Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í UPPHAFI skyldi endinn skoða. Nú er Heimsmeistara- mótinu í handknattleik lokið í Portúgal og stórskemmtilegar og spennuþrungnar mínútur við skjá- inn að baki. Sæti á næstu Ólymp- íuleikum er í höfn og markmið þau er sett voru fyrir mótið náðust. Sex leikir unnust og þrír töpuðust, á móti Rússum ásamt firnasterk- um Þjóðverjum og Spánverjum. Ekki sjást lengur tveggja stafa tölur við tap á móti sterkustu þjóðum heims. Við settum hins vegar heimsmet sjálfir í sigri okk- ar á Áströlum. Við eigum landslið í heimsklassa. Til hamingju með ár- angurinn strákar. Ekki skulum við gleyma Stefáni og Gunnari sem eru orðnir eitt af fremstu dóm- arapörum heimsins í dag. En við árangur sem þennan er að mörgu að huga. Stanslaus vinna og pressa Mikil vinna liggur að baki þeim 60 mínútum sem flestir sjá á skjánum. Þjálfari og aðstoðarfólk vinna kvöld og helgar samhliða vinnu til að sett takmörk náist og mest í sjálfboðavinnu. Leikmenn æfa sleitulaust, funda, leggja á ráðin, takast á jafnt innan vallar sem utan, rífast, skammast þegar svo ber undir en fallast svo í faðma sem bestu vinir eftir á. Við eigum metnaðarfullan þjálfara sem vinnur skipulega og fagmannlega að takmörkum sínum með fram- sæknum og markvissum aðferðum. Hópurinn er oft svo vikum skiptir fjarverandi fjölskyldum sínum og börnum. Allt er lagt í sölurnar. Þótt brosið sé breitt á skjánum eru raunirnar sem landsliðshóp- urinn leggur á sig til að ná árangri fyrir Íslands hönd oft miklar. Lið- ið ferðast yfir 30 klukkutíma til fjarlægra áfangastaða, keppir á völlum sem ekki eru boðlegir, þar sem áhorfendur reykja í keppn- ishöllinni, hrækja á höfuð og á bak landsliðsmanna okkar upp við hlið- arlínuna og láta ókvæðisorð falla inn á völlinn, ásamt tilheyrandi fingrasetningum. Gestgjafar okkar setja landsliðið á hótel með kakka- lökkum og öðrum ófögrum hót- elgestum til þess eins að sigra í sálarstríði er á sér stað fyrir leik. Sem betur fer er þetta sjaldnast staðan, en skrifa mætti heilu greinarnar um hrakfarir þær og ævintýri sem landslið okkar hefur lent í. En okkar menn bíta í skjaldarrendurnar, láta ódýr brögð ekki á sig fá, standast þrautina og ganga stoltir af velli, eftir að hafa gert sitt besta fyrir Íslands hönd. Inni á leikvellinum eykst press- an. Taugarnar þandar og ekkert má út af bregða, hvorki innan vall- ar né við stjórnun liðsins. Það er mikil hetjudáð að standa á vítalín- unni örþreyttur, kannski nýbúinn að fá högg á andlitið, áhorfendur púandi, milljónir manna ásamt eig- in þjóð sem áhorfendur í beinni út- sendingu og eiga svo að skora af öryggi og festu. Sem betur fer eig- um við leikmenn sem standast pressuna með stæl. Þjóðin stendur saman Margir hafa lagt sitt af mörkum. Ríkisstjórn okkar hefur stutt HSÍ myndarlega, fyrirtæki hafa fylkt sér um landsliðið og öll þjóðin með myndarlegum fjárframlögum hver fyrir sig. Margt smátt gerir eitt stórt eins og sannaðist í Evrópu- keppninni í Svíþjóð í fyrra. Rekstrarumhverfi hreyfingarinnar breyttist á nokkrum dögum. Það er margsannað mál að árangur landsliðsins í handknattleik sam- einar íslensku þjóðina betur en aðrir viðburðir og blæs þjóðar- stoltið upp í hæstu hæðir. Þjóðin má hins vegar ekki tapa sér í væntingum og vonum. Alltaf eru til menn sem vita betur og spyrja hvað fór úrskeiðis þegar tap á sér stað. Deila má um ummæli sem slík. Engin þjóð fór í gegnum heimsmeistaramótið í Portúgal án taps og speglar það