæðisins. Íslendingar og Norðmenn eru sammála um að kröfur ESB séu of miklar, hvor- ugur gefur eftir og ESB ákveður að fresta fundi sl. fimmtudag. Það þarf ekki að koma á óvart. Er þetta ekki eðlileg tækni í samn- ingum? Íslendingar og Norðmenn standa a.m.k. saman og myndu ábyggilega gera það innan ESB líka. Hvernig væri að við færum að ráðum fyrrverandi ráðherra Dan- merkur og Svíþjóðar sem skrifuðu grein í helstu dagblöð á Norð- urlöndunum um síðustu helgi og hvöttu til samstarfs Norður- landanna, m.a. á vettvangi Evr- ópusambandsins? Þeir Carl Bildt og Uffe Ellemann-Jensen settu fram þá von að Norðurlöndin legðu ekki stein í eigin götu með því að vera sundruð í hinni nýju Evrópu. „Þess vegna vonum við, að þetta verði inntakið í umræðunni í öllum löndunum: Öll norrænu ríkin verða að sigrast á þeim sögulegu höml- um, sem standa í vegi fyrir nýrri samvinnu innan hins evrópska og vestræna ramma. Við lítum á það sem eðlilegan hlut, að öll Norð- urlöndin fimm taki fullan þátt í hinu evrópska samstarfi. Við von- um, að hin sameiginlega, evrópska mynt verði tekin upp í löndunum öllum og þar með það efnahags- lega hagræði, sem henni fylgir.“ Og síðar: „Um evruna er það að segja, að það er hagur okkar allra, að hún verði norrænn gjaldmiðill sem allra fyrst og einnig í þeim ríkjum, sem taka þátt í Eystra- saltssamstarfinu.“ Það er vonandi að í heimalönd- um Bildts og Ellemann-Jensens verði evran samþykkt sem fyrst og þar með stigin fleiri skref í átt að framtíðarsýn þeirra félaga. Ennfremur hvetja þeir til nýrr- ar norrænnar samvinnu og þess að þegar Norðurlöndin eru orðin ESB-ríki sýni fulltrúar þeirra samstöðu. „Enginn skyldi vanmeta þann styrk, sem felst í norrænni samstöðu. Auðvelt er að sjá, að fái öll norrænu ríkin fimm fulltrúa í ráðherraráðinu muni þau hafa fleiri atkvæði þar en stóru ríkin eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland. Nýjar reglur um meiri- hlutaákvarðanir munu einnig gefa norrænu ríkjunum mikið vægi saman. Það er kominn tími til að færa út sjóndeildarhringinn í um- ræðunni á Norðurlöndum um sam- starfið í framtíðinni.“ Og lokaorð þeirra félaga er vonandi að ráða- menn á Norðurlöndunum taki und- ir: „Nú skulum við setjast á rök- stóla og ræða um það hvernig við getum látið hina norrænu rödd og hina nýju, norrænu samvinnu sem best til sín taka innan marka hins evrópska og vestræna samstarfs.“ ESB og Norðurlönd „Við lítum á það sem eðlilegan hlut, að öll Norðurlöndin fimm taki fullan þátt í hinu evrópska samstarfi. Við vonum, að hin sameiginlega, evrópska mynt verði tekin upp í löndunum öllum og þar með það efnahagslega hagræði, sem henni fylgir.“ VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.