Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK YOGA Ný námskeið hefjast 10. febrúar. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð v, Reykjavík. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. Brúðkaupsafmæli Innilega þökkum við vináttu, gjafir og skeyti í tilefni 50 ára brúðkaupsafmæli okkar þann 25. janúar 2003. Lifið heil. Sveinbjörg og Ólafur Skriðuvöllum 3, Kirkjubæarklaustri. STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú er greind og heim- spekilega sinnuð manneskja. Ýmiss konar tækni liggur vel við þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinur þinn mun ráðleggja þér um hvernig þú getur bætt þig. Ótrúlegt en satt, þá munt þú ekki móðgast held- ur taka mark á honum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn er kjörinn til að huga að reikningum, trygg- ingum og sparnaði, þó svo að þér leiðist þessir hlutir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mikilsverðar samræður við náinn vin eða maka gætu komið af stað breytingu innra með þér. Samræður um heimspeki, trú eða frum- speki gæti fengið þig til að sjá hlutina frá öðru sjón- arhorni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vilt koma á breytingum á vinnustað. Þú sérð hvernig hægt er að betrumbæta hlut- ina og vonar að aðrir hlusti á uppástungur þínar. Ekki ótt- ast að tala máli þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nýtt ástarsamband gæti verið á næsta leiti. Þú gætir laðast að einhverjum sem er öflugur, tælandi og pínulítið ógnvekjandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn er kjörinn til að lagfæra hluti heima fyrir. Þú ættir að byrja á pípulögnum, baðherbergi og rusla- geymslu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Margar vogir eiga þess kost í dag að ræða við ungt fólk eða börn og hafa áhrif á þau til langframa. Kennið þeim að þau séu sinnar gæfu smiðir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér er í dag kleift að gera úr- bætur, sérstaklega fjárhags- legar, á heimilis- og fjöl- skylduhögum. Árangurinn verðu frábær. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinur eða systkini kann í dag að gefa þér ráð varðandi út- litið. Þá gætirðu einnig feng- ið ráð um hvernig þú getur bætt heilsuna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér kann að hugkvæmast ný leið til tekjuöflunar. Samt sem áður hættir þér til að halda þig of lengi í röngu sambandi (einnig hvað varð- ar vinnu). Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir gert eitthvað í dag sem bætir útlitið. Þetta gæti varðað fatnað, hárið eða lík- amann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvaðeina sem þú gerir í dag mun breyta ímynd þinni gagnvart vinum og kunn- ingum. Hafðu ekki áhyggjur – breytingarnar munu verða þér ánægjulegar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. febrúar, verður sextugur Aðalbjörn Þ. Kjartansson, verslunarmaður, Klepps- vegi 40. Eiginkona hans er Kristrún Kjartans. Að- albjörn eyðir deginum með nánustu ættingjum. 30 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 9. febrúar, verður þrítug Erla Björk Sigmundsdóttir. Af því tilefni biður Erla ætt- ingja og vini að mæta á af- mælisdaginn og gleðjast með henni kl. 15–17 í Kiw- anishúsinu, Helluhrauni 22, Hafnarfirði. EINMANA Engan trúan á ég vin, auðnudagar þverra. Einn ég harma, einn ég styn, einn ég tárin þerra. Einn ég gleðst, og einn ég hlæ, er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ unaðsdrauma minna. Kristján Jónsson LJÓÐABROT 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 b5 6. Bb3 Be7 7. He1 0–0 8. a4 b4 9. c3 d5 10. exd5 e4 11. Rg5 Bg4 12. f3 exf3 13. Rxf3 Rxd5 14. d4 bxc3 15. bxc3 Bf6 16. Dd3 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Ög- mundur Krist- insson (2055) hafði svart gegn Gísla Gunnlaugs- syni (1860). 16 … Rxc3! 17. Rxc3 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Bxf3 18. Dxf3 Rxd4 19. Dd5 Rxb3 20. Dxb3 Dd4+ 21. Be3 Dxc3 22. Hab1 Hae8 23. Kf1 He4 24. Dxc3 Bxc3 25. Bd2 Hxe1+ 26. Bxe1 Bxe1 27. Hxe1 Hb8 28. Hc1 g6 29. Hc6 Hb6 og hvítur gafst upp. EKKI er langt síðan við sáum dæmi um fágæta lit- aríferð í þessum þætti. Hér er annað dæmi, jafnvel enn fágætara. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KDG10 ♥ ÁKD ♦ Á85 ♣D72 Vestur Austur ♠ 7 ♠ Á65 ♥ 96542 ♥ 83 ♦ 1062 ♦ KDG43 ♣G1063 ♣K85 Suður ♠ 98432 ♥ G107 ♦ 97 ♣Á94 Suður verður sagnhafi í fjórum spöðum eftir opnun austurs á tígli og mikla „ýtni“ norðurs: Vestur Norður Austur Suður – – 1 tígull Pass Pass Dobl Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með tíg- ultvist, þriðja hæsta. Sagn- hafi lætur lítið úr borði, austur tekur með gosa og heldur áfram með kónginn. Sagnhafi drepur, trompar tígul með níu og spilar spaða. Austur tekur á ásinn og spilar spaða um hæl. Eft- ir eitt tromp í viðbót og ÁKD í hjarta lítur staðan þannig út: Norður ♠ 10 ♥ – ♦ – ♣D72 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ – ♦ – ♦ 3 ♣G1063 ♣K85 Suður ♠ 9 ♥ – ♦ – ♣Á94 Á þessu stigi liggur skipt- ingin ljós fyrir. Sagnhafi veit að austur á þrílit í laufi og nánast örugglega kóng- inn. Hvernig er nú hægt að komast hjá því að gefa tvo slagi á lauf? Ef austur á nákvæmlega KG10 er hægt að spila laufi og dúkka tíuna, en það eru fleiri möguleikar inni í myndinni, sem byggjast á því að austur sé með K8x. Rétt er að spila laufsjöu (!) úr borði og láta hana fara yf- ir ef austur setur lítið. Vest- ur þarf þá að drepa með tíu og spila frá gosanum. Ef austur leggur áttuna á sjöuna setur suður fjarkann heima með sömu niðurstöðu. Spilið er komið frá Eddie Kantar og hann spyr ein- faldlega: „Hefurðu séð þetta áður?“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 10. febr- úar, verður áttræð Margrét Árnadóttir, Laugavegi 35, Siglufirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, frá kl. 16–20. Mar- grét biðst undan gjöfum af þessu tilefni en styrkur við starf Kvenfélags Sjúkra- húss Siglufjarðar myndi gleðja hana. MEÐ MORGUNKAFFINU Ég keypti hundinn svo Palli fengi einhverja hreyfingu … FRÉTTIR ÚRSKURÐUR Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um Norð- lingaölduveitu kann að marka tíma- mót í mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmda, að því er fram kemur í greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands, NSÍ, um úrskurðinn. Telja NSÍ að með honum hafi stjórnvöld rétt fram ákveðna sáttahönd í stríði sínu gegn náttúru landsins og fólkinu sem vilji vernda hana. Mikilvægasta niðurstaða úrskurðarins sé að leggj- ast beri gegn fyrirhugaðri fram- kvæmd eins og henni sé lýst í mats- skýrslu og viðbótargögnum. Í greinargerð samtakanna segir að gerðar hafi verið áætlanir um innrás í friðhelg vé landsins, svæði sem mörg hver hafa verið friðlýst í áratugi. Sett- ur umhverfisráðherra hafi m.a. sett það skilyrði að framkvæmdirnar við Norðlingaölduveitu hafi ekki áhrif innan friðlands Þjórsárvera. Slíkt skilyrði sé sjálfsagt en þó þakkarvert nú miðað við orð og æði stjórnvalda. Áskorun um stærra friðland Í greinargerð samtakanna er m.a. vísað til úrskurðarins og fylgiskjals frá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að skola aur úr fyrirhug- uðu Norðlingaöldulóni. Ef aurskolun- in virki sé ekki þörf fyrir setlón. Því sé ótímabært að útbúa setlón og veita vatni fram hjá Þjórsáverum fyrr en nauðsyn beri til og umhverfisáhrif slíkrar framkvæmdar hafa verið met- in með lögformlegu umhverfismati. Í lok greinargerðarinnar skora samtökin á stjórnvöld að stækka frið- landið í Þjórsárverum og styrkja frið- lýsingu þess með lagasetningu. Minnt er á tillögur um að stækka friðlandið og í úrskurðinum komi fram að visst svigrúm sé til þess. Náttúruverndarsamtök Íslands um Norðlingaölduúrskurð Kann að marka tíma- mót í umhverfismati VERKALÝÐSFÉLAG Borgarness hefur samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að verða nú án tafar við óskum Norðuráls um orku til stækkunar álversins á Grundartanga. Vísað er sérstaklega til úrskurðar Jóns Kristjánssonar ráðherra í Norðlingaöldumálinu og þess að nú sé ekki eftir neinu að bíða með að svara óskum Norðuráls. Í ályktun fundar verkalýðsfélags- ins segir: „Fundurinn telur þjóð- hagslega hagkvæmt að í þessar stækkunarframkvæmdir verði ráðist þegar á þessu ári. Og tæknilega er því ekkert til fyrirstöðu. Með því móti er unnt að draga verulega úr miklu atvinnuleysi á sunnanverðu Vesturlandi, auka hagvöxt í þjóð- félaginu og kaupmátt launafólks. Brýnt er að þessum framkvæmd- um á Suður- og Vesturlandi verði lokið áður en meginþungi væntan- legra framkvæmda við virkjun og ál- ver á Austurlandi kemur inn í efna- hagslífið. Því leggur fundurinn áherslu á að alþingi og ríkisstjórn verði án tafar við óskum Norðuráls varðandi orkuöflun.“ Verkalýðsfélagið minnir á að yfir 6.000 manns séu án atvinnu. Í Borg- arbyggð, á Akranesi og nærsveitum séu núna á þriðja hundrað manna á atvinnuleysisskrá. Því horfi íbúar á þessu svæði mjög til uppbyggingar- áforma á Grundartangasvæðinu. „Stækkun Norðuráls mun færa inn í íslenskt efnahagslíf fjárhæðir sem milljörðum tuga skiptir. Og það er fjárfesting sem íslenska hagkerfið getur ekki og má ekki missa af. Því er brýnt að setja ekki fót fyrir þessar framkvæmdir heldur vinna þeim framgang hratt og vel.“ Stækkun Norðuráls verði hraðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.