Morgunblaðið - 09.02.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 09.02.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 38. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 mbl.is Tæknin og tilhugalíf Að fela sig á bak við Nokia-grímuna Birna Anna 28 Lafði Macbeth og leyndarmál söngkonunnar Sunnudagur Bankamenn í sviðsljósi Árni Tómasson og Sólon Sigurðsson 10 ÞJÓNUSTUTEKJUR viðskiptabankanna þriggja, Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslands- banka, voru á síðasta ári um 12,5 milljarðar króna og hækkuðu um tæpa 1,2 milljarða króna frá árinu 2001 eða um rúm 10%. Þjónustutekjur Búnaðar- banka og Landsbanka hækkuðu umtalsvert á milli ára en lækkuðu hjá Íslandsbanka. Ársuppgjör fjórða viðskiptabankans, Kaupþings, liggur enn ekki fyrir. Undir svokallaðar þjónustu- eða þóknunartekjur bankanna falla til að mynda tekjur verðbréfadeilda og tekjur vegna greiðslukorta, millibankaviðskipta og útlána. Eins tekjur af ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja, eignastýringu og fyrirtækjaþjónustu. Í ársreikningi Búnaðarbanka Íslands, sem birt- ur var á föstudag, kemur fram að þóknunartekjur bankans námu á árinu 2002 um 3,5 milljörðum króna og jukust um 29% frá árinu 2001. Þóknunar- tekjur Búnaðarbankans af verðbréfaviðskiptum námu um 1.447 milljónum króna sem er 53% aukn- ing frá árinu 2001 og þóknunartekjur dótturfélaga Búnaðarbankans námu 186 milljónum króna. Þjón- ustutekjur af hefðbundinni bankastarfsemi voru um 1.875 milljónir króna. Einstaklingar greiða ríflega þriðjung þjónustutekna Þóknunartekjur Landsbanka Íslands voru á síð- asta ári rúmir 4,7 milljarðar króna og jukust um 548 milljónir króna frá árinu 2001 eða um 13%. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum greiddu fyrirtæki um 63-65% af þjónustutekjum bankans á síðasta ári en einstaklingar um 35-37%. Þóknunargjöld Landsbankans voru á síðasta ári um 669 milljónir króna en þau voru 575 milljónir árið 2001. Samvæmt ársuppgjöri Íslandsbankasamstæð- unnar námu þjónustutekjur bankans um 4,3 millj- örðum króna á síðasta ári og drógust tekjurnar saman um 182 milljónir króna frá árinu 2001 eða um 4%. Af einstökum liðum má nefna að þjónustu- tekjur af greiðslumiðlun voru um 1.165 milljónir króna, verðbréfaviðskiptum og ráðgjöf um 786 milljónir króna og útlánum og ábyrgðum um 709 milljónir króna. Þjónustugjöld Íslandsbanka voru í fyrra um 819 milljónir króna en voru árið 2001 um 890 milljónir króna. Þjónustutekjur bank- anna 12,5 milljarðar                                                        MOKVEIÐI hefur verið hjá línubát- um í Grindavík að undanförnu og þar sem hratt hefur gengið á þorskkvóta skipanna hafa sjómennirnir þurft að takmarka aflann í hverri veiðiferð. „Það virðist alls staðar vera fullt af fiski,“ segir Sigvaldi Þorsteinsson, stýrimaður á Geirfugli GK. „Reynd- ari menn tala um að þeir hafi aldrei upplifað annað eins. Það er nánast alltaf fullur bátur en útgerðin hefur takmarkað okkur í þorskaflanum því það er farið sneiðast af kvótanum.“ Sigvaldi segir að Geirfuglinn hafi einkum verið á vestursvæðinu í haust, frá Breiðafirði og suður undir Melserk. Miðað sé við að lagnirnar séu aldrei fleiri en fimm með fersk- leika fisksins í huga, en skipið taki um 70 tonn og stundum hafi þeir fengið meira en 20 tonn í lögn. Skarfur GK var væntanlegur til Grindavíkur síðdegis í gær, laugar- dag, eftir skamma dvöl í Kolluálnum, en hann fór út á miðvikudagskvöld. „Við getum tekið um 56 tonn en fengum 44 tonn í tveimur lögnum,“ segir Hákon Valsson, stýrimaður. Mokveiði línubáta í Grindavík DONALD H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær hikandi Evrópuþjóðir við því að með því að tefja fyrir undirbún- ingi að hernaðaríhlutun í Írak gætu þær verið að gera stríðsátök líklegri en ella og græfu auk þess undan trú- verðugleika