Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Sigurjóns-son fæddist á Meðalfelli í Horna- firði 11. júlí 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Einarsson, f. á Stórulág í Nesjum 11. apríl 1893, d. 8. október 1975, og Magnea Pétursdóttir, f. á Rannveigarstöð- um í Álftafirði 3. apríl 1893, d. 9. desember 1978. Þau bjuggu á Meðalfelli í Hornafirði, fluttu 1923 að Hraun- koti í Grímsnesi og á Selfoss 1944. Systkini Einars eru Ingibjörg, f. 1919, Sigurlaug, f. 1926, Guðmund- ur og Gunnar, f. 1928. Eiginkona Einars var Kristín Helgadóttir, f. 6. maí 1921, d. 25. mars 1965. Hún ólst upp á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamannahreppi. Heimili þeirra var lengst af á Tryggvagötu 18 á Selfossi. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 9. júlí 1943, gift Guðmundi Pétri Arn- oldssyni. Börn þeirra eru: a) Krist- ín, gift Lúðvíki Karli Tómassyni. b) Einar, sambýliskona Þuríður Ingv- arsdóttir, þau eiga þrjú börn. c) Sambýlismaður Helgu er Sigge Lindkvist. Frá árinu 1969 hefur Einar búið með Kristínu Helgadóttur, f. 19. maí 1918. Dóttir hennar er Anna Þóra Einarsdóttir, f. 3. desember 1948, gift Halldóri Inga Guðmunds- syni. Börn þeirra eru: Helgi Krist- inn, kvæntur Lóu Björk Jóelsdótt- ur, þau eiga einn son, Guðmundur Einar og Kristín Hrefna. Síðustu árin bjuggu Einar og Kristín í Grænumörk 5 á Selfossi. Hann stundaði í fyrstu almenna verkamannavinnu en gerðist síðar starfsmaður Vegagerðar ríkisins og var vegaverkstjóri í Árnessýslu til starfsloka. Einar var virkur bæði í sínu stéttarfélagi og almennum fé- lagsmálum. Hann starfaði meðal annars í Rotary-hreyfingunni, skátahreyfingunni og var lengi fé- lagi í hestamannafélaginu Sleipni og var heiðursfélagi þess. Hann starfaði um árabil með Karlakór Selfoss, sat í stjórn Kötlu, Sam- bandi sunnlenskra karlakóra og var mörg ár í stjórn Tónlistarskóla Árnessýslu. Einar var einn af stofn- endum félags eldri borgara á Sel- fossi. Hann var lengi formaður þess og skipulagði mörg ferðalög eldri borgara bæði innan lands og er- lendis. Hann var einn af stofnend- um Hörpukórsins, kórs eldriborg- ara, og söng með honum frá upphafi. Útför Einars verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Arnar, kvæntur Kol- brúnu Eiri Óskarsdótt- ur, þau eiga eina dótt- ur. 2) Gunnar, f. 13. júní 1944, kvæntur Huldu Gunnlaugsdóttur. Dæt- ur þeirra eru: a) Krist- ín, sambýlismaður Jón Bragi Ólafsson, hann á fjögur börn. b) Guð- björg, sambýlismaður Gunnlaugur Steinar Ás- geirsson, hann á einn son. c) Magnea, unnusti Ingvar Þrándarson. 3) Garðar, f. 13. júní 1944, kvæntur Dýrfinnu Jónsdóttur. Börn þeirra eru: a) Kristjana, gift Guðjóni Gunnarssyni, þau eiga þrjár dætur. b) Sigurfinnur, sambýliskona Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir. 4) Sverrir Sigurjón, f. 29. júlí 1948, d. 13. apríl 1998. Fyrri eiginkona Sverris var Rannveig A. Jóhannsdóttir. Þau skildu. Dætur þeirra eru: Helga, gift Johan Matta Eklund, þau eiga eina dóttur, og Hildur. Seinni eiginkona Sverris er K. Hulda Guðmundsdótt- ir. Þau eignuðust tvö börn, Guðmund og Kristínu. Fyrir átti K. Hulda son, Tryggva Baldursson. 5) Helga, f. 16. október 1955. Fyrri eiginmaður Sten Å. Stenberg. Þau skildu. Synir þeirra eru Einar Örn og Emil Hrafn. