Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 35 Á HAUSTDÖGUM 2000 var lið- lega 40 ára ríkiseinokun á sementi rofin. Aalborg Portland[AP] hóf samkeppni við Sementsverksmiðj- una með því að flytja inn sement og hefur boðið landsmönnum Evr- ópuverð á sementi. Viðtökur hafa verið góðar, enda hefur bygginga- verktökum líkað sementið afar vel. Sementsverðið hefur verið sam- bærilegt við útflutning AP til Bret- landseyja. Þar kvartar enginn und- an lágu verði. APÍ hefur náð fram hagkvæmni í flutningum og bætt þjónustu með því að reisa tvö ríf- lega fimm þúsund tonna sements- síló í Helguvík. Sementsverksmiðjan kvartar undan lágu sementsverði og hefur haft uppi árásir og dylgjur á hend- ur Aalborg Portland. Sementsverk- smiðjan hefur kært Aalborg Port- land til ESA – Eftirlitsstofnunar EFTA og sakað danska fyrirtækið um undirboð. Ég er bjartsýnn á að hann verði danska félaginu í vil. En maður hlýtur að staldra við ásakanir um of lágt verð, ekki síst þar sem verið er að bjóða Íslend- ingum Evrópuverð á sementi. Byggingarkostnaður lækkar. Und- an því er kvartað! Sementsverð á Íslandi hefur ver- ið eitt hið hæsta í heimi. Hið virta tímarit, International Cement Re- view, birti úttekt á verði sements í Evrópu í júní 2001. Þar kemur fram, að áður en APÍ hóf innflutn- ing, hafi sementsverð í gervallri Evrópu verið langhæst á Íslandi. „Ísland er öfgafullt dæmi um lít- inn, fjarlægan markað þar sem hráefni er fráleitt ákjósanlegt,“ segir í grein blaðsins. Er ekki næst að kvarta undan lágu verði hjá Jóhannesi í Bónusi og klaga hann til Neytendasamtak- anna eða Brussel? Allt er þetta mál furðulegt. Morgunblaðið hefur eftir Gunnari Erni Gunnarssyni, stjórnarfor- manni Sementsverksmiðjunar: „Við erum að reyna að sannfæra yf- irvöld um að þetta sé[u] undirboð.“ Þetta er athygli vert í meira lagi. Hverjir eru „við“, sem stjórnarfor- maðurinn Gunnar Örn Gunnarsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, er að reyna að sannfæra? Er stjórnarformaðurinn að sannfæra embættismanninn og félaga sína á næstu borðum? Eru það Atli Freyr Guðmunds- son, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu? Hann fer með samkeppnismál í ráðuneytinu og er varaformaður samkeppnis- ráðs. Þorgeir Örlygsson, nýskip- aður dómari við dómstól Eftirlits- stofnunar EFTA? Hann var þar til um sl. áramót ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Eða ráðherrann Valgerður Sverr- isdóttir sem fer með málefni Sem- entsverksmiðjunnar og Samkeppn- isstofnunar? Hún hefur tekið undir ásakanir um undirboð. „Við trúum því ennþá að við fáum niðurstöðu hjá Eftirlitsstofnun EFTA að við- skiptahættir keppinautar Sements- verksmiðjunnar séu ekki eðlilegir,“ sagði ráðherrann við Fréttablaðið í desember. Er furða þó að manni setji hroll? Er furða þó mann setji hljóðan við u-beygju samkeppnisráðs sem í síðustu viku úrskurðaði að Sem- entsverksmiðjan væri ekki mark- aðsráðandi, þó að verksmiðjan hafi 80% markaðshlutdeild. Það gerðist eftir að ráðið hafði áður boðað að Sementsverksmiðjan yrði sektuð fyrir ólögmæta viðskiptahætti. Þá sagði í úrskurði frá maí 2002: „Það er því ljóst að Sementsverksmiðjan er markaðsráðandi á sements- markaðnum.“ Og í úrskurði áfrýj- unarnefndar samkeppnismála sagði orðrétt: „Samkeppnisráð mótmæl- i[r] að 80% markaðshlutdeild sé ekki fullnægjandi sönnun fyrir ráð- andi stöðu á hinum skilgreinda markaði.“ Þessu var öllu snúið við um dag- inn. Skyndilega var Sementsverk- smiðjan ekki markaðsráðandi. Læðist að þér grunur, lesandi góð- ur? Og í tilraun stjórnvalda til þess að mismuna fyrirtækjum á mark- aði, er ríkið að kaupa lóð af sjálfu sér fyrir hundruð milljónir króna. Ríkið er að kaupa lóð Sements- verksmiðjunnar við Sævarhöfða. Það er verið að færa almannafé til ríkisverksmiðjunnar. Morgunblaðið spurði og svar Gunnars var snúð- ugt: „Sementsverksmiðjan á verð- mæti í Reykjavík. Það er ekkert óeðlilegt að við seljum þau. Til þess höfum við fullar heimildir.“ Og ekki nóg með það. Sements- verksmiðjan – þ.e.a.s. ríkisfyrir- tækið – hefur keypt Einingaverk- smiðjuna sem var í viðskiptum við Aalborg Portland og fært þau til Sementsverksmiðjunnar. Á mark- aði er um tugur stórkaupenda. SV keypti einn þeirra. Þegar Morg- unblaðið spurði stjórnarformann- inn og embættismanninn var svar- að af dæmalausum hroka: „Ég veit ekki betur en EV sé enn að kaupa sement af AP. Það eru allavega engin fyrirmæli um annað … Kaupin voru bara eðlileg viðskipti, EV er gott fyrirtæki og á alla framtíð fyrir sér.“ Það þarf vart að taka það fram að eftir kaupin hefur okkur engin pöntun borist frá Ein- ingaverksmiðjunni. Á Ísland 21. aldar að vera svona? Eða eru þetta bara leifar 19. ald- ar merkantílisma þegar þjóðir gerðu allt til þess að hindra inn- flutning og samkeppni og guldu fyrir í háu vöruverði og bágum lífs- kjörum. Ríkiskapitalismi og „rétt“ sementsverð Eftir Bjarna Óskar Halldórsson „Sements- verksmiðjan kvartar und- an lágu sements- verði og hefur haft uppi árásir og dylgjur á hend- ur Aalborg Portland.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.