jafnræði lið- anna vel. Jákvætt hugarfar er aldrei nauðsynlegra fyrir liðið en eftir tap. Afreksmenn framtíðarinnar En árangurinn kemur ekki af sjálfu sér. Til þess að verða af- reksmaður í íþróttum þarf margt til; rétt hugarfar, gott mataræði, hæfileika, líkamsstyrk, metnað, góða umgjörð og svo mætti lengi telja. Huga þarf að öllum atriðum strax í yngri flokkum. Því miður er víða pottur brotinn í þeim efnum. Grasrótin er í félögunum og þau ala upp hæfileikaríka leikmenn. Það er þeirra hlutverk. Árgangar eru misjafnir og stundum koma upp sterkari árgangar en ella. Landslið okkar í dag er skipað leikmönnum sem náð hafa frábær- um árangri í gegnum yngri lands- lið Íslands. Við þurfum fleiri ár- ganga eins og þennan til að halda merki Íslands á lofti um ókomna tíð. Félögin þurfa að taka virkari þátt í stefnumótun og framtíðar- uppbyggingu handknattleiksins í samvinnu við HSÍ en ekki hvert í sínu lagi eins og tíðkast hefur und- anfarin ár. Skapa þarf uppskrift að afreksfólki ár eftir ár. Það er á tímapunkti sem þessum sem skoða á málin ofan í kjölinn, hvað má gera betur, hvernig félög- in og HSÍ geta unnið markvisst saman að hagsmunum íþróttarinn- ar. Það er á tímapunkti sem þess- um sem félögin eiga að nýta með- byrinn og byggja upp öflugra og faglegra yngriflokkastarf, fá fleiri foreldra og aðra áhugamenn til starfa. Það er á tímapunkti sem þessum sem þú átt að gefa þig fram og leggja þitt af mörkum. Við eigum að stefna hátt, ekki bara hjá landsliðinu í handknatt- leik, heldur í öllum öðrum íþrótta- greinum og þeim alþjóðlegu verk- efnum er við tökum þátt í. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta, kraft og áræði sem aðrar þjóðir gætu stært sig af. Höldum áfram á sömu braut og stöndum öll á bak við landsliðið okkar. Afreksmenn í handknattleik Eftir Eyþór Guðjónsson „Það er á tímapunkti sem þessum sem þú átt að gefa þig fram og leggja þitt af mörkum.“ Höfundur er í landsliðsnefnd HSÍ. UNDANFARNA mánuði hefur farið fram margvísleg umræða í fjöl- miðlum um ýmis þau álitaefni, sem til sögunnar hafa komið og orðið lýð- um ljós eftir að háskólum fór að fjölga verulega hér á landi upp á síð- kastið og einkaháskólar m.a. verið stofnaðir. Umræðan hefur í ríkum mæli snúist um óhagstæðan sam- keppnisgrundvöll ríkisháskólanna (einkum þó Háskóla Íslands) annars vegar og einkaháskólanna hins veg- ar, en því verður vitaskuld ekki móti mælt, að núgildandi löggjöf viðheld- ur óheilbrigðu samkeppnisumhverfi, sem getur orðið bagalegt ef ekki verður gripið í taumana fyrr en síð- ar. Þá hefur hluti umræðunnar snú- ist um misjöfn markmið eða ójafna getu háskólanna til þess að halda uppi raunverulegri rannsóknastarf- semi, sem réttlætt geti háskólaheiti. Enn má nefna, að núningur hefur orðið vegna nýtilkominnar sam- keppni háskólanna um kennslu á til- teknu fræðasviði, lögfræði, sem á sér gróna hefð innan Háskóla Ís- lands og í því sambandi einnig um starfsréttindi að námi loknu. Vissrar hörku og einsýni hefur gætt í þessari umræðu allri þótt mælendur séu hinir mætustu menn. Er hætt við að lengi geti eimt eftir af sárindum, sem verða manna á millum í þess háttar tjáskiptum, og þau kunna að hamla eðlilegum sam- skiptum þessara stofnana innbyrðis. Heppilegast er hins vegar, að þessi umræða verði leidd inn á aðrar og gagnlegri brautir. Hinir nýju há- skólar, þ. á m. einkaháskólarnir, eru staðreynd; þeir eru komnir til að vera og þeir eiga erindi í samfélagi okkar. Þeir eiga skilið fulla