Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 37 Ó, Jesú bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín Sævar og Ásrún. Elsku afi Simmi. Það er erfitt fyrir okkur að skilja að þú ert farinn til Guðs og við sjáum þig aldrei aftur. Við sýndum ömmu Laugu nýju stígvélin okkar þegar við komum á Sauðárkrók. Þú sérð þau bara þegar þú kíkir í gegnum skýin og þá ætlum við að vinka þér. Við ætlum að vera duglegar að skoða allar myndirnar af þér í albúmunum hennar mömmu. Mamma og pabbi ætla að segja okkur sögur af þér svo við gleymum þér ekki. Elsku amma Lauga, við ætlum líka að vera duglegar að passa þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku afi Simmi, nú ert þú orðinn einn af englunum sem passa okkur. Þínar Linda Ósk og Sandra Ósk. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Kveðja. Þitt langafabarn Guðbjartur Þór. Sigmundur Pálsson fór svo skyndi- lega að ekki vannst tími til að kveðja og þakka samveruna. Þegar samvist- um okkar lauk, síðasta haust, var hann ekki að fara neitt, hætti að vísu að koma í vinnuna en sýndi sig hér annað slagið til að hressa okkur við og fylla kaffistofuna með notalegheitum og brosi. Við „kallarnir“ í kjallara Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðár- króki (þetta nafnskrípi var framleitt í Reykjavík) búum við mikið konuríki. Aldrei kvörtum við upphátt, en hvað okkur fer á milli þegar næði gefst verður ekki rakið hér. Engan mann veit ég sem gæti stjórnað svona kvennafans af eins sprungulausri ljúf- mennsku og áfallalaust eins og Simmi gat og gerði í áratugi. Geðprýðin og æðruleysið brást honum aldrei enda datt mér oft í hug að sá hefði ekki ver- ið nein smásmíði, sekkurinn með þessum eiginleikum, sem kall hafði á baki sér þegar hann lagði af stað í upphafi – en Simmi var þrekskrokkur og vissulega var bakið breitt. Hús- vörður á sjúkrahúsi á landsbyggðinni verður að leysa þúsund óskyld verk- efni og finna svör við spurningum sem bæði eru lífsnauðsynlegar og líka hin- um sem ekki eru svaraverðar. Þetta gat Sigmundur Pálsson. Þegar hann mætti brosandi á vettvang, þá lægði vindinn og sólin gægðist fram. Ég fullyrði að öllum þótti svo vænt um hann, vegna efalausrar ljúfmennsku og geðprýði, að „stóru málin“ urðu vel viðráðanleg og sum hreinlega gufuðu upp. Margoft varð ég vitni að því að hann virkaði eins og gangandi áfalla- hjálp og bara með því að bera bros um húsið bætti hann tilveru okkar allra. Nú sakna fleiri en ég vinar í stað. Ég votta fjölskyldunni einlæga samúð. Sigmundar vinir sakna, sumt er ei hægt að dylja. Sorgina þungt að sefa, sárt er alltaf að skilja. Geymast mun lengi gleði genginna daga saman. Oft var þá sól í sinni, saklaust og einlægt gaman. Þegar nú þögnin ríkir, þökkum við kynninguna. Áfram ókomna daga, eigum við minninguna. Hilmir Jóhannesson.  Fleiri minningargreinar um Sigmund Birgi Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Snæbjörn GunnarGuðmundsson fæddist á Skjaldvarar- fossi hinn 9. marz 1924. Hann lést á heimili sínu 2. febrúar síðastliðinn. Sonur Guðmundar Jónssonar og Friðgerð- ar Marteinsdóttur og var þriðji yngsti í átta systkina hópi. Hin voru: Hafsteinn, f. 1912, Unn- ur, f. 1914, Gyða, f. 1917, Guðmundur Frið- geir, f. 1918, Þórarinn Fjeldsted, f. 1920, Lúð- vík, f. 1925 og Kristín, f. 1927. Eru þau öll látin nema Unnur, sem býr á Stað í Reyk- hólasveit á Reykja- nesi. Gunnar var ókvæntur og barn- laus. Útför Gunnars verður gerð frá Hagakirkju á Barðaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Gunni minn, nú ert þú far- inn frá okkur. Kominn til forfeðra þinna, kominn á þann stað sem ég veit að þér líður vel. Þú varst sem einn af fjölskyldunni, alltaf boðinn og búinn að hjálpa, og máttir ekkert aumt sjá. Kynni okkar urðu fyrst sumarið 1971 þegar ég var hér á Barðaströnd við að leggja raflínu í sveitina á veg- um RARIK. Við bjuggum hjá þér á Skjaldvarafossi um tíma meðan á því verki stóð. Seinna fluttist ég suður en samband okkar slitnaði aldrei meðan ég bjó þar. Þú varst mér stoð og stytta þegar við réðumst í að stofna Klöpp hf., verslunar- og út- gerðarfélag Barðstrendinga, fullur bjartsýni og lagðir alltaf gott til þeirra