Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVENNIR tónleikar eru fram- undan á Myrkum músíkdögum. Hljómeyki syngur í Ými í kvöld kl. 20, og Blásarasveit Reykjavíkur leikur í Seltjarnarneskirkju annað kvöld kl. 20. Á efnisskrá Hljómeykis eru ís- lensk kórverk, andleg og ver- aldleg: Canite tuba eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, samið fyrir Hljómeyki haustið 2001 og frum- flutt á jólatónleikum kórsins það ár; Iustorum animæ eftir John Speight, samið árið 1988 í tilefni 10 ára afmælis Söngdaga í Skál- holti, og Namárië eftir Jónas Tómasson. Jónas segir að þegar Hljómeyki hafi beðið hann að semja verk fyrir sig í samstarfi við kammerkórana á Ísafirði og Egilsstöðum hafi hann hafið mikla leit að texta. „Eftir lestur fjölda ljóðabóka, frá ýmsum tímum, var mér öllum lokið,“ segir Jónas. „En mitt í öllu Hringadróttinssöguæð- inu rámaði mig í ljóð á álfamáli en þessa sögu eftir Tolkien las ég fyrir nærri 40 árum. Sonur minn fann þetta ljóð undir eins svo og kennslubók í álfamálinu og það skipti engum togum, verkið rann upp úr mér á síðasta ári og var frumflutt á Ísafirði af Hljómeyki og Kammerkórnum á Ísafirði und- ir stjórn Bernharðs Wilkinsonar.“ Fleiri verk verða sungin á tónleik- unum. 145. Davíðssálmur eftir Þorkel Sigurbjörnsson var saminn fyrir Hljómeyki að beiðni Sum- artónleika í Skálholti vorið 2002 og frumfluttur í júlí það ár. Trú mín er aðeins týra eftir Jón Nor- dal er samið við síðari hluta ljóðs Jóns Helgasonar: Á sjúkrahúsinu. Hljómeyki frumflutti það í Reyk- holtskirkju 30. júní 1999, í tilefni aldarafmælis skáldsins. Verk Stef- áns Arasonar: Fimm vísur um nóttina var samið að beiðni Hljóm- eykis sumarið 2002 fyrir tónleika- ferðalag hópsins á Austfirði og Vestfirði. „Þótt vísurnar séu fimm er verkið í fjórum stuttum köfl- um,“ segir Stefán um verk sitt. „Vísur I og II eru í einum sam- felldum kafla. Við Sigurður Óskar, höfundur ljóðsins, erum báðir bornir og uppaldir á Austfjörðum og þótti mér vel viðeigandi að sækja í sjóð æskuminninganna þar sem vetrarnóttin er stjörnubjört með norðurljósum og niði frá haf- inu. Og þar sem vorið kemur með fyrirheit um gott sumar, snjórinn bráðnar smám saman og golan næðir um sinuna að hausti.“ Jubi- late Deo eftir Óliver Kentish er tækifæristónlist; tónskáldið fann textann og langaði til að semja við hann tónlist. „Verkið beið tilbúið til að stökkva upp úr skúffunni þegar einhver kallaði eftir því,“ segir Óliver, en nú er sú stund runnin upp, með frumflutningi Hljómeykis á tónleikunum í kvöld. Hljómeyki var stofnað árið 1974, starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tón- list. Kórinn hefur lengst af lagt megináherslu á flutning nýrrar ís- lenskrar tónlistar. Árið 1994 hófst samstarf Hljómeykis við Bernharð Wilkinson. Kórinn hefur frumflutt 26 íslensk kórverk í stóru formi en samtals hefur kórinn sungið u.þ.b. 90 íslensk kórverk. Árið 2001 hafði Tilraunaeldhúsið samband við kórinn og fékk hann til að taka upp verk eftir Barry Adamson ásamt finnska rafdúóinu Pan So- nic. Verkið var síðan gefið út á geisladiski. Fimm hljómdiskar hafa komið út með söng Hljóm- eykis og sá fimmti, með verkum Báru Grímsdóttur, er væntanlegur nú í mars. Hljómeyki fékk styrk frá Menningarborgarsjóði Reykja- víkur árið 2000 til að panta tvö ný tónverk og flytja þau ásamt kammerkórum á Vestfjörðum og Austurlandi. Þessi verk, Namáríë eftir Jónas Tómasson og Fimm vísur um nóttina eftir Stefán Ara- son, heyrast nú í fyrsta skipti í Reykjavík. Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson. Ef frá er talinn Forleikur Páls Ísólfssonar að Skálholtsljóði eru öll tónverkin á tónleikum Blás- arasveitar Reykjavíkur að koma í fyrsta sinn fyrir hlustir íslenskra tónleikagesta, en verk Páls hefur þó aðeins verið flutt einu sinni áð- ur. Árið 1956 var þess minnst, að liðin voru 900 ár frá því að bisk- upsstóll var settur í Skálholti. Af því tilefni var efnt til samkeppni um tónlist við Hátíðarljóð sr. Sig- urðar Einarssonar. Fyrstu verð- laun vann Skálholtsljóð, kantata eftir dr. Pál Ísólfsson. Þetta er í fyrsta sinn að þessi blásaratónlist heyrist síðan á frumflutningsárinu 1956. Ingi Garðar Erlendsson út- skýrir sitt verk, Þá sefur venju- legt fólk, með eftirfarandi samtali: Kjartan: „Halló.