viður- kenningu stjórnvalda og þeir verð- skulda einnig virðingu og skilning meðal alls almennings og jafnframt innan þess gróna háskólasamfélags, sem fyrir var. Mikilvægt er, hvað sem öðru líður, að þeir, sem láta sig þessi mál mest varða – stjórnmála- menn og menntafrömuðir – öðlist betri og skarpari yfirsýn um sviðið allt, áður en dómar verði felldir, og einbeiti sér, í stað gamla karpsins, að því að ná fram víðtæku sam- komulagi um samvinnu milli hlut- aðeigandi menntastofnana. Að sjálfsögðu hljóta allir að gera sér grein fyrir því, að um samkeppni verður að ræða milli háskólanna, einkum þar sem þeir bjóða upp á hliðstætt eða keimlíkt nám í sömu fræðigreinum, m.a. gamalgrónum greinum eins og lögfræði. En þess háttar samkeppni – sem að sjálf- sögðu er alþekkt erlendis – er venju- lega af hinu góða og leiðir til fram- fara í fræðunum, bæði hvað varðar kennslu og rannsóknir, sé til lengri tíma litið. Ómetanlegt getur verið, að nokkrar menntastofnanir, sem bera háskólanafn, stefni að sömu eða svipuðum markmiðum eftir mis- munandi leiðum og virkt frjálsræði í því efni er beinlínis nauðsynlegt. Hins vegar á samvinna milli hlut- aðeigandi menntastofnana, innan skilgreindra marka, einnig að geta þróast mætavel í þess háttar sam- keppnisumhverfi og er jafnframt sannarlega til þess fallin að skila miklum árangri, hvort heldur er á sviði kennslu eða rannsókna. Mætti vissulega nefna ýmis merk og al- kunn dæmi um þetta úr háskóla- heimi grannþjóða okkar. Í litlu þjóðfélagi eins og okkar, þar sem fjármagn frá hinu opinbera til hvers konar háskólastarfsemi mun væntanlega verða skammtað úr hnefa á komandi árum jafnt sem fyrr, er samvinna af þessu tagi bráð- nauðsynleg til þess að nýta fjár- magnið sem best og tryggja um leið sem bestan árangur á fræðilegan mælikvarða. Mikilvægt er, að sem allra fyrst – reyndar nú þegar – verði lagður grunnur að þess háttar samvinnu milli háskólanna, sem byggist á gagnkvæmum skilningi og velvild, frjóum viðræðum og réttri sýn á mögulegan hámarksárangur háskólastarfseminnar, heildstætt séð. Eðlilegt er, að Háskóli Íslands, sem er langstærsti og öflugasti há- skólinn og um leið hinn elsti, eigi frumkvæði að því að leita eftir skipulagðri og markvissri samvinnu milli háskólanna, þótt þess verði engu að síður að gæta, að samvinnan sjálf fari fram á jafnréttisgrundvelli. Sættir og samlyndi eru ekki úrelt hugtök. Mál er til komið, að „dæg- urþras og rígur“ þagni en háskóla- umræðunni verði þess í stað snúið inn á þá braut, er hér var nefnd, og síðan fylgi réttar aðgerðir. Orð þjóð- skáldsins um gildi heilbrigðrar sam- vinnu eiga, enn sem fyrr, fullan rétt á sér: „Græðum saman mein og mein, / metumst ei við grannann, / fellum saman stein við stein, / styðj- um hverjir annan.“ Breyttar áherslur í háskólaumræðunni Eftir Pál Sigurðsson Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. „Að sjálf- sögðu hljóta allir að gera sér grein fyr- ir því, að um samkeppni verður að ræða milli háskólanna, einkum þar sem þeir bjóða upp á hliðstætt eða keimlíkt nám í sömu fræðigreinum ...