Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 15 á, að kínversku skipin hefðu aldrei þolað siglinguna yfir Atlantshaf auk þess sem evrópsk og kínversk kortagerð á þessum tíma hafi ver- ið gjörólík. Menzies játar líka, að nokkrir sérfræðingar hafi kallað bókina „bull frá upphafi til enda“. Kenningar af þessum toga, meðal annars að Kínverjar hafi sest að í Ameríku fyrir 3.000 ár- um, hafa raunar komið fram í Kína en Wang Xiaofu, sögupró- fessor við Pekingháskóla, segir ekkert styðja það. Landar sínir margir kunni þó að hafa gaman af enda hafi Kínverjar orðið fyrstir til á mörgum sviðum. Þeir hafi fundið upp púðrið og spaghettíið og lagt mikið af mörkum til nú- tíma stærðfræði, landbúnaðar og stjarnfræði. „Ekki vísindi, heldur vís- indaskáldskapur“ Kínverski fornleifafræðingurinn Lin Meicun segir, að við 20 ára rannsóknir sínar á siglingum landa sinna til forna hafi ekkert komið fram, sem styðji kenningu Menzies enda sé hún „ekki vísindi, heldur vísindaskáldskapur“. Kenningarnar um fund Ameríku eru margar en minna má á, að þar má sjá menjar um búsetu nor- rænna manna 500 árum fyrir Kól- umbus. Ekki má svo gleyma þeim, sem þar voru fyrir, Indíánum, en talið er, að þeir hafi farið frá Asíu og yfir Beringssund þegar það var allt ísilagt. Afrek Kólumbusar fólst fyrst og fremst í því að opna álfuna fyrir Evrópumönnum en á þeim tíma og raunar fyrr höfðu Kínverjar ein- angrað sig frá umheiminum. Fyrir miðja 15. öld var keisarinn búinn að banna siglingar til útlanda. ndið Ameríku Heimskort eftir þýska kortagerðarmanninn Martin Waldseemüller frá árinu 1507, sem hann byggði á upplýsingum úr leiðöngrum Kristófers Kólumbusar og Amerigos Vespuccis vestur um haf. Menzies heldur því fram að kortið sé byggt á kínverskum heimildum og les út úr ímyndunarlandslaginu sem teiknað er á vesturströnd Ameríku og á Kyrrahafinu ýmislegt sem hann telur, ásamt öðru, sannanir fyrir landkönnunarsiglingum Kínverja. ’ Menzies viður-kennir þó, að margir sérfræðingar leggi lítinn trúnað á kenn- ingar hans. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.