Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 45 FÓLK  GUÐNI Bergsson verður í byrj- unarliði Bolton sem mætir WBA í sannkölluðum fallbaráttuslag í dag. Óvíst er hvort Lárus Orri Sigurðs- son verði í leikmannahópi WBA en hann hefur átt við meiðsli í hásin að stríða.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður í byrjunarliði Aston Villa sem sækir Fulham heim í dag. Jó- hannes hefur hleypt miklu lífi í leik Villa-liðsins sem hefur unnið tvo síð- ustu leiki sína, gegn Middlesbrough og Blackburn.  JÓHANNES Karl hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og segir Þjóðverjinn Thomas Hitzl- sperger, sem leikur með Jóhannesi á miðjunni, að liðið geti þakkað Jó- hannesi en hann hafi svo sannarlega kveikt neistann í leikmönnum með baráttu sinni. ,,Það hefur verið mjög gott að leika við hlið hans. Hann er áræðinn, góður að tækla og er ákaf- lega sparkviss og ég hef svo sann- arlega notið góðs af komu Joey í lið- ið.“  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea sem sækir nýliða Birmingham heim á St. Andrews í Birmingham.  PAUL Scoles, Manchester Unit- ed, var í gær valinn leikmaður jan- úarmánaðar í ensku úrvalsdeildinn og Sir Bobby Robson, Newcastle, varð fyrir valinu sem knattspyrnu- stjóri mánaðarins.  HARALDUR Ingólfsson skoraði eitt marka norska 1. deildarliðsins Raufoss sem vann úrvalsdeildarlið Bodö/Glimt, 3:1, í æfingaleik á fimmtudag.  OLIVER Kahn, markvörður og fyrirliði Bayern München og þýska landsliðsins, stefnir á að bæta sitt persónulega met í að halda marki Bayern hreinu, sem er 736 mín. Þegar Kahn gengur til leiks gegn Hamburger SV í dag, hefur hann ekki fengið á sig mark í 713 mín. „Ég stefni á að leika vel og fagna sigri. Metið væri síðan smá bónus,“ sagði Kahn.  HÁLFDÁN Þórðarson tók fram skóna að nýju í gær er FH lék gegn Fram í Esso-deild karla í handknatt- leik. Hálfdán hafði gefið það út fyrr í vetur að hann væri hættur en hon- um virðist hafa snúist hugur í þeim efnum. Hálfdán lék bæði í vörn sem sókn í FH-liðinu en mörkin þrjú sem hann skoraði hrukku skammt þar sem Fram hafði betur.  BJARKI Sigurðsson lék ekki með lærisveinum sínum í Aftureldingu í gær gegn Þór vegna meiðsla. Hann stjórnaði liðinu frá hliðarlínunni. Þá var Sverrir Björnsson einnig fjarri góðu gamni í liði Aftureldingar.  JÓN Brynjarsson hefur gengið til liðs við Selfyssinga og mun hann líklega spila með liðinu til loka tíma- bilsins. Jón spilar stöðu vinstri hornamanns og hefur áður leikið með Val og Fjölni. ÞAÐ má segja að haldið sé í hefðina á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Fífunni um helgina en keppt verður í hástökki, langstökki og þrístökki án atrennu. Tímaskekkja segja margir enda aðstaðan orðin allt önnur í dag með tilkomu innanhúshall- anna í stað gamla Baldurhagans í Laugardalshöll. ,,Það er löng hefð á bakvið þessar keppnisgreinar og menn vilja ekki henda þessum greinum út. Þetta hafa verið vinsælar greinar hjá íþróttafólk- inu og meðan það skráir sig til keppni finnst okkur ekki ástæða til að taka þær af dagskrá. Við erum kannski svolítið sér á báti hér á Íslandi en ég veit þó til þess að það er keppt í atrennulausum stökkum í Noregi,“ segir Egill Eiðsson, fram- kvæmdastjóri FRÍ. Haldið í hefðina Frá fyrstu mínútu náðu ÍR-ingarað koma í veg fyrir að stór- skyttan Jaliesky Garcia fengi að at- hafna sig auk þess að loka fyrir færin í hornunum og á lín- unni svo það tók gestina tæpar 8 mínútur að finna leiðina að mark- inu. Á meðan voru ÍR-ingar ekki iðjulausir í sinni sókn, smeygðu sér í gegnum vörn HK og fengu ýmist mark eða vítakast auk þess að vörnin góða skilaði fjórum mörkum úr hraðaupphlaupum. Rétt eftir miðjan hálfleik í stöðunni 13:6 kom bakslag þegar heimamenn gerðust heldur góðir með sig, neistinn dofn- aði og HK þakkaði kærlega fyrir með því að minnka muninn í 14:11 áður en flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur byrjaði brösug- lega hjá ÍR og HK-menn fengu nokkur tækifæri til að minnka mun- inn en fóru heldur illa að ráði sínu. Þar kom að ÍR hrökk í gang á ný og þegar Hreiðar Guðmundsson markvörður þeirra lokaði markinu náði ÍR tíu marka forskoti, 23:13, um miðjan hálfleik. Gestirnir úr Kópavogi gáfust samt ekki upp og Ólafur Víðir Ólafsson var loks sett- ur inná til að hrista upp í sókn- arleiknum, sem hann gerði vel og á stuttum tíma minnkaði munurinn niður í 26:22 og tvær mínútur eftir. Það dugði ekki til, ÍR hrósaði sigri og þakkaði áhorfendum stuðning- inn. „Við gerðum eins og við gerum alla leiki, höldum áfram og vinnum og við viljum helst ekki tapa hérna heima,“ sagði Bjarni Fritzson fyr- irliði ÍR eftir leikinn. „HK er hör- kulið sem gefst aldrei upp svo eðli- lega var ekki líklegt að við myndum valta yfir þá en auðvitað eigum við að halda þeim niðri sem lengst og sem betur fer náðum við okkur á strik á ný í fyrri hálfleik. Ef það tekst er þetta allt í lagi.