Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 35 ✝ Einar Guðjónssonfæddist á Sævar- landi (Sjóarlandi) í Þistilfirði 14. júlí 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn föstudaginn 31. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Einarsson bóndi á Sævarlandi, f. 17. nóvember 1886, d. 7. júní 1973, og Sig- ríður Gamalíelsdóttir húsmóðir, f. 3. ágúst 1884, d. 17. febrúar 1937. Einar var yngstur fjögurra bræðra sem allir eru látnir. Þeir voru: 1) Drengur, f. andvana 7. september 1913. 2) Leifur bóndi á Sævar- landi, f. 13. janúar 1915, d. 25. apr- íl 1975, kvæntur Ásgerði Björg- vinsdóttur, f. 18. október 1916, d. 30. september 1996. Börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 3. janúar 1945, d. 10. júní 1959. b) Bjarki, f. 7. febr- úar 1948, var kvæntur Ástríði H. Sigurðardóttur, f. 3. júlí 1953. Börn þeirra eru Ásgerður Bjarkl- ind, f. 22. janúar 1977, og Einar Birgir, f. 17. maí 1979. c) Guð- björg, f. 12. ágúst 1952, gift Þor- geiri Haukssyni, f. 19. nóvember 1952. Börn þeirra eru Þorsteinn Leifur, f. 19. september 1974, og Einar Már, f. 10. febrúar 1980. d) Erla, f. 2. september 1958. 3) Gamalíel verkamaður á Þórs- höfn, f. 8. október 1916, d. 13. apríl 1985, kvæntur Hall- dóru J. Benedikts- dóttur, f. 17. júlí 1928. Börn þeirra eru: a) Sigríður Mar- grét, f. 21. júlí 1956, var gift Friðbergi Þór Leóssyni, f. 4. júlí 1946. Þeirra börn eru Anna Lára, f. 16. júní 1977, og Halldóra Jóhanna, f. 3. maí 1980. Synir Önnu Láru og sambýlis- manns hennar, Halldórs Stefáns- sonar, eru, Óskar Þór, Grétar Stef- án og Friðbergur Smári. b) Guðjón, f. 24. október 1959. Einar var ógiftur og barnlaus. Einar fór snemma að vinna og ásamt hefðbundnum sveitastörf- um, bæði á Sævarlandi, þar sem hann var til heimilis lengst af og á ýmsum bæjum þar í sveitinni, vann hann ýmis verkamannastörf, s.s. í vegavinnu og á vetrarvertíðum. Hann vann þó lengst af í Hrað- frystistöð Þórshafnar. Útför Einars verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. líklega skrifast það þó frekar á minn reikning. Ég sagði við einn þeirra, að ég þyrði að veðja að hann kynni ekki að mjólka belju. Hann hélt það nú, hvað myndi ég borga. Flösku var svarið. Maðurinn snarast undir kúna og mjólkar og vill svo fá borgað. Nú voru góð ráð dýr, því auðvitað áttum við Einar enga flöskuna. Ég sagði því að í minni sveit væri það þannig, að sá sem ynni veðmálið ætti að borga. Náunginn sá nú að hann hafði verið plataður og varð svo reiður, að það fór að fara um mig. Hann snar- aðist síðan upp í bílinn og bílstjórinn ók í burtu, en við Einar skemmtum okkur vel og hann sagði, eins og svo oft: „Jahá, greyin mín.“ Þegar Einar varð sextugur kom hann í heimsókn suður og sonur minn var skírður í höfuðið á honum. Það var greinilegt að Einari þótti vænt um að verið væri að „yngja hann upp“ og kallaði son minn alltaf nafna sinn. Hann reyndist börnun- um mínum eins og besti afi. Þau rifja stundum upp, þegar Einar var hjá okkur eitt sinn um jól og áramót og skjóta átti upp flugeldum á gamlárs- kvöld. Þegar búið var að kveikja í einum flugeldinum sveigir hann allt í einu af leið og stefnir beint á Einar, sem tók nú til fótanna, en það var sama hvert hann hljóp, alltaf beygði flugeldurinn á eftir honum. Hann tók það ráð að hlaupa inn í bílskúr, en þá beygði flugeldurinn einnig þangað og sprakk loks þar inni, rétt hjá honum. Einar sá að sjálfsögðu spaugilegu hliðina við þetta, rétt eins og við allt annað, og þannig er honum best lýst, hressum og kátum. Þegar Einar flutti heimili sitt frá Sævarlandi keypti hann sér lítið hús á Þórshöfn. Það var stoltur húseig- andi sem tók á móti okkur og bauð okkur gistingu þegar við komum í sjötugsafmælið hans. Einnig bauð hann nafna sínum, sem þá var tíu ára, með sér á rúntinn. Það voru stoltir og ánægðir nafnar sem óku um Þórshöfn á hvítum Landrover. Síðustu árin bjó Einar á Dvalar- heimilinu Nausti á Þórshöfn og lík- aði honum það mjög vel. Þar var hugsað um hann af natni og alúð og á starfsfólkið þar þakkir skildar fyr- ir. Með Einari er góður drengur genginn, en minning hans lifir og hafi hann þakkir fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Ásta. EINAR GUÐJÓNSSON Ég á því láni að fagna, að hafa kynnst Einari frá Sjóarlandi, eins og hann gjarnan kallaði bæinn sinn, fyrir rétt tæpum þrjátíu árum. Það var mannbætandi að vera samvist- um við Einar, svo mikill sómamaður var hann. Hógværð og lítillæti ein- kenndu dagfar hans. Aldrei sagði