Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GIOVANNI Agnelli lést24. janúar sl. Hann vareinn af eigendum Fiat-bílaverksmiðjunnar ogforstjóri og stjórnar- formaður hennar frá 1966 til 1996 þegar hann varð heiðursformaður Fiat. Agnelli-fjölskyldan á einnig Alfa Romeo-bílaverksmiðjuna, Ferr- ari-bílaverksmiðjuna og knatt- spyrnuliðið Juventus. Banamein Agnellis var hjartabilun, en hann hafði árið 1983 farið í hjartaaðgerð. Einnig hafði hann verið skorinn upp við krabbameini í blöðruhálskirtli. Hann hefði orðið 82 ára hinn 12. mars næstkomandi. Hann hafði ekki kom- ið fram opinberlega síðan í septem- ber 2002, en hann var skorinn upp við meini í blöðruhálskirtli í New York í nóvember 2002. 25. janúar var kistu hans komið fyrir í Lingotto-verk- smiðjunni, sem er aðsetur Fiat-bíla- verksmiðjunnar í Tórínó. Gat al- menningur vottað Agnelli og fjölskyldu hans virðingu sína með því að koma í Lingotto og taka þar í höndina á fjölskyldu Agnelli. Fljót- lega myndaðist þriggja klukku- stunda biðröð fyrir utan Lingotto og var því ákveðið að hafa opið alla nótt- ina. Allt atvinnulíf lá niðri í Tórínó 25. janúar. 26. janúar fór jarðarförin fram frá Dómkirkjunni í Tórínó. Var jarðarförin ekki fyrir almenning. II Einu sinni sagði Agnelli, eða „lög- fræðingurinn“ eins og hann var ávallt kallaður, um sjálfan sig: „Ég get ekki verið til fyrirmyndar fyrir nokkurn mann. Allt það sem ég á hef ég fengið í arf, þar með taldir menn- irnir, sem hafa stjórnað fjármálum mínum.“ Það er satt að hann hafði fengið í arf „grunninn“. En ef hann hefði ekki verið glöggur mannþekkj- ari og einnig glöggur að hafa vit á hlutunum, flotaforingi sem gat séð langt frá sér, með framsýni og skyn- semi hins herskáa manns, er ekki víst að Fiat og öll hin fyrirtækin, sem fjármálafyrirtæki fjölskyldunnar, IFI, stjórnar, hefðu komist svona hátt upp á tindinn. Giovanni Agnelli var alnafni afa síns, sem stofnaði Fiat árið 1899. Faðir Giovannis yngri, Edoardo, hefði átt að taka við fyr- irtækinu, en hann lést í flugslysi þeg- ar Giovanni yngri var 14 ára. Afinn fór þá að hugsa um að Giovanni myndi stjórna Fiat eftir sinn dag. Gianni, eins og Giovanni yngri var ávallt kallaður, stundaði nám í Scuola di Cavalleria di Pinerolo, og síðan út- skrifaðist hann sem lögfræðingur. Hann tók virkan þátt í síðari heims- styrjöldinni. III Árið 1945 varð afdrifaríkt fyrir Gianni. Hinn 21. nóvember 1945 lést móðir hans í bílslysi og 16. desember sama ár lést afi hans og alnafni. Fyrir andlát sitt hafði afi Giannis talið hann of ungan til að taka við Fiat og skip- aði Vittorio Valletta sem forstjóra. Hafði gamli Agnelli rétt fyrir sér? Í raun fylgdist Gianni úr fjarlægð með því sem gerðist í fjölskyldufyr- irtækinu, en hann hafði meiri áhuga á hinu ljúfa lífi. Hann bjó á árunum 1948 til 1953 í Villefranche á frönsku Rivíerunni. Þar bjó hann í 28 her- bergja einbýlishúsi, hafði einkaflug- vél og lystisnekkju. Til að halda sér uppi fékk hann 600 milljónir líra á ári, sem eru um 30 milljónir íslenskra króna. Hann talaði fjögur tungumál. Meðal vina hans var Rainier, furstinn í Mónakó. Vinkonur hans voru meðal annars leikkonan Rita Hayworth og Linda Christian, sem var gift Tyrone Power leikara. Gianni lenti í bílslysi rétt fyrir utan Montecarlo, þar sem hann ók á 200 kílómetra hraða á vörubíl sem var með fullfermi af kjöti. Þegar sjúkrabíllinn kom á slys- stað, klukkan fimm að morgni, héldu sjúkraflutningamennirnir að Gianni væri látinn. Það var kraftaverk að hann einungis kjálka- og fótbrotnaði. Hann gat ekki talað í þrjá mánuði, og eftir þetta bílslys hefur hann ávallt haltrað. Gianni Agnelli sagði um slysið: „Slysið hafði einhverja þýðingu. Ég gerði mér grein fyrir því að allt sem ég hafði gert fram að slysadeginum var hrikalega leiðinlegt og það var kominn tími til að hætta á þeirri braut. Tólf mánuðum síðar kvæntist ég Marellu og settist í mitt sæti við skrifborð varastjórnarformanns Fiat.