Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÚNAÐARBANKI Íslands hefur gert kröfu um að Mjólkurfélag Reykjavíkur (MR) taki á sig kostn- að sem féll á bankann vegna sölu á Fóðurblöndunni hf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um háar fjárhæðir að ræða. Málið er núna til skoðunar hjá lögfræðing- um fyrirtækjanna. Hörður Harð- arson, stjórnarmaður í MR, segir að málið sé nú til skoðunar hjá lög- fræðingi félagsins, en MR hafi ekki fallist á kröfur Búnaðarbankans. Þetta mál á sér nokkuð langan aðdraganda. Fóðurblandan hf. keypti kjúklingaframleiðandann Reykjagarð í apríl árið 2001. Tveimur mánuðum síðar keypti Búnaðarbanki Íslands Fóðurblönd- una og eignaðist um leið Reykja- garð. Þremur vikum síðar eða í júlí 2001 keyptu Mjólkurfélag Reykja- víkur og Lýsi hf. Fóðurblönduna en Reykjagarður varð áfram í eigu bankans. Eignarhlutur MR var 75% og Lýsis 25%. MR, sem er gamalt samvinnu- félag, og Fóðurblandan eru lang- stærstu innflytjendur á kjarnfóðri til landsins. Markaðshlutdeild fyr- irtækjanna er samtals um 75%. Það var því augljóst mál að Sam- keppnisstofnun kæmist ekki hjá því að skoða hvort kaup MR og Fóðurblöndunnar samræmdust ákvæðum samkeppnislaga. Sam- keppnisráð komst að þeirri nið- urstöðu í nóvember 2001 að yf- irtaka MR á Fóðurblöndunni raskaði samkeppni og ógilti því yf- irtökuna. Þetta var í fyrsta skipti sem samkeppnisyfirvöld beittu samrunaákvæði samkeppnislaga til að ógilda samruna. Guðmundur Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans Verðbréfa, hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að kaup Búnaðarbankans á Fóð- urblöndunni hafi verið að frum- kvæði Kristins Gylfa Jónssonar, stjórnarformanns MR, sem jafn- framt er stjórnarformaður kjúk- lingabúsins Móa. Samningur um skaðsemisábyrgð Þegar ákveðið var að Búnaðar- bankinn keypti Fóðurblönduna og seldi hana síðan áfram til MR var gerður samningur milli bankans og MR um að MR tæki á sig svokall- aða skaðsemisábyrgð vegna við- skiptanna. Búnaðarbankinn túlkar samninginn með þeim hætti að ef eitthvað það gerðist sem raskaði sölunni og leiddi til þess að verð- mat Fóðurblöndunnar breyttist tæki MR á sig tapið. Eins og áður er rakið stöðvuðu samkeppnisyfirvöld samruna MR og Fóðurblöndunnar. Búnaðar- bankinn eignaðist Fóðurblönduna því aftur og átti fyrirtækið í rúm- lega eitt ár eða þar til Lýsi keypti það fyrir nokkrum vikum. Á bak við allt þetta mál lá sú fyrirætlan eigenda Móa og Búnaðarbankans að sameina Reykjagarð og Móa. Samkeppnisyfirvöld settu ströng skilyrði fyrir samstarfi þessara fyrirtækja og ekkert varð úr því að þau sameinuðust. Búnaðarbankinn seldi á síðasta ári Sláturfélagi Suð- urlands 75% hlut í Reykjagarði og Móar og Reykjagarður eiga nú í harðri samkeppni. MR hefur ekki fallist á kröfur Búnaðarbankans „Búnaðarbankinn hefur sett fram óskir um að Mjólkurfélagið beri að nokkru leyti uppi þann kostnað sem bankinn hefur ekki fengið greiddan með sölu á Fóð- urblöndunni. Það er verið að skoða þessa hluti núna. Ég ætla engu að spá fyrir um hver niðurstaðan verður. Önnur fyrirtæki sem Bún- aðarbankinn hefur verið með til sölumeðferðar eru Mjólkurfélaginu algerlega óviðkomandi. Þar vísa ég sérstaklega til sölunnar á Reykja- garði,“ sagði Hörður Harðarson, stjórnarmaður í MR. Hörður sagði að málið væri núna til skoðunar hjá lögfræðingi MR. „Við teljum að við höfum ekki fall- ist á neinar ábyrgðir, þannig að það sé hægt að segja sem svo að MR beri að standa undir þeim kröfum sem Búnaðarbankinn hefur sett fram,“ sagði Hörður. Krafa um að MR taki á sig tap vegna sölu Fóðurblöndunnar Ágreiningur er milli Búnaðarbank- ans og