Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 39 GUÐSÞJÓNUSTA verður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði á morgun kl. 13. Guðsþjónustan verður að þessu sinni með sama yfirbragði og hinar vin- sælu kvöldvökur sem haldnar eru einu sinni í mánuði þar sem ekki er stuðst við hefðbunda messusiði. Örn Arnarson spilar á gítar, Þóra Guð- mundsdóttir á píanó og Guðmundur Pálsson á bassa og kórinn leiðir söng. Umfjöllunarefni guðsþjónust- unnar er nærvera Guðs í okkar dag- lega lífi og mikilvægi þess að njóta góðrar nærveru samferðafólks og vina. Ritningarvers, hugleiðingar og sálmar tengjast þessu efni. Með létt- ara sniði guðsþjónustunnar er leit- ast við að mæta þeim mörgu sem finnst hefðbundin guðsþjónusta of formföst og ópersónuleg. Kvöldmessa í Laugarneskirkju NÚ ER komið að fyrstu kvöldmess- unni á nýju ári hjá okkur í Laug- arneskirkju, sunnudaginn 9. febrúar kl. 20:30. Sem fyrr er það djass- kvintett Gunnars Gunnarssonar sem leikur. Auk Gunnars er hann skip- aður þeim Matthíasi M.D. Hemstock, Tómasi R. Einarssyni, Sigurði Flosa- syni og Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Kór Laugarneskirkju syngur. Bjarni Karlsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og Þorkell Sigurbjörnsson þjóna ásamt bænahópi kirkjunnar sem býður fram til fyrirbæna að messu lokinni. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 svo það er gott að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá upphafi. Svo bíður messukaffið allra í safn- aðarheimilinu á eftir. Verið velkom- in í Laugarneskirkju. Kennimaðurinn dr. Jakob Jónsson Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, kl. 10.00 mun séra Ragnar Fjalar Lárusson flytja erindi um fyrrum samstarfsmann sinn við Hallgrímskirkju, dr. Jakob Jónsson. Dr. Jakob þjónaði Hallgrímssöfn- uði frá upphafi, árið 1941 og allt til ársins 1974. Hann var á sinni tíð þjóðkunnur rithöfundur og ræðu- maður og lét til sín taka á umræðu- vettvangi sinnar tíðar. Þá vakti doktorsritgerð hans, Humour and Irony in the New testament, athygli og umtal enda talin brautryðj- andaverk. Séra Ragnar mun í erindi sínu einkum beina athyglinni að kennimanninum og prédikaranum dr. Jakobi. Kl. 11.00 hefst síðan messa í umsjá séra Sigurðar Páls- sonar. Biblíulestur í Landakoti SR. HALLDÓR Gröndal heldur áfram Biblíulestri sínum næsta mánudagskvöld (10. febrúar) kl. 20.00 í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Allir sem áhuga hafa á því eru hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskólinn í Hveragerði haldinn á Ási SUNNUDAGINN 9. febrúar brydd- um við upp á þeirri nýbreytni að halda sunnudagaskólann á hjúkr- unarheimilinu Ási. Börnin mæta, gjarnan með foreldrum sínum, nokkrum mínútum fyrir ellefu í dag- stofuna á Ási. Þar ætla ungir sem aldnir að sameinast í helgistund. Þar verða sagðar sögur, mikið sung- ið og sjálfsagt hlegið. Brúðurnar verða á sínum stað. Börnin syngja hreyfisöngva fyrir gamla fólkið og öll syngjum við saman, síðan fá börnin sína Jesúmynd í bókina. Þessi stund hefur vakið eftirvænt- ingu með gamla fólkinu og vonumst við aðstandendur sunnudagaskólans til að sjá sem flesta með okkur á Ási. Stefnumótun Þjóðkirkjunnar ÞJÓÐKIRKJAN undirbýr nú um- fangsmikla stefnumótunarvinnu og sendir í dag út vinnugögn til sókn- arnefnda um land allt, félaga og stofnana innan kirkjunnar. Búast má við að vel á annað þúsund manns taki þátt í þessari vinnu því að í sóknarnefndum landsins sitja rúm- lega þúsund manns og eru þá ótaldir aðrir hópar, svo sem