“ Á YFIRSTANDANDI kjörtíma- bili höfum við Íslendingar lagt áherslu á málefni hafsins í alþjóða- samstarfi s.s. varnir gegn mengun sjávar. Sú vinna hefur verið ánægjuleg og skilað árangri sem að mínu mati mun hafa jákvæð áhrif á lífríki hafsins til framtíðar. Hafið er matarkista, mikilvæg uppspretta eggjahvítuefna sem mannkynið neytir. Sjálfbær nýting lifandi auð- linda hafsins er einnig afar mik- ilvæg undirstaða í efnahagslífi margra strandríkja í heiminum. Því ber að tryggja með viðeigandi að- gerðum að þessi matarkista verði ekki eyðilögð varanlega vegna mengunar. Tillaga Íslands um reglulega úttekt Þrátt fyrir ofangreindar stað- reyndir hefur áhersla á varnir gegn mengun hafanna verið lítil á al- þjóðavettvangi. Fyrir tveimur árum var haldinn alþjóðlegur fundur um- hverfisráðherra í Nairobi, Kenýa í höfuðstöðvum UNEP - Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) Þar var samþykkt tillaga Íslands um að kannað yrði hvort samstaða næðist um reglulegar úttektir á ástandi hafsins á vegum SÞ og áhrif þess á efnahagslega og félagslega þróun. Samþykkt tillögunnar var áfangasigur. Í kjölfarið bauðst rík- isstjórn Íslands til að hýsa óform- legan samráðsfund til að koma könnuninni af stað og að fjármagna fundinn, en hann var haldinn í sept- ember 2001. Hann sóttu fjölmargar alþjóðastofnanir og fulltrúar stjórn- valda. Niðurstaða fundarins var skýr. Samþykkt var að nauðsynlegt væri að koma á fót reglulegum út- tektum á ástandi heimshafanna. Niðurstöður úttektanna ættu að beinast að því að gefa stjórnvöldum um heim allan ráðleggingar um hvernig bæta megi hreinleika haf- anna á grundvelli vísindalegrar þekkingar. Annar samráðsfundur um málið var haldinn í Bremen í Þýskalandi í mars 2002. Tillaga Íslands hlaut því næst góðar undirtektir í Bali í júní 2002 á undirbúningsfundi vegna Jó- hannesarborgarfundarins um sjálf- bæra þróun. Á þeim fundi hafði sendinefnd Íslands sig mjög í frammi við að útskýra tillöguna og aðstoða mig við að sannfæra aðra umhverfisráðherra um ágæti henn- ar. Samþykkt Allsherjarþings SÞ Fullnaðarsigur náðist svo á Jó- hannesarborgarfundinum í septem- ber sl. Frumkvæði Íslands var sam- þykkt um að frá og með 2004 hefjist reglulegar úttektir á mengun heimshafanna og áhrif hennar á efnahagslega og félagslega þróun. Úttektirnar verða unnar á vegum SÞ og munu verða leiðbeinandi fyrir ríkisstjórnir og þing. Þannig geta stjórnvöld náð meiri árangri í að vernda hreinleika heimshafanna til framtíðar. Úttektirnar eru því mik- ilvægar fyrir allar þjóðir heims, ekki síst fyrir fátæk strandríki. Í framhaldi af Jóhannesarborg- arfundinum fylgdi Ísland málinu eftir á vettvangi Allsherjarþings SÞ í desember sl. og samþykkti þingið ályktun um næstu skref í málinu. Þar er skorað á viðeigandi sérstofn- anir SÞ að taka virkan þátt í vænt- anlegri úttekt. Á fundi umhverfis- stofnunar SÞ í Nairobi í síðustu viku var ákveðið að stofnunin tæki virkan þátt í úttektinni. Grunnur að betri verndun hafsins Í mörgum þróunarríkjum eykst mengun sjávar og strandsvæða hratt og því er vaxandi hætta á að lífríkið verði fyrir varanlegum skaða með alvarlegum afleiðingum fyrir nýtingu auðlinda hafsins, verði ekki brugðist við. Efnahagsleg og fé- lagsleg þróun er því í mörgum strandríkjum nátengd ástandi sjáv- ar og strandsvæða. Með frumkvæði Íslendinga um úttektir SÞ á meng- un heimshafanna er lagður grunnur að betri verndun hafanna til fram- tíðar. Við getum verið stolt af þess- um árangri Íslands á alþjóðavett- vangi. Hann sýnir að lítið land getur haft mikil áhrif á alþjóðasamfélagið sé unnið af skynsemi, rökfestu og sannfæringakrafti. Ástand heims- hafanna – árangur Íslands Eftir Siv Friðleifsdóttur Höfundur er umhverfisráðherra. „Með frum- kvæði Ís- lendinga er lagður grunnur að betri verndun hafanna til framtíðar.“ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.