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Það er komið að kveðjustund og þá leita minningarnar á hugann. Kynni mín af Einari hófust þegar mamma mín og hann byrjuðu að búa saman. Þá var ég um tvítugt og hafði fram til þess tíma átt hana mömmu mína nán- ast óskipta fyrir mig. Það var því dá- lítið kvíðvænlegt að eiga nú að deila henni með öðrum. En sá kvíði reyndist ástæðulaus því með tilkomu Einars inn í líf mömmu eignaðist ég nýja yndislega fjölskyldu sem ég varð með tímanum hluti af. Þar átti Einar stóran hlut að máli. Hann varð mér smám saman sem annar faðir og börnunum mínum yndislegur afi sem alltaf var reiðubú- inn að sýna þeim áhuga og hvetja þau í því sem þau voru að fást við hverju sinni. Það var í ófá skiptin sem komið var við í Fossheiðinni á leið heim úr skóla, spjallað um lífið og tilveruna eða spilað við afa á meðan amma reiddi fram kakó og ristað brauð. Ekki má gleyma óteljandi gistinótt- um, bíltúrum og snúningum fram og til baka, ef önnum kafnir foreldrar voru ekki til taks. Alltaf var allt sjálf- sagt og ljúfmennskan einstök. Margar skemmtilegar og gefandi stundir höfum við fjölskyldan átt með Einari. Það var einstaklega gaman að ferðast með honum því hann var afar fróður um landið og þekkti hverja þúfu, sérstaklega á Suðurlandi, þar sem hann hafði fylgst með vegum í tugi ára. Stundum fannst manni eins og hann þyrfti varla að horfa á veginn og börnin mín sögðu einhverju sinni að hann afi gæti alveg keyrt og samt verið að skoða hesta úti í móa. Einar var mikill félagsmálamaður sem hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum samfélagsins og nutu mörg félagasamtök starfskrafta hans. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með honum hin seinni ár í starfi eldri borgara. Þar var kraft- urinn og áhuginn óþrjótandi, hvort sem um var að ræða að skipuleggja starfið og stjórna ferðalögum eða kórstarfi. Í dag er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hlutdeild í lífi Einars og fyrir allar góðu stundirnar sem fjölskylda mín fékk að njóta með hon- um. Blessuð sé minning hans. Anna Þóra. Nú er ævikvöldið liðið og nóttin komin hjá Einari tengdaföður mín- um. Þegar sest er niður og horft til baka þá sér maður hve viðburðarík ævi Einars var. Hann var hæglátur maður sem hafði ekki mörg orð um hlutina en fylginn sér ef á þurfti að halda. Þau verk sem Einar tók að sér vann hann af heilindum og skilaði sínu, enda var óhætt að treysta því. Hann var orðvar maður sem ekki var hætta á að færi með eitthvað sem gæti skaðað eða sært. Söguburður var honum ekki að skapi. Einar lét til sín taka á sviði félags- mála og var virkur í því starfi. Hann fylgdist með stjórnmálum og tók þátt í bæjarpólitíkinni. Skátahreyfingin hér á staðnum fékk að njóta krafta hans, einnig var hann félagi í Rotary- hreyfingunni. Einar kunni að meta kosti hesta og var hestamennska ein tómstundaiðja hans þegar fram í sótti. Hann hugs- aði vel um hestana sína og naut þess að skreppa í útreiðar í góðum fé- lagsskap. Glaumur var hans aðal- hestur og áttu þeir félagar marga góða stundina saman. Þá var Einar tónelskur og hafði sértaklega gaman af hvers konar söng. Hann starfaði af áhuga á þeim vettvangi til dæmis við Tónlistar- skóla Árnessýslu, sem kórfélagi í Karlakór Selfoss og Hörpukórnum frá upphafi. Einar var mikill áhugamaður um málefni