félagasamtök, starfsfólk kirkjunnar og kórar. Stefnumótunin er unnin í sam- ræmi við samþykkt Kirkjuþings 2002. Tvennt er einkum haft að leið- arljósi: að greina stöðu Þjóðkirkj- unnar í samtíðinni og að fá vitneskju um það hvaða skoðun þjóðkirkjufólk hefur á því hvert kirkjan eigi að stefna. Samkvæmt ályktun Kirkjuþings skal virkja sem flesta innan Þjóð- kirkjunnar til þátttöku í þessari stefnumótun og á það bæði við um fólk í safnaðarstarfi auk félaga og stofnana innan Þjóðkirkjunnar. Stefnumótunarferlið er opinn vettvangur fyrir alla sem áhuga hafa á að koma að stefnumótun Þjóðkirkjunnar til næstu ára. Áhugasamt fólk innan kirkjunnar getur myndað hópa og fengið stefnumótunargögn send eða nálg- ast þau á vef stefnumótunar: www.kirkjan.is/stefnumotun. Skila- frestur er til febrúarloka. Settur hefur verið upp ann- álsvefur þar sem hægt er að fylgjast með framvindu stefnumótunarinnar og senda inn athugasemdir. Slóð hans er www.kirkjan.is/annall/ stefnumotun. Verkefnisstjóri stefnu- mótunar hjá þjóðkirkjunni er Adda Steina Björnsdóttir guðfræðingur. Brúðuleikhús í Seltjarnarneskirkju HELGA Steffensen kemur með brúðuleikhúsið sitt í heimsókn í Sel- tjarnarneskirkju sunnudaginn 9. febrúar. Sýnd verða tvö stutt leikrit í fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjöl- skylduna. Verið öll hjartanlega velkomin. Léttmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Fríkirkjan í Hafnarfirði. HANNES Hlífar Stefánsson er kominn í úrslit á Íslandsmótinu í atskák eftir sigur gegn Íslands- meistaranum Helga Ás Grétarssyni í undanúrslitum. Viðureign þeirra fór fram á fimmtudagskvöld. Helgi hafði hvítt í fyrri skákinni og notaði töluvert meiri tíma en Hannes. Skákin var þó í jafnvægi allan tím- ann uns samið var. Hannes sigraði hins vegar í seinni skákinni og hlaut því 1½ vinning gegn ½ vinn- ingi Helga. Hinni viðureigninni í undanúrslit- um, Helgi Ólafsson gegn Arnari Gunnarssyni, var frestað um einn dag. Helgi verður að teljast sig- urstranglegri í þeirri viðureign, enda hefur hann þrívegis orðið Ís- landsmeistari í atskák, síðast árið 2000. Stórmeistararnir hafa reynd- ar einokað titilinn allt frá árinu 1992, þegar alþjóðlegi meistarinn Karl Þorsteins varð Íslandsmeist- ari. Olís-einvígið hefst á mánudag Dagana 10.–15. febrúar stendur Taflfélagið Hellir í samvinnu við Ol- ís og Guðmund Arason fyrir einvígi milli Hannesar Hlífars Stefánsson- ar, fjórfalds Íslandsmeistara, og of- urstórmeistarans Sergei Movsesj- an. Það verður haldið í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2. Góð aðstaða verður fyrir áhorfend- ur, en aðgangur er ókeypis. Notuð verða hin svokölluð FIDE- tímamörk og er það í fyrsta sinn sem það er gert hér á landi, en þau þykja bjóða upp á mikla spennu og tímahrak. Sannkölluð skákhátíð fer fram á mótsstað í kringum sjálft einvígið. Má þar nefna að Helgi Áss Grét- arsson ætlar sér að slá Íslands- metið í blindskák og tefla við ellefu keppendur í einu. Fjölskyldumót fer fram, ungir og upprennandi meistarar, Bragi Þorfinnsson og Arnar E. Gunnarsson, mæta öflugu Hannes Hlífar kominn í úr- slit Íslandsmótsins í atskák SKÁK Faxafen 12 5.–9. feb. 2003 ÍSLANDSMÓTIÐ Í ATSKÁK – ÚRSLIT Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Frá viðureign Helga Áss Grétarssonar og Hannesar Hlífars í undan- úrslitum Íslandsmótsins í atskák. skákforriti auk þess sem skákskýr- ingar verða á hverju kvöldi. Þeir sem taka þátt í blindskák- inni við Helga Ás eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Þorfinnsdóttir, Helgi Brynj- arsson, Arnar Sigurðsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Dagur Kári Jónsson, Sæbjörn Guðfinnsson, Gunnar Nikulásson, Helgi Heiðar Stefánsson og Stefán Þormar Guð- mundsson. Edduskákmótið – minning- armót um Guðmund J. Guðmundsson Dagana 5.