hann hnjóðsyrði um nokkurn mann, heldur færði allt til betri vegar. Allt- af var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, hvenær sem færi gafst, og aldrei hreykti hann sér af verkum sínum, heldur dró frekar úr sínum hlut. Okkur Einari varð strax vel til vina og náðum vel saman, þótt ald- ursmunurinn væri rúm þrjátíu ár, enda líklega bæði á sömu bylgju- lengd hvað það varðar að taka til- veruna og ekki síst okkur sjálf pass- lega alvarlega. Það var eitt og annað sem við brölluðum þegar við áttum stundir saman og alltaf var gleðin og kátínan í fyrirrúmi, en því miður bjuggum við hvort á sínu landshorn- inu og því voru stundirnar sem við hittumst færri en við gjarnan vild- um. Ég minnist stunda eins og sum- arsins sem ég var á Sævarlandi, eða Sjóarlandi. Allt heimilisfólkið hafði brugðið sér af bæ og er við komum heim aftur, aðeins í seinna lagi, kom það í hlut okkar Einars að sækja beljuna á bænum. Hún var eitthvað snúðug yfir því að vera sótt seinna en venjulega og ekki mjög sam- vinnuþýð. Okkur tókst þó að tjónka við hana og er við höfðum komið á hana böndum og haldið af stað heim datt mér í hug að gera smáprófun á beljunni og þreif í halann á henni. Það var eins og við manninn mælt, beljan tók á rás út í loftið, með Einar í eftirdragi, sem alls ekki sleppti af henni hendinni. Ég lak niður af hlátri, en hélt svo af stað á eftir til að týna þeim ekki báðum. Einari var jafn skemmt og mér yfir athæfinu, þótt þetta tefði aðeins heimkomu beljunnar. Öðru sinni dæmdist það á okkur Einar að mjólka þessa einu belju og var ég búin að taka að mér hlut- verkið. Í sama bili rennir í hlað bíll með mönnum, sem greinilega höfðu látið ofan í sig görótta drykki og voru að vísitera þar á bæjum. Okkur Einari datt í hug að bregða á leik, en Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 2. febrúar, verður jarð- sungin frá Glerárkirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Fjóla Jóhannesdóttir, Benedikt Sæmundsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Frímann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför BJÖRNS ÞÓRLEIFSSONAR skólastjóra, Borgarsíðu 5, Akureyri. Júlíana Þórhildur Lárusdóttir, Þórleifur Stefán Björnsson, Rósa Mjöll Heimisdóttir, Héðinn Björnsson, Lárus Arnór Guðmundsson, Þóra Sif Ólafsdóttir, Þórhildur Björnsdóttir, Jóhann Þórhallsson, Sigríður Ásta Björnsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hjálp við andlát og útför hjartkærrar móður minnar og fóstru, SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Jörfabakka 12. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Sóltúns, deild D, fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. Ásta Björnsdóttir, Þórir Jóhannsson og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjuvegi 15, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grinda- vík, fimmtudaginn 6. febrúar. Árni Þ. Þorgrímsson, Helga Árnadóttir, Árni Árnason, Þorgrímur St. Árnason, Ásdís M. Óskarsdóttir, Eiríka G. Árnadóttir, Þórður M. Kjartansson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðjón I. Guðjónsson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GÍSLI JÓHANN KRISTJÁNSSON, Skólastíg 14, Stykkishólmi, sem lést á St. Franciskusspítalanum Stykkis- hólmi mánudaginn 3. febrúar, verður jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 14. Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Gunnlaugur Kristjánsson, María Guðmundsdóttir, Hörður Kristjánsson, Birna Lárusdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Skúlagötu 10, Reykjavík, lést að morgni föstudagsins 7. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Jónasson, Kristinn Atlason, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Anna Atladóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, MARGRÉT ÁKADÓTTIR, Hofteigi 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 6. febrúar. Jóhann Lárus Jónasson, Áki Jóhannsson, Guðlaug Sturludóttir, Jóhann Lárus Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Dís Sigurgeirsdóttir, Ólöf Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkæri eiginmaður minn, GYLFI BORGÞÓR GUÐFINNSSON, Akranesi, lést í Riga, Lettlandi miðvikudaginn 5. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bryndís Ragnarsdóttir. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KARLY BJÖRG KARLSDÓTTTIR, Hafnarstræti 15, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 6. febrúar. Systkinin og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.