Mjólkurfélagsins vegna samn- ings um svokallaða skaðsemisábyrgð DEILT var um fjárhagsvanda einka- rekinna grunnskóla á borgarstjórn- arfundi á fimmtudagskvöld. Sjálf- stæðismenn sögðust vilja að borgin greiddi sömu upphæð til skólanna með hverju barni burtséð frá því hvaða skóla þau gengju í. Við núver- andi kerfi væri reykvískum börnum mismunað eftir því hvort þau gengju í borgar- eða einkarekinn skóla og hæpið væri að þessi mismunun stæð- ist jafnræðissjónarmið stjórn- arskrárinnar. Meirihlutinn sagði hins vegar að bæta þurfi fjárveitingar til einkareknu skólanna en það væri óhóflegur stuðningur við þá að jafna framlög til þeirra við borgarreknu skólanna, þar sem einkareknu skól- arnir innheimti skólagjöld. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði fjárhagslegan vanda einkaskólanna mikinn. 228 þúsund krónur séu greiddar árlega með hverju barni en það hafi verið reiknað út að kostn- aður við hvert barn sé um 400 þúsund krónur. Guðrún Ebba sagði framlag borgarinnar ekki hafa mætt launa- hækkunum. Þá hafi Landakotsskóli t.d. ekki aðgang að sérfræðiþjónustu sem borgarreknir skólar hafi aðgang að, að nýbúakennslu undanskilinni, matur sé þar ekki niðurgreiddur, skólinn hafi ekki aðgang að skólaneti borgarinnar og skólinn fái ekki styrk vegna tækjakostnaðar og bókakaupa. Mikilvægt sé að foreldrar eigi það val að senda börn sín í einkaskóla. Með einkaskólunum sé fjölbreytni í grunnskólastarfi aukin í Reykjavík og því ætti að jafna framlög borg- arinnar með hverjum nemanda burt- séð frá því hvaða skóla barnið sæki. Framlög hafa hækkað um 115% Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs, sagði framlag borg- arinnar til einkareknu skólanna hafa hækkað úr 106 þúsund krónum á nemanda árið 1997 í 228 þúsund haustið 2002, eða 115%. Eigi að síður sé fjárhagsstaða skólanna slæm, það megi að hluta til rekja til þess að nú séu skólarnir einsetnir og því geti færri nemendur sótt hvern skóla. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði hæpið að þessi mismunun standist jafnræðislög og jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisvaldið hafi viðurkennt að það eigi að leggja jafnmikið fé af mörkum hvort sem nemandi velji einkarekinn eða ríkisrekinn skóla. Það sé beinlínis röng hugsun og gamaldags sem stangist á við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar að mismuna fólki með þessum hætti. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R-listans, sagði grafalvarlegt ef Björn, sem hafi verið menntamála- ráðherra árum saman, sé þeirrar skoðunar að á fjölda barna sem stundi nám í sjálfseignarskólum séu brotin jafnræðislög. „Þá verður að teljast algjörlega ótrúlegt af hverju menntamálaráðherrann yfir Íslandi aðhafðist ekkert í málinu. [...] Af hverju gerði hann það ekki? Það er einfaldlega vegna þess að Björn Bjarnason hafði engan áhuga á mál- inu og var einfaldlega ekki þeirrar skoðunar sem hann nú þykist vera hér í minnihluta,“ sagði Helgi. Björn sagði Helga ekki hafa minnstu hugmynd um hvaða skoðun hann hafi haft á málinu sem mennta- málaráðherra. „Hann kemur hér upp sem málsvari gamalla tíma í þessu efni, gamalla viðhorfa og hugsar bara um opinberar stofnanir og segir að þær eigi að hafa forgang,“ sagði Björn. Það væri gamaldags hugs- unarháttur að það þurfi að mismuna í þágu hins opinbera svo hið opinbera fái notið sín. Helgi sagði það yfirnáttúrulega hræsni að áfellast Reykjavíkurborg fyrir að styðja sjálfseignarskóla, meira en nokkuð annað sveitarfélag eða jafn vel og þau sem best gera. Sjálfstæðisflokkur hafi ekki veitt meira fé til skólanna þegar hann hafði fjárveitingarvald í borginni. Hann spurði Björn hvers vegna Kópavogsbær og Seltjarnarneskaup- staður, þar sem sjálfstæðismenn eru í meirihluta, borgi ekki þessar upp- hæðir til sjálfseignarskólanna, fyrst þetta sé stefna Sjálfstæðisflokksins. „Eða er það kannski í þessu máli eins og svo mörgum öðrum að Sjálfstæð- isflokkur hefur eina stefnu í meiri- hluta en allt aðra í minnihluta?