bæði Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Sameinuðu þjóð- anna. „Að tefja fyrir undirbúningi send- ir út skilaboð um hik, í stað skilaboða um einingu og einbeitni,“ sagði Rumsfeld á alþjóðlegri ráðstefnu um varnarmál í München í gær. „Sýni alþjóðasamfélagið einu sinni enn skort á ákveðni er útilokað að Saddam Hussein fáist sjálfviljugur til að afvopnast eða flýja af hólmi – og þar með eru litlar líkur á frið- samlegri lausn,“ sagði hann. Rumsfeld gagnrýndi beinum orð- um að Þjóðverjar, Frakkar og Belg- ar skuli standa í vegi fyrir því að að- ildarþjóðir NATO sameinist um að virkja varnarskuldbindingar banda- lagsins til handa Tyrkjum, en Tyrk- land er eina NATO-ríkið sem á landamæri að Írak og Bandaríkja- menn hafa óskað eftir afnotum af flugvöllum þar í landi ef til stríðs í Írak kemur. Þessum þremur NATO- þjóðum hefur hingað til þótt ótíma- bært að virkja bandalagsvarnirnar, með þeim rökum að slík ákvörðun græfi undan viðleitni SÞ til að leysa Íraksdeiluna með friðsamlegum hætti. Frakkar, Rússar og Kínverjar andæfa En klofningur í afstöðunni til þess hvernig fara skuli að því að tryggja að Írakar ráði ekki yfir gereyðing- arvopnum er ekki aðeins innan NATO. Fulltrúar Frakklands, Rúss- lands og Kína, sem allir hafa neit- unarvald í öryggisráði SÞ, hafa nú sameinazt um andófsátak gegn stefnu Bandaríkjamanna og Breta – hinna fastaþjóðanna tveggja í örygg- isráðinu – í Íraksmálinu. Leiðtogar Kína, Frakklands og Rússlands hringdu allir í Bush Bandaríkjaforseta á föstudag og tjáðu honum að þeir vildu að vopna- eftirlitinu yrði veitt meira svigrúm til að sinna sínu hlutverki við að knýja Íraka til að hlíta kröfum SÞ. Reuters Vík milli vina. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (t.v.), og hinn þýzki starfsbróðir hans Joschka Fischer hittust á alþjóðlegri ráðstefnu um varnarmál í München í gær, þar sem Rumsfeld var fyrsti ræðumaður. Rumsfeld varar við hiki München, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. YFIRMENN vopnaeftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna, Hans Blix og Mohamed ElBaradei, fóru í gær til Bagdad til að hefja nýja lotu viðræðna við íraska ráðamenn sem gæti skipt sköpum um hvort stríð skelli á í Írak. Gert er ráð fyrir því að Blix og El- Baradei ræði í tvo daga við íraska embættismenn sem bera ábyrgð á því að Írakar hlíti afvopnunarskilmálum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Blix og ElBaradei kröfðust tafar- lausra tilslakana af hálfu Íraka og fleiri upplýsinga um gereyðingarvopn sem talið er að þeir hafi falið. Sérfræðingar yfirheyrðir Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að Írakar gerðu sér nú grein fyrir að þeir þyrftu að sýna meiri samstarfsvilja. Til marks um þetta heimiluðu þeir einum vísindamanni að svara spurningum eftirlitsmanna á fimmtudag án þess að íraskir embættismenn væru við- staddir. Þrír aðrir vísindamenn voru yfir- heyrðir í einrúmi á föstudag. ElBaradei sagði áður en viðræð- urnar hófust að mikið riði á að skjótur árangur næðist til að komast hjá stríði. Blix og ElBaradei eiga að leggja fram nýja skýrslu um eftirlitið á fundi öryggisráðsins á föstudaginn kemur og fregnir herma að Bretar hyggist leggja drög að ályktun, sem myndi heimila hernað í Írak, fyrir fundinn. Reuters Hans Blix við komuna til Bagdad. Afdrifa- ríkar við- ræður Bagdad. AP. STARFSMENN banka og ann- arra fjármálastofnana í Dan- mörku, sem alls eru um 50.000 talsins, geta nú valið milli þess að fá kaupauka, frídaga eða ADSL-nettengingu heim til sín. Þetta var, eftir því sem seg- ir í Berlingske Tidende, meðal þess eftirtektarverðasta í nið- urstöðum kjarasamninga- viðræðna í bankaþjónustu- geiranum í Danmörku, sem nú er nýlokið. Samningarnir ganga í gildi 1. apríl nk. Kaupauki, frí eða ADSL Elín Ósk á stjörnuhimni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.