“ Tröndur: „Halló, þetta er Tröndur. Er Hrefna heima?“ Kjartan: „Veistu hvað klukkan er?“ Tröndur: „Já, hún er fimm.“ Kjartan: „Þá sefur venjulegt fólk!“ Konsert fyrir slagverk og 58 hljóðfæri eftir Áka Ásgeirsson var saminn um áramótin síðustu fyrir slagverksleikarann Steef van Oosterhout og Blásarasveit Reykjavíkur. Að sögn tónskáldsins er konsertinn endurunninn úr árs- gömlu verki fyrir kammersveit, sem frumflutt var í Haag í Hol- landi. Konsert Tryggva M. Baldvins- sonar fyrir klarinettu og blás- arasveit var saminn að beiðni Sveinhildar Torfadóttur og hugs- aður sem fyrri hluti lokaprófs hennar í klarinettuleik frá Kon- unglegu tónlistarakademíunni í Gent í Belgíu, eins og greint var frá í samtali Morgunblaðsins við Sveinhildi fyrir skömmu. Svein- hildur leikur einnig einleik í verk- inu nú. „Konsertinn er í þremur köflum,“ segir Tryggvi, „og ber flest merki hins sígilda einleiks- konserts. Tónefni fyrsta þáttar er að mestu leyti byggt á litlu mótífi lítillar og stórrar þríundar, en annar þátturinn snýst að miklu leyti um hreina og stækkaða fer- und yfir liggjandi orgelpunkt á tóninum F. Þriðji þátturinn er svo kraftmikill, hraður og glaðvær, nokkuð sem mér fannst til- hlýðilegt í prófkonsert sem þess- um. Konsertinn gerir miklar kröf- ur til einleikarans, jafnt tæknilegar sem úthaldslegar, en hann tekur rúmar 25 mínútur í flutningi. Konsertinn er tileink- aður Kjartani Óskarssyni, en hann hefur verið mér óþrjótandi upp- spretta hvatningar og hugmynda um árabil,“ segir Tryggvi, sem þakkar Tónskáldasjóði Rík- isútvarpsins ekki síður hans fram- lag, því án styrks hans hefði verk- ið ekki litið dagsins ljós. Sveinhildur frumflutti konsertinn í Belgíu 17. janúar sl. með blás- arasveit konunglegu tónlistar- akademíunnar í Gent, undir stjórn Tryggva. Blásarasveit Reykjavíkur var stofnuð í janúar 1999 og kom fyrst fram á tónleikum Myrkra mús- íkdaga í Seltjarnarneskirkju sama ár. Tilgangur sveitarinnar er að kynna ný og eldri tónverk blásara- bókmenntanna, jafnt innlend sem erlend, sem og að stuðla að ný- sköpun á þessu sviði tónsmíða. Liðsmenn Blásarasveitarinnar eru að meginuppistöðu ungir hljóð- færaleikarar sem eru langt komn- ir í tónlistarnámi eða hafa nýlokið námi, og stjórnandi hennar er Kjartan Óskarsson. Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Ásdís Kjartan Óskarsson, stjórnandi Blásarasveitar Reykjavíkur, og Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld. Sungið á álfamáli og blásið símtal Morgunblaðið/Sigurgeir Sönghópurinn Hljómeyki syngur í Ými í kvöld klukkan átta á Myrkum músíkdögum. 50. OG síðasta sýning á barna- leikritinu Jóni Oddi og Jóni Bjarna, sem gert er eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur, verður í dag, sunnu- dag og er sýningin jafnframt hátíð- arsýning í tilefni listahátíðarinnar List á Evrópuári fatlaðra – List án landamæra. Lögð verður áhersla á að sem fjölbreyttust listsköpun fái að njóta sín og að hinir fötluðu sjálfir verði sem virkastir þátttak- endur á hátíðinni og við undirbún- ing hennar. Markmiðið er að koma á sam- vinnu milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna þar sem báðir aðilar njóti góðs af og auka þannig vægi þessarar starfsemi út í samfélagið. Fjölbreytt dagskrá verður allt árið og þátttakendur eru af öllu landinu. Hápunktur hátíðarinnar verður svo seinni part hausts. Það eru Átak, félag fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp, Fjöl- mennt - Fullorðinsfræðsla fatlaðra, Sérsveit Hins hússins og vinnustof- an Ásgarður sem standa að listahá- tíðinni þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun verður í brenni- depli. Tveir leikenda í Jóni Oddi og Jóni Bjarna eru fatlaðir og verða þeir heiðraðir í sýningarlok. Þá mun Magnús Korntop flytja ávarp fyrir sýninguna en hann er í stjórn listahátíðarinnar ásamt Atla Lýð- ssyni, Friðriki Sigurðssyni, Þór Inga Daníelssyni, Kristni Ingv- arssyni og Ólafi Guðmundssyni. Morgunblaðið/Ásdís Benedikt og Sigurbjartur í hlutverkum sínum, ásamt Sigurði Sigurjónssyni. Hátíðarsýn- ing í Þjóð- leikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.