aldraðra. Hann var einn af stofnendum Félags eldri borgara á Selfossi og lengi formaður þess. Ég held að enginn hafi lagt þar meira af mörkum enda lagði hann sig fram um að þar færi fram öflugt og fjölbreytt starf. Þau voru mörg ferðalögin bæði utanlands og innan sem hann kom á laggirnar og skipulagði. Það var gaman að sjá þau Einar og Kristínu þegar ferð var í nánd. Allt skyldi vera í lagi, síminn hringdi, ferð pöntuð en oft komust færri að en vildu. Göngu- ferðir, leikhúsferðir, Hörpukórinn, dvöl á Hótel Örk á veturna og ekki síst starfið í Grænumörkinni var þeirra vettvangur síðustu árin. Einar var mikill fjölskyldumaður og fylgdist vel með sínu fólki en var aldrei að skipta sér af þeirra málum. Hann bar hag barnabarna fyrir brjósti og gladdist virkilega yfir unn- um áföngum og á svip hans mátti sjá að þar fór stoltur afi. Einar hafði gaman af og var óþreytandi að segja barnabörnunum frá fyrri tímum og þeim aðstæðum sem hans kynslóð ólst upp við. Þar fléttaðist saman ævi- ferill hans og fróðleikur um aðstæður fólks í þá daga. Einar mátti þola mót- læti í lífinu, mótlæti sem hann bar í hljóði. Það var ekki hans háttur að bera tilfinningar sínar á torg. En góðu stundirnar voru margar. Þær ber að þakka. Fjölskylduferðir, bíl- túr, útilega um verslunarmannahelgi og fjölskylduboð þar sem allir voru saman og glöddust í hófi voru stundir sem enginn gleymir. Þeirra stunda með afkomendum sínum naut Einar og voru þær honum mikils virði. En Einar var ekki einn á ferð. Það var happ hans þegar hún Kristín kom til hans. Þau eru búin að takast á við lífið saman og njóta þess. Dóttur Kristínar og börnum hennar tók Ein- ar eins og sínum eigin börnum og barnabörnum. Við eigum þér mikið að þakka, Stína mín, hvað þú varst honum Ein- ari góð og vaktir ávallt yfir velferð hans. Það er alltaf söknuður þegar nánir hverfa á braut. Ég er þakklát fyrir að hafa átt tengdaföður sem var dætr- um mínum umhyggjusamur afi og okkur hjónum hlýr og góður faðir. Að lokum þakka ég samfylgdina og bið þess að góður Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Hulda Gunnlaugsdóttir. Nú er tími þinn kominn, afi minn. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til afa og Stínu ömmu. Þá var afi yfirleitt að leggja kapal inni í herbergi, lesa góða bók, eða stundum að leggja sig í sófanum með Moggann á maganum og höndina á nefinu. En hvernig sem aðstæður voru var alltaf tekið fagnandi á móti okkur og upp hófust skemmtilegar samræður. Afi hafði gaman af að tala um gamla tím- ann og ekki var síður skemmtilegt að hlusta á lýsingar hans og skeggræða breytingarnar sem orðið hafa síðan hann var ungur maður. Stundum gátu samræðurnar snúist yfir í heim- spekilegar vangaveltur. Þegar við vorum yngri var alltaf hægt að plata afa til að spila eða skoða myndir. Hann tók öllu gamni vel og var oft hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboð- um. Oft tölum við um það þegar við vorum að spila gömlu jómfrú, og afi stakk tönnunum í vasann svo ekki sæist í þær og laumaði spilum undan, okkur hinum til ómældrar skemmt- unar þegar upp komst um allt. Það var afa mikið metnaðarmál að okkur barnabörnum hans gengi vel í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Hann fylgdist grannt með okkur og spurði okkur spjörunum úr þegar við hittumst og á eftir fylgdi gjarnan: „Þetta er gott hjá þér.