Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 47 Jeppar og fjallaferðir Næsta tölublað sérblaðsins bílar verður helgað umfjöllun um jeppa, vélsleða, aukahluti og fjallaferðir. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. febrúar. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is bílar Víkingum virtist fyrirmunað aðskora og í þau skipti sem þeir komu skoti á markið var Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, fyrir þeim eða bolt- inn fór í stöngina en á fyrstu fimm mínút- unum skutu þeir fimm sinnum í markstangirnar og Haukar svöruðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. Eins og leikurinn þróaðist var hann líkari æfingu hjá tveimur ójöfnum lið- um og það er hreinlega sárt til þess að vita að áhorfendur hafi þurft að greiða aðgangseyri til að fylgjast með leiknum sem eins og flestir geta ímyndað sér var lítil skemmtun. Haukaliðið verður ekki dæmt af þessum leik enda mótspyrnan engin hjá arfaslökum mótherjum. Hauk- arnir reyndu þó eftir fremsta megni að fá eitthvað út úr leiknum og þeim til hróss þá náðu þeir að halda sæmi- legri einbeitingu út leikinn sem ekki er auðvelt gegn slíkum andstæðing- um. Svavar Vignisson og Þorkell Magnússon voru drjúgir í hraðaupp- hlaupunum og þeir Halldór Ingólfs- son og Robertas Pauzolis virtut geta skorað að vild. Aliaksandr Shamkuts, Ásgeir örn Hallgrímsson og Sigurður Þórðarson voru fjarri góðu gamni í liði Hauka vegna veikinda og meiðsla og þá tók landsliðsmaðurinn Aron Kristjánsson ekki þátt í leiknum nema í nokkrar mínútur seint í síðari hálfleik. Um lið Víkinga þarf ekki að fara mörgum orðum. Þeir léku handknatt- leik á afar lágu plani. Leikskipulag þeirra var í molum og maður hafði það hreinlega á tilfinningunni að leik- menn liðsins hafi notað fríið til ein- hvers annars en að æfa og spila hand- knattleik. Þeirra skástu leikmenn voru Þórir Júlíusson og markvörður- inn Jón Traustason. Köttur gegn mús LEIKUR Hauka og Víkings á Ásvöllum var leikur kattarins að mús- inni og þegar upp var staðið var munurinn 22 mörk, 38:16. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Haukanna algjörir. Þeir kom- ust í 10:0 og Víkingar, sem líkari voru firmaliði, og það slöku, heldur en liði í efstu deild, komust ekki á blað fyrr en eftir 15 mínútna leik. Guðmundur Hilmarsson skrifar Heimamenn byrjuðu leikinn afmiklum krafti og voru fljót- lega komnir 5:1, því gátu þeir þakkað markverði sínum, Magnúsi Er- lendssyni, en hann lokaði markinu á upphafsmínútunum. Þegar um helmingur var liðinn af fyrri hálfleik rönkuðu FH-ingar loks við sér og tóku þátt í leiknum. Þeir minnkuðu niður í tvö mörk og eftir það var nokkurt jafnræði með liðunum. Heimamenn gáfu samt ekki eftir nokkra marka forystu sína og leiddu 12:9 þegar komið var fram í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, liðin skiptust á mörkum og Hafnfirðingar voru lítil ógnun. Spilamennskan var tilþrifa- lítil og bæði lið spiluðu undir getu. Allt stefndi í öruggan sigur Fram- ara þar til um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fóru Hafnfirðingar að spila sinn bolta og náðu að minnka muninn í eitt mark. Eftir það voru spennandi mínútur þar sem liðin skiptust á mörkum og mistökum. Þegar tvær mínútur voru eftir skaust fram Haraldur Þorvarðar- son, leikmaður Fram, og gerði síð- ustu mörk heimamanna og sigur- vonir FH-inga að engu. „Ég er mjög ánægður, þetta var fjögurra stiga leikur og alltaf gaman að vinna FH-inga. Við áttum í tals- verðum erfiðleikum með að hrista þá af okkur en það tókst í lokin. Einn góður leikur er ekki nóg, við ætlum okkur að eiga annan eins á sunnudaginn,“ sagði Haraldur Þor- varðarson, leikmaður Fram sem lagði til tvö mörk á lokakafla leiks- ins. „Ég varð fyrir gríðarlegum von- brigðum með þennan leik, við spil- uðum afskaplega illa og það voru fá atriði sem hægt er að taka út og segja að hafi verið í lagi. Varn- arleikurinn var alls ekki traust- vekjandi og við vorum heppnir að halda í við þá í fyrri hálfleik. Við vorum að misnota dauðafæri og gerðum nákvæmlega allt sem þarf til að tapa. Það hefði verið algjört rán hefðum við unnið í kvöld,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson, þjálfari FH, vonsvikinn að leik loknum. „Ég hitti mína menn í fyrramálið og þarf að finna út hvers vegna leikmenn mínir mættu allir óundirbúnir í þennan leik. Við þurfum að reyna að finna einhver svör fyrir næsta leik, það er alveg klárt.“ Morgunblaðið/Þorkell FH-ingurinn Logi Geirsson var einbeittur á svip er hann lyfti sér á loft yfir vörn Fram í Safamýrinni. „Gaman að vinna FH“ LEIKMENN beggja liða voru lengi að hrista af sér slenið þegar FH- ingar heimsóttu Framara í Safamýri. Talsvert var um mistök og virt- ist sem leikmenn væru þreyttir – eða of hvíldir – eftir fríið. Framarar voru þó skrefinu framar og náðu snemma góðu taki á gestunum. Þeir voru yfir allan leikinn og uppskáru góðan sigur, 25:22, eftir nokkuð spennandi lokamínútur. Andri Karl skrifar SKOSKIR knattspyrnudómarar munu á næstunni stíga á bremsuna þegar knattspyrnumenn þar í landi fagna mörkum sínum, en markmið þeirra verður að koma í veg fyrir „óíþróttamannslega“ framkomu þegar menn fagna mörkum sinna liða. Drew Herbertsson, talsmaður skoska knattspyrnusambandsins, segir að vandamálið í skosku deild- unum séu leikmenn sem hlaupi að stuðningsmönnum andstæðinganna og láti þar gleði sína í ljós. „Slíkt hefur í för með sér vandamál fyrir öryggisverði og lögreglu. Þeir sem geri slíkt fái gult spjald að launum frá dómara leiksins. Hins vegar munu dómarar ekki gefa gul spjöld fyrir „eðlilegan“ fögnuð,“ sagði Herbertsson. Gult fyrir að fagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.