Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 21 Til að auðvelda þér aðgang að þessum einstöku kjörum verð- ur nýja skrifstofan okkar á 3. hæð í Austurstræti 17. Símapantanir teknar í dag kl. 13-14 Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Heimsklassaferðir á lágu verði Töfrar Karíbahafs - Gríptu tækifærið! á fegurstu eynni, Dominicana - 7. mars - 16 d. Á grundvelli 10 ára starfs- afmælis á eynni, sértilboð: Verðlækkun! - Beint flug FI til ORLANDO, áfram til Santo Domingo með AA. 10 dagar á 4* strandhótelim. Öllu inniföldu, allar máltíðir, drykkir, skemmtanir í 10 d. í JUAN DOLIO, 1+4 nætur á vinsælasta hóteli Orlando. Ísl. fararstj. Berið ekki saman krækiber og melónu! - Aðeins kr. 11.000 á dag, innif. allt flug, flutningar, gisting á völdum hótelum sbr. áætlun - skattar. Alls kr. 176.900 sem jafngildir ókeypis flugi báðar leiðir! - GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU! Ódýrara en leiguflug! Malasía - Bali 9. apríl, 16 d. (8 fríd.) Fáar ferðir gefa þér jafnmikið af óviðjafnanlegri reynslu og lífsgæðum. Flug um London til KUALA LUMPUR, höfuðborgar Malasíu, gist 3 n. á HÖLL HINNA GYLLTU HESTA, einstök upplifun. Framhaldsflug til töfraeyju guðanna, hinnar ofurfögru BALI, þar sem allt er komið í samt lag og aldrei betra að vera gestur! Val um 4* BALI RANI eða eitt fremsta 5* hótel heimsins NIKKO BALI alveg við ströndina með paradísarlegum garði og 5 sundlaugum. VERÐLÆKKUN - frá aðeins kr. 159.900 með sköttum. SPENNANDI NÝJUNG: Undur Thailands og Vietnam 16. apríl-1. maí - 17. d. (9 fríd.): Flug um Kaupmhöfn til Bangkok með Thai Airw. Lúxusdvöl á RADISSON BANGKOK 4 d. SAIGON (Ho Chi Minh), ótrúlega spennandi borg í VIETNAM 5 d. Flug aftur til Bangkok, dvalist 6 daga á strandhóteli PALM BEACH, JOMTIEN. VERÐLÆKKUN! Frá aðeins kr. 145.900 með sköttum. GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU! Hotel Juan Dolio 4* - Allt innifalið Mestu töfrar heimsins í Austurlöndum Höll gylltu Hestanna Eitt glæsilegasta Hótel heims Pöntunarsími: 56 20 400 Netfang: prima@heimsklubbur.is BANGKOK New World Hotel Saigon Bali Rani - Garður sundlaug Strönd garður og sjö sundlaugar Nikko Bali Litadýrð Nikko Bali Ávextir Bali Herbergi Nikko Bali VIETNAM þannig að ekki sé hægt að færa sönnur á þau, án þess að leitað sé álits sérfræðinga Neyðarmóttök- unnar. Það er löngu tímabært að sálrænir áverkar séu teknir jafn al- varlega og marblettir.“ Löng bið eftir dómi Sæunn segir að meðferð nauðg- unarmála hjá lögreglu, saksóknara og dómstólum taki oft langan tíma. „Fyrir skömmu var sagt frá dómi Hæstaréttar yfir tveimur ungum mönnum, sem voru sakfelldir fyrir að nauðga 16 ára gamalli stúlku, en dómsferlið tók tæp tvö ár. Biðin eft- ir dómi reynist konum oft mjög erf- ið og mér finnst þessi langi tími lýsa miklu sinnuleysi og vanþekkingu á líðan þeirra.“ Sæunn segir að konur lýsi oft reynslu sinni af lögreglu- og dóms- kerfinu sem nýrri nauðgun. „Þetta hefur auðvitað verið margsagt og margt hefur lagast, en á meðan ástandið er ekki betra en raun ber vitni má þetta ekki liggja í þagnar- gildi. Það verður að gera betur.“ ÍSLENSKIR afþreyingarmiðlarætlaðir ungu fólki fjalla sjaldan um raunverulega ofbeldisverknaði, heldur birtast slíkir verknaðir oft- ast í skáldskap eða í hugarheimi þeirra sem um þá fjalla. Niðurlæg- ing sem ein tegund ofbeldis birtist helst í persónulegum athugasemd- um textahöfunda eða myndefni. Þeir sem niðurlægja eru oftast karlar og þeir sem verða fyrir nið- urlægingunni eru oftast konur. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á innihaldi afþreying- arefnis fyrir ungt fólk. Rannsókn- arverkefnið er hluti af stærri rann- sókn, sem ber heitið „Ungt fólk, kyn og ofbeldi“ og er unnin á veg- um Rannsóknarstofu í kvennafræð- um við Háskóla Íslands. Hildur Fjóla Antonsdóttir, nemi í mann- fræði og kynjafræði, og Sólrún Engilbertsdóttir, BA í mannfræði og nemi í félagsráðgjöf, unnu þann hluta verkefnisins sem lýtur að innihaldsgreiningu afþreyingarefn- is. Rannsóknin var styrkt af Ný- sköpunarsjóði námsmanna, en leið- beinandi Hildar Fjólu og Sólrúnar var Anna Dís Rúdolfsdóttir, doktor í félagssálfræði. „Við greindum miðla, sem eru ætlaðir fólki á aldrinum 14–20 ára, og völdum fjöldann allan af skóla- blöðum framhaldsskólanna á árun- um 1991 og 1996, tólf Fókusblöð og sex Undirtónablöð frá árinu 2001 og samtals sjö klukkustundir af vinsælustu þáttunum á Popp Tíví á síðasta ári,“ segir Hildur Fjóla, sem heldur fyrirlestur um efnið á málþingi V-dagsins næsta föstu- dag. „Við héldum okkur við ís- lenska miðla, en leituðum ekkert fanga á Netinu, þótt þar sé marg- víslegt efni sem ungt fólk leitar í.“ Hildur Fjóla segir að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða umfjöllun um ofbeldi í þess- um miðlum. „Við skoðuðum hvern- ig ofbeldi birtist í þessum afþrey- ingarmiðlum, greindum tegundir ofbeldis í frásögnum og myndefni út frá kyni og skoðuðum hvort birt- ingarmynd og tegund ofbeldis hefði tekið breytingum milli ára. Þennan síðasta lið gátum við að vísu ekki kannað nógu vel að þessu sinni.“ Ofbeldi var skilgreint mjög vítt í rannsókninni. „Ofbeldi er annars vegar líkamlegt, en hins vegar nið- urlæging, til dæmis niðurlægjandi orðfæri. Við litum einnig sérstak- lega á klám, sem einn undirþátt niðurlægingar.“ Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að afþreyingarmiðl- arnir fjalli sjaldan um ofbeldis- verknaði sem eiga sér stað í raun- veruleikanum, heldur birtist ofbeldisverknaðir oftast í skáld- skap eða í hugarheimi þeirra sem um þá fjalla. „Niðurlæging sem ein tegund ofbeldis birtist helst í per- sónulegum athugasemdum texta- höfunda eða myndefni. Niðurstöð- urnar gefa líka til kynna að birt- ingarmynd ofbeldisins var mjög kynjuð í þessum miðlum. Þeir sem beittu aðra líkamlegu ofbeldi voru oftast karlar og þeir sem voru beittir líkamlegu ofbeldi voru líka oftast karlar. Kynjuð mynd ofbeld- is var með nokkuð öðru sniði hvað varðar niðurlægingu. Þeir sem nið- urlægðu aðra voru oftast karlar, en þeir sem voru niðurlægðir voru oft- ast konur.“ Hildur Fjóla segir að í fyrirlestri sínum ætli hún að horfa mest til birtingarmyndar ofbeldis milli kynjanna, þ.e. niðurlægingar. „Niðurlægingin beindist yfirleitt alltaf að kynferði konunnar, fremur en að hegðun hennar eða verkum. Þetta voru athugasemdir um útlit, líkama, hvort viðkomandi væri kyn- þokkafull og fleira af því taginu. Fórnarlömb þessa ofbeldis af hálfu innlendra textahöfunda eru ýmist konur almennt, eða erlendar stjörnur. Ef konurnar eru nafn- greindar á annað borð eru það oft- ast þekktar, erlendar konur.“ Niðurlægingin er oftast undir formerkjum gríns og gamans. „Það sem við túlkum sem niðurlægingu munu áreiðanlega flestir textahöf- undarnir kalla grín. Við vonumst til að fá fjármagn til að halda rannsókninni áfram, en þá ætlum við að kalla saman rýnihóp ungs fólks, sem tjáir sig um hvað því finnst um þessar greinar og myndir. Kannski lítur unga fólkið ekki sjálft á þessa umfjöllun sem niðurlægjandi.“ Myndbirtingar voru af ýmsum toga í þess- um miðlum. „Það virð- ist færast í vöxt að af- þreyingarblöð fjalli um klám. Undirtónar eru með síðu, sem kallast klámsíðan, og þar eru myndir af konum, sem lík- lega eru teknar af Netinu. Auk þess er umfjöllun um erlendar klámmyndir, með myndum af um- slagi myndbandsins. Slíka klámmyndaum- fjöllun hafa ýmis skólablöð tekið upp.“ Hildur Fjóla segir að í mörgum löndum hafi fólk lýst áhyggj- um sínum af að klám sé að færast niður í yngri hópa samfélags- ins og víða sé töluvert fjármagn lagt til rannsókna á kynjuð- um samskiptum ungs fólks. Hún segir lítið um að skólablöðin birti niðurlægjandi myndir af íslenskum stúlkum, en nokkur brögð hafa ver- ið að því að myndir, sem t.d. eru teknar í samkvæmum hér á landi, rati inn á Netið. Hildur Fjóla Antonsdóttir, mannfræði- og kynjafræðinemi Niðurlægjandi umfjöllun Hildur Fjóla Antonsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.