“ IV Brúðkaup Giannis og Marellu Car- acciolo di Castagneto, sem var af að- alsættum frá Napólí, en hún er sex árum yngri en Gianni, var haldið í Osthoffen-kastalanum, nálægt Strassborg í Frakklandi. Marella hafði stundað myndlistar- og grafík- nám við Listaakademíuna í París. Hún hafði kynnst Gianni í Róm strax eftir síðari heimsstyrjöldina og hrif- ist af yndisþokka hans, þrátt fyrir að systur hennar vöruðu hana við hon- um þar sem hann væri mikill kvenna- maður. Þegar Marella frétti að hann hefði lent í bílslysinu hélt hún strax til hans og urðu þau síðan óaðskilj- anleg. Þau eignuðust tvö börn, Edoardo og Margheritu. Edoardo fæddist 9. júní 1954. Hann útskrifaðist frá Princeton-há- skóla í nútímasögu og eftir það hafði hann áhuga á Austurlandaheim- speki. Edoardo hafði ekki áhuga á að taka við af föður sínum. Gianni Agn- elli sagði um son sinn: „Edoardo er tilfinningasamur og viðkvæmur. Hann er ekki efni í viðskiptajöfur, en það er ekki nauðsynlegt til þesss að verða hamingjusamur. Edoardo lést 15. nóvember 2000, 46 ára að aldri. Hann hafði fallið af brú við hrað- brautina Savona-Torino. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð. Margherita fæddist 26. október 1956. Hún giftist 11. september 1975 blaðamanninum Alain Elkann. Þau eignuðust þrjú börn, John Jakob, sem er kallaður Jaki, en hann fædd- ist árið 1976, Lapo árið 1977 og Gin- evru árið 1980. Margherita og Alain skildu og giftist hún þá rússneskum prins, Serge De Palhen, og á hún með honum fimm börn, þau eru: Maria fædd 1983, Pietro fæddur 1987, tvíburarnir Anna og Sofia fæddar 1988 og Tatiana fædd 1990. V Árið 1966 var Gianni Agnelli 45 ára. Reyndar hélt maður að hann myndi nota sömu aðferðir og Valletta við að stjórna fyrirtækinu. Það hefði verið til hins verra þar sem fyrirtæk- ið átti á hættu að verða lokað þar sem það fylgdi ekki lengur eftir breyttum tímum í efnahagsmálum og iðnaði á Ítalíu. Í hönd fóru mjög erfiðir tímar fyrir kapítalismann, það þurfti að snúa blaðinu við í sambandi við að- ferðir Valletta, sem var ekki á sömu skoðun og verkamennirnir. Það þurfti að byggja upp ný sambönd við stéttarfélögin, ráða nýja og yngri yf- irmenn í fyrirtækið, stefna að „ný- kapítalisma“. Agnelli tókst að framkvæma þetta allt, eins og honum tókst að sigrast á olíukreppunni í byrjun 8. áratugar síðustu aldar, sem stöðvaði efnahags- líf Vesturlandanna. Sala á Fiat-bílum stórminnkaði. Árið 1974 verður Agn- elli forseti Félags ítalskra iðnrek- enda og árið eftir undirritar hann ásamt Luciano Lamo samkomulag um launahækkun, sem veldur reiði minni atvinnurekenda. Árið 1976 tekur hann skref, sem margir gagn- rýndu: Hann seldi Gaddafi, einræð- isherra Líbýu, 15 prósent af hlutafé Fiat fyrir 415 milljónir bandarískra dala (en Agnelli keypti þessi 15 pró- sent aftur af Gaddafi tíu árum seinna). Þessi sala var mikil lyfti- stöng fyrir hálftóma sjóði Fiat. Agn- elli seldi tryggingafyrirtækið SAI og verslunarkeðjuna Rinascente, en þegar olíukreppunni lauk keypti hann bæði þessi fyrirtæki aftur. VI Árið 1980 er Cesare Romiti ráðinn framkvæmdastjóri Fiat og tekur Romiti við fyrirtækinu á uppgangs- tímabili þess eftir erfiða tíma í