Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 41 Afi á Burstafelli er dáinn. Þetta voru frétt- irnar sem ég varð að bera börnum mínum laugardagsmorguninn 1. febrúar. Fyrir þeim var hann afi lang, en fyrir mér var hann alltaf afi á Burstafelli, því að á Drangsnesi áttu afi og amma lítið fallegt hús sem heitir Burstafell. Eins og gefur að skilja var sorgin mikil. Afi hafði tekið börnum mínum opnum örmum sem og hann hafði gert við mig mörgum árum áður. Ég man þegar ég kynnti afa og ömmu fyrir konu- efni mínu. Það var ekki minna mál að sýna þeim kærustuna en foreldr- unum. Það var ekki síður gleðiefni að snótin hét Anna. Höskuldur og Anna, eins og afi og amma. Ég var ekki orðinn gamall þegar ég fór að fara til afa og ömmu á Burstafelli yfir sumartímann. Þang- að var maður sendur á vorin með Strandarútunni. Nýburstaklipptur í nýjum gúmmískóm og grenjandi. Grenjandi vegna þess að vera að fara frá mömmu og pabba, og svo aftur grenjandi heim á haustin vegna þess að þurfa að fara frá afa og ömmu. Þessi ár hjá afa og ömmu munu aldrei gleymast. Þvílíkt æv- intýri. Afi hafði ekki búið á Bursta- felli síðastliðin ár. Hann og amma höfðu flutt suður á mölina fyrir nokkrum árum síðan, eftir áratuga búsetu á Drangsnesi. Þar eignuðust þau líka sjö börn og þar af eru þrjú þeirra búsett á Drangsnesi. Afi var aldrei sáttur við það að þurfa að flytja suður. Hann talaði oft um það hversu sár hann var út í að ekki væri heimili eða þjónustu- íbúðir fyrir aldraða í Strandasýslu. Því miður rættist ekki úr þeim mál- um fyrr en eftir að afi og amma voru flutt suður, þá var það of seint, það varð ekki aftur snúið. Síðastliðið föstudagskvöld hringdi síminn hjá mér. Þá var það afi í símanum. Hann hafði hringt í vitlaust síma- númer. Það varð til þess að við ræddum saman í dágóða stund og kvöddumst með virktum eins og venjulega. Nóttina eftir, aðeins nokkrum klukkustundum síðar, var hann allur. Ég held að þetta símtal hafi átt að verða. Við vorum alltaf nánir nafnarnir. Afi var orðinn rúmlega níræður og talaði hann um það að tími sinn á þessu jarðríki væri brátt liðinn. Afi sagði mér síðast þegar ég heimsótti hann og ömmu á Hrafnistu, að hann væri hræddur við það að deyja en það væri verkefni sem yrði að leysa HÖSKULDUR BJARNASON ✝ HöskuldurBjarnason fædd- ist á Klúku í Bjarn- arfirði á Ströndum 11. maí 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Drangsneskap- ellu 8. febrúar. eins og hvert annað. Heilsunni hrakaði allt- af meir og meir. Nú er afi að leysa verkefnið sem honum var síðast falið. Kæri afi, ég þakka þér fyrir árin sem við áttum saman á Burstafelli og aldrei munu gleymast. Mig langar að kveðja afa minn með fyrsta erindi úr ljóði eftir Björn Guðmundsson frá Bæ, og heitir það Strandir: Himingnæfandi háfjöllin rísa, hlífa dölum í aldanna straum; Strandasýslu í stuðlum skal prísa, stöðugt uppfyllir hetjanna draum; fella kólgur á framverði Stranda, fast er staðið, því aldan er breið; þokast fram á þroskaleið þegnar allir í baráttu standa; við hörku hafs og lands og hlýju vinabands skal tengjast fólk með trausta lund í trú á Strandagrund. Þinn nafni Höskuldur Birkir Erlingsson. Elsku langafi. Þú varst okkur mjög kær. Þú munt alltaf lifa í minningu okkar og hjarta. Þú varst alltaf jafn glaður og hress þegar við komum. Það var gaman að sjá hvað þú varst að sauma. Við erum ánægð með að eiga púða sem þú saumaðir út handa okkur sem minningu um þig. Elsku langamma. Við samhryggj- umst þér mjög. Vonandi styrkir guð þig í sorginni. Okkur þykir mjög vænt um þig og reynum að hjálpa þér í sorginni. Erling Birkir og Jóhanna Huld Höskuldsbörn. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Elsku Höski, þakka þér fyrir allar fallegu minningarnar sem þú hefur gefið mér um árin. Ég á ennþá vís- una sem þú samdir um mig þegar ég var 12 ára og ég ætla að geyma hana vel. Mér leið alltaf vel í kringum þig og það var alltaf gott að koma til ykkar Önnu. Ég fann það alltaf greinilega að þér þótti vænt um mig og ég vona að þú hafir vitað að mér þótti líka vænt um þig. Þín Birta. Elsku frændi minn. Margar góðar minningar á ég um þig og voru sím- töl okkar ansi skemmtileg. Þú varst svo fróður og gaman að heyra hvursu fróður þú varst um ættina okkar enda fór það ekki milli mála hvursu vænt þér þótti um ættina okkar. Það var svo margt sem ég átti eft- ir að tala um við þig, enda hélt ég að okkar tími yrði lengri, þú sem áttir að lifa til eilífðar, elsku frændi minn. Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn og þakka þér fyrir þá hlýju sem þú og Anna sýnduð mér bið ég góðan Guð að vera hjá þér, elsku frændi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku Anna mín, þér og börnum ykkar og öðrum ættingjum vil ég votta mína dýpstu samúð. Soffía Kolbrún Pitts. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan geimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar.) Þessi vísa kom upp í huga minn þegar ég fór að hugsa til þess að skrifa fáein kveðjuorð vegna brott- hvarfs þíns úr þessari jarðvist. Að votta þér virðingu mína sem þú áttir óskipta alla tíð, elsku Höskuldur minn. Í gegnum tíðina finnst mér þessi vísa lýsa þér best einsog ég þekkti þig og jafnframt rifjar hún upp yndislegar minningar frá liðn- um árum. Núna í dag er nákvæmlega hálfur mánuður frá því ég hitti þig og Önnu á ganginum á Hrafnistu, þar sem við heilsuðumst eftir að hafa ekki sést í u.þ.b. hálft ár. Þar urðu miklir fagnaðarfundir, mér fannst yndislegt að þú varst sá fyrsti sem ég sá þegar ég kom inn úr dyrunum. Ég fann að þú fagnaðir mér með sama hugarfari og ég varð ákaflega glöð, það var svo yndislegt að sjá þig. Þú varst með sama brosið og ég mundi síðan ég var barn. Ég er mjög ánægð með að hafa getað kvatt þig augliti til auglitis. Eins og mér er tamt með þá sem mér finnst ofboðslega vænt um er að knúsa þá alveg í kaf. Ég vissi ekki þá að það yrði í síðasta skipti sem ég kæmi til með að knúsa þig. En það er orðin staðreynd núna að þetta var síðasta knúsið og þakka ég fyrir það. Elsku Höskuldur, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Ykkar heimili var sem mitt annað heimili öll mín bernsku- ár, vegna vináttu okkar Jóu dóttur þinnar. Aldrei man ég eftir þér öðruvísi en sama jafnlyndis mann- inum, hvað svo sem við Jóa vorum að gera af okkur eða ekki. Í öll þessi ár fannst mér alltaf jafn yndislega gott og notalegt að hitta þig. Þú varst mér alltaf svo góður og ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér. Enda kallaðir þú mig oft sjöttu dóttur þína. Það fannst mér mjög notalegt. Mér fannst ég alltaf eiga svo mikið í þér, elsku Höskuldur minn. Þakka þér enn og aftur fyrir allar þessar yndislegu minningar sem ég á um þig, fjölskyldu þína og heimili. Megi góður Guð gefa Önnu, börn- um ykkar og öllum afkomendum styrk og kraft í þeirra mikla missi. Hvíl þú í friði, elsku Höskuldur minn, Guð blessi þig. Inga Helga. Góður vinur og samferðamaður hefur nú kvatt þennan heim. Höskuldur Bjarnason frá Burstafelli á Drangsnesi lést á Hrafnistu hinn 1. febrúar sl. á nítugasta og öðru aldursári. Höskuldur var einn af þeim mönnum sem settu sterkan svip á samfélagið, ekki með hávaða eða látum heldur prúðmennsku og góðvild í garð samferðamanna sinna og fyrir það var hann virtur og eign- aðist á langri ævi marga vini. Hann var traustur fjölskyldufaðir og iðinn við að búa sem best að heimilinu, það var ávallt snyrtilegt að horfa heim að Burstafelli, og innandyra hlýtt og gott viðmót. Höskuldur hafði yndi af góðum bókum og var vel lesinn, hann var líka glöggur, eftirtektarsamur og minnugur á flest í umhverfinu. Hann stundaði margvíslega vinnu bæði til sjós og lands, en síðustu árin á vinnumark- aðnum starfaði hann við fiskvinnu á Drangsnesi. Fyrir nokkrum árum fluttust þau Höskuldur og Anna á Hrafnistu í Reykjavík, þar fór vel um þau en í samtölum og kveðjum sem bárust leyndi sér ekki að hugurinn var enn fyrir norðan. Hann fylgdist vel með öllu og lagði gjarnan gott til mál- anna. Hann var ófeiminn að koma með góðar ábendingar um það sem betur mætti fara. Mér er minnis- stætt að fyrir fáeinum árum þegar syrti að í atvinnumálum á Drangs- nesi sendi hann fyrstur manna boð um þátttöku í úrbótum. Það er líka eftirminnilegt þegar hann kom heim til þess að halda upp á 90 ára afmæl- ið sitt með því að bjóða öllum vinum og kunningjum til matarveislu. Þá lét hann þau boð út ganga að engar vildi hann gjafirnar en það yrði hon- um mikið gleðiefni ef afmælisgestir myndu styrkja Sundlaugarsjóðinn á Drangsnesi. Það leyndi sér ekki að hann hugsaði hlýtt til sinnar heima- byggðar. Þótt hann gæti ekki lengur notið dvalarinnar á heimaslóð var hann áhugasamur um framfarir þar, þessi hugsunarháttur lýsir Höskuldi vel. Elsku Anna, við Guðrún sendum þér, börnunum ykkar, fjölskyldum þeirra og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkveðjur okkar og biðjum Guð að blessa minningu hans. Guðmundur Björgvin Magnússon. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.