“ Hreiðar markvörður lagði sitt af mörkum en góð barátta í vörninni lagði grunn- inn að sigrinum. Bjarni, Sturla Ás- geirsson, Ragnar Helgason og Ingi- mar Ingimarsson voru góðir í sókninni að öðrum ólöstuðum. HK-menn voru ofurliði bornir, tókst ekki að komast inn í leikinn og náðu ekki nægilegri yfirvegun, sérstaklega ekki sókninni enda sást skyttan Jaliesky varla. Vörnin barðist þó af mætti. Björgvin Gúst- avsson markvörður var þeirra best- ur. Góður sigur KA Strákarnir í Gróttu/KR sóttuekki gull í greipar KA-manna í gærkvöldi. KA sigraði 29:26 eftir nokkurn barning en þeir héldu nokkuð öruggri forystu all- an síðari hálfleikinn. Leikurinn ein- kenndist af mistökum á báða bóga og var ekki boðið upp á mikla feg- urð í þetta skiptið. KA tók Alexandre Pettersons úr umferð frá upphafi en gestirnir byrjuðu þó betur og voru yfir lengstan hluta fyrri hálfleiks. Mun- aði þar mest um Pál Þórólfsson sem fór hreinlega á kostum. Eftir ellefu mínútur var staðan 5:7 en þá lokaði KA-vörnin og Grótta/KR skoraði ekki mark næstu fjórtán mínúturnar. KA skoraði þá fimm mörk í röð og eftir það varð ekki aftur snúið. Snemma í síðari hálfleik minnkaði Grótta/ KR muninn niður í eitt mark en þá spýttu þeir gulklæddu í og náðu mest fimm marka forystu. Munaði þar mest um frábæra markvörslu Egediusar Petkevisius sem varði sex skot á tæpum fimm mínútum. Héldu heimamenn forystunni allt til loka og það var sama hvað Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, lagði sig mikið fram í leiknum, allt kom fyrir ekki. Hlynur Morthens varði ekki skot í síðari hálfleik en Kári Garðarsson kom inn á í lokin og stóð sig mun betur. Greinilegt var að liðin voru nokk- uð frá sínu besta eftir HM-hléið en þó sáust ágæir sprettir í leiknum. Arnór og Litháarnir stóðu uppúr hjá KA en Páll Þórólfsson var lang- bestur í liði Gróttu/KR. Pettersons var í strangri gæslu allan leikinn en skoraði um leið og hann losnaði. Morgunblaðið/Kristinn Línumaður ÍR, Fannar Þorbjörnsson, reyndi allt hvað hann gat til að komast í gegnum vörn HK. Grimm vörn ÍR bar HK ofurliði SEINT verður vörn ÍR talin með þeim stærri í deildinni en þegar saman kemur gífurleg barátta, vel útfærð vörn og síðan frábær markvarsla þarf ekki meira til eins og HK fékk að kenna á í heim- sókn sinni í Breiðholtið í gærkvöldi. Breiðhyltingar lásu sóknarleik HK-manna, leyfðu skyttum þeirra aldrei að koma sér í stellingar og brutu þannig á bak aftur alla yfivegun í leik gestanna. Eftirleikurinn var því auðveldur, 29:24 sigur sem tryggir annað sæti deildarinnar en HK missti þriðja til Hauka. Stefán Stefánsson skrifar Einar Sigtryggsson skrifar ■ Úrslit/46 ■ Aðrir leikir/46–47 GUÐMUNDUR Karlsson, nýráð- inn landsliðsþjálfari í frjáls- íþróttum, segist mjög spenntur fyrir keppnistímabilinu sem fram undan er. „Það verður í nógu að snúast á árinu og mér telst til að mótin erlendis sem bæði eldra og yngra liðið keppa á vera ellefu talsins. Ég held að ég megi segja að ég sé nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök. Efniviðurinn er nægur og það eru mörg verkefni erlendis fyrir yngra fólkið okkar sem ég tel mjög mikilvægt að þau fái. Við erum að reyna að hlúa að fram- tíðinni. Við höfum sett mjög markvisst kerfi fyrir hópinn 15- 20 ára með afrekshóp unglinga í huga þar sem verða lágmörk inn í hvern hóp og með því er mark- miðið að auka aðhald og mark- vissari vinnubrögð. Hvað afreksfólkið varðar segir Guðmundur að reynt verði eftir fremsta megni að fjölga því. „Jón Arnar og Þórey Edda eru í toppklassa og ég segi líka að Vala sé í þeim hópi þó að hún hafi átt talsvert á brattann að sækja. Ég vænti mikils af Magn- úsi Aroni Hallgrímssyni og ég sé hann koma í þennan hóp. Þá bíð- ur maður eftir því að Silja Úlf- arsdóttir, Einar Karl Hjartarson, Björgvin Víkingsson og Sunna Gestdóttir, svo einhverjir séu nefndir, springi út og komi þá einnig inn í hópinn.“ Það sem hæst ber á árinu að sögn Guðmundar eru heims- meistaramótin tvö, innanhúss- mótið sem fram fer í Birm- ingham í mars og HM utanhúss í París í ágúst og þá eru Smá- þjóðaleikarnir í byrjun júní og Evrópubikarmótið sem fram fer í Danmörku í lok júní. Guðmundur Karlsson Guðmundur segir spennandi frjálsíþróttaár framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.