–7. mars fer fram Edduskákmótið, þar sem tefld verður atskák, en mótið er jafn- framt minningarmót um Guðmund J. Guðmundsson, verkalýðsleiðtoga og alþingismann. Mótið er gífurlega sterkt en meðal keppenda eru Topalov (2.743), Adams (2.734) og Shirov (2.723). Nú þegar eru 15 skákmenn með meira 2.600 skák- stig skráðir til leiks og sjö íslenskir stórmeistarar. Allir geta tekið þátt í mótinu en þátttökugjald er 4.000 kr. og er hægt að skrá sig í gegnum heimasíðu mótsins, icechess.com/ Edda2003/. FRÉTTIR SAUTJÁNDA Rask-ráðstefna Ís- lenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöð- unnar í dag, laugardaginn 8. febrúar. Ráðstefnan hefst klukkan 11. Á ráðstefnunni fjallar Baldur Sig- urðsson um stafsetningu byrjenda í Reykjavík og Rødovre. Jóhannes Gísli Jónsson fjallar í sínu erindi um hvernig eigi að greina í orðflokka. Hrafnhildur Ragnars- dóttir talar um sögubyggingu og samloðun í frásögnum 5–6 ára barna. Erindi Haraldar Bernharðssonar nefnist: „Forníslenska þykkja og þikja: hljóðbeygingarvíxl einfölduð“. Jón Axel Harðarson fjallar um norræn mannanöfn af gerðinni Ein- arr, Hróarr og Steinarr. Eftir kaffihlé veltir Margrét Jóns- dóttir fyrir sér hvort Snorri hafi ver- ið höfundur Eglu. Þá ætlar Mörður Árnason að greina frá málstefnu í Ís- lenskri orðabók. Gert er ráð fyrir að ráðstefnuslit verði klukkan 16.15. Rask-ráð- stefna í Þjóðarbók- hlöðunni BÆNDUR og aðrir jarðeigendur í Skaftafellssýslum boða til almenns fundar í Hofgarði í Öræfum laugar- daginn 15. febrúar og hefst fundur- inn kl. 16.00. Í Morgunblaðinu í gær segir að fundurinn verði haldinn 14. febrúar, en það er ekki rétt. Fundarefnið er kröfugerð fjár- málaráðherra f.h. ríkisstjórnar í þjóðlendumálum fyrir Óbyggða- nefnd og dómstólum. Frummælendur á fundinum verða Sigurður Líndal prófessor, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Reynir Sigursteinsson bóndi og Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtakanna. Þingmönnum og frambjóðendum til Alþingis á Suðurlandi ásamt ráð- herrum í ríkisstjórn verður boðið að sækja fundinn. HAUKUR Helgason áhugaljós- myndari opnar sýningu á verkum sínum í Kænunni við Hafnarfjarðar- höfn kl. 14. Hann hefur verið áhuga- ljósmyndari í 50 ár og á sýningunni eru nokkrar mynda hans frá síld- veiðum áranna 1953-57. Haukur hefur einnig opnað myndavef á slóðinni www.mynd- verk.is. Þar getur nú þegar að líta yf- ir 700 myndir undir þremur megin flokkum: Frá síldveiðum, Úr Lækj- arskóla og frá Vinnuskólanum í Krýsuvík 1959-62. Ljósmyndir í Kænunni HINN 5. feb. sl. var ekið á bifreiðina RJ-519, sem er rauð Subaru Legacy- fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus við Ármúla 1a. Tjón- valdur fór af vettvangi án þess að til- kynna hlutaðeiganda eða lögreglu atburðinn. Talið er nokkuð víst að bifreið tjónvalds sé gul Mercedes Benz-sendibifreið. Ökumaður henn- ar eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Þá er lýst er eftir vitnum að um- ferðaróhappi er varð á bifreiðaplani við Ikea, Holtagörðum, 5. febrúar milli kl.16:45 og 17:10. Ekið var utan í bláa Nissan Sunny Wagon fólks- bifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Lýst eftir vitnum Fundur um þjóðlendumál í Skaftafells- sýslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.