“ Yfirleitt sagði hann ekki margt fleira en hann sagði það sem segja þurfti á annan hátt sem gjarnan skilst betur og reyndar var honum sérstaklega lagið með svipnum einum að gera það þannig. Enda vitum við vel hvað hann var stoltur af okkur afkomendum sínum þegar hlutirnir gengu upp. Afi og Stína amma hafa alltaf haft nóg að gera. Afi stundaði hesta- mennsku og tók okkur barnabörnin oft með í hesthúsið. Þau voru dugleg að taka þátt í eldriborgarastarfinu og ekki síst í Hörpukórnum sem þau hafa haft mikla ánægju af. Svo var gjarnan skroppið á eitt og eitt „dans- iball“ og stundum höfðum við á orði að þau færu miklu oftar að skemmta sér en margir af afkomendum þeirra. Elsku afi. Takk fyrir allar sam- verustundirnar, stuðninginn og hlýjuna. Guð geymi þig. Kristín, Guðbjörg og Magnea. „Komdu sæll nafni minn“ var hann afi minn vanur að ávarpa mig. Með okkur tókst alveg sérstök vinátta, allt frá því ég var lítill strákur. Oft kom hann og sótti mig og við fórum eitt- hvað í bíltúr upp í sveit eða á hestbak, alltaf gat hann haft litla nafna sinn með sér. Nú á seinni árum fór ég að taka hann með mér í bíltúr um sveit- ina og þá oftast Grímsnesið, heima- hagana sem voru honum svo kærir. Á þessum ferðum okkar og í heim- sóknum mínum til hans ræddum við um heima og geima en mjög oft um það sem á daga hans hafði drifið og hvernig lífi hann hafði lifað. Hann lifði tímana tvenna, bjó við frekar kröpp kjör á fyrstu árum, starfaði við venjuleg sveitastörf í Hraunkoti og sótti sjóinn á veturna. Síðan skyndi- lega vænkaðist hagurinn í bretavinn- unni á stríðsárunum, hann flutti loks á Selfoss eftir stríð og starfaði við vegagerð, lengst af sem vegaverk- stjóri í Árnessýslu. Hann vann hörðum höndum allt sitt líf og naut þess síðan á efri árum að fylgjast með börnum sínum og okkur barnabörnunum í leik og starfi. Hann var sérstaklega ánægð- ur með það að skila næstu kynslóðum á eftir sér betri lífskjörum en hann hafði búið við sjálfur og hann hvatti okkur óspart til að nýta öll þau tæki- færi sem nú bjóðast. Hann afi minn var einstakur mað- ur, hann var skemmtilegur, fróður, víðsýnn, einlægur og einstaklega hlýr. Það hreinlega streymdi frá hon- um svo mikil vinátta og hlýja að það var ekki erfitt að laðast að honum og það gerðu mjög margir. Slíkum manni tekur maður eftir og það voru forréttindi að eiga svoleiðis mann sem afa. Ég á eftir að sakna hans afa míns, ég á eftir að sakna hans mjög mikið. En sagan um líf hans sem hann trúði mér fyrir lifir í huga mér og er mér fjársjóður sem fær mig til að skilja uppruna minn og minningin um ynd- islegan afa og merkilegan mann lifir. Einar Guðmundsson. Hve tíminn líður hratt, að það skuli vera meira en hálf öld síðan ég kom inn í þessa fjölskyldu er tilheyrði Ein- ari Sigurjónssyni mági mínum, svo líður tíminn hratt. Alveg eins hefði það getað gerst fyrir stuttu. Einar var alltaf eins og tengiliður við alla í stórfjölskyldunni, bæði hér á Selfossi og við frændfólkið vítt um landið. Ber að þakka honum góða göngu um lífs- ins veg með okkur. Framan af var talsvert samneyti með fjölskyldum okkar á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Þá minnumst við margra stunda er kom- ið var saman. Hann var áhugamaður um söng og alltaf var mikið sungið þegar fjölskyldurnar komu saman. Einar var mikill félagsmaður og kom víða við í félagsmálum, þ.