mála. Þegar ég svo flutti á Barðaströnd 1984 varðstu heima- gangur og fluttir til okkar skömmu seinna í Stóra-Krossholt enda orðinn einn af heimilisfólkinu. Þar var margt brallað saman m.a. í að gera upp gamla báta og gera þá út á grá- sleppu. Ógleymanlegar eru stund- irnar sem við áttum saman úti á Breiðafirði og inn við eyjar í rjóma- blíðu, innan um ósnortna náttúruna sem þú kunnir manna best skil á og hvernig ætti að umgangast. Gömul mið og siglingaleiðir þekktir þú manna best og ratvísi þinni mátti treysta, það þurfti ekki tæki til. Þekkingu þinni á ætt og högum fólks úr byggðum Breiðafjarðar var við- brugðið, enda ófáir sem leituðu til þín um upplýsingar í þeim efnum og kom þar enginn að tómum kofunum, enda var alltaf viðkvæðið ef gest bar að garði og þú varst ekki heima: „Spurðuð þið ekki hver væru afi og amma“? Ættfræði og saga voru þín hjartans mál. Á margt lagðir þú gjörva hönd og eru þær ófáar ferð- irnar sem þú fórst hér um sveitirnar til að hjálpa mönnum. Gilti þá einu hvort um var að ræða húsbyggingar, bátasmíðar eða annað sem þurfti að laga. Skýrustu dæmin í þeim efnum eru kirkjan í Saurbæ á Rauðasandi og víkingaskipið sem þú smíðaðir fyrir Vestfirðinga þjóðhátíðina 1974 í Vatnsfirði sem nú stendur við byggðasafnið á Hnjóti. Þetta og margt annað ber vitni hagleik þínum Gunnar minn, hvort heldur það hét járn eða tré. Ófáar voru ferðirnar sem farnar voru yfir Kleifaheiði fótgangandi ef mikið lá við til að sækja meðul eða annað fyrir þurfandi sveitunga, og gilti þá einu hvernig á stóð með veð- ur eða færð. Sýndi sig þar best hug- arþel manns til meðbróður síns. Nú seinni ár komst þú að uppbyggingu fiskeldisins á Þverá og er það víst að það munaði um minna, þvílík var elj- an, áhuginn og samviskusemin Gunnar minn. Ekki voru síðri hand- tökin og góð ráð við uppbyggingu ferðaþjónustu á Krossholtum. Heima varst þú sem afi barnanna og hændust þau að þér, þú fylgdist með þeim frá fæðingu og áttir stóran þátt í uppeldi þeirra, aldrei varstu svo upptekinn að þú gæfir þér ekki tíma til að hlusta á þau og taka þátt í því sem þau voru að gera, s.s. smíða kofa, fara að veiða, í fjöruferð, ganga á reka o.s.frv. Á ferðalögum sagðir þú þeim frá atburðum og kennileit- um og urðu þau margs vísari um sveitina sína. Eru ógleymanlegar jólaferðirnar þegar við fórum með heitt kókó út að Siglunesi eða inn í Gíslahelli. Þín mun verða sárt sakn- að við tækifæri sem þessi. Það er eins og Gunnar Steinn litli sagði: Hver á nú að elda hafragrautinn á morgnana? – en þið hafið borðað saman hafragraut á morgnana und- anfarin 10 ár. Þarna er afa sárt sakn- að. Missir afabarnanna er mikill og sár. Það er þó huggun harmi gegn að þú fékkst að fara kvalalaust. En þín verður sárt saknað úr Stóra-Kross- holti og það skarð verður aldrei fyllt. Vertu sæll Gunni minn við munum sjást síðar. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt sem hann gjörir lánast honum. (Sálm. 1–3.) Torfi. Elsku Gunni afi. Mikið er allt tómt síðan þú fórst. Takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér af elsku þinni. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Hvíldu í friði elsku afi. Þinn Halldór. Elsku Gunni afi minn. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst mér alltaf góður. Alltaf þegar ég og Gunnar Steinn vorum lítil þá eldaðir þú alltaf hafra- graut fyrir okkur. Alltaf þegar þú fórst til Reykjavíkur þá sváfum við í rúminu þínu og svo þegar þú komst til baka þá varstu búinn að kaupa eitthvað fyrir okkur. Svo einu sinni þá spurðir þú hvort við myndum halda að þú kæmist í gegn um lítið blað og allir sögðu nei en svo braust þú það saman og klipptir og þá kom út úr því stór hringur og þú komst í gegn. þú gast breytt tárum í bros. Þú varst mjög stór hluti af fjölskildunni. Ég var svo heppin að fá þig sem afa. Þú munt alltaf vera í hjarta mér og ég elska þig svo rosalega mikið. Ég gleymi aldrei hversu ljúfur og góður þú varst. Þú þurrkaðir tárin með brosi og komst mér alltaf til að hlæja. En nú ert þú kominn á stað sem bestur er og sé ég þig seinna þegar minn tími kominn er. Saknaðarkveðja þín Melkorka. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur svo snögglega og ég er ekki alveg búin að átta mig á því. Allt er svo tómlegt án þín. Ég hitti þig seinast viku áður en þú yfirgafst þennan heim og þá varstu hress. Ég á svo margar minn- ingar um þig og allar koma þær mér til að brosa. þó svo að þú hafir ekki verið „al- vöru“ afi minn varstu samt besti afi minn og sá eini sem ég hef þekkt. Þú varst svo góður og vildir öllum vel og börnin hændust að þér. Takk fyrir öll árin sem þú varst hluti af lífi mínu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með söknuði kveð ég þig afi minn og megi englar Guðs umvefja þig. Þín Auður. Nú er runnin upp stundin sem ég óttaðist og í eigingirni minni vonaði að við þyrftum aldrei að upplifa. Ást- kæri hjartans vinurinn er dáinn. Eins fallega og hann lifði þannig dó hann, sofnaði út af í rúminu sínu með ættfræðimöppu við hlið sér. Mikil hefur sorgin verið síðan og svo hræðilega sár. Ég var mér alltaf mjög meðvitandi um það hversu mikil forréttindi það voru að búa undir sama þaki og Gunnar og þakk- aði Guði fyrir það. Gunnar var einstaklega heilsteypt persóna, hreinlyndur, hreinskilinn og fórnfús maður sem gerði aldrei kröfur til neins en gaf af sér stöðugt. Aldrei mátti hafa neitt fyrir honum en sporin sín og handtök sparaði hann ekki náunga sínum til handa. Já hans var alltaf já og nei hans nei. Hann var hægur og dulur og lét sjaldan tilfinningar sínar í ljós. Gunnar var einstakur barnavinur og gerðist talsmaður þeirra ef hann taldi á rétti þeirra brotið og skipti þá engu máli hvort hann þekkti þau persónulega eða ekki. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Gunnar. Torfa var hann ómetanleg- ur trúfastur vinur og honum afar kær. Börnunum mínum og barna- börnum opnaði hann ástríkan faðm og umvafði þau umhyggju og hlýju. Þeim var hann besti afi sem hægt er að hugsa sér. Sömu umhyggju sýndi hann öllum þeim fósturbörnum sem hér hafa búið, svo hann er stór barnahópurinn sem á um sárt að binda. Svo lengi hef ég dáðst að þessum manni með sjálfri mér, fylgst með hvernig hann talaði við börnin, upp- fræddi og leiddi þau til aukins þroska af svo mikilli visku og djúpu innsæi. Fegurri fyrirmynd er ekki til. Hjá honum fékk ég að vera ég sjálf og það er ómetanlegt. Tóma- rúmið er mikið þar sem allt hér heima minnir á hann en það huggar að vita að aðeins gott var á milli okk- ar alla daga. Hann vissi hversu vænt mér þótti um hann og ég veit að það var gagnkvæmt. Kristur gaf okkur öllum leiðbein- ingar um það hvernig við eigum að lifa. Þannig lifði Gunnar. Megi okkur öllum samferðamönnum hans veitast sú gæfa að taka okkur líf hans til fyr- irmyndar, greiða götu náungans en bregða ekki fæti fyrir neinn, því eins og við skömmtum öðrum uppskerum við í lífi okkar. Ég kveð minn kæra vin og vel- gjörðamann eins og börnin mín kvöddu hann daglega: Sofðu vel, Guð geymi þig, ég elska þig. Helga. Gunni afi þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Ég hef elskað þig allt mitt líf og takk fyrir að leyfa mér alltaf að koma upp í til þín þegar ég var lítill. Mér finnst gott að heita í höfuðið á þér, þú varst alltaf svo góður. Ef maður hugsar um alla dagana sem maður lifði með þér þá varstu alltaf góður. Þú vaktir okkur alltaf og þú gafst mér alltaf hafragraut á morgnana. Þú nenntir alltaf að skutla okkur allt og út um allt. Ég elskaði þig alltaf og ég veit þú elskaðir mig. Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins, en gjarna hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson.) Þinn alltaf Gunnar Steinn. SNÆBJÖRN GUNNAR GUÐMUNDSSON Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, KRISTJÁNS M. JÓHANNESSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks hjartadeildar Landspítala Hringbraut. Guðleif K. Jóhannesdóttir, Þorsteinn S. Sigvaldason, Magnús Jóhannesson, Guðríður Guðmundsdóttir, börn þeirra og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför HELGU HJÁLMARSDÓTTUR, Vagnbrekku, Mývatnssveit. Freysteinn Jónsson, Áslaug Freysteinsdóttir, Guðmundur Þórhallsson, Hjálmar Freysteinsson, Sigríður Þórðardóttir, Guðrún Freysteinsdóttir, Húnn Snædal, Egill Freysteinsson, Dagbjört Bjarnadóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.