Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEIRA KEYPT AF DÖLUM Seðlabankinn kaupir nú 1,5 millj- ónir Bandaríkjadala á dag, alla virka daga vikunnar. Bankinn keypti áður dali þrjá daga vikunnar. Ástæðan er m.a. sú að Seðlabankinn vill greiða niður gjaldeyrisskuldir sem stofnað var til árin 2000 og 2001 þegar bank- inn varði gengi krónunnar. Vill að MR greiði kostnað Búnaðarbankinn krefst þess að Mjólkurfélag Reykjavíkur (MR) taki á sig kostnað sem féll á bankann vegna sölu á Fóðurblöndunni. MR hefur ekki fallist á þessa kröfu en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er um háar fjárhæðir að ræða. „Bull og vitleysa“ Fræðimenn hafna algjörlega nýj- um kenningum Gavin Menzies um að Kínverjar hafi fundið Ameríku um 70 árum á undan Kristófer Kólumbus og segja þær vera bull og vitleysu. Kaupendur láta gagnrýnina ekki á sig fá því bókin selst mjög vel. Sömu upphæð til einkaskóla Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vilja að Reykjavíkurborg greiði sömu upphæð með nemendum í borg- ar- og einkareknum skólum. Meiri- hlutinn sagði það óhóflegt en taldi þó að auka þyrfti stuðninginn. Vinanauðganir eru 90% V-dagurinn verður haldinn hér á landi í annað sinn föstudaginn 14. febrúar. Lögð verður áhersla á bar- áttu gegn svonefndum vinanauðg- unum en 90% nauðgana eru framdar af vinum, ættingjum eða kunningjum fórnarlambsins. Ekkert leynimakk Árni Tómasson og Sólon Sigurðs- son, bankastjórar Búnaðarbankans, svara spurningum vegna samnings bankans um Straum, deilur við Norð- urljós og fleira. Árni segir að ekkert leynimakk hafi verið með samning- inn. Háskólakennarar Við fiski- og náttúrufræðideild Háskólans í Bodø eru lausar 3 stöður kennara (førsteamanuensis) innan fiskeldis og gæða fiskmetis. Stöðurnar tengjast auknu námsframboði í sjávarfræðum við deildina og nýrrar landsstöðvar fyrir lúðueldi. St. nr. 1518: Kennari í fiskeldi, sérgrein fóðrun og fæða eldisfisks. St. nr. 1519: Kennari í fiskeldi, sérgrein æxlunarlíffræði sjávarfiska í eldi St. nr. 1525: Kennari í gæðastjórnun og framleiðslu fiskmetis. Fulla starfslýsingu má finna á heimasíðu okkar: www.hibo.no Nánari upplýsingar um stöðuna fást hjá Terje Solberg, dekanus, í s. +47 75 51 73 58, Stig Skreslet, 1. amanuensis (um st. 1519) í s. +47 75 51 74 96 eða Christel Solberg (um st. 1518) í s. +47 75 51 73 52. Umsókn sé merkt stöðunr. og sendist til: Høgskolen i Bodø,, N-8049 Bodø. Umsóknarfrestur: 26. apríl 2002. Við leitum að sérfræðingi Eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins óskar að ráða sérfræðing til hagdeildarstarfa. Starfsmaður þarf að vera talnaglöggur, hafa mikla tölvuþekkingu og góða þekkingu á gagnagrunnum og úrvinnslu upplýsinga úr þeim. Viðkomandi sér um gagnaskemmu, stundar greiningar, ráðgjöf, úttektir og setur fram skýrslur og greinargerðir. Einnig þarf hann að geta stýrt verkefnum með starfsmönnum mismunandi deilda. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Sérfræðingur“ fyrir 17. febrúar nk. Upplýsingar veitir Ari Eyberg. Netfang: ari@hagvangur.is Starfssvið: Rekstur gagnaskemmu, aðstoð við notendur og kennsla, auk umsjónar með þróun tækisins. Ýmis tilfallandi verkefni og úttektir fyrir framkvæmdastjóra og forstjóra. Arðsemisútreikningar vegna nýrra fjárfestinga og tilfallandi verkefna. Þátttaka í vinnu við áætlanagerð fyrirtækisins. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun í viðskiptafræði, verkfræði eða hagfræði. Reynsla af notkun og rekstri gagnagrunna. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Hæfni í mannlegum samskiptum. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Flugumsjónarmaður Flugfélagið Atlanta hf. auglýsir starf flugumsjónarmanns laust til umsóknar. Um er að ræða starf við flugáætlana- gerð, leiða-, afkastagetu- og hleðsluút- reikninga, auk SITA og AFTN skeyta- sendinga. Einnig við öflun yfirflugs-, lendingarheimilda, flugvalla- og veður- upplýsinga. Leitað er að umsækjanda með skírteini flugumsjónarmanns, þekkingu og reynslu á ofangreindum sviðum. Góð enskukunnátta og reynsla í tölvunotkun eru áskilin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra flugumsjónarmanna og miðast við menntun og reynslu. Eldri umsóknir óskast endurnýaðar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og reynslu, berist til félagsins fyrir 18. febrúar nk., merktar: Flugfélagið Atlanta hf., Starfsmannahald, Umsókn — Flugumsjónarmaður, v/Álafossveg, 270 Mosfellsbæ. Sunnudagur 9. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.260  Innlit 17.8401  Flettingar 83.578  Heimild: Samræmd vefmæling Morgunblaðið/Kristinn Ofboðsleg fagnaðarlæti brutust út eftir að tjaldið féll á frumsýningunni á Macbeth eftir Verdi í Íslensku óperunni um liðna helgi. Anna G. Ólafsdóttir svipti hulunni af lafði Macbeth og leyndarmáli Elínar Óskar Óskarsdóttur. . . Á stjörnuhimni ferðalögSumarferðirsælkerarÚt að borða í VerónabörnKínabíóMorðóðar danspíur Magnaður galdur Á leikhúsfjölum frá tíu ára aldri Mér finnst best þegar ég fæ sterka heildar- tilfinningu í leikhúsinu Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 9. febrúar 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Af listum 28 Myndasögur 5 Birna Anna 28 Bréf 50 Listir 29/31 Dagbók 52/53 Forystugrein 32 Krossgáta 54 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 56 Skoðun 33 Fólk 56/61 Umræðan 35/37 Bíó 58/61 Minningar 38/43 Sjónvarp 62 Þjónusta 49 Veður 63 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sumar 2003“ frá Heimsferðum. Blaðinu er dreift um allt land. LANDLÆKNIR hefur mælst til þess að sjóntækjafræðingar hætti þegar í stað sjónmælingum meðan verið sé að ráða úr hvort og þá hve- nær sjóntækjafræðingar fái að gera sjónmælingar. Fulltrúar Félags ís- lenskra sjóntækjafræðinga og land- læknisembættisins funduðu í fyrra- dag um málið. Að sögn Kristins Kristinssonar, sjóntækjafræðings og stjórnarmanns í Félagi íslenskra sjóntækjafræðinga, kom fram í máli landlæknis að í smíðum sé ný reglugerð sem heimili sjóntækja- fræðingum að gera sjónmælingar. Hins vegar yrði ekkert hægt að að- hafast fyrr en Alþingi hefði staðfest frumvarp um umrædda breytingu og það yrði ekki lagt fyrir á yf- irstandandi þingi. Þinginu verður slitið fyrr en venjulega vegna kosn- inga í vor. „Við sögðum við landlækni að þetta væri ekki það sem við hefðum ætlað okkur og að við myndum halda okkar striki þangað til við værum búnir að tala við okkar fé- lagsmenn,“ segir Kristinn. Hann segist fagna yfirlýsingum landlækn- is á fundinum en að enn sé langt í land og sér finnist að nokkru leyti sem verið sé að þæfa málið fram yf- ir kosningar. Félag sjóntækjafræðinga ráðger- ir að halda fund með félagsmönnum á þriðjudag þar sem tekin verður afstaða til þess hvort þeir fara að tilmælum landlæknis. „Við ákveðum í framhaldi af því hvað við gerum.“ Reglugerð um sjónmælingar í smíðum Nýjar reglur heim- ila sjóntækjafræð- ingum að sjónmæla STJÓRN Landsvirkjunar var kynntur úrskurður Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra um Norð- lingaölduveitu á stjórnarfundi í fyrradag. Ekki stóð til að taka neinar ákvarðanir af hálfu Landsvirkjunar á fundinum. „Menn voru að upplýsa stjórnina og fara yfir stöðu málsins,“ segir Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. „Við mun- um halda því áfram og komum til með að ræða við Norðurál á næst- unni og eins við Hitaveitu Suður- nesja (HS) og Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) en í samkomulaginu frá því í sumar var gert ráð fyrir að hluti af orkunni kæmi frá þeim.“ Landsvirkjun og úrskurður vegna Norðlingaölduveitu Ætla að funda með Norðuráli og OR og HS RÍKISSTJÓRNIN hefur að beiðni Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðarráðherra samþykkt að Fjárfestingar- stofa – orkusvið aðstoði þýska fyrirtækið RAG Trad- ing GmbH við gerð umhverfismats og annan undir- búning vegna rafskautaverksmiðju við Grundartanga í Hvalfirði. Áformað er að undirrita verkefnaáætlun upp úr miðjum mánuðinum við RAG Trading en Þjóð- verjarnir leggja mikla áherslu á að ákvörðun liggi fyr- ir í lok þessa árs um hvort af framkvæmdum verður eða ekki. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku hef- ur RAG Trading lýst áhuga á að reisa 340 þúsund tonna rafskautaverksmiðju í landi Kataness, sem er ríkisjörð austan við lóð Norðuráls á Grundartanga. Verksmiðjan gæti skapað allt að 140 störf og bygging- arkostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna í fyrsta áfanga. Hefur fyrirtækið áform um að stækka verksmiðjuna síðar meir um helming. Rafskaut eru notuð við framleiðslu áls, en til að framleiða eitt tonn af áli þarf hálft tonn af rafskautum. Álverin hér á landi flytja rafskautin inn og Alcoa hyggst gera slíkt hið sama í Reyðarfirði. Fulltrúar RAG Trading hafa ásamt því að ræða við Fjárfestingarstofu einnig hitt forráðamenn Grundartangahafnar að máli. Að sögn Páls Magnússonar, stjórnarformanns Fjár- festingarstofu, liggur ekki nákvæmlega fyrir hve mik- ill kostnaður verður við undirbúningsvinnuna. Sam- kvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar skuldbinda stjórnvöld sig til að greiða helming kostnaðarins á móti RAG Trading og verði af framkvæmdum fá stjórnvöld sinn kostnað endurgreiddan frá Þjóðverj- um. Páll segir þetta svipað fyrirkomulag og við und- irbúning annarra stóriðjuverkefna hér á landi. Kostn- aður ríkisins gæti verið á bilinu 10–20 milljónir króna. ,,Það liggur ekki alveg fyrir hvaða rannsóknarvinnu þarf að ráðast í eða kaupa. Þegar hafa töluverðar rannsóknir farið fram á Grundartangasvæðinu og það ætti að gera undirbúninginn ódýrari,“ segir Páll. Rafskautaverksmiðja í Hvalfirði í undirbúningi Verkefnaáætlun undir- rituð við RAG Trading HANNES Þ. Sigurðsson skilaði af sér ársreikningi Knattspyrnu- sambands Íslands (KSÍ) í fimmtug- asta skiptið í gær þegar KSÍ-þing var haldið á Hótel Loftleiðum. Hannes var kosinn félagslegur endurskoðandi sambandsins á árs- þinginu árið 1953. Hannes sagðist hafa dregist ósjálfrátt inn í félagsmál knatt- spyrnunnar. „Eins og ungum mönnum, sem vilja hafa áhrif, er tamt var ég eitthvað að hafa mig í frammi varðandi meðferð fjár- muna Knattspyrnusambandsins og gerði einhverjar athugasemdir.“ Þegar kom að kosningum kom varaformaður KSÍ að máli við Hannes, sem þá var aðeins 23 ára, og spurði hann hvort það mætti ekki gera tillögu um hann sem endurskoðanda í kosningunum. Einhverjir hafa hlustað á þennan unga mann, sem hefur skoðað reikninga KSÍ síðan. Mikið hefur breyst frá því að Hannes hóf störf hjá KSÍ. „Allt bókhald fram til síðustu tuttugu ára var flutt á höndum. Undir það síðasta voru fylgiskjölin orðin hátt í fimmtán hundruð. Við vorum svo nákvæmir endurskoðendurnir að við flettum hverju einasta fylgi- skjali,“ segir Hannes. Eitt árið voru þeir þrjú kvöld að endurskoða reikninga og bendir Hannes á að gjaldkerinn á þeim tíma, Friðjón Friðjónsson, hafi unnið hálfgert þrekvirki að færa þetta allt til bókar. Breyttur fjárhagsgrundvöllur Fjárhæðirnar sem KSÍ býr yfir nú eru heldur á skjön við það sem gerðist hér áður fyrr. „Oft og tíð- um var Knattspyrnusambandið í gamla daga rekið með halla en sem betur fer nú í seinni tíð hefur alltaf verið afgangur,“ enda segir Hannes fjárhagsgrundvöllinn gjör- breyttan. Hann segir KSÍ þó alltaf hafa farið vel með fé. Hannes er einnig þekktur knatt- spyrnudómari og dæmdi í 30 ár og var meðal annars milliríkjadómari í 16 ár. Hann hefur einnig verið eftirlitsdómari KSÍ sl. 25 ár. Hannes fylgist enn vel með knattspyrnunni og styður sitt lið, Fram. Hann má helst ekki missa af leik en finnst nú orðið gott að geta horft á fótboltann í sjónvarp- inu, þó að enn fari hann á völlinn. Hann segir þróun knattspyrn- unnar hafa verið nokkuð góða fyr- ir utan að nú finnst honum ljótari ásetningsbrot líta dagsins ljós en áður. Hannes hefur séð marga góða knattspyrnumenn um ævina. Í mestu uppáhaldi hjá honum er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Ríkarður Jónsson. „Hann var mik- ill snillingur og auk þess var hann svo drenglyndur í allri sinni keppni,“ segir Hannes og bætir við að erfitt sé að bera snillingana saman. Hefur endurskoðað reikninga Knattspyrnusambandsins samfleytt í 50 ár KSÍ hefur alltaf farið vel með fé Morgunblaðið/Þorkell Hannes Þ. Sigurðsson og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, glugga í ársreikninga sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.