Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 31 KAMMERHÓPUR Salarins, KaSa, heldur fjórðu Tíbrártónleika sína á þessu starfsári í Salnum í dag. Að venju er um klukkustundar langa tónleika að ræða, með stuttu tónleikaspjalli á undan, og hefjast þeir kl. 16. Flytjendur í dag eru Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Karólína Eiríksdóttir tónskáld mun vera með tónleikaspjallið að þessu sinni, þar sem hún kynnir efnisskrána og tónskáldin sem þar eiga verk. Tvö verk eru á efnisskránni í dag og eru þau bæði samin á síð- ari hluta 19. aldarinnar. Hið fyrra er tríó fyrir fiðlu, selló og píanó í F-dúr ópus 42 eftir Niels W. Gade, en verkið samdi Gade árið 1863. Síðara verk efnisskrárinnar er sónata fyrir selló og píanó í A-dúr ópus 36 eftir Edvard Grieg frá árinu 1883. Hafði áhrif á íslenska tónlist „Það má segja að Niels Gade sé einn af guðfeðrum íslenskra tón- listarmanna. Hann var Dani og mjög málsmetandi í þarlendu tón- listarlífi á 19. öld. Hann lærði fyrst í Danmörku og fór þaðan til Leipzig og kynntist bæði Schu- mann og Mendelssohn, sem hjálp- uðu báðir til við að koma honum á framfæri sem tónskáldi og tón- listarmanni, en hann lék á fiðlu. Þegar Gade hvarf aftur til starfa í Danmörku hafði hann mikil áhrif á tónlistarfólk þar í heila öld og þegar Íslendingar fóru að kíkja í áttina að evrópsku hefðinni upp úr aldamótunum 1800 voru flutt hingað sálmalög, meðal annars eftir Gade, sem jafnvel enn er verið að syngja í dag. Íslensk tón- skáld eins og Sveinbjörn Svein- björnsson og síðar Páll Ísólfsson og fleiri ólust upp við þessa sálma. Sveinbjörn lærði einnig hjá Gade í Kaupmannahöfn á sínum tíma og maður finnur að verk hans eru undir miklum áhrifum frá honum,“ segir Nína Margrét, sem hefur orð fyrir hópnum í samtali við Morgunblaðið. Hún lýsir tríói Gades sem ljúfri og þægilegri tónlist, án mikilla átaka. „Þar kveður líka við ákveð- inn skandinavískan tón, þótt Gade hafi einnig verið fyrir áhrifum frá Þýskalandi, þar sem hann lærði.“ Vísanir í fyrsta píanókonsertinn Þetta er í fyrsta sinn sem Sig- urður Bjarki kemur að sónötu í A-dúr eftir Grieg. „Hann samdi hana á seinni hluta starfsferils síns. Þá var hann búinn að eiga í miklum veikindum og átti erfitt með að semja. Á þessum tíma hafði hann verið lengi að vinna við píanókonsert sem hann hafði verið beðinn að semja. Fyrsta pí- anókonsertinn, þennan þekkta sem er í a-moll, samdi hann mjög ungur og konsertinn nánast spratt fram fullskapað verk. Grieg var alltaf að reyna að fylgja honum eftir og það er svo- lítið merkilegt, að það eru vísanir í þennan fyrsta píanókonsert í sellósónötunni. Hann virðist aldrei hafa komist alveg frá píanókons- ertinum og hefur fengið svolitla útrás í þessari sónötu.“ Aðspurð hvað ráði vali verk- anna segir Nína Margrét að þau hafi viljað hafa tónleika sem voru helgaðir Skandinövum á þessu til- tekna tímabili. „Á þessu 19. aldar rómantíska tímabili er ekkert um svo auðugan garð að gresja. En þetta er dæmi um efnisskrá frá 19. öldinni í Skandinavíu,“ segir hún að lokum. Meðan á tónleik- unum stendur er boðið upp á tón- smiðju fyrir börn frá þriggja ára aldri í umsjón Sigríðar Pálma- dóttur lektors og verslunin 12 tónar verður með kynningu í and- dyri Salarins. Norræn nítjándu aldar tónskáld Morgunblaðið/Árni Sæberg KaSa tríóið á æfingu í Salnum í gær. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn Pétur H. Ármannsson, arki- tekt og deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur, leiðir óformlegt spjall kl. 15 þar sem safnhúsið við Sigtún verður skoðað út frá hugmyndum Ásmundar Sveins- sonar á sviði byggingarlistar. Formáli að leiksýningu kl. 19 Fyrir sýningu á Sölumaður deyr mun Jón Ólafsson heimspekingur flytja erindi sitt: Farsæld og sjálfsblekking. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin „Farðu og sjáðu“ (Ídí í smotrí) verður sýnd kl. 15. Mynd- in er frá 1985 og leikstjóri er Elem Klímov. Myndin fjallar um grimmd- arverk herja nasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni og hlaut m.a. gullverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Kvikmyndin er textuð á ensku og er aðgangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is 13 .0 2 20.02 13.03 27 .0 2 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 Á þessum tónleikum kemur fram glæsilegt tríó einleikara með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Þessir frábæru hljóðfæraleikarar fá næg tækifæri til að láta ljós sitt skína í skemmtilegum þríleikskonsert Beethovens. Þrír magnaðir einleikarar Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30 Fáir fiðlukonsertar tuttugustu aldarinnar njóta jafn mikillar hylli og Fiðlukonsert Barbers enda gætti höfundurinn þess að gæða verkið bæði ljóðrænu og leikgleði. Þetta er snúinn konsert sem afburðar fiðluleikarar ættu einir að taka til kostanna. Sigrún og Fiðlukonsert Barbers Drífðu þig! Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19:30 Þorkell Sigurbjörnsson: Gangur Ludwig van Beethoven: Þríleikskonsert Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb Einleikarar: Judith Ingólfsson Bryndís Halla Gylfadóttir Vovka Stefán Ashkenazy Eitt vinsælasta verk Ralph Vaughan-Williams, Lundúnasinfónían, hefur aldrei verið flutt hér á landi og það sama gildir um verk Arvo Pärt, Cecilia, verndardýrling tónlistarinnar. Hamrahlíðarkórinn fær að spreyta sig á tónlist meistara Pärts, sem sjálfur er einlægur aðdáandi kórsins. Lundúnasinfónían Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 Atli Heimir Sveinsson: Via Dolorosa Arvo Pärt: Cecilia Ralph Vaughan-Williams: Lundúnasinfónían Hljómsveitarstjóri: Tõnu Kaljuste Hamrahlíðarkórarnir Camille Saint-Saëns: Le rouet d'Omphale Samuel Barber: Fiðlukonsert Maurice Ravel: La mère l'oye Maurice Ravel: La valse Hljómsveitarstjóri: Gilbert Varga Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Vinsældir svítu 1 og 2 úr Pétri Gauti þarf ekki að tíunda, en fyrir þá sem það ekki vita er flautukonsert Rautavaara ægifagurt verk, enda maðurinn af mörgum talinn mesta norræna samtímatónskáldið. Þessir tónleikar eru margbrotnir og athyglisverðir fyrir alla unnendur góðrar tónlistar. Láttu koma þér á óvart Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30 Edvard Grieg: Pétur Gautur, úr svítu 1 og 2 Einojuhani Rautavaara: Flautukonsert Robert Schumann: Sinfónía nr. 2 Hljómsveitarstjóri: Justin Brown Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir Pantaðu miða núna í síma 545 2500 Fjöldinn allur af frábærum tónleikum framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.