olíu- kreppunni. Fyrirtækið er rekið á ný með hagnaði, en 23.000 manns hefur verið sagt upp störfum. VII Agnelli átti sjö heimili víðs vegar um heim, þar sem þjónustufólk vann allt árið. Við þessi hús voru fleiri en einn bíll auk flugvéla og þyrla. Agn- elli elskaði að taka áhættu, ekki ein- ungis í viðskiptum heldur einnig lík- amlega. Eitt sinn stakk hann sér úr 35 metra hæð úr þyrlu sinni til að synda að lystisnekkju sinni sem lá við akkeri. Það var eitur í beinum Agnellis að endurtaka sömu hlutina og að láta sér leiðast. Henry Kissinger var mik- ill vinur hans og stundum þegar hon- um leiddist flaug hann til New York til að hitta Kissinger. Það gat komið fyrir að einhverja helgi færi hann á skíði um morguninn í Sviss og seinni partinn væri hann mættur á eyjuna Sardiníu til að stinga sér til sunds í sjónum. VIII Árið 1991 gerði þáverandi forseti Ítalíu Agnelli að öldungadeildarþing- manni og sat hann þingfundi þegar hann vissi að það átti að ræða um mikilvæg málefni. Þegar Agnelli varð 75 ára tók hægri hönd hans, Cesare Romiti, við sem forstjóri og stjórnarformaður Fiat, en Agnelli hélt áfram að vera stjórnarformaður IFI, sem er fjár- málafyrirtæki fjölskyldunnar. IX Eitt af áhyggjuefnum Giannis Agnellis var hver væri hæfur til að taka að sér stjórn auðæfa hans. Eins og fyrr kom fram hafði Edoardo son- ur hans ekki áhuga á því og valdi Gianni Agnelli því bróðurson sinn, Giovannino, son Umbertos, forseta Juventus, og Antonellu Bechi Piagg- io. Giovannino hafði stundað háskóla- nám í Bandaríkjunum og byrjað að vinna 23 ára hjá fjölskyldufyrirtæki móður sinnar, Piaggio-verksmiðj- unni, sem framleiðir bifhjól og þar á meðal Vespu-bifhjólið, og 29 ára var hann orðinn forstjóri Piaggio-verk- smiðjunnar. Þegar Giovannino var um tvítugt vann hann sem verkamað- ur undir fölsku nafni í einni af Fiat- verksmiðjunum á Ítalíu. Gianni Agn- elli vildi að hann kynntist hvernig væri að vinna hjá Fiat allt frá neðsta þrepi til hins efsta. Gianni Agnelli hafði mikið álit á honum og var Giov- annino í stjórn Fiat. Því miður lést Giovannino aðeins 33 ára að aldri úr mjög sjaldgæfu krabbameini. Hann lét eftir sig eiginkonu og þriggja mánaða dóttur. X Daginn sem Gianni Agnelli dó átti fjölskyldan að koma saman og ætlaði Agnelli þá að skipa elsta dótturson sinn, John Jakob Elkann, til að stjórna auðæfunum. John Jakob Elk- ann er fæddur 1. apríl 1976. Hann er verkfræðingur frá Politecnico di Tor- ino. Afi hans vildi að hann byrjaði í neðsta þrepinu eins og Giovannino frændi hans. John Jakob vann sem verkamaður hjá Magneti Marelli di Cannock í Bretlandi og hjá Tichy í Póllandi. Það verður ekki auðvelt starf fyrir John að taka við Fiat á þessum erfiðu tímum fyrirtækisins, en afi hans hafði undirbúið hann vel og óskar almenningur honum vel- gengni í því starfi og vonandi mun framtíðin sýna að hann hafi erft við- skiptahæfileika afa síns. Giovanni Agnelli – „lögfræðingurinn“ Agnelli ásamt eiginkonu sinni Marellu. Eftirmaður Agnellis, John Jakob Elkann. Lengst t.v.: Giov- anni Agnelli. Giovanni Agnelli, einn eig- enda Fiat-bílaverksmiðj- unnar, lést fyrir skemmstu. Agnelli setti sinn svip á ítalskt þjóðlíf á stjórnarárum sínum hjá verksmiðjunni. Bergljót Leifsdóttir stiklar á stóru í ævi hans. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðs- ins á Ítalíu. Mynd lengst t.v. sýnir Henry Kissinger og Giovanni Agnelli, á miðmynd heilsar Jóhannes Páll páfi II upp á Agnelli og á síðustu myndinni sést hann í félagsskap ökuþórsins Michaels Schumachers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.