“ spurði Helgi. Hann sagðist telja nauðsynlegt að auka fjárveitingar til einkaskólanna „en ég tel að það sé óhóflegt og það muni valda misrétti meðal barna í borginni ef sumir skólar eiga að þríf- ast á framlögum borgarsjóðs einum en aðrir skólar eigi að hafa sömu framlög auk skólagjalda.“ Segja jafnræðisreglu brotna á nemendum einkaskóla Morgunblaðið/Kristinn Sjálfstæðismenn telja að stuðningur borgarinnar við einkaskólana sé of lítill. Málið er núna til skoðunar hjá R-list- anum. Á myndinni eru borgarfulltrúarnir Björn Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Alfreð Þorsteinsson. FRUMVARPI dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, sem kveður m.a. á um hækkun hámarksrefsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum, var vel tekið á Alþingi í vikunni, en þá mælti ráðherra fyrir frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að hámarks- refsing fyrir fyrrgreind kynferðisbrot hækki í 8 og 12 ára fangelsi í stað 6 og 10 ára refsivistar eins og nú er. Í framsöguræðu dómsmálaráð- herra kom m.a. fram að eitt af mark- miðum frumvarpsins væri að auka refsivernd barna gegn kynferðisbrot- um. „Á undanförnum tíu til fimmtán árum hefur dómsmálum vegna þess- ara mála fjölgað mikið. Erfitt er að segja til um hvort þá þróun megi rekja til þess að fleiri brot séu framin eða hvort þau hafi komið upp á yf- irborðið í ríkara mæli við opnari um- fjöllun um þessi mál. Engum dylst þó sá mikli skaði sem börn geta orðið fyrir þegar þau eru misnotuð kyn- ferðislega og geta afleiðingarnar oft verið langvarandi og í sumum tilfell- um varað alla ævina.“ Ráðherra sagði að með því að hækka refsirammann væri gert ráð fyrir því að refsingar verði þyngri. Vernda beri fórnarlömb Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, fagnaði frum- varpi ráðherra. „Það er afar mikil- vægt að þessi löggjöf, og allt er varðar börn, sé börnum hliðholl.“ Guðrún kvaðst einnig ánægð með það að setja ætti sérstakt ákvæði í hegningarlög sem fjallaði um mansal. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fagnaði einnig því sem fram kæmi í frumvarpinu. Hún sagð- ist þó hefði viljað fá inn í það ákvæði um að það yrði gert refsivert að kaupa sér kynlífsþjónustu hvers konar. Kolbrún, eins og reyndar Guðrún líka, gerði það sem kallað er fórnar- lambavernd einnig að umtalsefni, en með því er m.a. átt við að fórnarlömb- um mansals verði veitt ákveðin vernd, leiti þau sér hjálpar. „Það hvílir nú sterk krafa á ríkisstjórnum Evrópu- landanna að leiða í lög þannig vernd að konurnar sem leita ásjár – oft til kvennasamtaka eða kvennaathvarfa – fái vernd í viðkomandi landi, dvalar- leyfi og jafnvel atvinnuleyfi; í öllu falli það öryggi sem nægir til að gera þær löglegar í landinu.“ Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að það hlyti að vera meginmarkmiðið að reyna að leita allra leiða til að fækka eða koma algjörlega í veg fyrir kyn- ferðisbrot gagnvart börnum. Hækk- un refsimarka væri ein leið að því marki að margra mati. Jónína taldi þó m.a. ástæðu til þess að fara betur ofan í orsakir þess að dómsmálum vegna kynferðisbrota hefði fjölgað. Frumvarp um þyngingu refsingar fyrir kynferð- isbrot gegn börnum Þingmenn fagna hækk- un refsi- rammans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.