Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 43
þar gleðigjafi, á fundum alltaf já- kvæður og tilbúinn að ljá góðum málum lið. Hann var á fundi nokkr- um dögum fyrir andlát sitt og var þá jafnhress og glaður og hann ætíð var. Lionsmenn munu sakna góðs fé- laga sem öllum vildi gott gera og vann sín störf af kostgæfni. Síðustu árin var Sigmundur ráðs- maður á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og var því í nánum tengslum við þá sem þar dvelja og hafa lokið ævistarfinu. Hann veitti mörgum gleði með frjálslegum viðræðum og uppörvun þegar með þurfti og á móti blés. Hann var mjög virkur í Félagi eldri borgara, fararstjóri og skemmtana- stjóri þeirra í hinum ýmsu ferðum víðsvegar um landið. Í öllum sínum verkum hafði Sigmundur einkunnar- orð lionshreyfingarinnar að leiðar- ljósi og gerði þau að sínum: Að rækta, líkna, efla, fræða og leggja lið, fyrir lionshreyfinguna, byggðar- lagið, meðbræðurna og okkur sjálf. Hann lifði sínu lífi þannig að öllum þessum þáttum var sinnt. Það er góður grunnur til að byggja á, ef leyfi fæst til þess í þeim nýju vistum sem hann nú hefur hlotið. Lionsfélagar kveðja góðan félaga og vin með virðingu og þökk fyrir samveruna. Fyrir þeirra hönd votta ég fjölskyldu Sigmundar, eiginkonu og dætrum, dýpstu samúð, þeirra missir er mikill. Megi almáttugur góður Guð styrkja þau og blessa þeim minninguna um góðan eigin- mann og föður. Magnús H. Sigurjónsson. Í dag kveðjum við góðan vin af þessu tilverustigi, „Simma Pöllu“ eins og hann var oft kallaður í skag- firsku samfélagi. Í samfélagi sem hann ól allan sinn aldur í og vildi hvergi annars staðar vera. Vin sem hélt á loft gamansemi, jákvæðni og trausti. Vin sem leitaði uppi það já- kvæða í lífinu til að færa það í sögu- legan búning sem hægt væri að segja frá án þess að særa eða gera grín að viðkvæmum sálum. Simmi var vinur allra og talaði við alla, sama hvaða aldur átti þar í hlut, börn eða aldraðir. Hann var ekki lat- ur við að miðla sögum og góðum ráð- um til barnabarna sinna sem elskuðu og dáðu hann sem besta afa allra tíma. Hann tók virkan þátt í starfi aldr- aðra og var hann einn af stofnendum þar. Þá var hann félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks og allar götur mjög virkur í öllu félagsstarfi, allt fram til lokadags. Hann var alltaf kletturinn í fjöl- skyldunni og margra annarra sem leituðu til hans hvort heldur var um smáviðvik eða þiggja góð ráð. Simmi mátti aldrei neitt slæmt sjá, vildi að jöfnuður ríkti í þessu þjóðfélagi og fór ekki leynt með það. Sem dæmi um hugsunarhátt Simma átti hann það til að hringja í fjarlæga ættingja og vini til þess eins að vita hvort ekki væri allt í lagi hjá þeim og lét svo fylgja með eina til tvær góðar sögur eða brandara. Simmi, við sjáum enn í huga okkar glettnina í svip þínum og skemmti- legu stríðnina í augunum og munum við ávallt minnast þín þannig sem góðs vinar. Við kveðjum þig með söknuði en þökkum fyrir það sem þú gafst okkur og fyrir það að hafa þekkt þig. Lauga, Sigga, Pálína, Magga, Inga Jóna og fjölskyldur, megi guð vera hjá ykkur og styrkja ykkur í sorg og söknuði um ókomna framtíð. Anna Halla, Tryggvi og börn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 43 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir, afi, langafi og langalangafi, AUÐUNN JÓHANNESSON húsgagnameistari, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Sigríður Guðný Sigurðardóttir, Ingibjörg Auðunsdóttir, Guðmundur Svafarsson, Sigríður Auðunsdóttir, Anna Auðunsdóttir, Hörður Ársælsson, Aðalheiður Auðunsdóttir, Guðmundur Lárusson, Þórir Ólafsson, Sigurbjörg Lundholm, Arthúr Ólafsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTBERGS MAGNÚSSONAR vélfræðings, Gullsmára 7, Kópavogi. Ragna G. Ágústsdóttir, Elísabet Kristbergsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús Kristbergsson, Helena Árnadóttir Bjarman, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför frænku okkar, ÁSLAUGAR SKÚLADÓTTUR fyrrv. sendiráðsfulltrúa, Rekagranda 10, Reykjavík. Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Ólafía Soffía Jóhannsdóttir, Kristín Bárðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURLEIFUR GUÐJÓNSSON, Safamýri 48, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Sigríður Gísladóttir, Unnar Þór Sigurleifsson, Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson, Elísa Sirrý Elíasdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR, síðast til heimilis á Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 25. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Kveðjuathöfn fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 31. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ættingja og vina, Brandur Þorsteinsson. Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR SIGTRYGGSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Rannveig Sigurðardóttir, Áslaug B. Árnadóttir, Áslaug B. Harðardóttir, Sverrir S. Björnsson, Sigurður H. Harðarson, Selma Baldvinsdóttir, Daði Harðarson, Maríanna Brynhildardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, GUÐBJARGAR JÚLÍUSDÓTTUR, Lindby 17, Skurup, Svíþjóð. Guð blessi ykkur öll. Einar Bogason, Alex, Bogi, Lára, Valur, foreldrar og systkini. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Konan mín elskuleg ÞORGERÐUR JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Ægisgötu 31, Akureyri, andaðist föstudaginn 7. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Seli. Útför auglýst síðar þetta tilkynnist hér með. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Gestur Sæmundsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR LÁRUSSON, Höfðagötu 9a, Stykkishólmi, lést á Landspítalanum föstudaginn 7. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir, Brynjólfur Nikulásson, Greta Rögnvaldsdóttir, Ingi B. Rútsson, Valdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, Húsafelli, lést föstudaginn 7. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigrún Bergþórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.