Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 33 legt var að koma á jafnvægi með gengisfellingum, eins og jafnan hafði verið gert áður. Hin gamal- kunna skrúfa kaupgjalds og verðlags var því sett af stað af öllu afli. Ólafur Jóhannesson hafði í út- varpsumræðum rétt fyrir kjarasamningana tekið undir ýmsar kröfur verkalýðsforingjanna svo að vígstaða vinnuveitenda hafði stórversnað. Ofan á þessa samninga, sem oftast voru nefndir „sól- stöðusamningar“ bættist, að opinberir starfsmenn notuðu sér nýfenginn verkfallsrétt þá um haustið og var síðan samið við þá um allmikla hækkun launa. Allt þetta varð til þess að sá stöðugleiki, sem þó hafði náðst næstu misserin á undan hvarf eins og dögg fyrir sólu.“ Barátta þessara ára við verðbólgu og í efna- hagsmálum almennt verður ekki skilin nema höfð sé í huga sú staðreynd, að verkalýðshreyfingunni hafði óspart verið beitt í pólitískum átökum á Ís- landi framan af 20. öldinni. Verkalýðshreyfingin var það vígi sósíalista, sem borgaraflokkarnir á Ís- landi réðu ekki við. Verkalýðsfélögin knúðu hvað eftir annað fram í skjóli styrkleika síns kauphækk- anir, sem atvinnuvegirnir gátu ekki staðið undir. Verkalýðsfélögin voru beinir aðilar að stjórnmála- baráttunni og yfirleitt á þann veg, að standa með vinstri stjórnum en gegn ríkisstjórnum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn átti aðild að. Þó hafði nokkur breyting orðið á Viðreisnarár- unum. Þá höfðu tekizt betri samskipti á milli for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins og helztu foringja verkalýðshreyfingarinnar eins og rakið var fyrir nokkrum vikum hér á þessum vettvangi. Traust hafði verið til staðar á milli Ólafs Thors og forystu- manna Sósíalistaflokksins í áratugi. Á Viðreisnar- árunum skapaðist traust á milli Bjarna Benedikts- sonar og forystumanna verkalýðsfélaganna. Ef gagnrýna á Geir Hallgrímsson fyrir eitthvað á þessum árum er það helzt fyrir það, að honum tókst ekki að ná slíkum tengslum við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í sinni tíð og þá sérstak- lega Björn Jónsson. Þeir töluðu mikið saman og á milli þeirra var gagnkvæm virðing. Hvorugur ef- aðist um einlægni hins. Samt tókst ekki það nána samband, sem stundum þarf til. Kannski var ástæðan fyrir því gjörólíkur bakgrunnur þessara tveggja manna. Þegar komið var fram í desember 1977 var Geir Hallgrímsson farinn að hugsa alvarlega um að grípa til róttækra ráðstafana til þess að koma böndum á þróun efnahagsmála og var studdur í því af einum nánasta ráðgjafa sínum alla tíð, dr. Jóhannesi Nordal. Geir var maður prinsippa í póli- tík en minna fyrir pólitíska tækifærismennsku. Hann taldi að aðgerðir ríkisstjórnar hans í febrúar 1978 væru nauðsynlegar þegar langtímahagsmun- ir þjóðarinnar væru hafðir að leiðarljósi en honum var vel ljóst til hvers þær gætu leitt í kosningum. Hins vegar var honum ekki ljóst hversu djúp sár höfðu orðið til í samskiptum manna undir lok ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Verkalýðshreyfingin undir forystu Björns heit- ins Jónssonar, greip til harkalegra mótaðgerða, svo harkalegra að mönnum brá í brún. Í margra klukkutíma samtali annars ritstjóra Morgun- blaðsins við Björn Jónsson, tveimur dögum áður en hann varð fyrir því áfalli, sem þessi merki al- þýðuforingi náði sér aldrei af, fór ekki á milli mála, að þetta voru ekki átök verkalýðshreyfingarinnar við Sjálfstæðisflokkinn og Geir Hallgrímsson, heldur við Framsóknarflokkinn og Ólaf Jóhannes- son. Björn Jónsson kvaðst í þessu samtali tilbúinn til að láta slag standa, jafnvel þótt það yrði til þess að hann sjálfur yrði að hverfa úr forystu verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta voru átakamiklir tímar og samskipti á milli manna ristu dýpra en við blasir. Til þess að leggja pólitískt mat á þessa atburði verður að kafa dýpra en Jón Baldvin gerir í umfjöllun sinni um stjórnmálaferil Geirs Hallgrímssonar. Kosningaúrslitin vorið 1978 urðu áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Geir Hallgrímsson eins og við mátti búast. Það sem mestu skipti Næstu fimm árin urðu erfið í formannstíð Geirs Hallgrímssonar. Það er hins vegar rétt, sem fram kemur í Andvararitgerð Davíðs Odds- sonar að þá reis Geir hæst. Um þetta tímabil segir Davíð: „Geir bjó við samfelldan áfallalausan póli- tískan feril frá 1959 til 1978 og vann stundum glæsta sigra eins og sigurinn í alþingiskosning- unum 1974 og varnarsigurinn í borgarstjórnar- kosningunum 1970 svo ekki sé talað um þjóðar- sigurinn í landhelgismálinu 1976. En ef til vill reis Geir Hallgrímsson hæst sem stjórnmálamaður ár- in 1980 til 1983, þegar mótlætið var hvað mest. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að leiða flokkinn fram yfir kosningar 1983, því að enginn annar var til þess í þingflokki sjálfstæðis- manna um þær mundir, og hann kyngdi hinum beizka bita, sem úrslitin í prófkjörinu í Reykjavík 1982 voru og kom í kjölfar þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði lent í stjórnarandstöðu með vara- formann sama flokks leiðandi ríkisstjórn. Og hann talaði um fyrir öllum stuðningsmönnum sínum, sem vildu láta hart mæta hörðu, þótt það kynni að kosta varanlegan klofning flokksins. Þegar hér var komið sögu hafði Geir lagt til hliðar persónu- legan metnað, sem vissulega var mjög ríkur. Fyrir öllu var að dómi hans að tryggja eðlileg forystu- skipti í flokknum og koma í veg fyrir víðsjár manna í milli.“ Þetta er rétt lýsing. Á þessum árum mótuðust allar athafnir Geirs af því að halda Sjálfstæðis- flokknum saman. Hann leit svo á með réttu, að það væri höfuðskylda formanns í Sjálfstæðisflokki. Hann stóðst allar freistingar um hið gagnstæða. Eftirminnilegt var fyrir þá, sem með því fylgdust, þegar Geir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fór ásamt nánum samherjum sínum í sjötugsafmæli Gunnars Thoroddsens, tæpu ári eftir að sá síðar- nefndi myndaði ríkisstjórn sína, og hélt þar ræðu honum til heiðurs. Raunar var einstakt að fylgjast með framkomu þessara manna beggja þá, sem ein- kenndist af kurteisi og tillitssemi, þrátt fyrir ein- hver harkalegustu pólitísku og persónulegu átök, sem orðið höfðu á seinni hluta 20. aldarinnar. Jón Baldvin segir að vinnubrögð Geir Hallgríms- sonar við stjórnarmyndun eftir kosningarnar í des- ember 1979 séu sér „óskiljanleg“ og hann segist engar skýringar kunna á því „ráðleysi“. Nú er það svo, að í formannstíð sinni kynntist Jón Baldvin því hvaða afleiðingar það hefur inn- an stjórnmálaflokka ef sundrung kemur upp í forystuliði þeirra. Það er meira að segja hægt að færa rök fyrir því, að hið nýja Viðreisnartímabil, sem hófst 1991 og margir bundu miklar vonir við, þ.á m. Morgunblaðið, hefði getað orðið lengra ef ekki hefði komið til klofnings í röðum Alþýðu- flokksmanna. Saga stjórnarmyndunar Gunnars Thorodd- sens 1980 er óskrifuð. En fyrir skömmu fékk Morgunblaðið upplýsingar sem benda til þess að strax í nóvember 1979, fyrir kosningarnar, sem fram fóru hinn 5. desember það ár, hafi Gunnar Thoroddsen verið byrjaður að undirbúa það sem síðar varð. Eftir umfjöllun um ævisögu Steingríms Her- mannssonar hér í Reykjavíkurbréfi í nóvember 1999, þar sem fjallað var um stjórnarmyndun Gunnars í ljósi þess sem fram kemur í bók Stein- gríms, fékk Morgunblaðið bréf, þar sem fram kemur að Gunnar Thoroddsen hafi fyrir áramót 1979 leitað eftir því við einstaklinga í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, að þeir sam- þykktu vantraust á Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem mundi greiða fyrir því að hann sjálfur tæki við formennsku flokksins og myndaði ríkisstjórn. Svo geta menn velt því fyrir sér hvernig sé að vinna að stjórnarmyndun við slíkar aðstæður. Það sem upp úr stendur á þessu tímabili í stjórnmálaferli Geirs Hallgrímssonar er það að hann hélt flokki sínum saman, tryggði góða kosn- ingu undir sinni forystu í kosningum 1983, átti mestan þátt í myndun þeirrar ríkisstjórnar, sem þá tók við og skilaði Sjálfstæðisflokknum heilum og óskiptum í hendur nýrrar kynslóðar. Jafnframt átti hann merkan feril sem utan- ríkisráðherra fram í janúar 1986, þar sem hann m.a. gerði helztu bandamönnum Íslendinga ljóst, að utanríkismál þjóðarinnar væru í hennar hönd- um en ekki annarra en það hafði bersýnilega far- izt fyrir í tíð utanríkisráðherra Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, sem setið höfðu sam- fleytt í því ráðuneyti frá 1953 til 1983. Morgunblaðið/Sverrir Á Arnarhóli. „Á þessum tíma var Geir Hallgrímsson sá klettur, sem allir þessir stórsjóir brotnuðu á … Í þessu mikla umróti sýndi Geir Hall- grímsson mikla festu. Hann naut trausts og trúnaðar í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins og meðal ráðamanna í Washington. Það ekki sízt varð til þess að ráðamenn vestan hafs og for- ystumenn Atlants- hafsbandalagsins lögðu hart að Bret- um að semja við Ís- lendinga og það tókst.“ Laugardagur 8. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.