á m. formaður til margra ára í Félagi eldri borgara á Selfossi. Þar vann hann af mikilli fórnfýsi í anda þess að gera allt sem að gagni kemur í leik og starfi. Í því félagi vann ég með Einari um nokkur ár og kynntist því hvað hann bar hag félagsins fyrir brjósti. Það verður sjónarsviptir að honum, þótt ég viti að Kristín kona hans haldi merki hans á lofti. Hún var sem klett- ur við hlið hans og nutu þau þess að vera saman í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við þökkum Einari samfylgdina. Minningarnar eru ljúf- ar og bjartar. Kristín mín, söknuður þinn er mik- ill, því tómarúm hefur myndast við fráfall Einars. Þá er gott að minnast tímans sem þið áttuð saman, það mun styrkja þig í sorginni um ókomin ár. Við vottum Kristínu og fjölskyld- um þeirra samúð okkar. Ingibjörg, Gunnar og fjölskylda. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Í dag kveðjum við okkar ástríka frænda Einar Sigurjónsson með trega og söknuði. Á stundum sem þessum streyma ljúfar minningar um glaðværan, barngóðan og skilnings- ríkan frænda upp í hugann. Við systkinin á Reykjum áttum því láni að fagna að umgangast hann talsvert þar sem mamma og Einar voru systkin sem vildu vita hvort af öðru og samgöngur voru talsverðar á milli fjölskyldna þeirra. Einar bjó lengst af á hæðinni fyrir neðan afa og ömmu á Tryggvagötu 18 á Selfossi ásamt Kristínu Helgadótt- ur fyrri konu sinni og börnunum fimm. Þar var alltaf komið við þegar farið var í kaupstaðinn og þáðar góð- ar veitingar. Í litlu íbúðinni hennar ömmu voru oft mörg börn saman- komin og glatt á hjalla. Einar vann lengi á „heflinum“ og kom þá gjarnan við á Reykjum og gisti. Þegar hefillinn sást koma var hlaupið á móti honum til að sitja í síð- asta spölinn. Hann þótti spennandi farkostur. Einar hafði gaman af skepnum, átti góða hesta og vildi ríða hratt. Sagt er að fólk af Meðalfellsætt heil- sist gjarnan með þessum orðum: „Komdu sæll, kanntu að syngja? Áttu hest?“ Það þótti frænda okkar líka mannkostir. Einar kom alltaf í réttir og lét hann okkur krakkana syngja með þótt sungin væru erfiðustu ættjarðarlög í fjórum röddum, við áttum bara að læra. Á gamlárskvöld var það árviss at- burður að systkini Einars komu sam- an með fjölskyldur sínar. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Þarna naut Einar sín virkilega. Undir hans stjórn settum við krakkarnir upp leikrit og sungum fyrir fullorðna fólk- ið, svo var spilað fram eftir nóttu. All- ir máttu vaka eins lengi og þrek leyfði, þeim sem sofnuðu var pakkað inn í sæng eða teppi, síðan tóku for- eldrarnir hver sinn pakka heim. Já hann Einar hefur alltaf aukið fé- lagsleg tengsl hvar sem hann kemur. Frá haustinu átti hann við vaxandi vanheilsu að stríða, þá er gott að eiga góða að. Kristín seinni kona hans stóð með honum í blíðu og stríðu, einnig börnin hans fjögur sem eftir lifa. Son sinn Sverri missti hann fyrir fjórum árum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Um leið og við systkinin kveðjum frænda okkar vottum við Kristínu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra missi. Systkinin Reykjum. EINAR SIGURJÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Einar Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.